Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2009, Page 14
Svarthöfða var brugðið, og fannst illa vegið að sínum manni, þegar Robert Wade sagði að réttast væri að gera Davíð Oddsson seðlabankastjóra að sendiherra Íslands á Vanúatú. Í fyrstu taldi Svarthöfði að þetta yrði Davíð til hinnar mestu háðungar, eins og Wade meinti það svo sannarlega. En svo hugsaði Svarthöfði málin betur og komst að því að kannski er þetta ekki svo galið. Við skulum ekki gleyma því að það er fyrir tilstuðlan Dav-íðs sem Ísland og Vanúatú eru yfir höfuð í stjórnmála- sambandi. Þetta gerðist árið 2004 (þegar Íslendingar voru í framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna – en það er allt önnur Ella). Að vísu var það ekki Davíð sem undirritaði yfirlýsinguna um stofnun stjórnmála- sambands milli ríkjanna. Sá heiður féll í skaut Geir H. Haarde sem sótti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í fjarveru Davíðs. Og skrifaði þá líka upp á stjórnmálasamband við Míkró- nesíu og Gíneu-Bissá. Þá var líka lögð áhersla á það í tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu að öll ríkin reiddu sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein. Og hver þekkir betur en Davíð Oddsson mikilvægi þess að hlúa vel að fiskistofn- um? Hver veit betur hvernig á að byggja upp gott fiskveiði- stjórnunarkerfi? Davíð væri því ekki aðeins góður fulltrúi Íslands á Vanúatú heldur gæti hann líka verið góður ráðgjafi þarlendra stjórn- valda. Við megum heldur ekki gleyma því að margt er líkt með Íslandi og Vanúatú. Bæði lönd (og Ísland einkum eftir bankahrunið) byggja útflutnings- tekjur sínar á tiltölulega fáum stoðum. Bæði löndin eru langt frá helstu mörk- uðum sínum. Bæði eru eyríki sem eru viðkvæm fyrir náttúruhamförum. Svo má ekki gleyma því að skattalöggjöf Vanúatú og hugmyndafræði Davíðs í skattamálum styðja vel hvor við aðra. Vanúatú hefur verið lýst sem skattaparadís og það með réttu. Áhersla hefur verið lögð á lága skatta. Þannig eru helstu skatttekjur stjórn- valda í formi tolla og 12,5 prósenta virðisaukaskatts. Skattafrelsið á ekki síst við þegar kemur að fyrirtækjum enda hafa þau mörg hver flykkst þangað með starfsemi sína. Þar til á síðasta ári gátu innistæðueig- endur á Vanúatú líka verið öruggir um að skattayfirvöld í heima- landi þeirra fengju aldrei að vita af þeim reikningum sem þeir ættu í skattaparadísinni í Suðurhöfum. Því miður hafa óvinir skattgreiðenda við stjórnvölinn í ríkjum á borð við Ástr- alíu og fleiri viðskiptalönd þrýst á hin frjálslyndu stjórnvöld á Vanúatú að herða reglur um bankastarfsemi. Því ætla Vanúatar nú að gera bankakerfið sitt gegnsærra en verið hefur. Svo má ekki gleyma því sem er kannski helsti kosturinn við að senda Davíð til Vanúatú. Þarna getur hann safnað kröftum og snúið aftur líkt og Napóleon gerði eftir útlegð sína á Elbu. Þá hafði Frakk- landskeisari beðið ósigur á vígvöllum Evrópu en stóð upp á ný og sneri aftur til valda. Gleymum því heldur ekki að níunda sería Survivor-þáttanna var tekin upp á Vanúatú. Og hver er meiri pólitískur Survivor en Davíð Odds- son? Nema auðvitað að útlegðin á Vanúatú væri ekki eins og tímabundin útlegð Napó-leons á Elbu heldur svipaði meira til seinni útlegðar hans, á St. Helenu í órafjarlægð frá Evrópu og fyrri völdum. Miðvikudagur 14. janúar 200914 Umræða SkattaparadíS davíðS svarthöfði spurningin „Ef þetta er jólasnjórinn í lífi Íslendinga á þessum tímum, þá fagna ég því með fólki,“ segir Siggi stormur. jólin á Íslandi voru rauð víðs vegar um land en í gær byrjaði skyndilega að snjóa í reykjavík og var færðin á höfuðborg- arsvæðinu erfið á köflum. Er jólaSnjórinn lokSinS kominn? sandkorn n Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra virtist vera í veru- legum bobba eftir að Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræð- ingur og framsögumaður á borg- arafundi, upplýsti að „ráðherra“ hefði hringt í hana og verið með hótanir. Mátti skilja á Sigurbjörgu að starfsör- yggi hennar yrði ógnað ef hún væri ekki varkár í orðum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skar hann hins vegar úr snörunni með yfirlýsingu um að hún væri ráðherrann. Hún hefði hins vegar aðeins skorað á Sigurbjörgu af vinsemd að tala af „varfærni“. n Fækkun útgáfudaga hjá Frétta- blaðinu er til marks um þá nauð- vörn sem íslenskir fjölmiðlar standa í þessa dagana. Ari Ed- wald, útgefandi Fréttablaðsins, hefur tekið rækilega til hendinni í sínu fyrirtæki en betur má ef duga skal í samkeppni við ríkisrek- ið Morgun- blaðið sem er með opið tékkhefti á al- menning. Það var þó dálítið skondið að lesa þau ummæli Jóns Kaldal, ritstjóra fríblaðsins, að niður- skurðurinn væri í raun stórsókn. Einhver kynni að tala um veru- leikafirringu. n Prófessorinn Robert Wade sem varaði hvað fyrstur við hruni íslenska efnahagskerfisins gerði mikla lukku á borgarafundinum í Háskólabíói þótt hann hefði fram að færa hroðalega framtíð- arspá fyrir Ísland. Hann fór yfir hin hastarlegu viðbrögð vegna greinar hans og þótti vænst um það þegar Geir H. Haarde sagði að gagnrýni hans væri jafnmikils virði og kjallaragrein í DV. n Hannes Hólmsteinn Gissur- arson skrifaði grein um íslenska efnahagsundrið í Wall Street Journal í upphafi árs 2004. Greinin bar yfirskriftina „Krafta- verk á Íslandi“ og fjallaði um það hvernig Íslendingar urðu ein ríkasta þjóð Evrópu. Í greininni segir Hannes: „Af hverju gerð- ist þetta á Íslandi? Hin alþjóð- lega frjálshyggjuvæðing sem gekk yfir heiminn átti þátt í því. Frjálshyggjuhagfræðingar eins og Friedrich Von Hayek, Milton Friedman og James Buchanan heimsóttu allir landið á níunda ára- tugnum og höfðu ekki aðeins áhrif á Hr. Odds- son heldur líka á marga af hans kyn- slóð. Hægrimenn unnu í hinni hugmyndafræðilegu baráttu hér á landi.“ Nú er spurning hvort kraftaverkið sem Hannes lýsir hafi breyst í martröð og hverjum beri um að kenna. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsÍMi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ef ég væri ekki væskill þá myndi ég berja fíflið sem braust inn í bílinn minn um helgina.“ n Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður á RÚV á Facebook-síðu sinni. - Fréttablaðið „Ég reyni að gera 200 armbeygjur áður en ég fer í flug.“ n Magnús Scheving um hvernig hann heldur sér í formi á meðan hann ferðast um heiminn að kynna Latabæ. - telegraph.co.uk „Það er langur vegur frá að menn séu sáttir.“ n Trúnaðarmaður Jarðborana en laun verkamanna hafa lækkað um 25% en yfirmanna og stjórnendanna aðeins 10%. - DV „Mér fannst klárt að eitthvað væri ekki í lagi.“ n Dieter Samson, 65 ára Þjóðverji, sem segist ekki hafa vitað að í bíl hans leyndust 20 kíló af hassi og 1,7 kíló af amfetamíni þegar hann kom með Norrænu. - DV „Líklega er erfiðasti hluti þessara umbreytinga framundan en ekki að baki.“ n Raffaella Tenconi, hagfræðingur Straums í London, um að róðurinn eigi bara eftir að þyngjast í íslensku efnahagslífi. - DV „ Það er „tótal ríspekt“ fyrir Bó af minni hálfu.” n Bubbi Morthens segir ekki grunnt á því góða milli hans og Björgvins Halldórssonar. -Fréttablaðið Seinni kreppa Íslands Leiðari R íkisstjórnin er í þann veginn að koma Íslendingum inn í aðra kreppu. Þessi kreppa er ekki á hagfræðilega sviðinu eins og sú sem nú er að hefjast, heldur því félagsfræðilega. Og yfirvöld munu sýna fram á vanhæfni sína á félagsfræði- lega sviðinu, rétt eins og þau flæktu fæturna í grundvallarhagfræði. Báðar þessar kreppur spretta af spillingu stjórnmálamanna. Það mætti hindra seinni kreppuna með því að leyfa kosningar og því er hún fyrst og fremst á ábyrgð Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis- flokks: 1. Atgervisflótti verður þegar ungt og hæft fólk yfirgefur land- ið, því það getur ekki treyst yfirvöldum, sem ráða beint eða óbeint yfir nánast öllum fyrirtækjum og stjórna þeim í eigin hag en ekki al- mennings. 2. Siðrof verður hjá þeim sem sjá að þeir einir gjalda fyrir kreppuna sem eiga síst sök á henni. Þetta leiðir af sér aukna glæpa- tíðni, skemmdarverk og í versta falli óhæfuverk eða byltingarástand. 3. Siðferðisþrek þeirra sem ákveða að sætta sig við spillt stjórnvöld minnkar. Spillingin verður sjálfsagður hluti lífsins. Þetta á sér for- dæmi í mörgum öðrum löndum. 4. Stjórnkerfið sýkist enn meira. Sekir stjórnmálamenn neyðast til að ráða fyrst og fremst fólk sem er þeim persónulega hliðhollt og ólíklegt til þess að ganga gegn þeim. Klíkuskapur hinna óhæfu festir rætur enn dýpra í stjórnkerfinu. Endanleg afleiðing þessa verður að endurreisn Íslands verður á brengluðum grunni og lífskjör í landinu versna enn. Klíkuskapur og spilling aukast, gegnsæi minnkar, atgervisflóttinn eykst enn, glæpa- tíðni hækkar, siðferðisþrek þjóðarinnar til að veita aðhald lamast og tækifæri fólks til að komast áfram á eigin forsendum minnka. Fé- lagsfræðilega kreppan mun hafa hagfræðileg áhrif til lengri tíma en sú fyrri. Samtrygging hinna seku er sýkingin í stjórnkerfinu sem kæfir í fæðingu drauminn um heilbrigt lýðræði á rústum blekkingarinn- ar. Vandinn er sá að bæði kosningar og eðlilegt lýðræði eru andstæð hagsmunum þeirra stjórnmálamanna sem drógu þjóðina fram af hengifluginu. Því er nauðsyn að lýðurinn ráði. jón trauSti rEyniSSon ritStjóri Skrifar. Félagsfræðilega kreppan mun hafa hagfræðileg áhrif til lengri tíma en sú fyrri. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.