Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Side 2
miðvikudagur 25. mars 20092 Fréttir Fjórir framkvæmdastjórar hjá gamla Glitni fengu 2,6 milljarða króna kúlulán í maí í fyrra til að kaupa hlutabréf í bankanum. Þeir starfa allir ennþá hjá Íslandsbanka. Frægt er orðið þegar „tæknileg mistök“ urðu í hlutabréfakaupum Birnu Einarsdóttur við kaup á hlut í Glitni sem metinn var á 186 millj- ónir króna. Kaup þriggja af þessum framkvæmdastjórum voru þó mun stærri en kaup Birnu. Kúlulán til eignarhaldsfélaga Rósant Már Torfason, framkvæmda- stjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs Íslandsbanka, segir í samtali við DV að eignarhaldsfélag í hans eigu hafi fengið 800 milljóna króna kúlulán hjá Glitni í fyrrasum- ar. Hann stofnaði félagið Strandatún ehf. 6. maí í fyrra. „Ég á hlut í tveim- ur eignarhaldsfélögum. Stranda- túni ehf. og Ströndum ehf. Félagið Strandatún hefur fengið kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni,“ segir Rós- ant. Hann segir að hlutabréfakaup- in hafi verið hugsuð sem þriggja til fjögurra ára fjárfesting. Tveir aðrir framkvæmdastjórar fengu líka 800 milljóna króna kúlu- lán fyrir hlutabréfakaupum í Glitni. Vilhelm Már Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Ís- landsbanka, og Jóhannes Baldurs- son, framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Íslandsbanka. KPMG sá um að stofna félagið AB 154 ehf. fyrir Vilhelm 6. maí í fyrra. Þá stofnaði Jóhannes félagið Gnóma ehf. sama dag. Þrír Akureyringar Vilhelm er sonur fyrrverandi eig- anda Samherja, Þorsteins Vilhelms- sonar, sem seldi hlut sinn í Sam- herja á sínum tíma og er í dag stærsti hluthafinn í Atorku. Nokkra athygli vekur að þeir Rósant, Vilhelm og Jó- hannes eru allir fæddir árið 1971 og allir frá Akureyri. Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka, fékk síðan 170 millj- óna króna kúlulán á sama tíma og þeir. Félag hans var líka stofnað af KPMG og heitir AB 135 ehf. Í samtali við DV sagði Árni Tóm- asson, formaður skilanefndar Glitn- is, að innlend lán sem Glitnir hefði veitt væru í höndum nýja bankans. Ekki náðist í Birnu Einarsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Höfðu trú á Glitni Rósant Már Torfason segir stöðu Strandatúns ekki góða. „Það er ljóst að eiginfjárstaða þessa félags er verulega neikvæð,“ segir hann. Að- spurður um hvar mál Strandatúns standi hjá bankanum segir hann að verið sé að skoða þetta mál eins og öll önnur sem snúa að starfsmönn- um gamla Glitnis. „Ég geri ráð fyr- ir að þetta lán verði skoðað eins og önnur lán sem menn hafa veitt til hlutabréfakaupa og hafa tapast,“ segir hann. Þegar þessir fjórir framkvæmda- stjórar fengu kúlulán fyrir hluta- bréfakaupunum í Glitni í fyrra var gengi félagsins 17. Það hafði hæst farið í 30,9 í lok júlí 2007. Gengi fé- lagsins hafði því lækkað um 45 pró- sent á níu mánuðum þegar þeir keyptu bréfin. Nokkuð hefur verið í fréttum að íslensku bankarnir hafa haldið hlutabréfaverði sínu uppi STÓRSKULDUGIR STJÓRNENDUR AnnAs siGmundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is Eignarhaldsfélög í eigu fjögurra af núverandi framkvæmdastjórum Íslandsbanka fengu kúlulán upp á 2,6 milljarða í maí árið 2008. Útistandandi lán Glitnis til stjórnenda bankans fóru úr 1800 milljónum árið 2007 í níu milljarða árið 2008. Útistandandi lán Glitnis til stjórn- enda bankans 2006: 5726 milljónir Útistandandi lán Glitnis til stjórn- enda bankans 2007: 1832 milljónir Útistandandi lán Glitnis til stjórn- enda bankans 2008: 9066 milljónir *Tölur samkvæmt árshlutareikn- ingi Glitnis fyrir annan ársfjórðung 2008 og ársskýrslu 2007. Birna Einarsdóttir Bankastjóri Íslandsbanka Félag hennar melkorka ehf. fékk 184 milljóna kúlulán Jóhannes Baldursson Framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Félag hans gnómi ehf. fékk 800 milljóna kúlulán Vilhelm már Þorsteinsson Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Félag hans aB 154 ehf. fékk 800 milljóna kúlulán Rósant már Torfason Framkvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs Félag hans strandatún ehf. fékk 800 milljóna kúlulán stefán sigurðsson Framkvæmdastjóri eignastýringar Félag hans aB 135 ehf. fékk 170 milljóna kúlulán LáN TIL hELSTU STJoRNENDa GLITNIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.