Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Side 4
„Þetta kom mér mjög á óvart,“ seg-
ir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík suður fyr-
ir komandi kosningar. Vigdís starfaði
sem lögfræðingur hjá Alþýðusam-
bandi Íslands þar til henni var gert
að hætta vegna framboðs hennar fyr-
ir Framsóknarflokkinn. „Þeir litu svo
á að ef ég tæki þetta sæti jafngilti það
uppsögn af minni hálfu. Ég sagði að
það yrði þá svo,“ segir Vigdís.
Mismunun
Vigdís undrast að hún þurfi að hætta
störfum hjá ASÍ vegna kosningabar-
áttunnar á sama tíma og yfirlögfræð-
ingur ASÍ, Magnús M. Norðdahl sem
skipar skipar sjötta sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
fyrir komandi kosningar, starfar
áfram hjá félaginu.
Ljóst var að Vigdís tæki oddvita-
sætið eftir kjördæmisþing framsókn-
armanna helgina 6. til 7. mars. For-
valsnefnd stillti upp þremur aðilum í
fyrsta sætið og úr varð að Vigdís sigr-
aði í kosningum á þinginu.
Vigdís óskaði í kjölfarið eftir
launalausu leyfi fram að kosningum
til að sinna baráttunni en segir for-
svarsmenn ASÍ hafa sett sig á móti
því.
„Í raun er verið að brjóta á rétti
mínum og mismuna út af stjórn-
málaskoðunum. Það er augljóst því
við erum með lifandi dæmi í nútím-
anum á þessum sama tíma, þar sem
yfirlögfræðingurinn fær að halda
áfram en ekki ég. Það er augljóst út af
hverju þetta er. Það er af því að ég er
framsóknarmaður,“ segir hún.
Síðasti vinnudagur Vigdísar hjá
ASÍ var 13. mars.
Ekkert vandamál
Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ,
lítur hins vegar svo á að með því að
taka að sér að leiða framboðslista sé
Vigdís að taka að sér nýtt starf. „Það
er ekki hægt að vera bæði þingmað-
ur og starfsmaður Alþýðusambands-
ins,“ segir Gylfi og bendir á að hún sé
nú nokkuð örugg með að komast á
þing. „Ég veit ekki til þess að það sé
nokkurt vandamál á milli okkar Vig-
dísar,“ segir Gylfi.
„Við höfum gefið fólki frí til að
taka þátt í prófkjöri en þegar fólk er
komið í nokkuð öruggt þingsæti hef-
ur það verið meginregla að þá ljúki
veru þess hér,“ segir Gylfi. Hann tel-
ur sig hafa veitt Vigdísi svigrúm með
því að krefja hana ekki um að vinna
uppsagnarfrest. „Uppsagnarfrestur-
inn hefði runnið út viku eftir kosn-
ingar og það er nokkuð ljóst að ef ég
hefði krafist þess af henni hefði ég
sett henni stólinn fyrir dyrnar í kosn-
ingabaráttunni,“ segir Gylfi.
Samfylkingarfólk
Gylfi neitar því að sú staðreynd að
Vigdís er framsóknarmaður hafi
haft áhrif á skjót starfslok hennar
hjá ASÍ. „Alls ekki. Það kemur mál-
inu ekkert við. Vigdís er búin að vera
lengi í miðstjórn Framsóknarflokks-
ins og við gerðum enga athugasemd
við það þegar hún var ráðin,“ segir
Gylfi. „Mér þótti miður að missa
hana og fannst þessi starfslok vera
að hennar ósk,“ segir hann.
Vigdís heldur þó fast við sína
skoðun: „Þetta er skýrt dæmi um
að það er verið að refsa starfsmanni
fyrir sínar pólitísku skoðanir,“ segir
hún. Að mati Vigdísar vekur mál-
ið upp spurningar um hvort aðeins
samfylkingarfólk hljóti frama innan
ASÍ.
Fyrir síðustu alþingiskosning-
ar gaf Gylfi kost á sér í 3. til 4. sæti
Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þá
starfaði hann sem framkvæmda-
stjóri ASÍ. Gylfi dró þó framboð sitt
til baka og sagðist telja að framboð-
ið samræmdist illa störfum hans og
hlutverki sem framkvæmdastjóri og
talsmaður ASÍ.
Erla HlynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Það er ekki hægt að
vera bæði þingmaður
og starfsmaður Alþýðu-
sambandsins.“
Bauð sig fram GylfiArnbjörnsson
bauðsigframfyrirSamfylkinguísíðustu
kosningumendróframboðiðsíðantil
baka.
REKIN
VEGNA
FRAM-
BOÐS Oddviti hjá Framsókn VigdísHauksdóttirteluraðflokkspólitíkséráðandiinnanAlþýðusambandsÍslandsogaðhennisémismunaðþvíhúnséíFramsókn.
Mynd HEiða HElgadóttir
Vigdís Hauksdóttir þurfti að hætta störfum sem lögfræðingur hjá Alþýðusambandi
Íslands eftir að hún tók oddvitasæti hjá Framsóknarflokknum. Henni finnst skjóta
skökku við að á sama tíma heldur Magnús norðdahl áfram störfum hjá samband-
inu en hann skipar sjötta sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík. gylfi arnbjörnsson
tekur fyrir að málið sé flokkspólitískt.
miðVikudAGur25.mArS20094 Fréttir
Fjölskylda stúlku sem kærði séra gunnar Björnsson segir sig úr þjóðkirkjunni:
Siðareglurpresta„handónýtar“
Fjölskylda annarrar stúlkunnar sem
kærði séra Gunnar Björnsson, sókn-
arprest á Selfossi, fyrir kynferðislega
áreitni hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni
í kjölfar sýknudóms yfir Gunnari og
tilkynningu frá Biskupsstofu um að
hann muni snúa aftur til starfa í Sel-
fosskirkju þann 1. maí.
Móðir stúlkunnar sagði í viðtali í
fréttum Stöðvar 2 í kvöld að sér fynd-
ust þessi málalok sorgleg. Fjölskyld-
an ráði hins vegar hvorki við lands-
lög né Biskupsstofu. Hún segir þau
þó vita hvað gerðist í raun og veru og
fjölskyldan hafi því sameinast um að
segja sig úr þjóðkirkjunni með bréfi
í gær. Fjölskyldan „tilheyri því ekki
þessu trúfélagi lengur“.
Þegar móðir stúlkunnar var spurð
hvort hún teldi að þjóðkirkjan hefði
brugðist fjölskyldunni í málinu sagði
hún að endurskoða þyrfti siðareglur
presta ofan í kjölinn. Greinilegt væri
að þær siðareglur sem nú eru í gildi
væru „handónýtar.“
Móðirin sem kaus að koma ekki
fram undir nafni sagði kirkjustarfi
dóttur sinnar hafa lokið með þeim
atburði sem leiddi til þess að hún
kærði séra Gunnar og að málið allt
og eftirmálar þess hefðu haft áhrif
á dóttur sína. Réttargæslumaður
stúlknanna tveggja sem kærðu prest-
inn fyrir áreitni sagði á sínum tíma
að brot Gunnars, sem hófust þegar
stúlkurnar voru í fermingarfræðslu
fyrir nokkrum árum, væru alvarleg.
Aðspurð um grunsemdir margra
bæjarbúa á Selfossi um að stúlkurn-
ar tvær hefðu logið kynferðisáreitn-
inni upp á Gunnar sagði móðirin við
fréttamann Stöðvar 2 að slíkar vanga-
veltur væru vandamál þeirra sem
þannig hugsuðu. Það væri vitaskuld
„töff fyrir unga stúlku“ að ganga í
gegnum þetta en dóttir hennar væri
„ótrúlega dugleg“ því hún vissi hvað
gerðist í raun og veru.
gunnar Björnsson Ervænt-
anlegurtilstarfaviðmisjafnar
undirtektir.
Mynd Sigtryggur
Takmarkaður
auglýsingakostn-
aður
Stjórnmálaflokkarnir sem eiga
fulltrúa á Alþingi hafa gert með
sér samkomulag um að tak-
marka auglýsingakostnað í að-
draganda alþingiskosninganna
25. apríl næstkomandi. Heild-
arkostnaður hvers flokks vegna
auglýsingabirtinga í dagblöðum,
netfjölmiðlum og ljósvakamiðl-
um má ekki verða hærri en 14
milljónir króna. Samningurinn
gildir frá 30. mars 2009, þegar
allir flokkar hafa lokið sínum
landsfundum, til 26. apríl 2009.
Jafnframt er samkomulag um að
óháður aðili verði fenginn til að
hafa eftirlit með framkvæmd-
inni.
Börðu dreng með
kúbeini
Héraðsdómur Suðurlands hefur
dæmt tvo pilta á nítjánda ald-
ursári í tveggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir líkamsár-
ás. Piltarnir veittust að sextán
ára pilti á hjólabrettasvæði
við Sundhöll Selfoss að kvöldi
sunnudagsins 6. apríl í fyrra.
Annar piltanna sló fórnarlamb-
ið þremur höggum í andlitið en
hinn pilturinn sló hann í bakið
með kúbeini. Piltarnir játuðu
báðir á sig sakirnar fyrir dómi
samkvæmt ákæru. Piltunum var
gert að greiða fórnarlambi sínu
100 þúsund krónur í skaðabæt-
ur fyrir árásina og rúmar 200
þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómurinn yfir piltunum er skil-
orðsbundinn til tveggja ára.
Ný lög um ráð-
herraábyrgð
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra hefur óskað eftir því
bréflega við forseta Alþingis að
sett verði ný lög um ráðherraá-
byrgð og landsdóm, en gildandi
lög eru frá árinu 1963. Nefnd á
vegum þingsins er að störfum
og kannar hvernig skerpa megi
eftirlit milli löggjafar- og fram-
kvæmdavaldsins. „Við óskuðum
eftir því að þessari nefnd yrði
falið að leggja fram nýjar tillög-
ur um ráðherraábyrgð þar sem
höfð verði hliðsjón af þeim lög-
um sem um það gilda í okkar ná-
grannalöndum. Við höfum ósk-
að eftir því að þeirri vinnu verði
hraðað sem mest,“ sagði Jóhanna
á blaðamannafundi í gær.