Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Síða 12
miðvikudagur 25. mars 200912 Fréttir
Friðarráðstefna nóbelsverðlaunahafa blásin af í Suður-Ameríku:
dalai Lama bannað að mæta
Suður-afrísk stjórnvöld neituðu að
veita Dalai Lama vegabréfsáritun
og því verður ekkert af friðarráð-
stefnu nóbelsverðlaunahafa sem
stóð til að halda í landinu. Dalai
Lama var einn boðaðra gesta á ráð-
stefnunni. Eftir að hann fékk ekki
vegabréfsáritun og gat því ekki sótt
ráðstefnuna hættu Desmond Tutu
erkibiskup og F.W. de Klerk, fyrr-
verandi forseti Suður-Afríku, við
þátttöku í mótmælaskyni.
Suðurafrískum stjórnvöldum er
legið á hálsi fyrir að hafa látið Kín-
verja kúga sig til hlýðni. Kínversk
stjórnvöld hafa víða reynt að koma
í veg fyrir ferðalög trúarlegs leiðtoga
Tíbeta og þrýst á stjórnvöld um að
ýmist hleypa honum ekki inn í land-
ið eða sniðganga hann. Það rennir
stoðum undir þessar grunsemdir að
talsmaður suðurafrísku ríkisstjórn-
arinnar lýsti því yfir að það sam-
ræmdist ekki hagsmunum þar-
lendra stjórnvalda að Dalai Lama
kæmi í heimsókn til landsins. Hann
rökstuddi það þó með þeim orðum
að heimsókn Dalai Lama yrði til að
draga athyglina frá því að heims-
meistarakeppnin í knattspyrnu
verður í Suður-Afríku á næsta ári.
Friðarráðstefnan er einmitt
haldin í tengslum við heimsmeist-
arakeppnina á næsta ári. Nú hefur
Desmond Tutu sagt það skammar-
legt að veita Dalai Lama ekki vega-
bréfsáritun. Hann sakar stjórnvöld
líka um að beygja sig undir þrýsting
kínverskra stjórnvalda. Kínverskir
erindrekar höfðu sagt að heimsókn
Dalai Lama kynni að verða til að
skaða samskipti ríkjanna.
Irvin Khoza, formaður skipu-
lagsnefndar heimsmeistarakeppn-
innar í knattspyrnu, sagði að þeim
hefði tekist að telja Dalai Lama á að
fresta heimsókn sinni til landsins
þar til eftir keppnina á næsta ári.
Vekur miklar deilur Ákvörðun stjórnvalda um að hleypa dalai Lama ekki inn í
landið hefur valdið miklum deilum.
Breska blaðið The Guardian hefur gert þrjár heimildarmyndir um innraás Ísraels-
manna á Gaza-svæðið sem renna stoðum undir að Ísraelsher hafi framið stríðsglæpi
í innrásinni. Blaðið hefur eftir þremur bræðrum að Ísraelsher hafi notað þá sem
„mennska skildi“ í árásinni auk þess sem heilbrigðisstarfsfólk segist hafa verið skot-
mörk Ísraelsmanna. Mannréttindasamtök telja Ísraelsher hafa framið stríðsglæpi í
innrásinni. Ísraelsher neitar ásökunum.
STRÍÐSGLÆPIR ÍSRAELA
VERÐI RANNSAKAÐIR
Breska blaðið The Guardian telur sig
hafa sannanir fyrir því að Ísraelsher
hafi framið stríðsglæpi þegar hann
réðst inn á Gaza-svæðið fyrr á þessu
ári. Blaðið greinir meðal annars frá
því að palestínsk börn hafi verið not-
uð sem „mennskir skildir“ auk þess
sem Ísraelsher hafi vísvitandi beint
árásum sínum á spítala og sjúkraliða
til að koma í veg fyrir að þeir gætu
hjúkrað þeim sem slösuðust í innrás-
inni. Þetta er meðal þess sem kemur
fram í þremur heimildarmyndum um
árásina sem breska blaðið hefur gert
og hægt er að sjá á á vefsíðu blaðsins.
Árásin hófst með sprengjuárásum
í lok desember á síðasta ári en í byrjun
janúar réðst Ísraelsher svo inn í land-
ið og dvaldi þar í 23 daga. Árásinni var
beint að Hamas–samtökunum sem á
liðnum árum hafa ógnað öryggi íbúa í
Ísrael með eldflaugaárásum frá Gaza-
svæðinu. Þeir sem urðu fyrir barð-
inu á aðgerðum Ísraelsmanna á Gaza
voru hins vegar ekki Hamas-liðar
heldur fyrst og fremst óbreyttir borg-
arar á Gaza-svæðinu, en um 1400 Pal-
estínumenn, þar af 300 börn, létu lífið
í innrásinni.
Þrír bræður notaðir sem
„mennskir skildir“
Blaðið hefur meðal annars greint
frá vitnisburði þriggja bræðra úr al-
Attar-fjölskyldunni sem lýstu því
hvernig þeir voru færðir af heimilum
sínum með valdi, látnir krjúpa fyrir
framan skriðdreka Ísraelshers til að
koma í veg fyrir að hermenn Hamas
réðust á þá. Bræðurnir greindu jafn-
framt frá því að þeir hefðu verið send-
ir inn í hús á undan liðsmönnum ís-
raelska hersins svo þeir myndu frekar
verða fyrir skotum en þeir. „Þeir létu
okkur fara á undan þeim þannig að
ef einhver skyti á þá myndu kúlurn-
ar fara í okkur en ekki þá,“ segir einn
af bræðrunum, hinn 14 ára gamli Al’a
al-Attar.
Ráðist á spítala
The Guardian greinir einnig frá
vitnisburði sjúkraliða og bílstjóra
sjúkrabíla sem segja að þeir hafi orð-
ið fyrir árásum Ísraelsmanna þegar
þeir reyndu að hjálpa þeim Palestínu-
mönnum sem slasast höfðu í árásun-
um, en 16 heilbrigðisstarfsmenn féllu
í innrásinni. Samkvæmt Alþjóða-
heilbrigðisstofnuninni urðu meira
en helmingur af þeim 60 sjúkrahús-
um sem eru á Gaza-svæðinu fyrir
skemmdum í sprengjuárásum Ísra-
elsmanna.
Ísraelski herinn hefur gefið út yf-
irlýsingar þar sem því er vísað á bug
að herinn hafi framið stríðsglæpi í
árásinni en herinn heldur því fram
að alþjóðalögum hafi verið framfylgt
í hvívetna.
Ísraelsher verði rannsakaður
Mannréttindasamtökum, þar á
meðal Amnesty International, ber
hins vegar saman um að Ísraelsher
hafi framið megnið af glæpunum
sem framdir voru í innrásinni. Að
þeirra mati var innrásin á Gaza alltof
harkaleg viðbrögð við eldflaugaárás-
um Hamas-samtakanna á Ísrael sem
leiddu til innrásarinnar á Gaza. Frá
árinu 2002 hefur 21 Ísraelsmaður látið
lífið í eldflaugaárásum Hamas-sam-
takanna en um 1400 Palestínumenn
létu lífið á rúmlega 20 dögum í innrás
Ísraelsmanna, eins og áður segir.
Donatella Rovera, hjá Amne-
sty International, sem rannsakaði
meinta stríðsglæpi Ísaraelsmanna
um tveggja vikna skeið, segir að ein-
göngu rannsókn á vegum öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna geti tryggt
samvinnu Ísraelsstjórnar við rann-
sókn málsins og að einhver verði
ákærður fyrir glæpina. „Án almenni-
legrar rannsóknar verður ekkert sem
fyrirbyggir að slíkt endurtaki sig.
Skilaboðin verða þau sömu: Það er
allt í lagi að gera þetta, afleiðingarnar
af því verða engar.“
Heimildarmyndirnar þrjár um
meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í
innrásinni má sjá á vefsíðu blaðsins,
guardian.co.uk.
„Þeir létu okkur fara
á undan þeim þannig
að ef einhver skyti á þá
myndu kúlurnar fara í
okkur en ekki þá.“
IngI F. VIlhjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Þrýstingurinn eykst um 1400 Palest-
ínumenn létu lífið í innrás Ísraelshers
á gaza-svæðið fyrr á árinu, meðal
annars 43 í sprengjuárás á skóla sem
sameinuðu þjóðirnar ráku. Þrýstingur
á sameinuðu þjóðirnar um að meintir
glæpir Ísraelsmanna í innrásinni verði
rannsakaðir hefur aukist verulega,
meðal annars vegna umfjöllunar
breska blaðsins The guardian.
Selur meydóm-
inn á netinu
Hin átján ára gamla Alina Per-
cea frá Caracal í Rúmeníu hefur
ákveðið að selja meydóm sinn
á veraldarvefnum til hæstbjóð-
anda. Hún vonast til að geta
fengið rúmar 7,5 milljónir króna
en þegar þrír dagar eru eftir af
uppboðinu stendur hæsta boðið
í 750 þúsund krónum. „Ég er 54
kíló, 1,72 á hæð, brúneygð stúlka
frá Rúmeníu. Ég reyki ekki og
ég á staðfestingu frá kvensjúk-
dómalækni um að ég sé enn
hrein mey. Ég vil að fyrsta skipt-
ið mitt verði sérstakt og ekki of
snubbótt,“ segir Percea í aug-
lýsingunni sem birt er á þýskri
stefnumótasíðu.
Rekinn fyrir
vindgang
Fimmtán ára piltur frá Polk-
sýslu í Flórída má ekki ferðast
með skólarútu skólans í þrjá
daga eftir að hafa leyst vind
í rútunni. Frá þessu greinir
AP-fréttastofan.
Í bréfi sem bílstjórinn rit-
aði foreldrum hans kemur
fram að pilturinn hafi leyst
vind til að koma öðrum börn-
um til að hlæja. Þá hafi hann
skapað svo vonda lykt að bíl-
stjórinn hafi átt erfitt um vik
með að anda. Skólayfirvöld
í Polk-sýslu segja að engin
lög beinlínis banni vindgang
fólks, en til séu lög gegn því
að valda óspektum í rútunni.
Unglingurinn sem var gerður
brottrækur úr rútunni segist
vera alsaklaus.
Milljónir til höf-
uðs glæpafor
Mexíkósk yfirvöld hafa heitið
milljónum dala fyrir upplýsingar
sem geta leitt til handtöku eftir-
sóttustu glæpamanna landsins.
Um er að ræða 24 einstaklinga
og hafa stjórnvöld heitið tveimur
milljónum dala, eða 220 milljón-
um króna, fyrir upplýsingar sem
leiða til handtöku hvers og eins.
Á meðal þeirra glæpamanna
sem yfirvöld leggja áherslu á að
koma lögum yfir er Joaquin „el
Chapo“ Guzman sem er leið-
togi Sinaloa-glæpasamtakanna.
Hann er á lista Forbes-tímarits-
ins yfir ríkustu menn í heimi en
auð sinn má að stóru leyti að
rekja til viðskipta með fíkniefni.
Býr enn hjá
mömmu
Hinn 25 ára gamli Mart-
in Gruber, sem nýlega var
kjörinn bæjarstjóri Kappel
am Krappfeld í Austurríki,
er að öllum líkindum yngsti
bæjarstjóri Evrópu. Hann
er sonur bændafólks og býr
enn heima hjá mömmu sinni
og deilir herbergi með litla
bróður sínum. Kappel am
Krappfeld er smábær í suð-
urhluta Austurríkis en íbúar
þar eru einungis rúmlega
tvö þúsund talsins. Gruber
var kjörinn bæjarstjóri fyrr í
þessum mánuði en hann seg-
ir að nú sé kominn tími til að
fljúga burt úr hreiðrinu. „Ég
mun flytja út vegna þess að
það lítur ekki vel út fyrir bæ-
inn ef móðir bæjarstjórans
lætur hann hafa nesti með
í vinnuna og þvær þvottinn
fyrir hann,“ segir hann.