Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Page 14
Svarthöfði er svo góð sál og laus við rætni að honum sortnaði fyrir augum um daginn þeg-ar hann las minningargrein refsinornarinnar Kolbrúnar Berg- þórsdóttur um Frjálslynda flokkinn. Auðvitað hefur það ekki farið fram hjá neinum að þessi litli gremjuflokkur sem spratt fullskapaður út úr haus- num á Sverri Hermannssyni hefur átt bágt undanfarin misseri en heldur þótti nú Svarthöfða það ómaklegt af Kolbrúnu að fagna dauða flokksins á meðan enn bærðist pirrað lífsmark með honum. Svarthöfði hefur líka mikið álit á formanni flokksins honum Guðjóni Arnari enda fer ekki á milli mála að sá maður sem tekur opnum örmum öllum þeim villuráfandi pólitísku sauðum sem fyllt hafa Frjálslynda flokkinn er með stórt hjarta. Þessi góðmennska og meðvirkni Guðjóns Arnars er þó því miður að verða til þess að dómsdags- spá eiturtungunnar í Hádegismóum er að rætast. Aumingja Addi Kitta Gau gerði þau mis- tök að hleypa öllum í flokkinn en hægt er að ganga að því gefnu að Sverrir, forveri hans, hefði sagt ein- hverjum ólátabelgjanna að vera úti og éta óðs manns skít. Þessi farsæli skip- stjóri frá Vestfjörðum sigldi létt milli skers og báru á sjómannsárunum og hafði stjórn á alls kyns liði í áhöfnum sínum en hefur í landi ekki fengið við neitt ráðið og undir hans stjórn hefur Frjálslyndi flokkurinn breyst í lítið Tit- anic sem steytir á hverju smáskerinu á fætur öðru á leið sinni á botninn. Þetta gat samt ekki annað en endað með ósköpum enda er sá stjórnmálaforingi sem safnar að sér öllu leiðinleg- asta fólki landsins eiginlega í sjálfs- morðsleiðangri. Þegar maður er með Kristin H. Gunnarsson, Jón Magnús- son, Ásgerði Jónu Flosadóttur, Sturlu vörubílstjóra, Eirík Stefánsson, Magn- ús Þór Hafsteinsson, Sigurjón Þórð- arson, Grétar Mar Jónsson og jafnvel stundum Ólaf F. Magnússon innan- borðs blossa óhjákvæmilega nokkrar uppreisnir upp á dag og siglingin get- ur ekki endað með öðru en stórfeng- legu skipbroti. Guðjón Arnar er samt topp-maður og Svarthöfði vonar að hann sjái sér þann kost vænstan að stökkva frá borði og synda einn síns liðs inn á þing eina ferðina enn á meðan allir hælbítarnir sogast niður með flakinu af hinni löskuðu freygátu Sverris Her- mannssonar. Rætið lið, eins og það sem skrifar stundum í Moggann, er víst til þess að reyna að hengja allan uppreisnarskríl- inn á blessaðan kafteininn og reyna að gera hann ábyrgan fyrir öllu bull- inu með því að nudda honum upp úr málsháttum eins og „sýndu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert“. Slíkur spuni er þó ekki heiðarlegur vegna þess að foring- inn á ekkert sameiginlegt með þeim sem hafa stundað skemmdarverkin á fleyinu með því að losa botnlokurnar. Hann er ekki einu sinni lengur í sama stjórnmálaflokki og verstu óhemjurn- ar. Aflaklónni gömlu hlýtur samt að vera það áhyggjuefni að henni tekst ekki einu sinni að halda leiðinlegasta fólki landsins með sér í liði. Íslenskir kakkalakkar Komið er á daginn hvers vegna ís-lenskum ráðamönnum er svona mikið í mun að tryggja að upplýs-ingar komist ekki upp á yfirborð- ið. Þeir hafa eitthvað að fela. Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins af fjár- framlögum til stjórnmálaflokka sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal annars fengið veglega fjárstyrki frá fyrirtækjum í rík- iseigu og stripprekstri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist markvisst gegn því að upplýsing- ar um fjárframlög til stjórnmálaflokka verði opinberar. Nú vitum við hvers vegna. Upplýsingar um einkavæðingu bankanna hafa verið óaðgengilegar blaðamönnum og almenningi, þar til Morgunblaðið fékk þær á dögunum. Nú vitum við ástæðuna. Einhvern veginn fór einkavæðingin þannig að Búnað- arbankinn komst í hendurnar á valdablokk innan Framsóknarflokksins, þess hins sama og var í ríkisstjórn. Leyndin var réttlætt með því að hagur fyrirtækjanna lægi við. En það er fyrst og fremst hagur spilltra fyrirtækja að viðhalda leyndarhjúp um samskiptin við stjórnmálamenn. Í valdatíð Sjálfstæðisflokksins var útilok- að að fyrrnefndar upplýsingar rötuðu upp á yfirborðið. Ráðamenn í flokknum lögðu sig fram um að hindra að upplýsingar kæmust til almennings. Ástæðan fyrir slíku háttalagi ráðamanna er yfirleitt að þeir hafa eitthvað að fela, eins og í þessu tilfelli. Það er kominn tími til að horfast í augu við að Íslendingar eru fórnarlömb spilltra manna. Það var pólitísk og síðar viðskiptaleg spilling sem leiddi til hruns íslenska efna- hagslífsins. Ef ekki hefði verið fyrir spilling- una og siðleysið hefðu réttar upplýsingar komið upp á yfirborðið og íslensku bönkun- um hefði aldrei verið leyft að skuldsetja þjóð- ina með þeim hætti sem þeir gerðu. Íslenskir blaðamenn eru vanir því að reka sig á veggi þegar þeir leita upplýsinga um aðgerðir hins opinbera. Þeir eru jafn- vel beittir refsingum fyrir að birta upplýs- ingar. Blaðamaður Vikunnar sem kaus að fela ekki frásögn súludansara af Goldfinger var nýlega dæmdur til að greiða um millj- ón króna fyrir að ritskoða ekki frásögn dansar- ans af reynslu sinni af staðnum. Í stað þess að kerfið brygð- ist við með því að rannsaka frásögn dansarans greip það til aðgerða til að banna slíkar frásagnir. Spilling er eins og kakka- lakkar. Hún sækir í myrk- ur. Stjórnmála- menn sem slökkva ljósin í samfélag- inu bera jafnmikla ábyrgð á spilling- unni og þeir sem iðka hana. Spilling er eins og kakkalakkar. Hún sækir í myrkur. miðvikudagur 25. mars 200914 Umræða Óvinafagnaður svarthöfði spurningin „Já, við erum báðir ljóshærðir. En ég er ekki frá því að hann sé huggulegri í útliti en ég þó ég voni nú að innræti mitt sé betra en hans,“ segir Helgi Seljan sjónvarpsmaður sem leikur ofbeldistudda sem heitir manni volgu í kvikmyndinni rokland sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Eruð þið Manni volgu líkir, HElgi? sandkorn n Hannes Hólmsteinn Gissur- arson prófessor er snarbrattur þrátt fyrir skipbrot hugmynda- fræði hans. Í miðju hrun- inu hamrar hann á því að ástand- ið sé vegna slæmra kapítalista en ekki kapítal- isma. Hannes Hólmsteinn sat, merkilegt nokk, í bankaráði Seðlabankans um árabil og svaf væntanlega á verðinum eins og aðrir. Þessa dagana er hann bókstaflega heltekinn af norska seðlabankastjóranum Svein Harald Øygard sem hann kallar „fjallamann“ sem sé ákvörðun- arfælinn og taugaóstyrkur. n Sjálfstæðisflokkurinn fann sig tilneyddan til að endurgreiða Neyðarlínunni 300 þúsund kall sem sá dyggi flokkshestur Þórhallur Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorsteins Páls- sonar, reiddi af hendi fyrir hönd ríkisfyrirtækisins. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur áður endur- greitt styrki en það var þegar óvinur flokksins, Jón Ólafsson athafna- maður, laumaði um aldamót- in inn styrk í gegnum sjálfstæðis- félagið á Ak- ureyri. Þegar upplýst var um það lét Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri, endurgreiða Jóni bæjó. n Skagamenn eru óhressir með niðurstöður í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins þar sem þeirra menn náðu vart á blað. Vestfirðingar eiga þrjá af fjórum efstu mönn- um þar sem Einar K. Guðfinns- son, Eyrún Sigþórsdóttir og Birna Lárusdóttir raða sér í ann- að til fjórða sæti. Aðeins Vest- lendingurinn Ásbjörn Óttarsson frá Rifi náði inn en hann skaust að vísu upp fyrir Einar K. Eftir situr að Akranes, stærsti byggða- kjarninn, og allt Norðurland vestra eru án þingmannaefna. n En það eru ekki allir Vest- firðingar sáttir við sín örlög í prófkjörum. Flokkaflakkarinn Kristinn H. Gunnarsson sér væntan- lega fram á endalok síns pólitíska ferils eftir að hann lenti í frjálsu falli í prófkjöri Framsókn- arflokks- ins. Orðrómur er reyndar uppi um að dagana eftir að Kristinn yfirgaf Frjálslynda flokkinn hafi hann boðið Sjálfstæðisflokknum krafta sína en það hafi ekki verið þegið. Þá hafi hann boðist til að fara í framboð fyrir Samfylkingu en ekki uppskorið áhuga. Þá hafi hann nauðlent í Framsókn með þeim afleiðingum að vera sleginn af. LyngHáLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég hef aldrei á 25 ára starfsferli mínum séð jafn lélegt og illa skrifað plagg.“ n Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, um trúnaðarskjal frá Seðlabankanum sem birtist nýlega og segir að ráðamenn hafi vitað um hættuna í febrúar í fyrra. - DV „Ný viðmið í fantabrögðum og ofbeldi.“ n Helgi Seljan um ógæfu- og ofbeldismanninn Manna Volgu sem hann leikur í myndinni Rokland. Helga hefur alltaf langað til þess að vera leikari. - DV „Mér finnst að það eigi að senda alla á Alþingi á dans- námskeið.“ n Samúel Jón Samúelsson, kenndur við sveitina Jagúar. Hann dansar afródans af kappi og er handviss um að heimurinn myndi batna ef alþingismenn Íslendinga fylgdu hans fordæmi. - DV „Líklegt er talið að hún sé veik á geði haldi í raun að hún sé Hallgerður Lang- brók.“ n Egill Einarsson oft nefndur Störe í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér á heimasíðu sinni. Þar varar hann við konu sem hann nefnir „Yrsu“ sem gengur um bæinn og kallar snyrtingu kynfæra „tísku“. - gillz.is „Ég er gagnkyn- hneigður.“ n Baldvin Vigfússon, kærasti Vals Einarssonar sem er á leið í kynskiptaaðgerð. Baldvin hefur alla tíð litið á Val, eða Völu öllu heldur, sem stelpu. - Stöð 2 Leiðari JÓn TrausTi rEynisson riTsTJÓri skrifar. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.