Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Side 16
miðvikudagur 25. mars 200916 Ættfræði Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona og varaborgarfulltrúi Elínbjörg fæddist í Stykkishólmi en ólst upp í Belgsholti í Melasveit. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól- anum í Reykholti 1966. Elínbjörg vann hjá ÍAV í Hvalfirði 1966-68, hjá Ísal í Straumsvík 1968- 71, hjá Hval hf. í Hvalfirði 1972-79 og hjá Íslenska járnblendifélaginu 1979-81. Hún vann síðan í frystihúsi 1982-98, fyrst hjá Heimaskaga hf. og síðan hjá Haraldi Böðvarssyni hf. eftir að fyrirtækin voru sameinuð, starfaði hjá Verkalýðsfélagi Akraness 1998-2003 og hefur starfað hjá HB Granda í Reykjavík frá 2003 og jafn- framt á Grund frá 2007. Elínbjörg hóf snemma afskipti af verkalýðsmálum, var formaður fiskvinnsludeildar Verkalýðsfélags Akraness í nokkur ár og sat í stjórn félagsins, var varaformaður Verka- lýðsfélags Akraness og varaformað- ur Fiskvinnsludeildar VMSÍ, hefur setið í stjórn Fiskifélags Íslands og er fyrsta konan sem sat Fiskiþing, og hefur átt sæti í fjölda nefnda og ráða á vegum verkalýðshreyfingarinn- ar þar sem hún hefur einkum sinnt starfsmenntamálum og átti sæti í starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar. Elínbjörg var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi 1991-94, sat í Bæjarstjón Akraness fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1994-2002, sat í atvinnumálanefnd bæjarins og í stjórn heilbrigðisnefndar Vestur- lands, sat í stjórn Körfuknattleiksfé- lags Akraness og er félagi í ÍA-vinum, situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1997 en hún fékk flest atkvæði í miðstjórn flokksins á þeim lands- fundi, situr í stjórn Óðins, er vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá 2006, situr í heilbrigð- isnefnd og er varamaður í mennta- ráði og velferrðarráði Reykjavíkur- borgar. Fjölskylda Dóttir Elínbjargar er Anna Elín Daníelsdóttir, f. 9.1. 1972, húsmóð- ir í Reykjavík, gift Sigursteini Davíð Gíslasyni, starfsmanni Eimskips og þjálfara meistaraflokks Leiknis, en þau eiga þrjú börn. Systkini Elínbjargar eru Sigur- björn Ólafur, f. 10.6 1946, bifreiða- stjóri á Akranesi; Mjallhvít Guðrún, f. 18.7. 1947, matráðskona í Hvera- gerði; Þuríður Maggý, f. 20.3. 1950, félagsráðgjafi á Reykjalundi í Mos- fellsbæ; Anna Pálína, f. 7.11. 1951, starfsstúlka á Akranesi; Haraldur Magnús, f. 21.7. 1953, bóndi í Belgs- holti; Þorvarður Breiðfjörð, f. 11.6. 1955, sölumaður hjá B&L; Friðrik Þórir, f. 22.8. 1956, sjómaður og út- gerðamaður á Akranesi. Foreldrar Elínbjargar: Magnús Ólafsson, f. 4.6. 1918, d. 30.8. 1996, og Anna Ingibjörg Þorvarðardótt- ir, f. 2.9. 1925, bændur í Belgsholti í Melasveit frá 1950. Ætt Magnús var sonur Ólafs, b. á Þóris- stöðum í Svíndal Magnússonar, b. í Eyjum í Kjós Ólafssonar, b. á Vatns- enda Ólafssonar. Móðir Magnúsar var Guðrún Ól- afsdóttir, b. í Leirvogstungu Ólafs- sonar. Móðir Ólafs á Þórisstöðum var María Margrét Jónsdóttir, b. í Lambhaga Jónssonar, og Margrétar Sveinsdóttur. Móðir Magnúsar var Þuríður, systir Sigurðar, afa Ólafs Guðmundssonar, aðstoðarforstjóra Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins. Þuríður var dóttir Guðna, hreppstjóra í Eyjum Guðnasonar, b. í Eyjahóli Jónssonar. Móðir Guðna var Guðrún Gísladóttir. Móðir Þur- íðar var Guðrún, systir Þórarins, langafa dr. Guðna Georgs Sigurðs- sonar eðlisfræðings. Annar bróðir Guðrúnar var Þórður, afi Péturs Þórs Ingjaldssonar, fyrrv. prófasts á Hös- kuldsstöðum, föður viðskiptafræð- inganna Jóns Halls, og Péturs Ingj- alds framkvæmdastjóra. Guðrún var dóttir Ingjalds, b. í Eyjum Ingjalds- sonar, og Guðrúnar Grímsdóttur. Anna Ingibjörg er dóttir Þorvarð- ar, fiskmatsmanns í Stykkishólmi, bróður Sigfúsar, föður Friðriks, fyrrv. yfirtollstjóra í Keflavík. Þorvarður var sonur Einars, b. í Blönduhlíð Guð- mundssonar, b. í Dunki Guðmunds- sonar. Móðir Einars var Kristín Ein- arsdóttir. Móðir Þorvarðs var Björg, hálfsystir Sigurðar Skjaldbergs, stór- kaupmanns í Reykjavík, og hálfsyst- ir Hjartar, föður Guðmundar seðla- bankastjóra og Önnu Pálmeyjar, ömmu Margrétar Frímannsdótt- ur, forstöðumanns á Litla-Hrauni. Björg var dóttir Þorvarðs, hrepp- stjóra á Leikskálum í Dölum Berg- þórssonar, b. þar Þorvarðssonar, b. þar Bergþórssonar, b. þar Þorvarðs- sonar, bróður Finns, langafa Guð- laugar, langömmu Jóhannesar úr Kötlum. Móðir Bjargar var Kristín Jónasdóttir, b. á Innra-Leiti á Skóg- arströnd Þorsteinsonar. Móðir Önnu Ingibjargar var Elín- björg Jónasdóttir, b. á Kársstöðum í Helgafellssveit Márussonar, b. á Haf- ursstöðum Márussonar, b. í Kirkju- skógi Marteinssonar. Gunnar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garðabænum. Hann var í Barnaskóla Garðahrepps, Gagn- fræðaskóla Garðahrepps, lauk stúdentsprófi frá Flensborg í Hafn- arfirði og lauk prófi í viðskipta- fræði við Viðskiptafræðideild HÍ. Gunnar starfaði hjá hagdeild Hafskips 1985-86, var fjármála- stjóri Globus 1986-95 og hefur ver- ið fjármálastjóri Vélavers frá 1995. Gunnar starfar í Oddfellow- stúkunni Bjarni riddari í Hafnar- firði. Fjölskylda Eiginkona Gunnars er Sigurborg Hrönn Sævaldsdóttir, f. 12.12. 1958, grunnskólakennari við Hval- eyrarskóla. Börn Gunnars og Sigurborg- ar Hrannar eru Sævaldur Arn- ar Gunnarsson, f. 4.6. 1983; Þóra Kristín Gunnarsdóttir, f. 26.2. 1985; Lilja Hrönn Gunnnarsdóttir, f. 22.11. 1996. Hálfbróðir Gunnars, samfeðra, er Sigurður Ingi Geirsson, f. 24.11. 1953, verkfræðingur hjá Sjóvá. Alsystkini Gunnars eru Krist- jana Geirsdóttir, f. 17.12. 1955, verktaki; Arna Guðrún, f. 16.6. 1963, þjónustufulltrúi hjá Vistor. Foreldrar Gunnars: Geir Ólafur Oddsson, f. 7.1. 1931, húsasmíða- meistari, og Hervör Karlsdóttir, f. 29.10. 1934, húsmóðir. Hrafnhildur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún lauk grunn- skólaprófi frá Snælandsskóla 1995, útskrifaðist frá MK af skrifstofubraut 1998, og af hagfræðibraut 2000, út- skrifaðist sem snyrtifræðingur frá Snyrtiskólanum í Kópavogi 2003 og lauk prófum sem nuddari frá Nudd- skóla Íslands vorið 2004. Hrafnhildur starfaði sjálfstætt við veitingarekstur 1997-2002, starfaði hjá Flugfélagi Íslands 2004-2006 en er nú flugfreyja hjá Iceland Express. Fjölskylda Maður Hrafnhildar er Hafþór Aðal- steinsson, f. 17.1. 1964, flugstjóri. Bræður Hrafnhildar eru Halldór Örn Magnússon, f. 25.3. 1982, flug- maður, en kona hans er Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir, f. 31.10. 1976, byggingafræðingur; Hlynur Már Magnússon, f. 2.12. 1989, stúd- ent frá MK, en kona hans er Jóna Sigríður Halldórsdóttir, f. 27.2. 1989, nemi við MK. Foreldrar Hrafnhildar eru Magn- ús Gíslason, f. 11.6. 1957, fjármála- stjóri, og Elín Kristinsdóttir, f. 1.10. 1957, húsmóðir. Hrafnhildur verður að heiman á afmælisdaginn. Gunnar Þór Geirsson fjármálastjóri vélavers Hrafnhildur Ósk Magnúsdóttir flugfreyja Eggert, í saltfiskvinnslunni Hafbliki á Ólafsfirði, á ekki afmæli í dag. Hann var hins vegar langt kominn með að sprella illilega með starfsfé- laga sinn, Heiðar Gunnólfsson, sem er þrítugur í dag, vinnur hjá Haf- bliki, vinnur við löndun hjá Ramma, leikur með meistaraflokki KS Leift- urs og er vallarstjóri golfvallar Golf- klúbbs Ólafsfjarðar. Eggert tók sig til og laug því að blaðamanni DV að hann væri stóri bróðir Heiðars og væri búinn að skipuleggja stóra veislu í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði. Þar yrði opið hús annað kvöld með léttum veit- ingum en Heiðar vissi bara ekki af því. Það ætti að koma á óvart. Staðreyndin er hins vegar sú að Eggert er ekki stóri bróðir Heiðars og hefur ekki verið að skipuleggja veislu fyrir hann enda verður engin veisla í Húsi eldri borgara. Heiðar og kona hans, Júlía, sem starfar í Kaup- félaginu, eyða hins vegar kvöldinu, ásamt vinum sínum, William og konu hans, með rólegum afmælis- kvöldverði. Heiðar komast á snoðir um sprellið og tókst að uppræta það á síðustu stundu. En verður ekki Egg- ert boðið í kvöldverðinn? „Nei, ætli hann hafi unnið til þess?“ segir Heiðar sem er ekki skemmt. „En æ sér gjöf til gjalda. Eggert á nefnilega afmæli í apríl. Ég ætla að auglýsa það afmæli rækilega í DV. Líklega verður Eggert með opið hús á KEA á Akureyri og borgar sjálf- ur sætaferðir frá Ólafsfirði og Dalvík. Elton John mun leika fyrir dansi og svo verður flugeldasýning um mið- nættið. Hér eftir eiga afmæli Eggerts eftir að verða afmæli aldarinnar hér á Norðurlandi, sannaðu til.“ 50 ára í dag 30 ára í dag Heiðar á Ólafsfirði er þrítugur í dag: afmælissprellið sem mistókst 30 ára n Pavol Cekan Neshaga 7, Reykjavík n Piotr Brzozowski Drekavöllum 20, Hafnarfjörður n Svetlana Skirta Sjávargrund 10b, Garðabær n Arnar Þór Jóhannesson Vanabyggð 2h, Akureyri n Sif Sverrisdóttir Klettaborg 14, Akureyri n Björg Jóhannesdóttir Hjallabraut 43, Hafnar- fjörður n Stefán Sverrir Hallgrímsson Heiðarholti 12d, Reykjanesbær n Ketill Árni Ketilsson Nesvegi 46, Reykjavík n Jónas Árni Lúðvíksson Laugarnesvegi 106, Reykjavík n Dröfn Harðardóttir Gvendargeisla 17, Reykjavík n Jóhannes Davíð Hreinsson Staðarhrauni 45, Grindavík 40 ára n Claudia Dobra Frostafold 6, Reykjavík n Hrund Rudolfsdóttir Drekavogi 14, Reykjavík n Sigrún Sveinsdóttir Birkigrund 5, Selfoss n Gunnar Guðmundsson Drekavöllum 12, Hafn- arfjörður n Lilja Dís Guðbergsdóttir Hraunbergi 5, Reykjavík n Árni Baldur Ólafsson Eyjahrauni 20, Þorlákshöfn n Guðlaug Ólafsdóttir Álfatúni 12, Kópavogur n Guðjón Guðmundsson Arnarási 8, Garðabær 50 ára n Malgorzata Maria Bystrek Hlíðarvegi 40, Kópa- vogur n Sigurlín Rósa Óskarsdóttir Gnoðarvogi 88, Reykjavík n Bryndís Guðmundsdóttir Kópubraut 34, Njarðvík n Hafþór Svendsen Viðarrima 16, Reykjavík n Páll Ólafsson Dofrabergi 23, Hafnarfjörður n Magnús Guðjónsson Miðstræti 23, Neskaupstaður n Friðjón Guðmundsson Hallsstöðum, Búðardalur n Skúli Theodór Haraldsson Álfaskeiði 92, Hafn- arfjörður n Halldór Þorgeir Jónatansson Engimýri 8, Garðabær n Böðvar Hrólfsson Áslandi 22a, Mosfellsbær n Pétur Sævar Jóhannsson Áshamri 43, Vest- mannaeyjar n Haraldur Steinn Rúriksson Klyfjaseli 7, Reykjavík n Sveinbjörn Lárusson Brekkutanga 22, Mosfellsbær n Leyla Eve Gharavi Dalalandi 11, Reykjavík n Deirdre Anne Kresfelder Blómsturvöllum 36, Neskaupstaður 60 ára n Jón Gauti Kristjánsson Stigahlíð 8, Reykjavík n Jóna Jenny K Waage Reykjavegi 52, Mosfellsbær n Svanlaug Halldórs Árnadóttir Berjarima 4, Reykjavík n Oddur Jónas Eggertsson Hlynsölum 5, Kópavogur n Kristbjörg Helgadóttir Bleiksárhlíð 37, Eskifjörður 70 ára n Björn Þórðarson Lóulandi 9, Garður n Halldór Guðmundsson Aðalstræti 28, Akureyri n Friðjón Pálsson Blómvangi 5, Hafnarfjörður 75 ára n Samúel Alfreðsson Efra-Landi, Grindavík n Ingunn Guðmundsdóttir Kjalarlandi 11, Reykjavík 80 ára n Hedwig Elísabet Meyer Fljótaseli 8, Reykjavík n Margrét Eiríksdóttir Nesbakka 6, Neskaupstaður 90 ára n Samúel Jóhann Elíasson Torfnesi Hlíf 1, Ísafjörður n Fjóla Aradóttir Hjarðarnesi, Höfn n Ingibjörg Sigurjónsdóttir Skólabraut 3, Sel- tjarnarnes n Sigurbjörg Sigurðardóttir Skólastíg 14a, Stykk- ishólmur 100 ára n Margrét Halldórsdóttir Mánabraut 16, Þorláks- höfn Til hamingju með afmælið! 60 ára í gær Heiðar Gunnólfsson afmælisbarn dagsins og starfsfélagi Eggerts sem á það til að fara með rangt mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.