Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Síða 17
xxx xxSport
Brasilíski snillingurinn Robinho hef-
ur hótað samlanda sínum, knatt-
spyrnuhetjunni Pelé, lögsókn taki
hann ekki til baka eiturlyfjaummæl-
in um Robinho. Pelé sagði í viðtali
á dögunum að Robinho og Ronaldo
hinn brasilíski hefðu neytt eiturlyfja í
einkateiti í Sao Paulo. „Það er ósann-
gjarnt að tala um eiturlyf í fótbolta
út af einu eða tveimur atvikum eins
og hjá Ronaldo og Robinho sem eiga
við þetta vandamál að stríða,“ sagði
Pelé meðal annars. Hann skaut líka
föstum skotum á Maradona og sagði
hina fornu argentísku stjörnu vera
slæma fyrirmynd.
„Hann var frábær leikmaður en
því miður hafa allir séð hvað hann
gerði síðan við líf sitt,“ sagði Pelé um
Maradona en sá brasilíski hefur alltaf
haft horn í síðu Maradona og ósjald-
an lýst yfir óánægju sinni með hann
og það sem Maradona stendur fyrir.
Talsmenn Robinhos þræta fyrir um-
mælin og segja þau ekki eiga rétt á
sér. Þeir vilja að Pelé útskýri þau frek-
ar annars fari þeir í mál við hann.
„Við krefjumst formlegs svars frá
Pelé, það er ef ummæli hans voru
ekki rangtúlkuð af brasilískum fjöl-
miðlum. Ef Pelé stígur ekki fram og
gerir grein fyrir sínum orðum verð-
ur hann að svara fyrir þau fyrir rétti.
Robinho er vonsvikinn og svekktur
út í Pelé sem virðist hafa gleymt að
hann er goðsögn í lifanda lífi,“ segir
í yfirlýsingu á opinberri heimasíðu
Robinhos.
tomas@dv.is
Allt vitlaust í Brasilíu vegna eiturlyfjaummæla Pelés:
Robinho hótaR lögsókn
king fóR heim
Varnarmaðurinn hjá Tottenham
Ledley King verður ekki með enska
landsliðinu í leikjunum gegn
Slóvakíu og Úkraínu en hann yfirgaf
herbúðir landsliðsins í gær. Uppþot
varð hjá Tottenham þegar kom í ljós
að Fabio Capello hefði valið King
sem á við krónísk hnémeiðsli að
stríða, æfir aldrei heldur spilar bara
leiki. Læknar enska landsliðsins
skoðuðu King og sendu hann heim í
kjölfarið. Eitthvað sem Harry
Redknapp, stjóri Tottenham, gleðst
væntanlega mikið yfir. „Báðir aðilar
voru sammála um að það hentaði
leikmanninum best að halda áfram
að sinna sínum æfingum hjá sínu
félagi,“ sögðu forsvarsmenn
landsliðsins í gær.
buRley missiR
þRjá menn
Það var eins gott fyrir George Burley,
landsliðsþjálfara Skotlands í
knattspyrnu, að velja tuttugu og sex
manna landsliðshóp en nú þegar
hafa þrír leikmenn þurft að draga sig
úr hópnum vegna meiðsla.
Varnarmennirnir David Weir og Kirk
Broadfoot drógu sig út úr hópnum
ásamt vængmanninum Kris
Commons. Breiðfótur skoraði einmitt
þegar Ísland og Skotland mættust á
Laugardalsvellinum í haust. Tíðindin
ert afar góð fyrir Íslendinga þar sem
allir þessir menn eru lykilpóstar í liði
Skotlands og eru að leika afar vel
með sínum félagsliðum.
fRiedel spilaR
Ameríski markvörðurinn Brad Friedel
mun leika gegn Manchester United
eftir tvær vikur þegar enska
úrvalsdeildin heldur áfram eftir
landsleikjahlé. Rauða spjaldið sem
hann fékk í leiknum gegn Liverpool
var tekið til baka og því fer hann eðli-
lega ekki í neitt bann. Spjaldið fékk
hann fyrir að brjóta á Fernando
Torres en af upptökum mátti glöggt
sjá að Friedel gerði allt til að koma
sér frá framherjanum. Liverpool var
mun betri aðilinn í leiknum og
sigraði, 5-0. Rauða spjaldið hafði því
engin áhrif á úrslit leiksins en hefði
getað haft mikil áhrif á næsta leik
gegn United.
UMSjón: TóMAS ÞóR ÞóRðARSon, tomas@dv.is / sport@dv.is
„Við vorum með mörg járn í eldin-
um. Fusche Berlín, Göppingen og
Pick Szeged til dæmis. En svo fór of
mikill tími í að sjá hvað myndi ger-
ast í Þýskalandi. Fjárhagsumhverf-
ið er bara þannig í Þýskalandi að
maður vissi ekki hvað myndi ger-
ast,“ segir handknattleiksmaður-
inn Kári Kristján Kristjánsson sem
í gær samdi til tveggja ára við sviss-
nesku meistarana í ZMC �micitia.
Hann heldur utan í júlí og mun
setjast að í Zurich með fjölskyldu
sinni.
„�micitia sýndi mér mikinn
áhuga og var ákveðið í að fá mig.
Svo er samningurinn góður, land-
ið fallegt og borgin góð þannig að
það var ekkert annað í stöðunni en
að kýla á þetta,“ segir Kári Kristján
glaður. Fyrir utan að vera ríkjandi
meistari í Sviss er �micitia efst í
deildinni og komið í átta liða úrslit
Evrópukeppni bikarhafa.
Tekur við af „Lauknum“
Kára bíður krefjandi verkefni en
hann mun þurfa að leysa af hólmi
einn besta sóknarlínumann heims-
ins í dag, Norðmanninn Frank
Loke, sem yfirgefur væntanlega fé-
lagið eftir tímabilið. Kári er með
skemmtilegt viðurnefni á Loke.
„Laukurinn [Loke] er væntanlega
að fara til hans Gumma í GOG. Það
verður svolítið fróðlegt fyrir mig og
áskorun að taka við af Lauknum.
Hann er náttúrulega besti sóknar-
línumaður heims í dag en það er
vonandi að þeir fái örlítið meira
fyrir peninginn með mig því ég get
spilað vörn fyrir þá. Laukurinn spil-
ar enga vörn,“ segir Kári Kristján en
auk Lokes er �micita með marga
svissneska landsliðsmenn ásamt
Þjóðverjum, slóvenskum lands-
liðmönnum og Litháa í markinu.
„Þetta er ruddalið,“ segir Kári.
Bíður eftir að reima
landsliðsskóna
Kári Kristján hefur fengið fá tæki-
færi með landsliðinu enda línu-
stöðurnar í sókn og vörn afar vel
mannaðar hjá íslenska landslið-
inu. „Maður getur voða lítið sagt
um þetta. Guðmundur þjálfari
ræður þessu algjörlega en ég er
alveg óþreyjufullur að fá að reima
á mig landsliðsskóna og spreyta
mig,“ segir Kári Kristján sem vill
enda sitt lokatímabil á Íslandi
með Íslandsmeistaratitli.
„Við Haukarnir höfum verið á
góðu skriði, unnið einhverja tólf
eða þrettán leiki í röð og það hef-
ur verið allt annað að sjá til liðs-
ins eftir áramót. Svo gæti orðið
mikil uppstokkun í Haukunum
eftir tímabilið þannig að það er
ekkert annað í boði en að kveðja
bara með stæl,“ segir Kári Kristján
Kristjánsson.
Tekur við af
„Lauknum“
Haukamaðurinn og Vestmannaeyingurinn Kári Kristján Kristjánsson samdi í gær
við svissneska meistaraliðið ZMC Amicitia til tveggja ára. Þar leysir hann af hólmi
einn albesta sóknarlínumann heims, Frank Loke, eða „Laukinn“.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Sókn Kári er með betri
sóknarmönnum landsins og er
ávallt með frábæra nýtingu.
MYND AME
Ekki sáttur Robinho er
vægast sagt óánægður
með goðið sitt, Pelé.
MYND GETTYiMAGES
ameRíka getuR kennt liðunum um Engin keppni í Formúlu 1 fer fram í
Bandaríkjunum eða Kanada og hefur ekki gert síðustu ár. Það geta löndin kennt liðunum
í Formúlunni um, segir Bernie Ecclestone, einráður íþróttarinnar, en liðin vilja of mikinn
pening fyrir að keppa þar. „Peningar voru vandamálið. Liðin vilja svo ævintýralega háar
upphæðir fyrir að keppa í Bandaríkjunum,“ segir Ecclestone í viðtali við þýskt dagblað. nú
þegar peningar eru ekki aðalatriðið í Formúlunni lengur vegna mikils niðurskurðar segir
Ecclestone að hægt sé að snúa aftur til Bandaríkjanna hafi liðin áhuga á því. nú snýst þetta
einungis um auglýsingar. „Við erum að ræða þetta en liðin vilja ekki fleiri en sautján keppn-
ir,“ segir Ecclestone.