Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 6
Þriðjudagur 5. maí 20096 Fréttir TVEIR AUÐMENN ÍHUGA SVISSNESKT RÍKISFANG Samkvæmt heimildum DV hyggj- ast Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, og Ólafur Ólafsson í Samskipum sækja um ríkisborgararétt í Sviss á næstunni. Í samtali við DV vill Sigurður að- spurður ekki tjá sig um hvort þetta sé rétt. „Ég tjái mig ekkert um það.“ Sig- urður segir síðar í samtalinu að þetta sé „tóm þvæla“. Sigurður, sem dvalið hefur lang- dvölum í Lundúnaborg frá banka- hruninu í haust, segir hins vegar að hugmyndin sé ekki galin. „Hins veg- ar gæti þetta verið góð hugmynd. Kannski ætti ég bara að kanna þetta, þegar þú segir það,“ segir Sigurður. Ólafur horfir einnig á svissneskt ríkisfang Heimildir DV herma einnig að Ól- afur Ólafsson í Samskipum ætli sér að sækja um svissneskt ríkisfang en heimilisfang hans er skráð í Bret- landi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur DV hins vegar ekki náð í Ólaf eða konu hans, Ingibjörgu Kjartans- dóttur, til að spyrja þau út í hvort þau ætli að sækja um svissneskan ríkis- borgararétt. Ólafur og Ingibjörg eru stödd í Sviss um þessar mundir og munu þau vera alflutt þangað samkvæmt heimildum DV. Þau yfirgáfu landið í síðustu viku og er ekki búist við þeim heim aftur fyrr en í sumar í fyrsta lagi. Börn Ólafs og Ingibjargar sækja auk þess skóla í Sviss. Sigurður og Ólafur hafa löngum verið nánir viðskiptafélagar og voru meðal annars báðir nokkuð í eldlín- unni í byrjun árs þegar upp komst að Mohamed bin Khalifa Al-Thani hefði keypt 5 prósenta hlut í Kaup- þingi fyrir 22,5 milljarða nokkrum dögum áður en bankinn var yfirtek- inn af íslenska ríkinu. Féð sem not- að var til kaupanna fékk Al-Thani að láni frá Kaupþingi og eignarhaldsfé- lagi í eigu eins stærsta hluthafa þess, Ólafs Ólafssonar. Sigurður situr auk þess í stjórn velgerðarsjóðsins Auroru sem þau hjónin Ólafur og Ingibjörgu settu á laggirnar árið 2007. Ört stækkandi hópur Ef það reynist rétt að Sigurður og Ólafur sæki um svissneskt ríkisfang bætast þeir í ört stækkandi hóp fjár- mála- og auðmanna sem hyggjast yfirgefa Ísland með einum eða öðr- um hætti. En í síðustu viku greindi DV frá því að Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, hygðist flytja burt frá Íslandi því honum byðist ekki starf við hæfi hér á landi. Jafnframt greindi DV frá því að Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi kjölfestufjárfestir í Landsbankan- um og stjórnarformaður Eimskips, hefði skráð lögheimili sitt í Rúss- landi stuttu eftir að gjaldþrotakrafa Straums-Burðaráss gegn honum var send til Héraðsdóms Norðurlands eystra í byrjun mars. Reynt að forðast gjaldþrot Því er ljóst að nokkrir af þeim fjár- mála- og auðmönnum sem hafa ver- ið framarlega í viðskiptalífi landsins á liðnum árum og hafa átt nokkuð undir högg að sækja eftir efnahags- hrunið ætla sér að vera mestmegn- is annars staðar en á Íslandi á næstu árum. Auk þess getur það komið sér vel að vera skráður til heimilis í öðru landi eða hafa ríkisborgararétt í öðru landi. Með því að skrá lögheimili sitt eða sækja um ríkisborgararétt í öðru landi geta þeir jafnframt hugsanlega komið í veg fyrir að hægt verði að sækja útistandandi skuldir þeirra fyr- ir dómstólum hér heima, en Magnús Þorsteinsson reyndi meðal annars að sleppa við að vera keyrður í þrot hér heima með því að skrá lögheimili sitt í Rússlandi. Það gekk þó ekki eftir hjá Magnúsi og var hann úrskurðað- ur gjaldþrota í gær. „Hins vegar gæti þetta verið góð hugmynd. Kannski ætti ég bara að kanna þetta, þegar þú segir það.“ IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Heimildir DV herma að sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Ólafur Ólafsson í Sam- skipum ætli sér að sækja um svissneskan ríkisborgara- rétt á næstunni. Sigurður segir að það sé „þvæla“ að hann ætli sér að sækja um ríkisborgararétt í Sviss en líst annars nokkuð vel á hugmyndina. Margir af helstu auð- og fjármálamönnum Íslands virðast hugsa um að segja end- anlega skilið við landið. neitar flutningum til sviss Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að hann sé ekki að fara að sækja um svissneskan ríkisborg- ararétt líkt og heimildir dV herma. horfir til meginlands Evrópu Ólafur Ólafs- son í Samskipum mun einnig vera að velta því fyrir sér hvort hann eigi að gerast svissneskur ríkisborgari en fjölskylda hans býr nú í Sviss. Útrásarvíkingurinn Pálmi Haralds- son óskaði eftir því í lok síðustu viku að félag hans Fons yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Eitt helsta afrek Fons var að kaupa danska flugfélagið Sterl- ing á fjóra milljarða króna og selja FL Group það sex mánuðum síðar á 15 milljarða króna. Síðan keypti Fons aft- ur Sterling af FL Group ári síðar á 20 milljarða króna. Skuldir Fons eru tald- ar nema 20 milljörðum króna en eign- ir eru meðal annars fjórir milljarðar í handbæru fé. Pálmi flutti til Íslands árið 1991 til að taka við Sölufélagi garðyrkjumanna sem þá stóð höllum fæti. Var hann á þeim tíma að ljúka meistaranámi í rekstrarhagfræði frá Gautaborgarhá- skóla og var sérsvið hans í náminu endurreisn gjaldþrota fyrirtækja. Hætti hann við fyrirhugað doktorsnám til að taka við sem framkvæmdastjóri Sölu- félagsins. Eins og frægt er orðið var fé- lag Pálma dæmt fyrir grænmetissam- ráð árið 2001. Nú má telja líklegt að 18 ára af- skiptum Pálma af íslensku viðskipta- lífi fari brátt að ljúka. Félag hans Feng- ur sem rekur Iceland Express hefur þó ekki verið úrskurðað gjaldþrota en það hefur ekki skilað ársreikningi í fjögur ár. Ekki liggur fyrir hvar Pálmi ætlar að nýta sérsvið sitt frá Gauta- borgarháskóla í endurreisn gjaldþrota fyrirtækja á næstunni. Fyrir rúmum átta mánuðum seldi Fons eignir fyrir 100 milljarða króna. Inni í því var sala á hlut félagsins í Iceland-keðjunni í Bretlandi og var hagnaður félagsins vegna þeirrar sölu sagður vera 77 milljarðar króna. Hluti af þessum viðskiptum var við Stoðir sem greiddi meðal annars Fons með 35 prósenta hlut sínum í ferðafélaginu Northern Travel Hold- ing (NTH). Helstu eignir NTH á þeim tíma voru flugfélögin Sterling og Ice- land Express. Við gjaldþrot Sterling var NTH leyst upp og er Iceland Ex- press nú undir félaginu Fengur eins og áður var nefnt. as@dv.is Pálmi haraldsson er með meistarapróf í endurreisn gjaldþrota fyrirtækja: Fons óskar eftir gjaldþrotaskiptum Pálmi haraldsson Þrátt fyrir að vera með meistarapróf í endurreisn gjaldþrota fyrirtækja þurfti hann að óska eftir gjaldþrotaskiptum Fons í síðustu viku. 50 tommu flat- skjá stolið Lögreglunni á Selfossi var til- kynnt um níu þjófnaði í síðustu viku. Evinrude-utanborðsmót- or og 25 lítra bensíntanki var stolið úr bátaskýli í Miðfelli við Þingvallavatn.Brotist var inn í sumarbústað við Lækjarbakka í Grímsnesi og þaðan stolið 50 tommu flatskjá. Þá var DVD- spilara stolið úr sumarbústað í Vaðneslandi. Þrjú fyrirtæki á Selfossi voru heimsótt af þjófum sem höfðu lítið upp úr krafsinu. Þá var brotist inn í tvær bifreið- ar sem stóðu við Réttarheiði í Hveragerði og af lóð í sömu götu var stolið gaskút sem tengdur var við útigrill. Óskipað í ráðningarnefnd seðlabankastjóra Forsætisráðherra hefur ekki enn skipað þriggja manna nefnd sem ætlað er að meta hæfni um- sækjenda um stöðu seðlabanka- stjóra og aðstoðarseðlabanka- stjóra. Líklegt þykir að skipað verði í nefndina í dag, en ljóst var frá byrjun að ekki yrði skipað í stöðu seðlabankastjóra fyrr en eftir þingkosningarnar og ný rík- isstjórn tæki við. Umsóknarfrest- ur rann út 31. mars. Svein Har- ald Öygård var settur í stöðuna til bráðabirgða. 10 mánuðir fyrir dópsmygl Tvær belgískar konur, 25 og 31 árs, hafa verið dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir smygl á 353 grömmum af kókaíni til landsins. Konurnar voru handteknar sunnudag- inn 12. apríl og voru úrskurð- aðar í gæsluvarðhald daginn eftir. Konurnar játuðu báðar brot sín en sögðust hafa verið burðardýr en í dómnum segir að þær hafi verið samvinnu- þýðar við rannsókn málsins. Önnur hafi meðal annars bent á mynd hjá lögreglu af þeim sem átti að hafa skipu- lagt innflutninginn. Engin svína- flensa á Íslandi Engin tilfelli svínainflúensu hafa verið staðfest hér á landi samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá sóttvarna- lækni. Viðbúnaðarstig vegna yfirvofandi heimsfaraldurs er óbreytt hér á landi og er ekki áformað að grípa til róttækari aðgerða en þegar hefur verið gert. Rétt er þó að minna á að hin árlega inflúensa, sem gekk hér í vetur, er enn í gangi á Íslandi og hafa nokkur slík tilfelli verið greind hér á síðustu dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.