Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Page 8
Þriðjudagur 5. maí 20098 Fréttir
Dómsmálaráðuneytið veitti Rúnari Þór Róbertssyni, meintum fíkniefnasmyglara, gjafsóknarleyfi
í desember í fyrra til að höfða meiðyrðamál gegn fyrrverandi ritstjóra DV og blaðamanni DV. Málið
höfðar hann vegna þess að hann var nefndur „kókaínsmyglari“ á forsíðu blaðsins. Rúnar er nú í gæslu-
varðhaldi og er talinn einn af höfuðparunum í skútumálinu svokallaða. Björn Bjarnason, þáverandi
dómsmálaráðherra, vill ekkert tjá sig um málið.
Dómsmálaráðuneytið veitti Rún-
ari Þór Róbertssyni gjafsóknarleyfi 1.
desember í fyrra til að höfða meið-
yrðamál gegn Sigurjóni M. Egils-
syni, fyrrverandi ritstjóra DV, og Erlu
Hlynsdóttur, blaðamanni DV. Rúnar
Þór krefst 2,5 milljóna króna í skaða-
bætur og hefur gjafsóknarleyfið það
í för með sér að hann fær greiddan
málskostnað frá ríkinu þótt hann tapi
málinu. Í raun og veru eru það því ís-
lenskir skattgreiðendur sem greiða
málsókn Rúnars.
Meintur höfuðpaur
í dópsmygli
Rúnar Þór höfðar meiðyrðamál-
ið vegna umfjöllunar DV í júlí árið
2007. Í blaðinu var fjallað um aðal-
meðferð smyglmáls þar sem Rúnar
Þór var sýknaður af ákæru um að
hafa smyglað 3,8 kílóum af kókaíni í
Mercedes Sprinter-bifreið sem flutt
var inn frá Þýskalandi. Á umræddri
forsíðu DV var Rúnar Þór nefnd-
ur „kókaínsmyglari“ og í stefnu á
hendur DV segir Rúnar Þór þessa
nafngift, ásamt öðrum ummælum
í greininni, hafa valdið sér miklu
tjóni.
Rúnar Þór er nú í gæsluvarð-
haldi og er einn af sex sem grunað-
ir eru í skútumálinu, einu stærsta
fíkniefnasmyglmáli Íslandssögunn-
ar. Þar er fimm Íslendingum ásamt
Hollendingi gefið að sök að reyna að
smygla 109 kílóum af fíkniefnum til
landsins og er Rúnar Þór talinn einn
af höfuðpaurunum í málinu.
Þrátt fyrir það hefur lögmaður
Rúnars Þórs, Þorsteinn Einarsson,
hafnað því að meiðyrðamálið gegn
fyrrverandi ritstjóra og blaðamanni
DV verði fellt niður. Aðalmeðferð
í málinu fer fram seinna í þessum
mánuði og gjafsóknin stendur.
Hægt að afturkalla gjafsókn
Í reglugerð um skilyrði gjafsóknar og
starfshætti gjafsóknarnefndar sem
gefin er út 9. janúar á síðasta ári og
undirrituð af þáverandi dómsmála-
ráðherra, Birni Bjarnasyni, kemur
fram að takmarka má gjafsókn við
ákveðinn hluta málskostnaðar eða
tiltekna fjárhæð ef „hagsmunir gjaf-
sóknarbeiðanda af úrslitum máls eru
litlir“. Í 128. grein í lögum um meðferð
einkamála stendur að dómsmálaráð-
herra megi afturkalla gjafsókn „ef í ljós
kemur að hún var veitt að ófyrirsynju“
eða að „hagur gjafsóknarhafa breytist
svo hennar sé ekki lengur þörf“.
Dómsmálaráðherra skipar gjaf-
sóknarnefnd til að veita umsögn um
umsóknir um gjafsókn. Nefndin hef-
ur ekki heimild til að veita gjafsóknar-
leyfi, heldur getur hún einungis mælt
með eða á móti því að ráðherra veiti
gjafsóknarleyfi. Ráðherra er heim-
ilt að synja veitingu gjafsóknarleyf-
is þótt nefndin mæli með því. Ráð-
herra getur ekki veitt gjafsóknarleyfi
ef nefndin leggst gegn því að slíkt leyfi
sé veitt, samanber 125. grein í lögum
um meðferð einkamála þar sem seg-
ir: „Dómsmálaráðherra veitir gjaf-
sókn eftir umsókn aðila. Hún verður
því aðeins veitt að gjafsóknarnefnd
mæli með því.“
Engin svör
Björn Bjarnason, sem sat í embætti
dómsmálaráðherra þegar Rúnar Þór
fékk gjafsóknarleyfi, vildi ekki tjá sig
um af hverju Rúnar Þór fékk leyfið og
vísaði fyrirspurn blaðamanns til gjaf-
sóknarnefndar. Björn vildi enn fremur
ekki tjá sig um hvort kæmi til greina, í
ljósi aðstæðna, að endurskoða eða
afturkalla gjafsóknina.
Ásgeir Thoroddsen hæstaréttar-
lögmaður situr í gjafsóknarnefndinni.
Aðspurður hvaða rök hefðu legið á
bak við veitingu gjafsóknarleyfis Rún-
ars Þórs vísaði hann alfarið á dóms-
málaráðuneytið og þá sem færu með
gjafsóknarmál. Ásgeir vildi ekki tjá sig
um hvort afturkalla eða endurskoða
ætti gjafsóknarleyfið.
Blaðamaður DV sendi Rögnu
Árnadóttur dómsmálaráðherra fyr-
irspurn fyrir helgi um hvort kæmi til
greina að afturkalla eða endurskoða
gjafsóknarleyfið. Ekkert svar barst við
þeirri fyrirspurn og var hún ítrekuð í
gær og bað blaðamaður einnig um
upplýsingar um hvaða rök hefðu leg-
ið á bak við veitingu leyfisins. Þegar
blaðið fór í prentun í gær hafði ekkert
svar borist.
Björn gagnrýndur
Björn Bjarnason var gagnrýndur
vegna nýrrar reglugerðar um gjafsókn
sem tók gildi á síðasta ári og er enn í
gildi. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir
að aðeins einstaklingar með mánað-
artekjur upp á rúmlega 130 þúsund
krónur eða minna eigi möguleika á
gjafsókn.
„Sé umsækjandi í hjúskap eða
sambúð ber að hafa hliðsjón af tekj-
um maka og skulu samanlagðar árs-
tekjur ekki nema hærri fjárhæð en
sem nemur kr. 2.500.000,“ eða um 208
þúsund krónum í mánaðarlaun.
Jónína fékk gjafsókn
Gjafsókn nýtist einkum í skaðabóta-
málum þar sem deilt er um skaðbóta-
skyldu. Í forræðisdeilumálum sem
fara fyrir dómstóla hefur gjafsókn
verið mikið notuð og einnig í vinnu-
launamálum.
Þá fékk Jónína Benediktsdótt-
ir gjafsókn í máli sínu gegn Frétta-
blaðinu og Kára Jónassyni, þáverandi
ritstjóra Fréttablaðsins, árið 2006.
Málið höfðaði Jónína vegna umfjöll-
unar blaðsins um efni úr tölvupóst-
um hennar. Fjárhagsástæður Jónínu
lágu til grundvallar umsókninni og
var stuðst við skattframtal hennar við
mat á umsókn um gjafsóknarleyfi.
lilJa KatRín gunnaRsdóttiR
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
gJafsóKnaRnEfnd fRá 1. Júlí 2008 til og MEð 30. Júní 2012:
Þorleifur Pálsson, formaður, skipaður án tilnefningar
Ásgeir Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi íslands
Varamaður: Ólafur gústafsson, hæstaréttarlögmaður.
Helgi i. jónsson, héraðsdómari, tilnefndur af dómarafélagi íslands.
Varamaður: Sigríður Ólafsdóttir, héraðsdómari.
Ríkið boRgaR
dómsmál
meints dóp-
smyglaRa
BRot úR 5. gREin REglugERðaR uM sKilyRði gJafsóKnaR
og staRfsHætti gJafsóKnaRnEfndaR:
Þegar metið er hvort nægilegt tilefni sé til veitingar gjafsóknar skulu höfð til
viðmiðunar eftirtalin meginsjónarmið:
1. málið sé þess eðlis að eðlilegt sé að málskostnaður verði greiddur af almanna-
fé. að jafnaði skal ekki veita gjafsókn í máli þar sem ágreiningsefnið er eins og
að neðan greinir nema sérstakar ástæður mæli með því:
a. ágreiningsefnið varðar viðskipti umsækjanda er tengjast verulega atvinnu-
starfsemi hans og hann hefur með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi komið
sér í þá aðstöðu sem málsókninni er ætlað að bæta úr.
3. málsefnið sé þannig að nokkrar líkur séu á því að málið vinnist fyrir dómi.
í 126. grein laga um meðferð einkamála segir að gjafsókn verði aðeins veitt ef
málstaður umsækjanda gefur nægilegt tilefni til málshöfðunar eða málsvarnar
og öðru af tveimur skilyrðum er fullnægt, en annað þeirra er:
– að úrlausn máls hafi verulega almenna þýðingu eða varði verulega miklu fyrir
atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda.
í gæsluvarðhaldi rúnar Þór er
talinn einn af höfuðpaurunum í
skútusmyglinu svokallaða.
Þingið komi
saman strax
„Ég sem þingmaður óska eftir
því að Alþingi verði kallað saman
strax og löggjafarvaldið verði virkt
á þeim tímum sem nú eru,“ segir
Ragnheiður
Ríkharðsdótt-
ir, þingmað-
ur Sjálfstæð-
isflokksins,
á bloggsíðu
sinni. Ragn-
heiður furðar
sig á því að
nýr stjórnar-
sáttmáli hefur ekki litið dagsins
ljós. „Hvað er að? Hvers vegna lít-
ur nýr stjórnarsáttmáli ekki dags-
ins ljós? Er það virkilega að gerast
sem fyrr að menn á þeim bænum
geta ekki komið sér saman um
grundvallaratriðin? Ekki að það
komi sérstaklega á óvart en ég
hélt að þeir væru komnir lengra
í samkomulagsátt en raun ber
vitni,“ segir Ragnheiður.
Afskipti ríkisbankanna af rekstri fyrirtækja valda vaxandi áhyggjum:
ríkisbankar virði samkeppni
„Þetta er augljóst áhyggjuefni. Það þarf
að sjá til þess að þessi sérstaka staða,
þegar fjöldi fyrirtækja er í rauninni rek-
inn af ríkinu, komi ekki niður á þeim
sem enn reyna að sprikla. Aðgerðirn-
ar mega síst af öllu verða til þess að
slík fyrirtæki verði fyrir tjóni og hrek-
ist líka í þrot,“ segir Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra um aukna hættu á
bjögun samkeppnisskilyrða eftir því
sem ríkisbankarnir taka við rekstri
fleiri fyrirtækja.
Stjórn Samtaka iðnaðarins sendi
fyrir helgi ríkisbönkunum bréf og ósk-
aði eftir upplýsingum varðandi fjár-
hagslega og viðskiptalega meðhöndl-
un fyrirtækja á samkeppnismarkaði
sem eru að hluta til eða öllu leyti í eigu
bankans.
Stjórn SI vill vita hvort þessi fyrir-
tæki sitji við sama borð og önnur fyrir-
tæki um fyrirgreiðslu og hvort bankinn
beiti sér fyrir því að beina viðskiptum
þriðja aðila til þeirra.
Fyrirspurnin var send í kjölfar sögu-
sagna um að bankarnir veittu eigin
fyrirtækjum ríflega fjárhagslega fyrir-
greiðslu og beindu jafnvel viðskiptum
til þeirra á kostnað starfandi fyrirtækja
á markaði.
Skil milli eðlilegrar bankastarfsemi
og eignarhalds á samkeppnisfyrirtækj-
um gæti þannig blandast með óeðli-
legum hætti.
Samkeppniseftirlitið mæltist til
þess þegar í nóvember síðastliðnum
að bankarnir hefðu hliðsjón af því að
samkeppni gæti þrifist á sem flestum
sviðum. Þeir ættu að hafa til hliðsjón-
ar reglur þar að lútandi, meðal annars
um að ráðstafanir þeirra röskuðu sam-
keppni sem minnst, hlutlægni réði í
ráðstöfun eigna og hagsmunir tveggja
keppinauta væru ekki á hendi sömu
aðila.
Samkeppniseftirlitið segir að
bönkunum beri að gera opinberlega
grein fyrir ferlum og vinnureglum
sem miða eiga að heilbrigðri sam-
keppni.
Viðskiptaráðherra tekur undir með
Samkeppniseftirlitinu að ríkisbank-
arnir verði að huga vel að verklagsregl-
um sínum í þessu sambandi.
Viðskiptaráð-
herra „Það þarf
að sjá til þess að
þessi sérstaka
staða komi ekki
niður á þeim sem
enn reyna að
sprikla.“