Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 2009 xxNeytendur „Byggingarleyfi verður ekki gefið út nema sýnt sé að samþykki allra liggi fyrir.“ Ekki klikka á formsatriðum GuðbjörG matthíasdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins, svarar fyrirspurnum lesenda: Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið F l u g u l í n u d a g a r í Ve s t u r r ö s t Sérverslun veiðimannsins Laugarveg 178 - sími: 551 6770 Afsláttur af flugulínum frá hinum þekkta framleiðanda RIO á línudögum í Vesturröst 20% Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! smaar@dv.is Ég er gjaldkeri húsfélags og er í smá- vegis vandræðum. Málið er að það bilaði ofn, eða ofnstillir, inni í einni íbúð hér í blokkinni. Við vitum ekki hvernig á að taka á málinu, en við- komandi eigandi lét skipta um þetta og sendi mér sem gjaldkera húsfé- lagsins reikninginn. Ber húsfélaginu að greiða þetta? „Samkvæmt lögum um fjöl- eignarhús teljast lagnir og búnaður þeirra til sameignar allra þar til út úr vegg eða upp úr gólfi er komið. Ofnar og stillibúnaður þeirra inni í íbúðum teljast því til séreignar. Umræddur kostnaður er því alfarið á ábyrgð viðkomandi eiganda.“ Ég bý á fyrstu hæð í eldra þríbýli og langar að breyta stofuglugga og bæta við hurð þannig að ég geti gengið beint út í garð. Allir með- eigendur mínir hafa verið mjög já- kvæðir gagnvart hugmyndinni. Er nauðsynlegt að fá formlegt sam- þykki þeirra og þarf ég samþykki allra? „Allar breytingar á útliti húss sem ekki er gert ráð fyrir á samþykktum teikningum þurfa samþykki allra. Taka þarf málið fyrir á húsfundi þar sem teikningar af þessum breyting- um eru bornar upp til samþykktar eða synjunar íbúa. Þegar samþykki allra liggur fyrir verður að sækja um leyfi byggingaryfirvalda. Bygging- arfulltrúi tekur við slíkum umsókn- um og veitir byggingarleyfi eftir að hafa gengið úr skugga um að tilskil- ið samþykki meðeigenda liggi fyr- ir. Byggingarleyfi verður ekki gef- ið út nema sýnt sé að samþykki allra liggi fyrir. Jafnvel þótt sátt ríki um málið í dag og ekkert bendi til þessa að meðeigendur muni gera athugasemdir við þessar breyting- ar er afar nauðsynlegt að ganga frá öllum formsatriðum til að tryggja þig gagnvart þeim sem síðar koma í húsið. Sé ekki gætt að þessum at- riðum getur hver og einn eigandi í húsinu krafist þess að það verði fært aftur til samræmis við samþykkt- ar teikningar með fulltingi bygg- ingaryfirvalda, enda um ólögmæta framkvæmd að ræða. Mikilvægi þessa verður aldrei of oft áréttað, enda þekkist það að nýir eigendur geri athugasemdir við breytingar sem gerðar hafa verið á grundvelli munnlegs samþykkis fyrri eiganda. Þá er ekki óþekkt að eigendum, sem áður hafa ljáð breytingum munn- legt samþykki, snúist hugur. Gegn slíku eru litlar varnir ef formsatriða hefur ekki verið gætt.“ Ég bý í blokk en mikið tjón varð á baðherberginu mínu. Það sprakk lögn í vegg og ég kallaði til pípulagn- ingamann sem stöðvaði leka en ljóst er að það þarf að skipta um rörið í veggnum. Hvað má ég gera sjálfur í framhaldinu á kostnað húsfélagsins án þess að bera það undir aðra og hver ber tjónið á baðherberginu? „Lagnir eru sameign allra og allt tjón sem verður þegar þær bresta er á ábyrgð húsfélagsins. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús má ein- staka eigandi grípa til brýnna ráð- stafana til að koma í veg fyrir yfir- vofandi tjón sem ekki þola bið eftir sameiginlegri ákvörðun húsfélag- ins. Ef farið er í slíkar aðgerðir án samþykkis húsfundar verður að gæta þess að ráðstafanir verði ekki umfangsmeiri en nauðsynlegt er. Um er að ræða þröngt svigrúm og hér er aðeins átt við bráðaviðgerðir til að stöðva frekara tjón. Því miður er erfitt að segja til um mörk í þess- um efnum en meta verður hvert tilfelli hverju sinni. Boða má til al- menns húsfundar með minnst 4 sólarhringa fyrirvara og má því segja að ákvörðun sem þolir þá bið verði almennt að bíða. Öllum er heim- ilt að stöðva leka án samráðs við aðra og kostnaður vegna þessa telst sameiginlegur kostnaður. Frekari viðgerðir verður að taka ákvörðun um á húsfundi til að tryggja sam- eiginlega kostnaðarþátttöku. Varð- andi tjón á baðherbergi og viðgerð á lögninni að öðru leyti er þarft að kanna hvernig tryggingamálum er háttað. Jafnvel þótt þú sért ekki tryggður má vera að húsfélagið sé með húseigendatryggingu. Það tjón sem ekki fæst bætt úr trygging- um er á ábyrgð húsfélagsins sam- kvæmt lögum um fjöleignarhús. Allt að einu þarf að taka ákvörðun um þessi atriði á húsfundi.“ Bilaður ofn Ofnar og stillibúnaður þeirra inni í íbúðum teljast til séreignar. Formsatriðin mikilvæg Nauðsynlegt er að leita samþykkis allra fyrir breytingum á útliti fjöleignarhúss, til dæmis vegna svalahurðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.