Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Side 12
Þriðjudagur 5. maí 200912 Fréttir Dýrkeypt ökuferð Í stað þess að beygja örugglega inn hliðargötu ók Janis Brown, frá Freemont í Bandaríkjunum, á girðingu og missti vald á bif- reið sinni. En þar með lauk ekki þessari ökuferð, síðastliðinn fimmtudag, því Janis ók síðan á símastaur, þaðan á bílskúr, síðan á aðra girðingu, annan bílskúr og að lokum á íbúðarhús. Samkvæmt Associated Press skildi Janis Brown eftir sig slóð eyðileggingar sem hugsan- lega nemur um tuttugu og sex þúsund bandaríkjadölum, sem svara til rúmlega þriggja millj- óna króna. Varla þarf að taka fram að við þá upphæð bætist tjón á bifreið ökuþórsins. Lög- reglan grunar Janis Brown um ölvun undir stýri og var hún því handtekin. Vilja betri veðurspá Íbúar lítils samfélags í skosku Hálöndunum eru ekki sáttir við veðurspá BBC og segja að hún fæli ferðamenn frá svæðinu og stofni lífsafkomu íbúanna í hættu. Þorpsbúar í Carrbridge, skammt frá Aviemore, halda því fram að þorpið hafi sitt eigið veðurkerfi og segja veðurstofu BBC horfa framhjá þeirri stað- reynd og segja að veðurlýsing BBC einskorðist við Aviemore. „Veður getur verið mismun- andi í Carrbridge og Aviemore sem er í aðeins sjö kílómetra fjarlægð,“ sagði Andrew Kirk, formaður viðskiptaráðs Carr- bridge, og bættir við að BBC þættist gefa út veðurspá fyrir allt svæðið, en miðaði eingöngu við Aviemore. „Látum hana fitna“ „Látum hana fitna“ er slagorð sádiarabískra kvenna í barátt- unni gegn aðgerðum stjórnvalda gegn heilsuræktarstöðvum fyrir konur. Ráðuneyti sveitarstjórna hugnaðist ekki sú fjölgun sem átt hafði sér stað í leyfislausum heilsuræktarstöðvum fyrir kon- ur og greip til þess ráðs að loka tveimur stöðvum í borgunum Jeddah og Amman. Þátttaka kvenna í íþróttum er ekki vel séð í landinu. Abdullah al-Maneea, með- limur æðstaráðs trúarlegra fræðimanna, sagði: „Knatt- spyrna og körfuknattleikur eru íþróttir sem krefjast mikillar hreyfingar og stökka,“ og bætti við að slíkt gæti skaðað stúlkur sem væru enn hreinar meyjar og jafnvel valdið því að þær misstu meydóminn. Veronica Lario Berlusconi, eiginkona Silivos Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur staðfest að hún hyggist sækja um skilnað frá eiginmanni sín- um. Eftir henni er haft að hún geti ekki verið með manni sem „leggur lag sitt við ófullveðja“, en hún mun hafa látið þau orð falla í kjölfar frétta af Berlusc- oni í afmæli átján ára vinkonu hans. Silvio Berlusconi er ekki alls óvan- ur því að um hann gusti, en þó má ætla að hann horfist nú í augu við erf- iðara mál en oft áður. Enn hefur ekki fennt yfir deilur hjónanna vegna fyr- irætlana hans um að velja ungar, fal- legar konur með takmarkaða reynslu af stjórnmálum sem frambjóðendur vegna komandi kosninga til Evrópu- þings. Kornið sem fyllti mælinn Nú virðist sem Veronicu sé endanlega ofboðið og dagblaðið La Stampa hefur eftir henni að hún hafi verið „neydd til að stíga þetta skref“. „Þetta vekur mér furðu því hann kom ekki í átján ára afmælisveislur barna sinna, þrátt fyrir að vera boðið,“ hafði blaðið eftir Veronicu vegna áð- urnefndrar afmælisveislu, en Berlusc- oni er sagður hafa gefið afmælisbarn- inu, Noemi Letizia, gullhálskeðju skreytta demöntum í afmælisgjöf, en þess má geta að vinskapur ku hafa ríkt með Berlusconi og fjölskyldu Noemi til langs tíma. Berlusconi var að vonum ekki lengi að finna sökudólginn í ákvörðun eiginkonu sinnar og sagði hana vera fórnarlamb „bellibragða vinstrisinna“ sem hafi breitt út ósannar frásagnir af hans þætti í frama kvenna úr skemmt- anaiðnaðinum. Mætast stálin stinn Hjónaband Veronicu og Silvios er óhefðbundið. Veronica sést sjaldan í fylgd eiginmanns síns og heldur til í eigin villu skammt frá Mílanó. Að auki hafa þau ekki stundað að fara í frí saman. Hjónaband þeirra hefur löngum gefið tilefni til vangaveltna og nú er út- lit fyrir að það hafi endanlega steytt á skeri. Silvio Berlusconi fer ekki í graf- götur með þá skoðun að úlfaldi hafi verið gerður úr mýflugu, bæði hvað varðar afmælisveisluna og áform hans hvað varðar fulltrúa flokks hans fyrir komandi kosningar í Evrópu. Að hans mati ber Veronicu að biðjast af- sökunar, en ekki honum, og ljóst að hann hyggst snúa vörn í sókn. Aðspurður hvort líkur væru á að hjónabandinu yrði bjargað sagði Silvio Berlusconi: „Það hygg ég ekki. Ég veit ekki hvort ég vil það núna. Ver- onica verður að biðja mig afsökunar opinberlega. Og ég er ekki viss hvort það væri nóg.“ Slæmt veganesti í kosningar Silvio Berlusconi sagðist þeirrar skoð- unar að hann væri fórnarlamb sam- særis um að fella hann á hátindi ferils síns. „Þetta er í þriðja skipti í kosningabaráttu sem hún [Veronica] bregður á þennan leik. Það er orðið of mikið,“ sagði Berlusconi. Vissulega hefur Silvio Berlusconi fulla ástæðu til að hafa áhyggjur og í herbúðum hans hefur vaknað ótti um að eiginkona hans ýti úr vör allsherj- ar sókn á hendur honum, með við- tölum í tímaritum og spjallþáttum í sjónvarpi þar sem hulunni yrði svipt af vandræðalegum leyndarmálum og viðkvæmum upplýsingum. Silvio Berlusconi sagði vegna málsins að spurning væri hvort hann höfðaði ekki meiðyrðamál á hendur eiginkonu sinni, en dró þó í land með þær vangaveltur. Sakaður um kvenfyrirlitningu Tvennt er það sem virðist Silvio Silvio Berlusconi er ekki alls óvanur því að gusti um hann. Nú hefur eiginkona hans fengið sig fullsadda af háttalagi eiginmannsins og hyggst hún sækja um skilnað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slær í brýnu með hjónunum vegna dálætis hans á fallegum, ungum konum. Kornið sem fyLLti mæLinn Silvio Berlusconi sagði vegna málsins að spurn- ing væri hvort hann höfðaði ekki meiðyrðamál á hendur eiginkonu sinni, en dró þó í land með þær vangaveltur. KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is john F. Kennedy, forseti Banda- ríkjanna frá 1961 þar til hann var ráðinn af dögum 1963, var bendlaður við fjölda kvenna þegar hann var kvæntur jacqueline Bouvier. Á meðal þeirra sem talið var að hann hefði átt í ástarsambandi við var marilyn monroe og fékk sá grunur byr undir báða vængi þegar hún söng „Happy Birthday, mr. President“ í afmælis- veislu hans 1962. Sagt var að François mitterrand, forseti Frakklands frá 1981 til 1995, hefði átt í nokkrum ástarsamböndum utan hjónabands. Langtímasambandi hans og Önnu Pingeot, sem hann eignaðist dóttur með, var haldið leyndu á meðal franskra fréttamanna í tvo áratugi. Bill Clinton Lenti í slæmum málum vegna kvensemi sinnar. Bill Clinton, forveri george W. Bush í embætti forseta Bandaríkjanna, neyddist til að viðurkenna villu síns vegar og játa „óviðeigandi samband“ sitt við monicu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu. Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, john major, viðurkenndi að hafa átt í fjögurra ára sambandi við Edwinu Currie, fyrrverandi þingmann. „Þetta er það í lífi mínu sem ég skammast mín mest fyrir og hef lengi óttast að yrði opinbert,“ sagði major vegna málsins. Jacob Zuma Fer ekki í felur með eiginkonur sínar. Nýkjörinn forseti Suður-afríku, jacob Zuma, á tvær eiginkonur hið fæsta og er talinn hafa kvænst allt að fimm sinnum, og á allt að átján börn. „Fjöldi stjórnmálamanna á hjákonur og börn og heldur þeim í felum með það fyrir augum að þykjast vera einn- ar konu menn. Ég kýs gagnsæið. Ég elska eiginkonur mínar og er stoltur af börnunum mínum,“ sagði Zuma. HáLt á sVeLLinu Berlusconi afar hugleikið; fallegar konur og sólbrúnka, og hann hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir ummæli sín hvað hvort tveggja varð- ar. Árið 2007 gekk hann fram af eigin- konu sinni þegar hann, við kvöldverð vegna verðlaunaafhendingar, snéri sér að Möru Carfagna, fyrrverandi dansara og berbrjósta fyrirsætu, og sagði við annan gest: „Líttu á hana! Ég myndi kvænast henni ef ég væri ekki kvæntur nú þegar.“ Í kjölfarið krafðist Veronica afsökunar í opnu bréfi í dag- blaðinu La Repubblica. Ári áður þegar Carfagna náði kjöri sem frambjóðandi flokks Berluscon- is, Forza Italia, sagði Berlusconi: Við höfum reglu í Forza Italia, regluna um „ius primae noctis“. Þar vísaði Berlusc- oni til hinnar fornu reglu sem kvað á um rétt lénsherra til að svipta nýgiftar konur á landareign þeirra meydómn- um fyrstu nótt hjónabands þeirra. Sígild ummæli Berlusconis Í kjölfar jarðskjálftanna í L’Aquila í síðasta mánuði, sem kostuðu á þriðja hundrað mannslíf og eyðilögðu heim- ili um 17.000 manns, sagði Berlusc- oni: „Þau hafa allt sem þau þarfnast, þau hafa læknisaðstoð, heitan mat... Að sjálfsögðu eru húsaskjólið tíma- bundið, en þau eiga bara að líta á þetta sem útilegu.“ Örfáum dögum síðar sagði hann við kvenkyns lækni á hamfarasvæð- inu: „Ég hefði ekkert á móti því að þú blésir lífi í mig.“ Einnig hrósaði Berlusconi þel- dökkum presti á jarðskjálftasvæðinu fyrir sólbrúnku og sagði: „Ég vildi að ég hefði tíma eins og þú til að verða sólbrúnn.“ Í nóvember var Berlusconi í heim- sókn hjá Dmitry Medvedev, forsætis- ráðherra Rússlands, og útskýrði fyr- ir honum hví hann áliti að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkj- anna, yrði góður bandamaður: „Hann er ungur, myndarlegur og er jafnvel fallega sólbrúnn.“ Þá sem gagnrýndu ummælin kallaði Berlusconi „fá- bjána“ og sagði að ummælin hefðu verið sögð Obama til hróss. Veronica og Silvio Berlusconi Veronica er endanlega búin að fá sig fullsadda af háttsemi eiginmannsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.