Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Síða 16
Þriðjudagur 5. maí 200916 Ættfræði
Ólafur Arnarson
rekstrarhagfræðingur
Ólafur Arnarson hefur vakið mikla
athygli með nýútkominni bók sinni
um bankahrunið og kreppuna, Sof-
andi að feigðarósi.
Starfsferill
Ólafur fæddist í Reykjavík 18.7. 1963
en ólst upp í Garðabænum. Hann
var í Ískasskóla og Hlíðaskóla, lauk
stúdentsprófi frá MR 1983, stund-
aði nám í viðskiptafræði við HÍ, lauk
BBA-prófi í hagfræði frá Baruch Coll-
ege við City University of New York
1989 og MBA-prófi frá Vanderbilt
University í Nashville í Tennessee í
Bandaríkjunum 1996.
Ólafur var blaðamaður í erlend-
um fréttum við DV 1986-89, frétta-
ritari DV í Bandaríkjunum á sama
tíma, fréttamaður á Ríkissjónvarp-
inu 1989-90, var framkvæmdastjóri
þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1990-
91, aðstoðarmaður menntamálaráð-
herra Ólafs G. Einarssonar 1990-93,
sinnti dagskrárgerð og ýmsum verk-
efnum á Stöð 2 og við Ríkissjónvarp-
ið 1993-93.
Ólafur var fjármálastjóri hjá
Procter & Gamble í Franfurt í Þýska-
landi 1996-98, starfaði við hluta-
bréfaafleiður hjá fjárfestingabank-
anum Dresner Kleinwort Benson í
London 1998-99, var framkvæmda-
stjóri eignastýringar fyrir Norður-
lönd hjá Lehman Brothers í London
1999-2002, starfaði síðan með ýms-
um fjárfestum við verkefni í Bret-
landi og á Norðurlöndum á árunum
2002-2004 og vann að verkefnum
fyrir Íslandsbanka og SPRON á Ís-
landi 2004-2005. Hann starfaði síðan
með erlendum fjárfestum og sinnti
verkefni fyrir Landic Property á ár-
inu 2008.
Ólafur sat í Stúdentaráði HÍ fyr-
ir Vöku, sat í stjórn LÍN, var vara-
formaður EDS, Lýðræðissinnaðra
stúdenta í Evrópu, sat í stjórn Íslend-
ingafélagsins í New York, var stjórn-
arformaður Fulbright stofnunar-
innar á Íslandi 1991-94, var fulltrúi
Íslands í stjórn EURIMAGES, Kvik-
myndasjóðs Evrópuráðsins 1991-94,
og var félagi í City Club, Samtökum
Íslendinga sem starfa í fjármála-
hverfinu í London.
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs er Sólveig Sif Hreið-
arsdóttir, f. 24.12. 1964, viðskipta-
fræðingur. Hún er dóttir Hreiðars
Jónssonar, f. 21.10. 1916, d. 3.12.
2008, klæðskera í Reykjavík, og k.h.,
Þórdísar Jónu Sigurðardóttur, f.
15.10. 1926, húsmóður.
Börn Ólafs og Sólveigar eru Örn
Ólafsson, f. 16.1. 1989; Þórdís Sess-
elja Ólafsdóttir, f. 8.7. 1992; Ólafur
Hreiðar Ólafsson, f. 3.8. 1997; Er-
lendur Ólafsson, f. 31.5. 1999.
Alsystur Ólafs eru Guðrún Sess-
elja Arnardóttir, f. 23.8. 1966, lög-
maður í Reykjavík; Jóhanna Vigdís
Arnardóttir, f. 26.5. 1968, leikkona og
söngkona í Reykjavík.
Hálfbræður Ólafs, samfeðra:
Haukur Skúli, f. 3.8. 1952, búsetttur
í Reykjavík; Árni C.Th., f. 18.7. 1954,
forritari í Reykjavík; Örn, f. 9.11.
1955, d. 2007; Ingvi Þór, f. 6.8. 1957,
kerfisstjóri í Reykjavík.
Foreldrar Ólafs: Örn Clausen,
f. 8.11. 1928, d. 11.12. 2008, hrl., og
Guðrún Erlendsdóttir, f. 3.5. 1936,
fyrrv. hæstaréttardómari.
Ætt
Tvíburabróðir Arnar var Haukur
tannlæknir, faðir Ragnheiðar Elínar
Clausen, fyrrv. þulu og fréttamanns.
Hálfbróðir Arnar var Alfreð Clausen
söngvari. Örn var sonur Arreboe
Clausen, ráðherrabílstjóra, bróður
Óskars rithöfundar og Axels Clau-
sen kaupmanns, afa Andra heit-
ins Clausen, leikara og sálfræðings,
og Michaels Clausen barnalæknis.
Arreboe var sonur Holgers Peters
Clausen, gullgrafara, kaupmanns og
alþm. Hanssonar A. Clausen, borg-
arráðsmanns í Kaupmannahöfn
Holgerssonar, kaupmanns í Hæsta-
kaupstað á Ísafirði. Móðir Holgers
Peters var Ása, dóttir Óla, kaup-
manns í Reykjavík Sandholt. Móðir
Óla var Anike, dóttir Ola sænska og
Carinu grænlensku. Móðir Ásu var
Guðrún Árnadóttir, kaupmanns í
Reykjavík Jónssonar. Móðir Arreboe
var Guðrún Þorkelsdóttir, prófasts
á Staðastað Eyjólfssonar, og Ragn-
heiðar, systur Páls, langafa Péturs
Sigurgeirssonar biskups
Móðir Arnar var Sesselja Clau-
sen Þorsteinsdóttir. Móðir Sess-
elju var Arnheiður, systir Böðvars
á Laugavatni, langafi Guðmundar
Steingrímssonar alþm.
Guðrún Erlendsdóttir er systir
Sigríðar sagnfræðings, móður Jó-
hönnu Vigdísar Hjaltadóttur, frétta-
manns og gæðakokks, og Ragnhild-
ar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra
samgönguráðuneytisins. Guðrún er
dóttir Erlends, sjómanns í Reykja-
vík Ólafssonar, trésmiðs í Reykjavík
Erlendssonar. Móðir Erlends sjó-
manns var Guðríður Þorsteinsdótt-
ir, b. á Sperðli Sigurðssonar.
Móðir Guðrúnar var Jóhanna
Vigdís Sæmundsdóttir, b. í Lækjar-
botnum á Landi, bróður Katrínar,
ömmu Signýjar Sæmundsdóttur óp-
erusöngkonu. Bróðir Sæmundar var
Guðbrandur, afi Hauks Morthens og
langafi Bubba Morthens og Tolla
listmálara. Sæmundur var sonur Sæ-
mundar, ættföður Lækjarbotnaættar
Guðbrandssonar. Móðir Jóhönnu
Vigdísar eldri var Sigríður Theódóra,
systir Sigríðar, langömmu Jóhanns
Sigurjónssonar, forstjóra HAFRÓ.
Sigríður var dóttir Páls, hreppstjóra
á Selalæk á Rangárvöllum, bróð-
ur Jóns í Hlíð, afa Jóns Helgasonar,
prófessors og skálds. Páll var sonur
Guðmunds, ríka á Keldum Brynj-
ólfssonar, af Víkingslækjarætt for-
sætisráðherranna Davíðs Oddsson-
ar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Móðir
Sigríðar var Þuríður Þorgilsdóttir frá
Rauðnefsstöðum.
Ingvar fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp, lengst af í Vogahverfinu.
Hann var í Langholtsskóla, stundaði
nám við Verzlunarskóla Íslands og
lauk þaðan stúdentsprófi, lauk hag-
fræðiprófi frá HÍ 2003, stundaði nám
í verðbréfamiðlun við HR og lauk
þaðan prófum sem löggildur verð-
bréfamiðlari og stundar nú MS-nám
í hagfræði við HÍ.
Ingvar starfaði hjá Þjóðhags-
stofnun með háskólanámi en að
námi loknu við greiningardeild Ís-
landsbanka 2003-2007, vann við
gjaldeyrisafleiður hjá Landsbank-
anum 2007-2008 og sinnir nú eigin
rekstri með MS-náminu.
Fjölskylda
Kona Ingvars er Kristjana Rós Guð-
johnsen, f. 19.3. 1981, myndlistar-
maður. Systkini Ingvars eru Kristín
Arnardóttir, f. 16.7. 1966, kennari og
ráðgjafi hjá tölvufyrirtæki í Reykja-
vík; Halldór Arnarson, f. 31.7. 1977,
nemi í Reykjavík.
Foreldrar Ingvars eru Örn Ingv-
arsson, f. 16.10. 1946, verkfræðingur
í Reykjavík, og Hildur Halldórsdóttir,
f. 15.3. 1946, kennari í Reykjavík.
Örn er sonur Ingvars, vélstjóra
í Reykjavík Magnússonar, verka-
manns á Sauðárkróki Jónssonar, og
Kristínar Kristinsdóttur, sjómanns í
Neskaupstað Ívarssonar.
Hildur er dóttir Halldórs, kenn-
ara í Reykjavík Guðjónssonar, og
Vilborgar Guðmundsdóttur hús-
móður.
Ingvar Arnarson
hagfræðingur í reykjavík
Sólrún Lilja Hannesdóttir í Hafnar-
firðinum sem vinnur á leikskóla er
búin að skipuleggja afmælið sitt fyr-
ir þrjá daga. Í morgun tók hún sjálfan
afmælisdaginn snemma, fór í klipp-
ingu, fór síðan í vinnuna og ætlar svo
út að borða í kvöld með manninum
sínum, Jens Kristjánssyni, sem starfar
á vörubíla- og vinnuvélaverkstæði.
En er búið að ákveða hvar á að
borða?
„Já, já. Við förum á Ruby Thues-
day.“
Og ertu búin að ákveða hvað þú
ætlar að fá þér?
„Nei, að vísu ekki. Ég verð nú fyrst
að sjá matseðilinn.“
Og á svo að gera eitthvað fleira?
„Já. Á föstudaginn verður fjöl-
skyldan með afmæliskreppukvöld-
verð, súpu og brauð.“
Verður það bara venjuleg pakka-
súpa?
„Ónei. Það verður nú reyndar
mjög fín, heimalöguð súpa sem
frænka mín hefur lofað að hjálpa
mér með.“
Ertu með uppskriftina?
„Nei, þú verður að fá hana hjá
frænku minni. En ég fullyrði að
þetta verður mjög góð afmæl-
issúpa. Ég ætla hins vegar ekki
að baka brauðið. En það verður
samt gott brauð, sótt í eitthvert
gott bakarí.
Á laugardagskvöldið fáum við
svo vini og kunningja í heim-
sókn, svona fimmtán til tuttugu
manns.
Þá ætlum við að fá okkur
aðeins í glas, slaka svolítið á,
skemmta okkur og skála. Með
partíinu á laugardag lýkur svo
afmælishaldinu en þá hefur líka
verið gert sitt lítið af hverju, í þrjá
daga. Geri aðrir betur.“
30 ára í dag
Sólrún Lilja skipulagði:
Þrefalt Þrítugsafmæli
30 ára
n Björn Guðmundsson Kirkjuvöllum 3, Hafnarfirði
n Úlfur Blandon Þorragötu 5, Reykjavík
n Daníel Sindri Sigurðsson Skipholti 48, Reykjavík
n Birkir Þór Sveinsson Álfheimum 52, Reykjavík
n Heimir Örn Árnason Andrésbrunni 13, Reykjavík
40 ára
n Jeraldine Tolo Torres Hraunbraut 30, Kópavogi
n Waldemar Baginski Hjallavegi 3a, Njarðvík
n Sivaraj Thankappan Snorrabraut 22, Reykjavík
n Sigurður Vigfússon Drafnarbraut 3, Dalvík
n Baldur Gunnlaugsson Hásölum 7, Kópavogi
n Helga H Sigurjónsdóttir Bröttuhlíð 2, Mosfellsbæ
n Guðmundur Mar Magnússon Tröllaborgum 11,
Reykjavík
n Guðjón Jóhannesson Hvannakri 6, Garðabæ
n Svavar Skarphéðinn Guðmundsson Einigrund
14, Akranesi
n Andrzej Henryk Walewski Hólabraut 10, Reykja-
nesbæ
n Lidia Najgebauer Engjaseli 87, Reykjavík
n Elísabet Richter Arnardóttir Viðarrima 24,
Reykjavík
n Hörður Örn Bragason Naustabryggju 14, Reykjavík
n Haukur Þór Bragason Fagrahjalla 60, Kópavogi
n Yngvi Þór Sigurjónsson Óðinsgötu 24, Reykjavík
n Herbert Erling Pedersen Krókabyggð 13, Mos-
fellsbæ
n Steinar Örn Sigurðsson Strandvegi 9, Garðabæ
50 ára
n Stanislaw Lech Krawczyk Eyravegi 14, Selfossi
n Helga Björg Hallgrímsdóttir Súlunesi 33,
Garðabæ
n Gróa Erla Ragnvaldsdóttir Tröð, Borgarnesi
n Tómas Rúnar Andrésson Suðurgötu 65, Akranesi
n María M Sigurðardóttir Álfatúni 35, Kópavogi
n Heimir Sæberg Loftsson Dúfnahólum 4, Reykjavík
60 ára
n Sveinbjörg Guðmundsdóttir Eskihlíð 23,
Reykjavík
n Helgi Eyjólfsson Kríuási 15, Hafnarfirði
n Þorsteinn S Ásmundsson Logafold 96, Reykjavík
n Halldóra Sigurðardóttir Mávanesi 23, Garðabæ
n Júlíana G Kristjánsdóttir Huldugili 32, Akureyri
70 ára
n Sigrún Garðarsdóttir Lækjamóti, Húsavík
n Halldór Hafsteinsson Brekkubæ 40, Reykjavík
n Júlíana Sigurðardóttir Fjóluhvammi 2, Hafnarfirði
n Guðrún Jónasdóttir Suðurbraut 16, Hafnarfirði
n Sigurður Björgvin Björgvinsson Eyravegi 5,
Selfossi
n Kristinn Benediktsson Strandvegi 19, Garðabæ
75 ára
n Guðrún M Björnsdóttir Austurbrún 2, Reykjavík
n Bryndís Jónasdóttir Asparfelli 6, Reykjavík
n Ragnheiður Sigvaldadóttir Hólavegi 7, Dalvík
n Erla Baldursdóttir Hvannhólma 16, Kópavogi
n Steingerður Steinsdóttir Fellsmúla 8, Reykjavík
n Stefán Þór Óskarsson Grænuhlíð 3, Reykjavík
n Ragnar Guðlaugsson Merkilandi 6, Selfossi
n Sólveig Alexandersdóttir Skúlagötu 66, Reykjavík
n Runólfur Lárusson Öldustíg 16, Sauðárkróki
n Hjördís Jónasdóttir Eyjabakka 5, Reykjavík
80 ára
n Gunnar Lárusson Jörundarholti 16, Akranesi
n Gunnar Guðmundur Einarsson Skeiðarvogi 19,
Reykjavík
n Borgþór S Olsen Naustabryggju 27, Reykjavík
n Óskar Guðmundsson Laxabakka 3, Selfossi
n Lúðvík R K Guðmundsson Efstalandi 2, Reykjavík
n Guðrún Ágústa Óskarsdóttir Ásavegi 2g, Vest-
mannaeyjum
n Sigurgeir Ingimarsson Borgartanga 3, Mosfellsbæ
85 ára
n Þórir Davíðsson Hvassaleiti 58, Reykjavík
n Kjartan Ólafsson Hlaðhamri 1, Stað
n Ólafur Ólafsson Öldugerði 18, Hvolsvelli
n Guðborg Franklínsdóttir Hlíðarvegi 45, Siglufirði
n Sesilía Þorsteinsdóttir Víðilundi 20, Akureyri
Til
hamingju
með
afmælið!
fólk í fréTTum
Sólrún Lilja Hannesdóttir Verður með súpu og brauð á föstudag en bregður svo
fyrir sig betri fætinum á laugardag.