Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Qupperneq 17
Þriðjudagur 5. maí 2009 17Sport AnnAr titillinn á hálfri viku FH-ingar fara vel af stað þetta keppnistíma- bilið og hafa nú hampað tveimur bikurum á fjórum dögum. íslandsmeistarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu bikarmeistara Kr með þremur mörkum gegn einu í meistarakeppni KSí. FH-ingar komust í 3-0 og skoraði Tryggvi guðmundsson tvö fyrstu mörk liðsins áður en honum var skipt út af eftir um hálftíma leik. Björn daníel Sverrisson skoraði þriðja mark FH-inga þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik. jónas guðni Sævarsson minnkaði muninn fyrir Kr en nær komust bikarmeistararnir ekki. Þetta er sem fyrr segir annar titill FH-inga á fáeinum dögum, þeir unnu deildabikarinn 1. maí. umSjón: TómaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is / Sveinn Waage, swaage@dv.is „Þegar inn á völlinn er komið eru menn „óvinir“ í 90 mínútur, svo er það búið,“ segir Sigursteinn Gísla- son, þjálfari Leiknis, í gamansöm- um tón um þá staðreynd að fimm af tólf liðum 1. deildar eru undir stjórn gamalla Skagamanna. Manna sem léku hlið við hlið árum saman og eru margir hverjir góðir vinir í dag en mætast í sumar sem þjálfarar and- stæðra liða. Auk Sigursteins eru Skagaþjálf- ararnir í 1. deildinni þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Akranesi, Gunnlaugur Jónsson sem þjálfar Sel- foss, Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, og Dean Martin, þjálfari KA. Allir nema Dean eru uppaldir Skaga- menn, Lárus Orri reyndar fæddur á Akureyri en hann ólst upp á Skagan- um meðan Sigurður Lárusson, faðir hans, var jaxlinn í vörn sigursæls liðs ÍA á níunda áratugnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ÍA, segir að þetta sé sérstakt en komi sér í raun ekki á óvart. „...sýnir jafnframt hvar Skaginn stóð fyrir nokkrum árum. Það segir sig sjálft að því betra sem liðið var í gamla daga, og ól af sér betri leikmenn, því meiri séns var á að menn færu í þjálfun.“ Auk þeirra sex sem eru nefndir hér að framan má nefna Ólaf Þórðarson sem þjálfar lið Fylkis í efstu deild. Vinna deildina Skagaliðið hefur tekið miklum breyt- ingum frá því liði sem féll úr efstu deild í fyrra. „Útlendingarnir eru farn- ir og gamlir refir hafa hætt. Við ætlum að treysta á okkar ungu leikmenn og móta framtíðarstefnu á næstu árum. Það er nógu gott lið þarna til að gera góða hluti,“ segir Arnar. Gengi ÍA var kaflaskipt á undirbúningstímabilinu en liðinu hefur gengið vel að undan- förnu. Arnar segir að hann og Bjarki, bróðir hans og meðþjálfari, hafi ekki verið að horfa í úrslit á undirbúnings- tímabilinu heldur unnið í ákveðn- um málum og reynt að slípa liðið til. Markmiðið er líka einfalt. „Það er að vinna deildina og komast sem lengst í bikarnum,“ segir Arnar. Fyrsti leikur ÍA er einmitt gegn Þórsurum undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Hann og tvíburarn- ir léku saman í yngri flokkum ÍA og eru af frægum ‘73 árgangi sem skil- aði af sér mörgum afreksmönnum á Skaganum. Lárus verður þó ekki með í þeim leik því hann verður í banni. „Það er fínt. Þá þarf maður ekki að spila gegn honum,“ segir Arnar og hlær. Hefur þjálfað þrjá hinna Sigursteinn Gíslason þjálfar Leikni í Breiðholti. „Þetta er ungt lið, óreynt lið. Nánast allt uppaldir Leiknis- menn,“ segir Sigursteinn. Hann seg- ir að hópurinn sé ekki stór. „Það get- ur virkað jákvætt og neikvætt,“ segir Sigursteinn. Þetta geti reynst erfitt ef menn lendi í meiðslum en annars vel því þetta geti þjappað hópnum vel saman. Hann segir þó ekki loku fyr- ir það skotið að eitthvað bætist í leik- mannahópinn áður en keppnistíma- bilið hefst. Sigursteinn vill engu spá um gengi liðsins á Íslandsmótinu. „Þetta er alltaf bara næsti leikur. Það er gamla tuggan sem er hjá öllum. Við setjum okkur markmið sem hópur, en það er bara fyrir okkur.“ Hann spáir því að ÍA og HK verði í toppbaráttunni. „Svo finnst manni restin vera spurn- ingamerki.“ Sigursteinn hefur spilað með öll- um Skagamönnunum sem hann mæt- ir sem þjálfurum í 1. deildinni í sumar. Hann hefur hins vegar gert gott bet- ur. „Ég þjálfaði Gulla í 4. flokki,“ segir hann. Gulli sem hann nefnir er Gunn- laugur Jónsson, núverandi þjálfari Selfoss. Þar að auki tók Sigursteinn við þjálfun KR á lokasprettinum 2005 eftir að Magnús Gylfason var rekinn. Þá voru meðal manna í leikmanna- hópnum bræður að nafni Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Allt að smella saman Akureyrarliðin eru bæði undir stjórn gamalla leikmanna ÍA. Ólíkt hinum þjálfurunum sem hér eru nefndir náði Lárus Orri Sigurðsson þó aldrei að leika með meistaraflokki ÍA á Ís- landsmóti heldur flutti með föð- ur sínum aftur til Akureyrar. „Und- irbúningurinn hefur gengið mjög vel,“ segir hann um Þórsliðið. Þetta er fjórða árið sem hann þjálfar Þór en ólíkt fyrri árum hefur liðið lítið breyst milli ára. Lárus Orri segir því allt að smella saman núna og segir markmiðið að lágmarki það að vera í toppbaráttunni. Þegar hann tók við þjálfun liðsins sagðist hann ætla að taka sér fimm ár í að fara með liðið upp um deild. Eins og flestir viðmælendur DV gerir Lárus Orri ráð fyrir HK og ÍA sterkum. „Víkingar eiga örugglega eftir að vera sterkir, þeir voru töluvert undir getu í fyrra. Svo eru alltaf ein- hver lið sem koma á óvart, líkt og Sel- foss í fyrra. Lárus bjó á Akranesi í ellefu ár. „Maður vill leggja Skagann. Það er alltaf tekið vel á móti mér þegar ég kem á Skagann og ég er spenntur fyr- ir þeim leikjum.“ Allir vilja vinna Dean Martin, þjálfari KA, segir það hafa gert liðinu erfitt fyrir að hafa misst nokkra leikmenn frá síðasta ári. „Það er mjög erfitt að fá leikmenn til KA í dag, út af atvinnumálum og fleira. Það er mjög dýrt að fá leikmenn frá Reykjavík. Þetta hefur samt gengið ágætlega. Fjögur lið koma upp í hugann þeg- ar Dean er spurður um hverjir verða í toppbaráttunni. „ÍA, HK, Víkingur og Selfoss. Öll lið í kringum Reykjavík eiga séns.“ Dean segir spennandi að mæta gömlum félögum í sumar. „Alla fyrr- verandi leikmenn langar að fara til baka og vinna á gamla heimavellin- um. Ég er alveg eins,“ segir Dean sem er spilandi þjálfari. Hann segir líka skemmtilegt að hitta vini sína og fyrr- um samherja undir þessum merkjum. Saman á námskeiðum „Við Deano vorum saman, minnir mig á KSÍ 3, vorum herbergisfélagar saman á KSÍ 6 úti í Englandi í byrjun ársins,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Selfoss. Til marks um hversu lítill heimurinn er hjá þjálfurum í 1. deildinni hafa þeir Gunnlaugur og Dean Martin ekki aðeins spilað sam- an heldur líka verið saman á þjálf- aranámskeiðum. Lið þeirra, Selfoss og KA, mætast í fyrstu umferðinni á sunnudag. „Mér líst vel á liðið. Ég tók við síð- asta haust og tók við góðu búi frá fyrrum samherja mínum, [Zoran] Miljkovic [sem lék með ÍA]. Engu að síður höfum við misst töluvert mikið frá í fyrra, af ýmsum ástæðum,“ segir Gunnlaugur. Hann kannar nú mögu- leika á að styrkja hópinn með láns- mönnum. Selfoss var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild í fyrra en vegna mikilla breytinga á leikmannahópnum segir Gunnlaug- ur markmiðið nú að festa liðið í sessi í deildinni. „Vonandi þurfum við að endurskoða það.“ Gunnlaugur segir líklegt að lið- in sem komu niður úr úrvalsdeild verði sterk í 1. deildinni í ár. „Svo sýnist mér að Víkingar séu búnir að styrkja sig svo vel og séu ekki hætt- ir þannig að þeir verði kandídatar.“ Síðan á hann von á að það ráðist af fyrstu umferðunum hvaða lið blanda sér í baráttuna. Brynjólfur Þór GuðmundSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Fimm þjálfarar fjögurra liða í 1. deild karla vöktu fyrst athygli sem efnilegir leikmenn ÍA á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Þjálfari fimmta liðsins á einnig að baki nokkur ár sem leikmaður ÍA. Það er því ljóst að gamlir samherjar og vinir eiga eftir að heyja marga baráttuna á leikvöllum 1. deildarinnar í sumar. DV ræðir við þjálfarana um komandi sumar og tengsl þeirra innbyrðis. innbyrðisleikir í 1. umferð Þór-ÍA SelfoSS-KA „Það er að vinna deild- ina og komast sem lengst í bikarnum.“ Í banni í fyrsta leik Lárus orri fær ekki að stýra sínum mönnum gegn gömlu félögunum sínum. Hann er í banni frá í fyrra. mynd SiGtryGGur Ari tvíburarnir á Skaganum arnar og Bjarki gunnlaugssynir stýra Skagaliðinu. Þeir mæta fjórum gömlum félögum sínum úr ía sem þjálfa í 1. deild. lærðu saman til þjálfara „deano er mikill snillingur og vonandi fær maður tækifæri til að vinna með honum ein- hvern tíma,“ segir gunnlaugur um gamlan félaga hjá ía sem hann mætir á sunnudag. mynd HeiðA treystir á heimamenn Sigursteinn gerir í Breiðholti eins og oft hefur verið gert á akranesi, treystir á unga heimamenn. mynd HeiðA skAGAmennirnir við stJÓrnvÖlin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.