Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Blaðsíða 14
Svarthöfði var í æsku sinni harður kommúnisti. Hann taldi þá að jöfnuður í sam-félaginu ætti að vera algjör. Kannski var það vegna þess að hin- um unga Svarthöfða blöskraði það hvernig hlaðið var undir suma ein- staklinga og stéttir í samfélaginu. Samt var það aðeins hinn svokall- aði Kolkrabbi sem hafði mest völd og átti mestar eigur. Einhver reikn- aði út að Kolkrabbaveldið væri samsett úr 24 fjölskyldum sem allar tilheyrðu Sjálfstæðisflokkn- um. Mótvægi við Kolkrabbann var Smokkfiskurinn en aðild að hon- um átti slatti af fjölskyldum sem áttu rætur í Framsóknarflokkn- um. Flest viðskipti í samfélag- inu voru annaðhvort á vegum krabbans eða smokksins. Og það ríkti sátt í heimi stjórnmála og við- skipta um fyrirkomu- lagið. Hæst risu þessi tvö veldi þegar ríkisbankarnir, Landsbankinn og Bún-aðarbankinn vori einka- væddir. Þá urðu þau hamskipti að Smokkfiskurinn fékk nafnið S-hóp- urinn sem í rauninni var þó að- eins undirstofnun hinnar slímugu sjávarlífveru. Undir bankasölunni hljómaði fagurgali þeirra stjórn- málamanna sem buðu almenn- ingi að kaupa út á kennitölur sínar til að tryggja dreifða eignaraðild. Svarthöfði safnaði öllum þeim kennitölum sem hann gat og ákvað að verða eitt tannhjólið í Búnaðar- bankanum. Þannig varð hann hluti af Smokkfiskinum. Augljóst var að fyrst Fram-sókn fékk Búnaðarbank-ann átti Kol-krabbinn rétt á Landsbankanum. Og svo varð. Á Íslandi hófst eitt rosalegasta góðæri allra tíma. Svarthöfði seldi kenni- tölurnar og keypti sér nýtt túbusjónvarp og utanlands- ferð fyrir afganginn. Sama gerðu þúsundir annarra landsmanna. Allir þekkja nú sögulokin á stærsta góðæri Íslands. Í sömu mund og myndlampinn sprakk í túbu- sjónvarpi Svarthöfða hrundu bankarnir með brauki og bramli. Nú er hreinsunarsveit Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardótt-ur komin til valda. Sjálfu afkvæmi Kolkrabbans af þriðju kynslóð var hafnað í kosningum. Æskudraumar Svarthöfða höfðu fyrir löngu vikið fyrir þeirri tegund skynsemi sem meðal annars fékk hann til að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Nú er enginn Kolkrabbi og enginn Smokkfiskur. Skilanefnda- kóngar og bankamenn ríkisins ráða öllu í umboði stjórnmála- manna. Endurreistir ríkisbankar selja steypu, gefa út dagblöð og stunda kennitöluhopp. Sá virðulegi Íslandsbanki yfirtók steypustöð og skyldi skuldirnar eftir á annarri kennitölu. Steypubankinn beinir síðan viðskiptavinum í góðsemi að eigin steypu. Sami banki lagði Morgunblaðinu, dagblaði á brauð- fótum, til rekstrarfé mánuðum saman, felldi niður milljarðaskuld- ir, og seldi síðan fyrirtækið á spott- prís. Annar banki yfirtók einokun- arrisa á sviði bókasölu, skipti um kennitölu og sveik bókaútgáfur um jólapeningana. Hin nýja valdastétt í boði ríkisins hegðar sér í hví-vetna eins og þeir sem komu landi ísa og elda á kaldan klaka. Nú hafa æskudraum- ar Svarthöfða ræst í einhverri svæsnustu matröð lífsins. Ríki sós- íalismans er alls staðar en það eru þó ekki allir jafnir. Sumir eru miklu jafnari en aðrir. Miðvikudagur 6. Maí 200914 Umræða Ríki kennitöluhoppsins svarthöfði spurningin „Samkvæmt tölum okkar fluttu fjórir íslenskir ríkisborgarar til Sviss og sjö erlendir á fyrstu þremur mánuðum ársins,“ segir Ómar Harðar- son, deildarstjóri Mannfjölda- og manntalsdeildar Hagstofunnar. dv sagði frá því í gær að ört stækkandi hópur fjármála- og auðmanna hygðist yfirgefa ísland með einum eða öðrum hætti og einhverjir horfðu til Sviss í því sambandi. eRu maRgiR faRniR til sviss? sandkorn n Björgólfur Guðmunds- son, áður ríkasti maður Ís- lands, þykir hafa sýnt karl- mennsku með því að upplýsa um skuldir sínar og eignir. Í ljós kemur að ekk- ert er eftir af auðn- um sem yfirgnæfði allt annað á Íslandi. Björgólf- ur sendi út yfirlýs- ingu sína eftir að fyrrverandi viðskiptafélagi hans, Magn- ús Þorsteinsson, hvarf til Rússlands og var úrskurðaður gjaldþrota á Íslandi. Magnús er nú orðinn Rússi sem vænt- anlega gerir Evu Joly og öðr- um rannsakendum banka- hrunsins erfitt fyrir. n Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra er í undarlegri stöðu sem helsti andstæðingur skuldugra húseig- enda. Á meðan stór hluti al- mennings er að kikna undan húsnæðis- skuldum og einhverjir standa í greiðsluverkfalli er ráðherrann harður á að ekki sé meira hægt að gera. Gylfi komst á ráðherrastól í fram- haldi af harðri og óvæginni gagnrýni sinni á stjórnvöld en er nú orðinn eitt helsta andlit óvinarins, kerfisins. n Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Stein- grímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hafa fundið lausnina á Evrópu- málinu, ef marka má fréttir. Þar er um að ræða að vera sammála um að vera ósammála og láta nýjan meirihluta á þinginu útkljá málið. Inn- an Samfylkingarinnar gætti nokkurrar fýlu vegna þeirrar leyndar sem hvíldi yfir Evr- ópulausninni en einungis örfáir vissu hvað var að gerast og að í rauninni gerðist ekki neitt. n Lára Hanna Einarsdóttir er á meðal öflugustu álitsgjafa landsins. Bloggið hennar er óvenjulegt að því leyti að hún birtir úrklippur og brot úr sjónvarpsþáttum með skýr- ingum. Nú hefur Lára Hanna stigið enn eitt skrefið fram á við með því að nota athuga- semdakerfið undir spurning- ar og svör. Fyrstur sat fyrir svörum Haraldur Líndal Har- aldsson en í gærkvöld var það hagfræðingurinn Michael Hudson sem svaraði í beinni. LyngHáLS 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Á dýrmætu augnabliki í nóvember 2007 las Heath Ledger hlutverk Steins.“ n Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi myndarinnar Kill The Poet sem fjallar um ævi Steins Steinars. Hún segist bíða eftir svari frá tveimur risa Hollywood-leikurum varðandi hlutverk í myndinni. - DV „Loka Bessastöð- um.“ n Jónína Ben á heimasíðu sinni um þær sparnaðaraðgerðir sem ætti að ráðast í hið snarasta. Hún vill líka sameina bankana í tvo og selja annan þeirra til erlendra aðila. - DV „Mér er sagt að það sé hollast að fara að öllu með gát hérna.“ n Jóhanna Guðrún Jónsdóttir um stórborgina Moskvu en hún er þar að undirbúa sig fyrir Eurovision 2009. - visir.is „Hann þorði ekki annað en að láta þá fá lyklana.“ n Eyþór Grétar Birgisson um son sinn þegar menn frá Vörslusviptingum ehf tóku bíl hans ófrjálsri hendi. Fyrri eigandi bílsins hafði orðið gjaldþrota en Eyþór hafði keypt bílinn af honum og greitt hann að fullu. Eyþór fær bílinn aftur en engar skýringar. - DV „Gott er, að hann gerist loks heiðarlegur á gamals aldri.“ n Jónas Kristjánsson um Björgólf Guðmunds- son og þau orð að Björgólfur vilji vera heiðarlegur. Hann segir Björgólf margoft hafa misnotað aðstöðu sína til að ritskoða bækur og hafa áhrif á útgáfu þeirra. - jonas.is Bankaræðið á Íslandi Leiðari Í þeim aðstæðum sem búnar hafa verið til í íslensku samkeppnisumhverfi þurfa vel rekin fyrirtæki oft að þola samkeppni frá fyrirtækjum sem eru niðurgreidd af ríkinu í formi afskrifta skulda og lánaívilnana handan náttúrulegra markaðssjónarmiða. Fjölmiðlageirinn er ein af mörgum birting- armyndum þess sem nú viðgengst á Íslandi, þar sem ríkisstjórnin og bankarnir kjósa að hlúa helst að völdum fyrirtækjum sem eru einna verst stödd, á kostnað þeirra varfærnu og hagkvæmu. Ákveðið hefur verið að DV fækki útgáfu- dögum um einn í sumar, til að tryggja að út- gáfan skili hagnaði og safni ekki skuldum. Þar með hefur DV fækkað útgáfudögum um tvo til að bregðast við afleiðingum efnahags- hrunsins á Íslandi. Athyglisvert er að á sama tíma hefur einn helsti samkeppnisaðilinn, Morgunblaðið, ekki gripið til sambærilegra ráðstafana, jafnvel þótt, eða kannski vegna þess, að ákveðið var að afskrifa um þriggja milljarða króna skuldir útgáfunnar. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að bankarnir reyni að halda lífi í fyrirtækjum sem skulda þeim mikið, svo ekki þurfi að afskrifa allar skuldir þeirra. Hins vegar er það hættulegt fyrir samfélagið í heild sinni að refsa heil- brigðum fyrirtækjum en mylja undir þau óarðbæru. Þegar kemur að fjölmiðlum er sérstak- lega mikilvægt að þeir lifi á eigin verðleikum, það er að segja að þeir lifi á þeim forsendum að almenningur kjósi að nota þá. Það er hin lýðræðislega leið. Hin leiðin er hættulegri. Niðurgreiðslur ríkisins eða auðmanna á fjöl- miðlum vega beint eða óbeint að sjálfstæði þeirra, og um leið kippa þær fótunum undan fjölmiðlum sem lifa á forsendum almennings sem kýs þá. Ef fjölmiðlar eiga að vera sjálf- stæðir verða þeir um leið að vera fjárhagslega sjálfstæðir, en ekki eiga líf sitt undir náð og miskunn valdastofnana eða valdafólks í sam- félaginu. Þótt það sé annarra að fullyrða að DV eitt og sér skipti máli fyrir lýðræðislega umræðu á Íslandi, gildir annað um það heilbrigða sam- keppnisumhverfi sem er forsenda þess að blaðið þrífist. Sú almenna regla að ríkið eigi að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi, en ekki vinna gegn því, er samfélaginu í heild til hagsbóta. Þessi regla ætti að vera grunnfor- sendan fyrir endurreisn efnahagslífsins, því hliðarverkanir þess að brjóta hana eru al- menn ósanngirni og óhagkvæmni, sem sýkir hagkerfið og veikir atvinnulífið til lengri tíma. Ríkisstjórnin beitir fyrir sig þeim nauð- hyggjurökum að ástandið sé svo slæmt að fórna þurfi réttlætinu gagnvart húsnæðiseig- endum og heilbrigðu samkeppnisumhverfi til þess að bankarnir nái aftur vopnum sín- um. Þjóðfélag sem setur velferð banka í for- gang fremur öllu öðru, þar sem fulltrúi lánar- drottna heimsins er hafinn yfir ríkisstjórnina og þar sem bankar stjórna örlögum fjölda fólks og flestra fyrirtækja, ætti umfram allt að kallast bankaræði. Líta þarf á heildarmynd- ina til að skilja skyndilega brenglun stjórn- málanna og viðskiptalífsins. Hér hefur átt sér stað fjárhagslegt hernám og stjórnin framfylg- ir hagsmunum lánardrottna nauðug viljug. Jón tRausti Reynisson RitstJóRi skRifaR. Hér hefur átt sér stað fjárhagslegt hernám. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.