Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. Maí 2009 9Fréttir Besti kjúklingaborgarinn í bænum? Opnunartími : Alla daga frá 11:00-21:30 Allta f góð ur! Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Icelandair, segist von- ast til þess að veðkall Íslandsbanka í 42 prósent hlutabréfa í félaginu muni ekki hafa áhrif á starfsemi fé- lagsins. Hann segist hafa vitað af því um nokkurn tíma að eittvað kynni að gerast í málefnum helstu hluthafa félagsins í ljósi þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í íslensku efnahags- lífi á liðnum mánuðum sem meðal annars hafi leitt til þess að hlutabréf í Icelandair hafi hríðfallið í verði. Biðlaði til starfsmanna Forstjórinn segist hafa sagt það við starfsmenn félagsins að þeir ættu ekki að velta breytingum á hluthafa- hópnum of mikið fyrir sér. „Við erum fyrst og síðast að reka þetta félag og reyna að gera eins vel í því og við get- um. Ég lifi alltaf í þeirri von að starfs- mennirnir hugsi fyrst og síðast um starfsemi þess en séu ekki að velta því fyrir sér hver eigi það þó auðvit- að spili það alltaf eitthvað inn í,“ seg- ir Björgólfur en það er mál manna að hann hafi staðið sig vel sem forstjóri félagsins frá því hann tók við því. Íslandsbanki gaf það út á mánu- dag, þegar greint var frá því að bank- inn hygðist leysa til sín 42 prósent hlutafjárins í Icelandair, að starfsemi félagsins myndi ekki raskast fyrir vik- ið. Hlutur bankans verður seldur Björgólfur vonast til þess að bank- inn muni gera eins mikið úr eignar- hlut sínum í Icelandair og mögulegt er svo hann verði heppilegri söluvara í kjölfarið en talið er líklegt að bank- inn selji eignarhlutinn sem bankinn leysti til sín eins fljótt og hann get- ur. „Ég vona því að við séum ekki að horfa upp á truflun í daglegum rekstri þó það eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn hagar aðkomu sinni að félaginu. Ég reyni að berjast í því með kjafti og klóm að við höld- um áfram að sinna okkar starfi eins vel og mögulegt er. Síðan verður bara að koma í ljós hverjir koma að borð- inu, hvort breytingar verði gerðar á félaginu og í hverju þær felist,“ segir Björgólfur. Staða Finns skýrist á næstunni Nær öruggt þykir að Gunnlaugur Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Mátt- ar, láti nú af störfum sem stjórnar- formaður Icelandair en samningur hans við félagið rann út í lok árs 2008 en hann hefur samt sem áður gegnt starfinu síðan meðan verið var að leita að eftirmanni hans. Einnig þyk- ir ljóst að Einar Sveinsson hætti sem varaformaður stjórnar félagsins. Íslandsbanki mun væntanlega leita að nýjum stjórnarmönnum til að taka við af Sigmundi og Einari á næstunni sökum þess að bankinn á nú ráðandi hlut í félaginu. Líklegt er að boðað verði til hluthafafundar á næstunni þar sem gera má ráð fyr- ir að þessar breytingar muni meðal annars verða gerðar. Eins er talið afar líklegt að gamli Landsbankinn muni á næstunni leysa til sín tæplega 24 prósent hlut fjárfestingafélagsins Langflugs í Ice- landair, en félagið er að tveimur þriðju hlutum í eigu Finns Ingólfs- sonar. Samkvæmt heimildum DV hafa samningaviðræður á milli gamla Landsbankans og Langflugs staðið yfir upp á síðkastið og er veð- ið fyrir láninu sem félaginu var veitt til að kaupa hlutabréfin í Icelandair í bréfunum sjálfum. Langflug hefur ekki lagt fram frekari tryggingar fyrir láninu þrátt fyrir að beðið hafi verið um það. IngI F. VIlHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Íslenska ríkið er orðið stærsti hluthafinn í Icelandair eftir að Íslandsbanki leysti til sín 42 prósent hlutabréf- anna með veðkalli á mánudaginn. Forstjóri Icelandair telur að breytingarnar á eignarhaldinu muni ekki raska starfsemi félagsins. Hann segir mikilvægt að starfsmennirnir hugsi ekki of mikið um eignarhald félagsins. Líklegt er að boðað verði til hluthafafundar í Icelandair á næstunni þar sem stjórn þess verður stokkuð upp. FORSTJÓRI ICELANDAIR BERST MEÐ KJAFTI OG KLÓM „Ég reyni að berjast í því með kjafti og klóm að við höldum áfram að sinna okkar starfi eins vel og mögulegt er.“ Forstjórinn ekki svartsýnn Björgólfur Jóhannsson, forstjóri icelandair, segist hafa beint þeim tilmælum til starfsmanna félagsins að þeir láti breytingar á hluthafahópn- um ekki hafa of mikil áhrif á sig. missir bráðum hlut sinn í Icelandair Langflug, félag Finns ingólfs- sonar, mun missa hlut sinn í icelandair yfir til gamla Landsbankans en bankinn á veð í hlutabréfunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.