Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Page 12
Miðvikudagur 20. Maí 200912 Fréttir SeilSt í pyngju almenningS Reiði almennings í Bretlandi vegna risnureikninga þingmanna kann að reynast ríkisstjórn landsins óþæg- ur ljár í þúfu í viðleitni hennar til að takast á við fjárlagahalla ríkis- ins. Sérhverri tilraun til að draga úr opinberum útgjöldum á kostnað skattgreiðenda kann að verða svar- að með spurningunni: „Af hverju, á krepputímum, ættu gráðugir og síngjarnir stjórnmálamenn að kom- ast upp með að krefjast fórna af allra hálfu nema þeirra eigin?“ Mörgum er til efs, í ljósi and- ans sem svífur yfir vötnum, að end- urbætur á fríðindakerfi þingsins hrökkvi til og háttvirtir þingmenn kunna jafnvel að neyðast til að horfa til fyrirrennara sinna í starfi, árið 1931, þegar þingmenn samþykktu, í fyrsta skipti í sögu Westminster, að laun þeirra yrðu lækkuð. Það sem gerði samþykktina enn merkilegri var sú staðreynd að þeir voru ekki sérstaklega vel launaðir fyrir og ár- leg laun þeirra, 400 sterlingspund, höfðu ekki hækkað í tuttugu ár. Vegna versnandi efnahags bresku þjóðarinnar var þess krafist að þing- menn færu fyrir þjóðinni með góðu fordæmi. Látnir taka pokann sinn Hvort breskir þingmenn grípi til jafnmikilla örþrifaráða og forver- ar þeirra gerðu upp úr 1930 verður tíminn að leiða í ljós. En án vafa hef- ur orðspor margra beðið hnekki og að sögn Davids Cameron, leiðtoga íhaldsmanna, er ekki loku fyrir það skotið að þingmenn Íhaldsflokksins verði látnir taka pokann sinn vegna óhóflegra risnureikninga. Camer- on sagði mögulegt að hann fyrir- skipaði endurkosningar í ákveðnum kjördæmum þar sem risna sitjandi þingmanns hefði „valdið verulegum áhyggjum“. Enn sem komið er hefur eng- inn þingmaður Íhaldsflokksins sætt tyftun vegna risnumálsins nema Andrew Mackay, aðstoðarmaður Camerons. Farið á skjön við reglur Samkvæmt frétt í dagblaðinu The Daily Telegraph hefur fjöldi þing- manna lagt fram reikninga upp á þúsundir sterlingspunda vegna hús- gagnakaupa vegna annars heimil- is, eins og leyfilegt er. En húsgögn- in voru síðan send til lögheimilis þeirra. Einn þeirra sem fór þannig á skjön við reglur er Ed Vaizey, þing- maður Íhaldsflokksins og banda- maður Davids Cameron. Vaisay lét senda húsgögn að andvirði 2.000 punda, tæplega 400 þúsund króna, á heimili sitt í Lundúnum þegar hans annað heimili er í Oxford. Madelaine Moon, þingmaður Verkamannaflokksins, hafði sama háttinn á og lét senda húsgögn á heimili sitt í Wales, en annað heim- ili hennar er skráð í Lundúnum. Báðir þingmenn munu hafa full- yrt við The Daily Telegraph að um- rædd húsgögn hefðu verið keypt fyr- ir þeirra annað heimili. Stuðningsaðilar loka veskinu Verkamannaflokkurinn stend- ur frammi fyrir mögulegum fjár- skorti eftir að helstu styrktaraðil- ar tilkynntu að þeir myndu hundsa flokkinn. Anthony Bailey, almannafulltrúi sem landaði milljón punda styrk frá Mahmoud Khayami, og gaf að auki 72.000 pund sjálfur, sagði að hann hefði „engin áform“ um að láta eitt einasta pens í viðbót renna til Verka- mannaflokksins. Gulam Noon, sem lánaði Verka- mannaflokknum 250.000 pund í tíð Tonys Blair, sagði að hann hefði ekki gert upp hug sinn. Gulam Noon er umsvifamikill í matvælaframleiðslu í Lundúnum og var sakaður um að reyna að kaupa sér virðingu, en var síðar hreinsaður af þeim áburði. „Ég var yfirheyrður af lögreglunni fyrir að lána fé, þannig að þeir sem taka það úr pyngju almennings ættu svo sannarlega að vera yfirheyrðir. Hegðun flokksmanna Verkamanna- flokksins hefur verið yfirgengileg,“ sagði Noon í viðtali við The Guar- dian. Þingmenn Verkamannaflokks- ins Verkamannaflokkurinn hefur ekki farið varhluta af risnuhneykslinu. Á föstudaginn ákvað dómsmála- ráðherrann, Shahid Malik, að segja starfi sínu lausu á meðan fjárreiður hans verða rannsakaðar. Malik, sem mun sitja áfram á þingi, hefur feng- ið endurgreidd 66.000 pund, vegna þriggja ára kostnaðar vegna annars heimilis hans, í Lundúnum, og er þar um að ræða hámark leyfilegrar endurgreiðslu. Um að ræða um 430 pund á viku, sem svara til um 85.000 króna. Þeir eru fleiri úr röðum þing- manna Verkamannaflokksins sem þurft hafa að bíta úr nálinni vegna óeðlilegra risnugreiðslna. Á fimmtudaginn skar flokkurinn á tengsl við Elliot Morley, þingmann fyrir Scunthorpe, sem hafði viður- kennt að hafa fengið endurgreidd- ar um 15.000 punda vaxtagreiðslur af veði sem þegar var búið að greiða að fullu. Phil Hope, ráðherra í heilbrigðis- ráðuneytinu, endurgreiddi tæplega 39.000 pund sem hann hafði feng- ið vegna húsgagna og heimilistækja, eftir að Telegraph hafði opinberað upplýsingar þar að lútandi. Hope sagði að hann vildi ekki að vegið yrði að heiðarleika hans. Gárungar höfðu á orði að sennilegra væri að hann hefði áhyggjur vegna kosning- anna á næsta ári. Þingmenn Verkamanna- og Íhaldsflokksins, sem og frjálslyndir demókratar óttast að risnuhneyksl- ið verði vatn á myllu jaðarflokka á borð við Sjálfstæðisflokk Stóra Bret- lands og Breska þjóðernisflokkinn. Þess má geta að þetta vandræða- mál varð til þess í gær að Michael Martin þingforseti sagði af sér, en hart hafði verið lagt að honum að gera það. KoLbeinn ÞorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Madelaine Moon, þingmaður Verkamanna- flokksins, hafði sama háttinn á og lét senda hús- gögn á heimili sitt í Wales, en annað heimili henn- ar er skráð í Lundúnum. Gordon brown við fyrstu sýn virðist sem hann hafi ekki seilst of djúpt í pyngju almennings. David Miliband Fór að sögn talsmanns síns í einu og öllu eftir reglum þingsins. Vinsældir víns í dós aukast Víngæðingar fá eflaust hroll við tilhugsunina um að drekka eðalvín úr dós en engu að síður virðist sem það njóti vaxandi vinsælda að taka upp dós af víni og njóta eins glass í senn í stað þess að opna heila flösku. Sala á dósum til vínframleið- enda hefur aukist stórum og að sögn Johns Revess hjá Rexam, einum stærsta dósaframleið- anda heims, seldi fyrirtæki hans sex milljónir dósa til vínfram- leiðenda árið 2006, en sú tala hækkaði í 35 milljónir dósa á síðasta ári. Revess reiknar með að salan fari yfir 100.000 á næstu tveimur árum. Revess sagði að dósin myndi ekki leysa flöskuna af hólmi, en „... það eru ótal tækifæri þar sem flaskan er óhentug,“ sagði Revess. Varð fyrir eld- ingu og dó Sextíu og fjögurra ára karlmaður lést á mánudaginn eftir að hafa orðið fyrir eldingu þegar hann lék golf í Skørping á Jótlandi. Félagi hans varð einnig fyrir eld- ingu en slapp með brunasár. Fjölda eldinga sló niður í Danmörku á mánudaginn, nánar tiltekið 2.745 eldingum samkvæmt vefsíðu Ekstrabladet. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda eldinga telur norskur vísinda- maður, Frank Dahlsett, að það hafi fyrst og fremst verið mein- leg óheppni að hinn látni varð fyrir eldingu; hann hafi einfald- lega verið á röngum stað á röng- um tíma. Vissulega eru það orð að sönnu. Fékk gervigogg Storkur með skaddaðan gogg hefur fengið nýjan gervigogg, þökk sé sérfræðingum á fugla- spítala í Ungverjalandi. Gogg- ur storksins skaddaðist vegna óhapps og var farið með fuglinn á Hortobagy-fuglaspítalann, um 180 kílómetrum austur af höfuð- borginni Búdapest. Neðri hluti goggsins var lag- aður með aðgerð, en sérfræð- ingur í gervitönnum smíðaði nýjan efri hluta úr gerviefni. Ef fuglinn nær fullum bata verður honum sleppt á ný út í náttúruna. Spítalinn hefur ver- ið starfræktur síðan 1991 og 40 prósent sjúklinga hans hafa snú- ið aftur út í náttúruna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.