Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Qupperneq 13
Miðvikudagur 20. Maí 2009 13Fréttir Þrátt fyrir að fríðindi breskra þingmanna séu ekki ný af nálinni gefst breskum almenningi nú í fyrsta skipti tækifæri til að sjá svart á hvítu í hvað peningar skattgreiðenda fara. Uppljóstran- ir breska dagblaðsins The Daily Telegraph koma mörgum þing- manninum illa og þingmenn stærstu flokkanna hafa áhyggjur af því að hneykslið verði vatn á myllu jaðarflokkanna. SeilSt í pyngju almenningS Gordon Brown Forsætisráðherra Bretlands virðist vera saklaus af óhóflegri risnu. upphaflega sagði Telegraph að Brown hefði greitt bróður sínum 6.577 sterlingspund fyrir að útvega hreingerningar- þjónustu fyrir heimili hans í Lundúnum um 26 mánaða skeið. Síðar kom í ljós að bræðurnir höfðu notað sömu hreingerningarþjónustu og andrew, bróðir gordons, hafði séð um að greiða fyrir hana, og fékk sinn hlut endur- greiddan. Ekki var um að ræða vafasamt athæfi. gordon Brown lagði tvisvar fram reikning vegna sama pípulagningaverksins. Sagt var að um mistök hefði verið að ræða og í ljósi þess að ekki var um hærri upphæð að ræða en 150 pund verður skýringin að teljast líkleg. david MiliBand utanríkisráðherra Bretlands lagði fram reikninga upp á um 30.000 pund, á fimm ára tímabili, vegna endurbóta á kjördæmisheimili sínu. Hann eyddi allt að 180 pundum á þriggja mánaða fresti í garðinn við húsið. að mati talsmanns davids Miliband fór hann í einu og öllu eftir þeim reglum sem viðurkennd- ar eru af þinginu. Katherine „Kitty“ Ussher kitty ussher, þingmaður verkamannaflokksins fyrir Burnley, hafði ekki setið á þingi í eitt ár eftir að hún var kosin 2005 þegar hún lagði tveggja síðna lista yfir „bráðnauðsynlegar viðgerðir“ á viktoríanska húsinu sínu í suðurhluta Lundúna. Þar kom fram að húsið hefði verið „tiltölulega ódýrt“ en þarfnaðist mikillar vinnu. Á meðal þess sem tilgreint var á lista ussher var „fúinn“ gluggi sem hafði verið skipt um, og „óþrifalegt“ teppi í stiga. ussher fékk endurgreidd 22.110 pund, en var sagt að hún yrði sjálf að standa straum af því að skipta út „skrýtnum“ pípulögnum og smekklausri gifsáferð á veggjum eða lofti. í Telegraph segir að ussher hafi búið í húsinu í fimm ár áður en hún var kjörin á þing. hóGværir ráðherrar BBC nefnir þrjá ráðherra sem að þeirra mati skera sig úr vegna „hógværra“ endurgreiðslukrafna vegna annars heimilis. Ed Miliband orkumálaráðherra hefur aðeins lagt fram reikning upp á 6.300 pund, árlega, vegna leigu á kjördæmisheimili hans og ýmiss annars. alan Johnson, ráðherra heilbrigðismála, leigði íburðarlitla íbúð, en lagði fram reikninga vegna matar og einhverra húsgagna. umhverfisráðherrann, Hillary Benn, nýtti aðeins 147,78 pund af risnuheimildinni sem hljóðar upp á 24.000 pund á ári. © GRAPHIC NEWSHeimild: The Green Book, Library Research Paper 08/31 Mynd: Getty Images 20.000 – 23.082 pundUndir 5.000 pundum 10.000 – 14.999 pund 15.000 – 19.999 pund Laun og fríðindi í neðri deild þingsins (2007-08) Grunnlaun þingmanns Heimild v/ starfsmannah. Heimild v/ óvæntra útgj. Tölvubúnaður Lundúnauppb. (74 þingm.) Heimild v/viðbótarkostn. 61.820 pund 100.205 pund 21.339 pund 3.000 pund 2.812 pund 23.083 pund Heimild vegna samskipta Biðlaun þingmanna sem missa sæti sitt Starfslokalaun – miðast við aldur og starfsævi Eftirlaun þingmanns eftir 20 ára þjónustu 10.400 pund 40.799 pund 32.383 til 64.766 pund 30.000 pund á ári Stjórnmálamenn á Bretlandi kröfðust endurgreiðslu 11,58 milljóna punda – 17.932 pund á mann að meðaltali - vegna kostnaðar sem tengist rekstri annars heimilis þeirra Hámarksheimild vegna viðbótar- kostnaðar er 23.083 pund Þingmenn sem fullnýttu heimildina (Þeirra á meðal níu þingmenn sem ekki hafa lagt fram nokkra reikninga) Kostnaður breskra stjórnmálamanna vegna annars heimilis 5.000 – 9.999 pund Heildarfjöldi þingmanna AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI hilary Benn að mati BBC með hógværari ráðherrum með tilliti til risnu. „Kitty“ Ussher komst snarlega á bragðið eftir að hún var kjörin á þing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.