Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Síða 3
Áhyggjufullir stjórnarliðar Stjórnarliðarnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingunni, og Lilja Mósesdóttir, VG, lýstu báð- ar áhyggjum af framvindu mála. Sigríður Ingibjörg sagði að skuld- ir ríkissjóðs væru einnig skuldir heimilanna. Fjölskyldur leituðu leiða til að greiða skuldir sínar. Verðtrygging væri séríslenskt fyr- irbæri. Efnahagskreppa í öðrum löndum framkallaði yfirleitt vaxta- lækkun sem örva ætti atvinnulífið. Þá lækkuðu einnig vextir af hús- næðislánum. Hér væri glímt við gjaldeyrishrun ofan á efnahags- lægð og það hækkaði húsnæðis- lánin vegna verðbótaþáttarins. Óstöðugleikinn væri þungbærast- ur. Lilja gagnrýndi verðtrygging- una og sagði að þjóðarsátt yrði aldrei nema tekið yrði á skulda- vanda heimilanna. Ef húsnæðis- lán hefðu verið með föstum vöxt- um til fimm ára án verðtryggingar hefðu lánveitendur þurft að taka skellinn. „Nauðsynlegt er að leið- rétta höfuðstól húsnæðislána til þess að draga úr fjölda þeirra sem verða gjaldþrota og til að ná sann- gjarnri skiptingu skuldabyrða af völdum fjármálakreppunnar.“ Fimmtudagur 4. Júní 2009 3Fréttir nágrannastríð um óbyggðan bíLsKÚr Ríkey Guðmundsdóttir og Sigurliði Guðmundsson fá ekki að byggja bílskúr við heimili sitt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þau segja Kópavogsbæ taka afstöðu með nágrönnum þeirra sem vilja ekki bílskúrinn og hafa komið af stað hatrömmum nágrannaerjum. Málið hefur staðið í tæp tvö ár og segir Ríkey það taka mikið á þau andlega. „Við skiljum þetta ekki. Þetta er illska og hún magnast. Hún er orð- in svo mögnuð,“ segir Ríkey Guð- mundsdóttir, íbúi við Löngubrekku 37 í Kópavogi. Árið 2007 létu hún og sambýl- ismaður hennar, Sigurliði Guð- mundsson, teikna bílskúr fyrir sig og fengu leyfi fyrir honum. Ná- grannar þeirra vildu ekki bílskúrinn og í kjölfarið var leyfið tekið af þeim á þeim forsendum að lóðin væri of lítil fyrir hann. Þau fengu að heyra að nágrannarnir myndu sætta sig við bílskúrinn ef hann væri mjórri og styttri. Þau fengu því arkitekt til að teikna annan bílskúr sem varð til þess að skipulagsstjóri Kópavogs- bæjar hringdi í þau og sagði ná- grannana hafa kvartað. Þeir væru ekki sáttir við bílskúrinn og hann yrði aldrei samþykktur. Ennfremur hefur bærinn reynt að minnka lóð hjónanna og þar af leiðandi brjóta þinglýstan lóðarsamning. Gamla gefst ekki upp „Ég held að nágrannarnir hafi haldið að af því við erum fullorðin gæfumst við upp. En gamla er svo- lítið seig og gefst ekki upp,“ segir Ríkey sem skilur hvorki upp né nið- ur í þessu máli. „Það eru bílskúrar við hvert hús í götunni nema hér. Bílskúrinn við hliðina á mér hinum megin er ná- kvæmlega eins og sá sem við teikn- uðum upphaflega og þeir lýstu því yfir hjá bygginganefnd að hann gæti ekki farið betur við húsið. Þeir hrós- uðu mér fyrir hvað hann er fínn. Núna vilja nágrannarnir að við fær- um bílskúrinn miklu aftar en það er svo mikil klöpp hér og engan veg- inn forsvaranlegt að sprengja hana upp. Þetta er það leiðinlegasta sem ég hef lent í á ævinni.“ Svikin um lóð „Leyfi fyrir fyrsta bílskúrnum var synjað á þeim forsendum að lóðin væri of lítil. Þá vildi Kópavogsbær meina að við ættum fjörutíu sentí- metrum minni lóð en lóðaleigu- samningurinn segir til um. Bærinn fór á fullt að reyna að semja við okk- ur um að fara milliveg með lóðina okkar. Núna loksins er ég búin að fá rétta lóð sem allir vissu. Þetta er þinglýstur samningur sem ekki er hægt að breyta. Það er ekki hægt að breyta þinglýstum lóðarsamningi nema bærinn ætli að nota lóðina sem er ekki í þessu tilviki.“ Spilling í Kópavogi „Þau vilja ekki að bílskúrinn skyggi á hjá þeim. Málið er að hann skyggir ekki á neitt hjá þeim. Þetta er bara ofboðslega frekja og þeir hjá Kópavogsbæ standa með þeim,“ segir Ríkey sem er ekki sátt við framgöngu starfsmanna Kópavogsbæjar í mál- inu. Þegar deilan byrjaði var kona sem sat í bygginganefnd Kópavogs að vinna fyrir nágrannana að sögn Ríkeyjar. Ríkey kvartaði undan kon- unni með þeim afleiðingum að hún var látin fara úr nefndinni. „Bærinn er alltaf að smjaðra fyr- ir nágrönnunum. Það er spilling í þessu öllu. Arkitekt sem hefur unn- ið fyrir bæinn er að vinna fyrir þau. Það kom yfirlýsing frá honum þeim í hag. Ég veit ekki hvernig þau fara að því að snúa þessu fólki. Svo sagði Gunnar Birgisson við mig um dag- inn þegar ég talaði við hann um málið: „Ríkey mín, ég sárvorkenni þér að þurfa að búa við hliðina á þessu fólki“. Að afgreiða bæjarbúa svona er ekki hægt.“ Tekur á Ríkey ákvað að fá sér lögfræðing og tilkynnti Kópavogsbæ það. Þá vildi bærinn borga fyrir hana allan lög- fræðikostnað. Hún segir arkitekt sinn ekkert skilja í þessu máli. „Arkitektinn sem teiknaði báða bílskúrana hefur teiknað í fjölda- mörg ár og teiknað hundrað bíl- skúra. Hann hefur aldrei upplif- að aðra eins vitleysu. Og að reyna að taka af mér lóð sem er þinglýst. Þetta er ekki hægt,“ segir Ríkey sem er orðin þreytt á þessu máli. „Ég er búin að senda hundrað bréf út af lóðinni og búin að standa í stríði við bæinn. Þetta er búið að taka mjög mikið á.“ Vegna sumarfría fengust engin svör frá Kópavogsbæ. „Þetta er bara of- boðsleg frekja og þeir hjá Kópavogsbæ standa með þeim.“ lilja GuðmundSdóTTiR blaðamaður skrifar lilja@dv.is Hafa reynt sættir „Það var reynt að koma á sáttum en það er hatur hjá þeim,“ segir ríkey um nágranna sína. mynd SiGTRyGGuR aRi jóHannSSon Hafa reynt allt ríkey keypti gamla rútu sem er svipuð að stærð og bílskúrinn sem þau vilja byggja til að sýna nágrönn- unum að hann muni ekki skyggja á þá. mynd SiGTRyGGuR aRi jóHannSSon Pappírsflóð Hjónin í Löngubrekku 37 eiga vænan bunka af gögnum tengdum málinu sem þau segja einkennast af spillingu í Kópavogsbæ. HÚsnæðisstritið mestu verðmæti banKanna jóhanna Sigurðardóttir „Fram kemur að tillögur um flata niðurfellingu skulda séu enda ómarkvissar og kostnaðarsam- ar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem brýnast þurfi á slíku að halda.“ Fasteignaveðlán eru umtalsverður hluti eigna nýju bankanna ... Án þeirra stæðu eftir bankar sem væru enn berskjald- aðri gagnvart sveiflum á gengi krónunnar en nýju bankarn- ir eru nú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.