Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Blaðsíða 7
Heima er bezt! Þessi gómsætu kjúklingaspjót eru kennd við hina syngjandi kátu gangnamenn Skagafjarðar en þó má neyta þeirra í hvaða lofthæð sem er. Kjúklingapylsurnar eru einstaklega fitulitlar þannig að þetta er sko grillmatur sem má háma í sig með góðri samvisku! Íslensk kúrekasp jót 8 Holta kjúklingapylsur 8 Holta BBQ vængir (fást tilbúnir) 8 sneiðar Holta kjúklinga- skinka, fersk eða reykt Hraustlegt brauð til að stinga prjónunum í 4 stórir tómatar 8 sveskjur 4 beikonsneiðar (má sleppa) 8 heilir sveppir 1 maísstöngull Barbeque sósa & Mango jalapeño sósa (frá Hot Spot), eða önnur uppáhaldssósa FARIÐ SVONA AÐ: Skerið pylsurnar í þrennt, tómatana í helminga og maísinn í sneiðar. Rúllið upp skinkunni, vefjið beikoni um sveskjurnar, þræðið allt á prjóna, penslið með barbequesósu og grillið á báðum hliðum. Soðnar kartöflur eru líka fyrirtak á pinnana. Stingið grillpinnanum í brauðið góða og berið þannig fram. Gott að rífa svo brauðið niður og dýfa því í sósurnar. Uppskriftin er úr Holtabæklingnum „Umhverfis heiminn í 14 réttum með Áslaugu Snorradóttur“. Fyrir 4 (mjög svanga) * Fleiri frábærar kjúklingauppskriftir á www.holta.is * HOLTA byggir á áratugalangri reynslu, leggur mikinn metnað í gæðastjórnun og er stöðugt að auka fjölbreytni í vöruúrvali. Íslenskir neytendur hafa í viðhorfskönnunum valið Holta kjúkling sem vinsælasta ferska kjúklinginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.