Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 4. Júní 20098 Fréttir
„Félagið stendur
ágætlega“
Félagið Skipholt ehf. sem er í eigu Kjartans Gunnarssonar var einn af stærstu eigendum Landsbank-
ans með 0,82 prósenta hlut. Til samanburðar átti Soffanías Cecilsson hf. 0,72 prósenta hlut. Skuldir
Skipholts voru um 1.200 milljónir króna í árslok 2007. Litlar eignir eru eftir í félaginu fyrir utan fast-
eign sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson leigir af félaginu auk 1.800 þúsund króna hluts í Decode.
Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, átti í gegnum félag sitt Skipholt
ehf. 0,82 prósenta hlut í Landsbank-
anum. Kjartan var sem kunnugt er
varaformaður stjórnar Landsbank-
ans þar til bankinn var yfirtekinn í
október. Félag Kjartans var stærri
hluthafi í Landsbankanum en út-
gerðarfyrirtækið Soffanías Cecilsson
hf. á Grundarfirði sem átti 0,72 pró-
sent í bankanum, eða 0,1 prósenti
minna en Kjartan.
Í árslok 2007 var hlutur Kjartans
metinn á 3,2 milljarða króna sam-
kvæmt ársreikningi Skipholts. Þegar
ríkið tók bankann yfir í október var
verðmæti hlutar Kjartans komið í
um 1.800 milljónir króna. Eftir yfir-
töku ríkisins á Landsbankanum varð
sá hlutur verðlaus. „Félagið stendur
ágætlega,“ sagði Kjartan þegar DV
leitaði svara um hvernig félag hans
stæði í dag.
Decode eina hlutabréfaeignin
Samkvæmt ársreikningi Skipholts
í árslok 2007 var hlutur félagsins í
Decode metinn á 17 milljónir króna,
í Glitni á 49 milljónir króna, í Exista
á 7,4 milljónir króna auk hlutarins í
Landsbankanum sem metinn var á
3,2 milljarða króna. Allar þessar eign-
ir eru í dag verðlausar nema hlutur-
inn í Decode sem metinn er á 1.800
þúsund í dag. Skuld-
ir félagsins 2007
voru í kringum
1.200 millj-
ónir króna.
„Það
voru
ekki veitt lán til stjórnenda vegna
hlutabréfakaupa hjá Landsbank-
anum,“ segir Ásmundur Stefáns-
son, bankastjóri Landsbankans
NBI. Hann segir það alveg ljóst að
mörg eignarhaldsfélög sem komið
var upp utan um hlutabréfaeignir
standi mjög illa í dag og eigi ekki fyr-
ir skuldum.
Skipholt á hús Hannesar
Árið 2005 keypti Kjartan hús Hann-
esar Hólmsteins Gissurarsonar að
Hringbraut 24 í Reykjavík. Athafna-
maðurinn Jón Ólafsson stóð þá í
málaferlum við Hannes í Bretlandi.
„Þegar ég stóð andspænis því að
greiða um 20–25 milljónir króna í
málskostnað vegna málaferla Jóns
Ólafssonar gegn mér úti í Bretlandi
keypti Kjartan af mér hús mitt við
Hringbraut svo að ég gæti staðið í
skilum,“ sagði Hannes í samtali við
DV í febrúar.
Þegar DV hafði samband við
Hannes sagðist hann vera staddur
erlendis. Hann bað um að sér yrði
sendur póstur þar sem dýrt væri að
tala í síma. „Það er allt óbreytt,“ svar-
aði Hannes þegar spurt var hvort
einhver breyting hefði orðið á sam-
komulagi hans við Kjartan Gunn-
arsson um húsnæðið sem Hannes
leigir af honum.
Skipholt á sumarhúsið
Árið 2001 var ríkisjörðin að Kvos-
læk í Fljótshlíð seld fyrir 24 millj-
ónir króna. Þá sagði Magnús Leo-
poldsson fasteignasali í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði boð-
ið í eignina í eigin nafni. Magn-
ús er skráður stofnandi fé-
lagsins Kvoslækur ehf. en
Kjartan Gunnarsson á 38
prósent í því. Aðrir hluthaf-
ar eru Hörður Sigurgests-
son, fyrrverandi forstjóri
Eimskips, Björn Bjarna-
son, fyrrverandi dóms-
málaráðherra, Stefán
Pétur Eggertsson verk-
fræðingur og Brynjólf-
ur Bjarnason, forstjóri
Skipta. Eiginkonur Harð-
ar, Björns, Stefáns Péturs
og Brynjólfs eru líka skráðar eigend-
ur að félaginu.
Auk þessarar eignar Kjartans á
hann félagið Gunnlaugsstaði ehf.
ásamt Rannveigu Rist, forstjóra Ísal,
og Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrver-
andi bankastjóra Landsbankans.
Félagið á jörðina Gunnlaugsstaði á
Héraði. Þar er tæplega 70 hektara
skógræktarsvæði.
Konan hjálpar atvinnulausum
Kjartan á lítinn son með konu sinni
Sigríði Snævarr sem hlaut nafnið
Kjartan Gunnsteinn í upphafi árs-
ins. Sigríður er elst íslenskra kvenna
til að ala barn svo vitað sé en hún var
55 ára þegar hún átti Kjartan Gunn-
stein. Sigríður vakti nokkra athygli í
fyrrahaust þegar hún stofnaði félag-
ið Nýttu kraftinn ásamt Maríu Björk
Óskarsdóttur viðskiptafræðingi.
Félagið varð til eftir bankahrunið
og byggir hugmyndafræði þess á því
að styðja og hvetja einstaklinga sem
misst hafa vinnuna. Markmið þess
er að koma atvinnulausum sem fyrst
út á vinnumarkaðinn aftur. Meðal
samstarfsaðila félagsins eru Vinnu-
málastofnun og VR.
„Í árslok 2007 var hlutur Kjartans metinn á 3,2 millj-
arða króna samkvæmt ársreikningi Skipholts. Þegar
ríkið tók bankann yfir í október var verðmæti hlutar
Kjartans komið í um 1.800 milljónir króna.“
annaS SiGmunDSSon
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Á hátindinum Hér sést Kjartan gunnarsson við
opnun útibús Landsbankans í Hong Kong haustið
2007. Þá var hlutur Kjartans í Landsbankanum
metinn á um þrjá milljarða króna.
Kjartan á hús Hannesar Félagið
Skipholt ehf. keypti hús Hannesar Hólm-
steins gissurarsonar við Hringbraut í
reykjavík árið 2005 þegar Hannes stóð í
málaferlum við Jón Ólafsson.
2007: Áætlað 2009:
landsbankinn 3,2 milljarðar 0
Glitnir 49 milljónir 0
Decode 17,5 milljónir 1.800 þúsund
Exista 7,4 milljónir 7.500 krónur
Fasteignir 209 milljónir 209 milljónir
Skuldir 1.200 milljónir Ekki vitað
EiGnir SKipHoltS EHF. Árið 2007 oG 2009: