Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2009, Page 10
Fimmtudagur 4. Júní 200910 Neytendur Handbók neytenda Á heimasíðu Neytendasamtak- anna má finna þriðju útgáfu af Handbók neytenda. Um hana ættu allir neytendur að vera með- vitaðir. Þar má finna upplýsingar um fjölmörg atriði sem snúa að neytendamálum. Ferðalög, bílar, hús og íbúðir, skaðsemisábyrgð, opinber þjónusta, tryggingar og samningar eru dæmi um kafla í bókinni, sem aðgengileg er á net- inu. Vertu meðvitaður um rétt- indi þín og skyldur í viðskiptum. ókeypis leiðsögn Afþreying og fræðsla þarf ekki alltaf að kosta peninga. Í kvöld sér Anna Margrét Elíasdóttir garðyrkjufræðingur um leiðsögn um Grasagarðinn í Reykjavík. Gangan verður helguð börnum og þau kynnt fyrir helstu plöntum sem vaxta í garðinum. Að lokinni fræðslu er boðið upp á pipar- mintute en þátttaka er öllum opin og kostar ekkert. Ef til vill geturðu lært eitt og annað sjálfur um íslenskt gróðurfar. n Lastið fær Select verslun Skeljungs í Öskjuhlíð. Svangur viðskiptavinur keypti sér beikonvafða pylsu með kartöflusalati. Þegar hann renndi yfir kvittunina sá hann að tvær matskeiðar af kartöflusalati kostuðu hvorki meira né minna en 125 krónur. Hann hafði varla lyst á pylsunni. n Kona hafði samband við DV og vildi lofa tryggingafélagið VÍS. Íbúð hennar varð fyrir miklu vatnstjóni svo iðnaðarmenn hafa unnið þar samfleytt í tvær vikur. Hún vildi lofa þá fyrir topp þjónustu og góða umgengni. Þrátt fyrir að bókstaflega allt hafi verið rifið út hefur snyrtimennskan verið í fyrirrúmi. SEndiÐ LOF EÐa LaSt Á nEYtEndur@dV.iS Dísilolía grafarvogi verð á lítra 181,3 kr. verð á lítra 171,7 kr. skeifunni verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 170,2 kr. akranesi verð á lítra 181,3 kr. verð á lítra 171,7 kr. bensín dalvegi verð á lítra 172,6 kr. verð á lítra 163,0 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 172,7 kr. verð á lítra 163,1 kr. skógarseli verð á lítra 181,3 kr. verð á lítra 171,6 kr. umSJón: BaLdur guÐmundSSOn, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Foreldrar á tjaldferðalagi með þrjú börn mega gera ráð fyrir því að nóttin kosti að jafn- aði 2.500 krónur. DV kannaði verð á 20 vinsælum tjaldsvæðum víðs vegar um landið. Nóttin fyrir tvo fullorðna og börn sem eru 5, 10 og 15 ára gömul kostar á bilinu 1.600 til 3.600 krónur á þeim tjaldsvæðum sem athuguð voru. Þjónusta á tjaldsvæðum er mjög misjöfn og tekur verðið yfirleitt mið af því. TjaldgisTing kosTar 2.500 Tjaldgisting fyrir fimm manna fjöl- skyldu kostar að meðaltali 2.500 krónur, ef marka má verðkönnun DV á vinsælum tjaldsvæðum víðs vegar um landið. Verð voru athuguð á tut- tugu af helstu tjaldsvæðum lands- ins. Tjaldsvæði á Íslandi eru svo til óteljandi svo ákveðið var að skoða nokkur af þeim sem eru vinsælust. Við öflun upplýsinga var stuðst við vefsíðurnar tjald.is og tjalda.is, auk þess sem hringt var á nokkra staði. Verðin eru því með þeim fyrirvara að réttar upplýsingar hafi fengist gefnar upp. Margt innifalið í Breiðavík Þjónusta á þeim tjaldsvæðum sem athuguð voru er ákaflega mis- munandi. Þess vegna er erfitt að bera saman hversu mikla þjónustu fólk kaupir sem gistir á mismun- andi tjaldsvæðum. Tjaldgisting fyr- ir fimm manna fjölskyldu; tvo full- orðna og börn sem eru 5 ára, 10 og 15 ára gömul, kostar á bilinu 1.600 til 3.600 krónur á þeim tjaldsvæðum sem athuguð voru. Miðað er við að fjölskyldan hafi meðferðis og gisti í tveimur tjöldum. Á dýrasta tjald- svæðinu, Breiðavík, er þjónusta við tjaldsvæði á meðal þess sem best gerist á landinu. Þar kostar gisting 1.200 krónur fyrir fullorðna en inni- falið er frítt internet, kaffi, fullbúið eldhús, rafmagn og aðstaða í matsal. Slík aðstaða verður seint borin sam- an við tjaldsvæði þar sem einungis er kalt vatn og klósettaðstaða. Hálft gjald fyrir grunnskólabörn Undantekningalaust gista börn á leikskólaaldri frítt á tjaldsvæðum. Börn á grunnskólaaldri greiða oft á tíðum hálft gjald en þó er algengt að börn eldri en 13, 15 eða 16 ára greiði eins og fullorðnir; fullt gjald. Á fá- einum tjaldsvæðum skiptir fjöldi þeirra sem gista ekki máli heldur fjöldi tjalda eða vagna. Á Arnarstapa kostar til dæmis 2.000 krónur fyr- ir vagn en 1.500 fyrir tjöld og gildir þá einu hversu margir gista í tjald- inu. Í dæmi fjölskyldunnar, sem hér er um talað, kostar nóttin því 3.000 krónur, þar sem þau gista í tveimur tjöldum. Miðað við þessa verðkönnun kostar tjaldgisting, í viku hringferð um landið, 17.500 krónur fyrir fimm manna fjölskyldu. Hægt er að kom- ast af með minni pening fyrir gist- ingu þar sem þjónusta er minni. Annað uppihald, svo sem bensín og matur, er þó vitanlega ekki inni í þeirri tölu. Þvottavélar og internet Mörg tjaldsvæði selja alls kyns þjónustu sem er gagnleg fyrir ferðalanga. Þannig selja tjaldsvæð- in í Ásbyrgi og í Skaftafelli aðgang að þvottavél ásamt þvottaefni fyrir 300 krónur. Þá er á betri tjaldsvæð- um hægt að komast í sturtu fyrir svipaða upphæð en hafa ber hug- fast að mörg tjaldsvæðin eru í ná- munda við sundlaugar. Aðgang að interneti er sums staðar hægt að kaupa á sanngjörnu verði, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá ber þess að geta að á Bíldu- dal, Breiðdalsvík, í Garði, á Skaga- strönd, og eflaust víðar, má tjalda ókeypis. „Miðað við þessa verðkönnun kostar tjaldgisting, í viku hringferð um landið, 17.500 krónur fyrir fimm manna fjölskyldu.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Tjaldsvæðið í Ásbyrgi Fullorðnir: 850 kr. 13-16 ára: 400 kr. 12 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.100 kr. Tjaldsvæðið á Akur- eyri – Þórunnarstræti Fullorðnir: 900 kr. 13 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.700 kr. Þórsmörk Fullorðnir: 800 kr. 5-12 ára: 400 kr. 4 ára og yngri: 0 kr. Samtals 3.200 kr. Bakkaflöt – Varmahlíð Fullorðnir: 800 kr. 12 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.400 kr. Tjaldsvæðið Hallormsstaðaskógi – Höfðavík Fullorðnir: 750 kr. 14 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.250 kr.Tjaldsvæðið í Skaftafelli Fullorðnir: 850 kr. 13-16 ára: 400 kr. 12 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.100 kr. Tjaldsvæðið Laugalandi Fullorðnir: 800 kr. 12 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.400 kr. Tjaldvæðið Kleifar Kirkjubæjarklaustri Fullorðnir: 750 kr. 13 ára og yngri: 0 kr. aukatjald eða bíll: 750 kr. Samtals 3.000 kr. Tjaldsvæðið Þingvöllum Fullorðnir: 700 kr. 14 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.100 kr. Tjaldvæðið á Blönduósi tjald: 1.400 kr. Samtals 2.800 kr. Tjaldsvæðið við Menntaskólann á Ísafirði Fullorðnir: 800 kr. Börn: 0 kr. Samtals 1.600 kr. Tjaldsvæðið í Laugardal Fullorðnir: 1.000 kr. 12 ára og yngri: 0 kr. Samtals 3.000 krónur. Tjaldsvæðið Húsafelli Fullorðnir: 900 kr. 7-17 ára: 400 kr. 6 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.600 kr. Tjaldsvæði Seyðisfjarðar Fullorðnir: 600 kr. 12-15 ára: 400 kr. Samtals 1.600 kr. Arnarstapi Vagn: 2.000 kr. tjald: 1.500 kr. Samtals 3.000 kr. Breiðavík Fullorðnir: 1.200 kr.* 6-12 ára: 600 kr. 11 ára og yngri: 0 kr. Samtals 3.600 kr. Hveravellir á Kili Fullorðnir: 1.000 kr. 7-16 ára: 500 kr. 6 ára og yngri: 0 kr. Samtals 3.000 kr. Tjaldsvæðið Þakgil Fullorðnir: 850 kr. 11 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.550 kr. Ferðamiðstöðin á Flúðum Fullorðnir: 850 kr. 13-16 ára: 400 kr. 12 ára og yngri: 0 kr. Samtals 2.100 kr. Tjaldsvæðið í Reykholti Fullorðnir: 750 kr. 12-16 ára: 350 kr. 11 ára og yngri: 0 kr. Samtals 1.850 kr. *frítt internet, kaffi, þvottavél, fullbúið eldhús, rafmagn og aðstaða í matsal. miÐaÐ ViÐ Fimm manna FJöLSkYLdu í útrEikningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.