Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Síða 4
miðvikudagur 24. júní 20094 Fréttir Karlmaður á fimmtugsaldri var kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir að byrla konu lyf og nauðga henni í lok febrúar. Kæran leiddi ekki til ákæru vegna skorts á sönnunargögnum. Fimm til sjö tilfelli um lyfjanauðgarnir koma inn á borð til Neyðarmóttöku nauðgana árlega. „ÞAÐ VERÐUR AÐ STÖÐVA ÞESSA MENN“ „Við höfum aldrei getað sýnt fram á það.“ Karlmaður á fimmtugsaldri var kærður til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu fyrir að byrla konu á miðjum aldri ólyfjan, hugsanlega Rohypnol, og nauðga henni í lok febrúar síðastliðins. Kæran leiddi hins vegar ekki til ákæru eftir rann- sókn lögreglunnar því skortur var á sönnunargögnum og vitnum að hinni meintu nauðgun. Að sögn verkefnisstjóra Neyðar- móttöku nauðgana, Eyrúnar Jóns- dóttur, koma um fimm til sjö tilfelli slíkra lyfjanauðgana inn á hennar borð á ári en aldrei hefur tekist að sýna fram á að fórnarlömbunum hafi verið verið byrluð lyf. „Við höf- um aldrei getað sýnt fram á það,“ segir Eyrún. Lyfin hverfa fljótt úr líkamanum Eitt af vandamálunum við rann- sókn málsins sem um ræðir hér var meðal annars að of langur tími leið frá því að hin meinta nauðgun átti sér stað þar til fórnarlambið leit- aði á sjúkrahús. Ummerki um Roh- ypnol og sambærileg lyf greinast að- eins í blóði í um sólarhring eftir að að efnið hefur verið innbyrt að sögn Eyrúnar. Engin ummerki um lyf- ið fundust í líkama konunnar sem kærði hina meintu nauðgun, sam- kvæmt heimildum DV. Orð konunnar sem kærði hina meintu nauðgun voru gegn orði mannsins sem var kærður, sam- kvæmt heimildum DV, og því gat lögreglan ekki aðhafst meira í mál- inu. „Því miður höfum við ekki getað sýnt fram á að fólki hafi verið byrluð lyf því ummerki um þau finnast ekki. Þá er þetta bara orð gegn orði og þá er það bara mat lögreglunnar að það hafi lítinn tilgang að fara lengra með málið,“ segir Eyrún. Konan og maður- inn málkunnug Konan og maðurinn voru málkunn- ug og höfðu hist á skemmtistað í Reykjavík þar sem þau tóku tal sam- an. Samkvæmt heimildum DV var konunni byrluð ólyfjan á skemmti- staðnum en hin meinta nauðgun átti sér stað í heimahúsi eftir það. Konan sem lagði fram kæruna man lítið eftir atburðinum en minnisleysi er ein af afleiðingum inntöku lyfja eins og Rohypnols. Eyrún Jónsdóttir segir að afleið- ingin af inntöku nauðganalyfja eins og Rohypnols sé að þau byrji að virka mjög fljótt og að fórnarlömbin falli í mjög djúpan svefn og viti ekki af sér í þrjá eða fjóra tíma. „Sönnunarmat- ið í þessum málum er því gríðarlega erfitt því oft á tíðum muna konurnar ekkert hvað gerðist. Og af því hvað þær muna lítið er erfiðara fyrir þær að fara af stað og segja frá einhverju sem þær muna ekki almennilega eftir,“ segir Eyrún. Mikilvægt að leita sér aðstoð- ar sem fyrst Eyrún segir að það sé afar mikilvægt að fólk komi sem fyrst á Neyðarmót- töku nauðgana ef það telur að það hafi lent í slíkri lyfjanauðgun. Hægt sé að finna ummerki um inntöku slíkra svefnlyfja með blóð- og þvag- prufu ef skjótt er brugðist við og að það styrki vissulega framburð þeirra ef nauðgunarkæra er lögð fram, að sögn Eyrúnar. Hún segir til dæmis að í þekkt- asta tilfellinu um lyfjanauðganir hér á landi, máli Stefáns Hjaltested, hafi ekki verið hægt að styðja framburð þeirra kvenna sem Stefán nauðg- aði með lyfjasýnum því ummerki um þau hafi ekki fundist. Fjöldi þeirra kvenna sem leituðu til Neyð- armóttöku nauðgana með svipað- ar frásagnir eftir kynni sín af Stefáni leiddi hins vegar til þess að hann var ákærður. „Engar lyfjamælingar studdu frásögn þeirra stúlkna; það var fjöldi mála, kæra og samdóma frásagna fórnarlambanna.“ Í tilfellum slíkra lyfjanauðgana er því mikilvægt að leggja fram kæru þó svo að hún leiði ekki beint til ákæru því þá fái árásarmennirnir viðvörun og lögreglan fær upplýsingar um að grunur leiki á um að þeir hafi brotið af sér, að sögn Eyrúnar. „Það verður að stöðva þessa menn,“ segir Eyrún. IngI F. VILhjáLMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Kærður fyrir lyfjanauðgun karlmaður á fimmtugsaldri var kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir lyfjanauðgun í lok febrúar. maðurinn var ekki ákærður vegna skorts á sönnunargögnum. myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mátti leita hjá Hannesi Héraðsdómur Reykjavík- ur úrskurðaði í gær að húsleit efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra á tveimur heimilum Hannesar Smárasonar að Fjöln- isvegi 9 og 11 hafi verið lögmæt. Hannes fór fram á að húsleit og haldlagning gagna á heimili hans yrði úrskurðuð ólögleg. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra gerði húsleit á heim- ilum Hannesar 3. júní í tengsl- um við möguleg skattalagabrot félaganna Oddaflugs og Primus- ar sem Hannes Smárason átti að sögn Morgunblaðsins. Reiðarslag fyrir verktaka Verktakastarfsemi á Íslandi blæðir út og niðurskurður í vegagerð er reiðarslag að mati stjórnar Samtaka iðnaðarins sem senda frá sér ályktun um stöðu mála. „Við núverandi aðstæður á alls ekki að hætta við allar fram- kvæmdir,“ segir í ályktuninni og þar er brýnt fyrir stjórnvöldum „... að velja af kostgæfni verk- efni sem eru mannaflsfrek og arðsöm og til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks sam- félags þegar fram í sækir. Skora Samtök iðnaðarins á ríkisstjórn- ina að taka ákvörðun sína um 12 milljarða niðurskurð til sam- göngumála til endurmats.“ Bílprófslaus fullur á bíl Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um helgina, þar af einn sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi. Þetta voru níu karlar á aldrinum 18–35 ára og ein kona, 18 ára. Einn þessara ökumanna hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þá stöðvaði lögreglan för fjögurra ökumanna í umdæm- inu um helgina en hinir sömu voru allir undir áhrifum fíkni- efna. Þetta voru karlmenn á þrítugs-, fertugs- og sextugsaldri en tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þess má geta að einn fjórmenninganna ók á bíl sem var búinn nagladekkjum og verður því sektaður fyrir það að auki. Leiðrétting Nöfn tveggja höfunda vant- aði við greinar þeirra í DV á þriðjudag. Lýður Árna- son skrifaði kjallaragrein- ina „Skundum á Þingvöll“ á leiðaraopnu. Ingi Freyr Vil- hjálmsson skrifaði bókadóm- inn „Hroðvirknisleg bók um hrunið“ á Fókussíðu. Ósáttur maður hótaði félagsráðgjafa og fjölskyldu hans með skilaboðum úr tölvu: dæmdur fyrir SmS-hótanir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 39 ára gamlan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð kvenkyns félagsráð- gjafa og starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur. Sendi maðurinn ógn- andi smáskilaboð í síma eiginmanns félagsráðgjafans og í síma ólögráða sonar hennar. Konan hafði farið með málefni barna mannsins. Sonur hans hafði verið í tímabundnu fóstri en það var með leyfi móður sem fór með for- sjá hans. Maðurinn hafði hins vegar leyfi til að hitta son sinn undir eftir- liti Barnaverndar sem hann var afar ósáttur við. Það var 29. desember 2006 sem SMS-sendingar hófu að berast í síma barna konunnar og eiginmanns hennar. Skilaboðin voru öll sett fram sem spurningar og voru á þá leið að konan væri barnaníðingur, þjófur og morðingi. 11 ára tvíburasonum kon- unnar bárust flest skilaboðin. Eig- inmanni konunnar bárust skilaboð þess efnis að hún væri að halda fram hjá honum. Konan óttaðist um fjöl- skyldu sína og sagði í skýrslu sinni til lögreglu að börn hennar lifðu í stöð- ugum ótta sökum þessa. 12. febrúar 2007 kvað Héraðs- dómur Reykjavíkur upp úrskurð þess efnis að Símanum hf. yrði gert skylt að upplýsa um IP-tölu þeirrar tölvu eða þeirra tölva sem umrædd SMS- skilaboð voru send úr af heima- síðu Símans. Reyndist umrædd IP- tala vera skráð á nafn mannsins hjá Vodafone. Í yfirheyrslu hjá lögreglu kvaðst maðurinn ekkert kannast við að hafa haft samband við konuna á netinu. Kvaðst hann vita til þess að dótt- ur hans væri í nöp við konuna og hefði hún haft aðgang að netteng- ingu á tölvu hans á þeim tíma sem rannsóknin beindist að. Væri hon- um hins vegar ekki kunnugt um að hún hefði sent SMS-skilaboð eða önnur boð til kæranda. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn sé sakfelldur fyrir að viðhafa hótanir gagnvart starfsmanni Barnavernd- ar. Brotið sé einkum ófyrirleitið þar sem hótanirnar beindust að barn- ungum tvíburasonum konunnar. Um hafi verið að ræða gróft brot gegn friðhelgi einkalífs konunnar og fjölskyldu hennar. Ógnvekjandi spurningar Skeytin voru sett fram sem spurningar sem ollu ugg fjölskyldumeðlima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.