Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Síða 14
Miðvikudagur 24. júní 200914 suðurnes SKELFILEGT áSTand í atvinnumálum Atvinnuleysi á Suðurnesjun-um mældist 14,2 prósent í maí á þessu ári, samkvæmt Hagstofu Íslands. Þetta er töluvert hærri prósenta en á lands- vísu þar sem atvinnuleysið mældist 8,7 prósent. Alls voru tæplega 1600 manns skráðir atvinnulausir á Suð- urnesjum í mánuðinum. Pétur Jó- hannsson, framkvæmdastjóri at- vinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta ástand sé vissulega skelfilegt. „Þetta er skelfilegt en við hér á Suðurnesjum erum oft fyrstir til að taka skellinn þegar kreppur skella á. Hljóðið í mönnum hér er því ekki mjög gott,“ segir Pétur og bætir því við að nokkur doði sé í atvinnumálunum á svæðinu nú yfir sumartímann og að þrátt fyrir ýmis atvinnutækifæri aukist atvinnuleysið jafnt og þétt. VonGóður þráTT FyrIr áSTandIð Pétur segir að þrátt fyrir ástandið sé hann vongóður því verið sé að vinna á fullu í að þróa nokkur atvinnutækifæri á Suðurnesjunum. Hann segir meðal annars að menn líti með vonaraugum til haustsins þegar framkvæmdir hefj- ast á fullu við álverið í Helguvík sem skapa muni fjölda starfa. Annað dæmi sé, til að mynda, að fyrirtækið Verne Holdings sé byrj- að að reisa gagnaver á gamla varnar- liðssvæðinu. Verne Holdings er í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, en félagið hefur gefið það út að um 100 ný störf verði til í gagnaverinu þegar það tekur til starfa. Eins segir Pétur að töluverðar vonir séu bundnar við byggingu há- spennulínulagnar á Reykjanesi fyr- ir álver og aðra starfsemi sem skapa muni 200 ársverk á næstu 2 árum. „Umhverfismatið er langt komið með línulögnina, og síðan er það í hönd- um sveitarfélaganna að gefa út fram- kvæmdaleyfi vonandi með haustinu,“ segir Pétur. BEðIð EFTIr BönKunum Pétur segir jafnframt að hið sama eigi við á Suðurnesjunum og um allt land: Menn bíði í ofvæni eftir því að það skýrist hver eiginfjárstaða bankanna er en það muni væntanlega skýrast þann 17. júlí, líkt og gefið hefur ver- ið út. Pétur bindur vonir við að lán til framkvæmda frá bönkunum muni aukast í kjölfarið og að staða verk- takafyrirtækja muni meðal annars batna í kjölfarið. „Það er alveg nóg af tækifærum hér á Suðurnesjunum en bankarnir eru lamaðir eins og er. Við bíðum bara eftir að bankarnir verði starfhæfir á ný; þá getum við farið að framkvæma aftur á fullu.“ KEðjuVErKandI áSTand Einn af stóru skellunum í atvinnu- málunum á Suðurnesjum var í byrj- un maí þegar hið rótgróna verktaka- fyrirtæki Nesprýði þurfti að segja öllum fimmtíu starfsmönnum sín- um upp. Annað dæmi sem komist hefur í hámæli er að framkvæmd- ir við Hljómahöllina, sem er í eigu Fasteignafélagsins Fasteignar, hafa legið niðri að mestu svo mánuðum skiptir vegna þess að verktakarn- ir sem unnið hafa við bygginguna hafa ekki fengið greitt. Þetta hefur aftur áhrif á það hvort verktakafyr- irtækin geti staðið í skilum með af- borganir af lánum sínum. Fasteign þurfti að finna sér fjármálafyrirtæki til að endurfjármagna víxil sem var á gjalddaga í maí; það gekk erfið- lega vegna ástandsins og því stóð á greiðslum til verktaka. Endurfjár- mögnun víxilsins tókst hins vegar að lokum. Pétur segir að staða byggingar Hljómahallarinnar sé lýsandi fyr- ir atvinnuástandið á Suðurnesjum og í landinu. „Þetta er keðjuverk- andi ástand á meðan skortur er á fjármagni frá bönkunum: Iðnað- armenn treysta sér ekki til að hefja framkvæmdir ef greiðslur til þeirra eru ekki tryggðar. Bygging Hljóma- hallarinnar er eitt besta dæmið um þetta,“ segir Pétur sem bindur von- ir við að ástandið muni batna í at- vinnumálunum á Suðurnesjum þrátt fyrir að ekki blási byrlega eins og er. ingi@dv.is Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 14,2 prósent í maí, meira en 5 prósentum hærra en á lands- vísu. Framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs hjá Reykjanesbæ, Pétur Jóhannsson, segir ýmis sóknarfæri á svæðinu og að litið sé með vonaraugum til álversins í Helguvík og til gagnavers Verne Holdings. Hann segir að á Suðurnesjunum sé beðið í ofvæni eftir því að íslensku bankarn- ir geti aftur farið að lána fé til framkvæmda. „Það er alveg nóg af tæki- færum en bankarnir eru lamaðir eins og er.“ Vongóður þrátt fyrir ástandið Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, er vongóður um að atvinnuástandið batni á Suðurnesjum með haustinu. Framkvæmdir liggja enn niðri Framkvæmdir við Hljómahöllina, sem er í eigu Fasteignafélagsins Fasteignar, liggja enn niðri. Staða byggingar hússins þykir lýsandi fyrir atvinnuástandið á Suðurnesj- um en verktakar sem unnu við bygginguna lögðu niður störf þegar Fasteign gat ekki staðið í skilum við þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.