Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Qupperneq 16
Miðvikudagur 24. júní 200916 suðurnes
Breytingin hefur gengið vel en það er fyrirtækinu mjög mikilvægt að geta unnið með stöðugan gjaldmiðil.
Rekstur Bláa lónsins hefur einnig
gengið vel það sem af er ári og mun
betur en á sama tíma og í fyrra,“
segir Grímur Sæmundsen, forstjóri
Bláa lónsins. Bláa lónið brá á það
ráð síðasta haust að hafa gjaldskrá
staðarins í evrum. Auk þess fær-
ir fyrirtækið ársreikning sinn í evr-
um sem hefur bætt fjárhagslegan
og rekstrarlegan stöðugleika fyrir-
tækisins.
Bláa lónið hafði þó um ára-
bil óformlega miðað verðskrána
við 20 evrur sem er að sögn Gríms
sambærilegt við gjaldskrá erlendra
heilsulinda þar sem aðgangur er
gjarnan á bilinu 20 til 45 evrur.
Mikil fjölgun gesta
Grímur segir að vissulega hafi það
verið djarft skref að breyta verð-
skránni í evrur en það hafi engu að
síður verið eðlilegt miðað við ytra
umhverfi fyrirtækisins. Aðsókn í
Bláa lónið hefur aukist um sjö pró-
sent það sem af er ári í samanburði
við árið í fyrra. 127 þúsund gestir
heimsóttu Bláa lónið á fyrstu fimm
mánuðum ársins í samanburði við
119 þúsund á sama tíma í fyrra.
Til viðbótar við aukna aðsókn
segist Grímur verða var við aukna
neyslu erlendra ferðamanna. Bæði
kaupi þeir meira af vörum sem Bláa
lónið framleiðir, íslenskum hönn-
unarvörum, auk þess sem þeir leyfa
sér meiri munað í mat og drykk.
tilboð fyrir Íslendinga
„Við leggjum ríka áherslu á tveir fyr-
ir einn tilboð og birtast þau reglu-
lega í fjölmiðlum en markmið okk-
ar er að hafa tilboðin aðgengileg
sem flestum,“ segir Grímur. Auk
þess bjóði Bláa lónið 13 ára og yngri
í fylgd með forráðamönnum frían
aðgang. „Þá njóta fjölskyldukort-
in okkar einnig aukinna vinsælda,“
segir hann.
Grímur segist verða var við það
að fleiri fyrirtæki hérlendis bæði
hótel og afþreyingarfyrirtæki birti
nú verðskrá sína í evrum. „Ferða-
þjónustan er mikilvæg atvinnugrein
þegar kemur að gjaldeyrissköpun
og því er þetta afar jákvæð þróun
fyrir land og þjóð,“ segir hann.
evruvæðingin
hefur gengið vel
Bláa lónið brá á það ráð síðasta haust að taka upp gjaldskrá í evrum. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að
reksturinn hafi gengið mun betur það sem af er ári í samanburði við í fyrra. Hefur gestum fjölgað um sjö prósent.
Bláa lónið birtir reglulega tilboð í fjölmiðlum og er markmiðið að þau séu aðgengileg sem flestum.
Aukin aðsókn Gestum Bláa lónsins hefur fjölgað um sjö prósent á fyrstu fimm
mánuðum ársins í samanburði við sama tíma árið 2008.
Erlendir ferðamenn Forráðamenn
Bláa lónsins verða varir við aukna
neyslu erlendra ferðamanna.
Farsæl breyting Að sögn Gríms Sæmundsen,
forstjóra Bláa lónsins, hefur evruvæðing
fyrirtækisins reynst farsæl. Myndir róbErt rEyniSSon
KOMDU Í ÁSKRIFT
Hringdu í síma 515 5555 eða
sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is
eða farðu inn á www.birtingur.is