Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2009, Page 30
Miðvikudagur 24. júní 200930 suðurnes
Fólkvangurinn
í túnfætinum
Umhverfisráðherra vill fá tillögur í hendur um stöðu Reykjanesfólkvangs og varnir gegn landspjöllum. Um
150 þúsund ferðamenn fara um fólkvanginn ár hvert og á döfinni er að herða eftirlit með umgengni innan
hans um leið og leitast verður við að bjóða þar betri þjónustu.
Svandís Svavarsdóttir um-hverfisráðherra hefur með erindisbréfi óskað eftir til-nefningum í starfshóp sem
falið verður að setja fram tillög-
ur um framtíð Reykjanesfólkvangs
og aðgerðir til þess að hamla gegn
umhverfisspjöllum þar. Í hópn-
um eiga að sitja fulltrúar sveitar-
stjórna, Reykjanesfólkvangs, Um-
hverfisstofnunar, lögreglunnar og
fleiri aðila. Honum er ætlað að skila
tillögum sínum fyrir 1. september
næstkomandi.
Mikil umferð ferðamanna er
innan hans vegna nálægðar við
þéttbýlið og flugsamgangna milli
landa á Keflavíkurflugvelli og þykir
brýnt að bæta aðstöðu innan hans
og eftirlit. Mörg undanfarin ár hef-
ur fólkvangurinn aðeins haft tekjur
af eins konar nefskatti sem tekinn
er af íbúum sveitarfélaganna á suð-
vesturhorni landsins.
aukin aðsókn
Að sögn Óskars Sævarssonar sem
sæti á í stjórn fólkvangsins nema ár-
legar tekjur af þessum nefskatti lið-
lega fjórum milljónum króna. „Það
hefur verið ákveðið að ráða fastan
starfsmann frá 1. júlí næstkomandi.
Verkefni hans eru ærin við að laga
merkingar, hreinsa svæði og fleira.
Menn verða að hafa í huga að inn á
Reykjanesfólkvanginn koma 140 til
160 þúsund ferðamenn á ári.“
Óskar segir að háhitasvæðið í
Seltúni í landi Krýsuvíkur sé mest
sótt en aðrir staðir njóti einnig vax-
andi vinsælda. „Ég get nefnd Króka-
mýri við Vigdísarvelli á Djúpa-
vatnsleið. Síðan komið var þar upp
salernisaðstöðu og rennandi vatni
fyrir nokkr-
um misser-
um hefur
þetta
orð-
ið æ
vin-
sælla
svæði
fyr-
ir tjald-
gesti. Ég
vil einnig
nefna að ætl-
unin er
að koma upp þjónustuaðstöðu fyr-
ir starfsmann Reykjanesfólkvangs á
háhitasvæðinu við Seltún. Það vita
það kannski ekki allir, en Krýsu-
víkurberg er innan fólkvangsins en
það er stærsta fuglabjargið í lands-
hlutanum.“
Margt fleira er í deiglunni varð-
andi Reykjanesfólkvang. „Nýr for-
maður fólkvangsnefndarinnar er
Ólafur Örn Haraldsson, útivistar-
maður með mikla reynslu. Þá hef-
ur sveitarfélagið Vogar lýst áhuga á
nánara samstarfi um uppbyggingu
fólkvangsins. Það getur meðal ann-
ars orðið til þess að Keilir og svæðið
þar í kring verði fellt undir fólkvang-
inn, en það er býsna vinsælt úti-
vistarsvæði. Ég get líka nefnt að til
er nýleg skýrsla um Reykjanesfólk-
vang þar sem finna má hugmyndir
um umbætur og tillögur um fram-
tíð hans. Á vef Reykjanesfólkvangs,
reykjanesfolkvangur.is, er að finna
aðra skýrslu frá árinu 2004 eftir Sig-
rúnu Helgadóttur, en þar er fjallað
ítarlega um upphaf, markmið og
framtíð þessa landsvæðis.“
umgengni ábótavant
Eitt alvarlegasta vandamál Reykja-
nesfólkvangs er tengt mikilli fjölg-
un torfærutækja hér á landi á
undanförnum árum. Um utanvega-
akstur og landspjöll var fjallað í DV
í síðustu viku, en þar kom fram að
áætlaður fjöldi innfluttra torfæru-
tækja á undanförnum árum er um
14 þúsund, en einkum er um að
ræða vélhljól og fjórhjól. Víðtæk-
ustu skemmdirnar eru þó eftir bíla
sem farið hafa um viðkvæmt gróð-
urlendi. „Mest er um vert fyrir ríki
og sveitarfélög að skilgreina hvað sé
bílslóð og hvað ekki. Þetta þarf að
vera ljóst í lögum og reglugerðum
til þess að unnt sé að sækja menn
til saka fyrir landspjöll sem hljót-
ast af akstri vélknúinna tækja utan
vega,“ segir Óskar og bindur von-
ir við störf nefndarinnar sem skila
á skýrslu sinni fyrir 1. september
næstkomandi.
Eitt alvarlegasta
vandamál Reykja-
nesfólkvangs er tengt
mikilli fjölgun tor-
færutækja hér á landi
á undanförnum árum.
Selvallafjall Mosagróið landið er sérstaklega viðkvæmt fyrir utanvegaakstri.
Fólkvangur við bæjarmörkin Í túnfæti þéttbýlisins á
suðvesturhorninu leynast margir áhugaverðir staðir fyrir
náttúruunnendur og göngufólk. Hér er horft yfir Þrengsli.
Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir hitti forsvars-
menn Reykjanesfólkvangs fyrir skemmstu á Höskuldarvöll-
um. Hún vill fá tillögur um aðgerðir gegn landspjöllum og
framtíð fólkvangsins fyrir 1. september næstkomandi.
Óskar Sævarsson „Menn verða að hafa í
huga að inn á Reykjanesfólkvanginn koma
140 til 160 þúsund ferðamenn á ári.“
ÁStæða eR til ÞeSS að vekja atHygli Á koRtuM og lýSingu
gönguleiða og vega, en SlÍkaR upplýSingaR eR beSt að
nÁlgaSt Með ÞvÍ að leita eftiR oRðinu ReykjaneSfólk-
vanguR Á netinu. ReykjaneSfólkvanguR HefuR ekki Stöðu
ÞjóðgaRðS en vaR StofnaðuR SeM fólkvanguR ÁRið 1975.
Hann eR uM 300 feRkÍlóMetRaR að StæRð og eR lang-
StæRSta fRiðlýSta Svæði SinnaR tegundaR Á landinu.