Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Page 13
Við opnuðum svæðið í fyrra eftir að hafa verið vallar-lausir í ein sjö ár,“ segir Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, um skotsvæð- ið á Álfsnesi. „Þetta er svæði á heimsmælikvarða,“ held- ur hann áfram en á svæðinu eru fjórir haglabyssuvellir og riffilbraut með 18 skot- svæði í húsi. Guðmundur undirstrik- ar að skotfimi sé áhugamál og íþrótt sem hver sem er geti tileinkað sér. „Það er mjög grunnt á áhuganum hjá bæði konum og körlum þegar kemur að þessu sporti og fólk þarf oft ekki að prófa nema einu sinni.“ 800 félagsmenn eru í Skotfélagi Reykjavíkur sem er elsta íþróttafélag á landinu en í kringum 2.300 manns eru skráðir í Skotíþróttasamband Íslands. „Svo eru auðvit- að líka allir þeir sem koma og skjóta til að æfa sig fyrir veiðina.“ Aldurstakmark fyrir íþróttaskotfimi hefur ver- ið lækkað undanfarin ár og er nú 15 ár. „Það er bara í samræmi við löndin í kringum okkur að aldurinn lækki. Unglingastarf er mjög öflugt í öðrum löndum og þetta er alltaf meðal stærstu greinanna á Ólympíu- leikunum.“ Hægt er að fá allar upplýsingar um SR og skotsvæðið á Álfsnesi á sr.is. asgeir@dv.is Grunnt á áhuGanum Ómar Valdimarsson Landsliðsmaður í skotfimi. mynd kristinn tómstundir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.