Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Page 18
Miðvikudagur 8. júlí 200918 tóMstundir NorðurlaNd Hólsvöllur Siglufirði Hjónagjald: 1.500 kr. Par: 34 Hlíðarendavöllur Sauðárkrókur Hjónagjald: 4.000 kr. Par: 36 Ásbyrgisvöllur Ásbyrgi Hjónagjald 2.500 kr. Par: 36 Katlavöllur Húsavík Hjónagjald 4.000 kr. Par: 35 Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfirði Hjónagjald 2.500 kr. Par: 33 arnarholtsvöllur Svarfaðardal Hjónagjald 3.000 kr. Par: 34 Austurland Silfurnesvöllur Hornafirði Hjónagjald 4.000 kr. Par: 32 Grænanesvöllur Norðfirði Hjónagjald: 3.500 kr. Par: 35 Ekkjufellsvöllur Fellabæ Hjónagjald 4.000 kr. Par: 33 SuðurlaNd Gufudalsvöllur Hveragerði Hjónagjald 3.000-3.500 Par: 35 Svarfhólsvöllur Selfossi Hjónagjald 2.400 kr. Par: 35 Haukadalsvöllur Hjónagjald 2.800-3.300 kr. Par: 35 Úthlíðarvöllur Hjónagjald 3.800 kr. Par: 35 VESturlaNd Fróðárvöllur Ólafsvík Hjónagjald 3.000 kr. Par: 34 Húsafellsvöllur Húsafelli Hjónagjald 3.000 kr. Par: 35 Víkurvöllur Stykkishólmi Hjónagjald 3.300 kr. Par: 35 VEStFirðir Vesturbotnsvöllur Patreksfirði Hjónagjald 2.250 kr. Par: 36 Syðridalsvöllur Bolungarvík Hjónagjald 2.000 kr. Par: 35 Skeljavíkurvöllur Hólmavík Hjónagjald 2.000 kr. Par: 35 SuðVESturlaNd Setbergsvöllur reykjavík Hjónagjald 4.500 kr. Par: 34 Bakkakotsvöllur Mosfellsbæ Hjónagjald 4.000-5.000 kr. Par: 35 Nesvöllur Seltjarnarnesi Hjónagjald 4.000-5.000 Par: 36 Ódýrar 9 holur Gjald fyrir hjón á níu holu golfvelli á Íslandi er á bilinu 1.500 til 5.000 krónur, samkvæmt at- hugun DV. Dýrari og stærri vellir á höfuðborgar- svæðinu eru margir hverjir þétt setnir, auk þess sem ekki hafa allir kylfingar efni á því að spila golf reglulega á stóru völlunum eða vera félags- menn í vinsælum golfklúbbum. DV kannaði hvað það kostar fyrir hjón að leika á nokkrum af um fimmtíu níu holu völlum á Íslandi. Víðs vegar um landið geta hjón leikið níu holu golfvöll fyr-ir um eða undir þrjú þúsund krónum. Á þeim er misjafnt hvort um daggjald eða einn hring er að ræða. Á Hólsvelli á Siglufirði greiða hjón aðeins 1.500 krónur fyrir að leika á níu holu velli. Á Vest- fjörðum greiða hjón víða um 2.000 krónur fyrir að spila á níu holu velli. Vinsæl íþrÓtt Golf er afþrey- ing sem að lágmarki 64 þúsund Ís- lendingar hafa stundað, samkvæmt niðurstöðum lífsstílskönn- unar sem Gallup birti árið 2006. Vinsæld- ir íþróttar- innar hafa aukist hratt undanfarin ár og því má gera ráð fyrir að iðkendum hafi fjölgað nokkuð.Þá voru 63 golfvellir á Ís- landi, þar af þrettán átján holu vellir. Gjald fyrir stakan hring á nokkrum af íburð- armeiri 18 holu golf- völlum landsins get- ur numið allt að 6.800 krónum. Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er ekki víst að allir þeir sem eiga golfkylf- ur hafi efni á því að spila á slíkum völlum. Því tók DV saman hversu hátt gjald hjón þurfa greiða á 22 níu holu völlum víðs vegar um landið. alls kyns afslættir Teknir voru fyrir nokkrir níu holu golf- vellir í hverjum landshluta, af handa- hófi. Í ljós kom að gjaldið sem hjón greiða fyrir hring eða jafnvel heilan dag á níu holu golfvelli nemur á bil- inu 1.500 til 5.000 krónum, en hafa ber í huga að mjög misjafnt er hversu mikil vinna liggur að baki völlunum og hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað. Við upplýsingaöflun var notast við heimasíðu Golfsambands Íslands, sem er stútfull af fróðleik um golf á Íslandi. Einnig var stuðst við upplýsingar á nat.is, sem er íslenskur menn- ingar- og upplýs- ingavefur um allt mögulegt á Ís- landi. Þeir sem eru félagsmenn í golfklúbbi innan Golfsambands Íslands fá í mörgum tilvikum afslætti á aðra velli. Þá njóta ungl- ingar, örorku- og ellilífeyrisþegar oft sérkjara, auk þess sem afslætti er oft og tíðum hægt að fá fyrir hópa. Þá er víða hægt að kaupa kort sem gildir í viku á hagstæðu verði. Algengur afslátt- ur fyrir maka er 50 prósent. baldur@dv.is Golf er frábær skemmtun Golfarar mæla út flötina á Hvaleyrarvelli. Fjórhjólaferðir í einstakri náttúru á Reykjanesinu aðeins 5 mín. frá Bláa Lóninu. Frábær tilboð í gangi - opið alla daga - enginn lámarksfjöldi í ferðir. Fjórhjólaævintýri Ehf www.atv4x4.is · info@atv4x4.is (+354)857-3001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.