Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Síða 23
Eina albestu greiningu á Icesave- vanda íslensku þjóðarinnar er nú að finna á vefsíðu Jóns Baldvins Hanni- balssonar jbh.is. Ólafur, bróðir Jóns Baldvins, rit- aði ekki síður athyglisverða grein um málið í Morgunblaðið síðastliðinn mánudag. Í raun og veru ættu þess- ar greinar að vera skyldulesning, ekki síst fyrir þá sem starfa á vegum rannsóknarnefndar Alþingis. Eins er með rannsakendur á þeim bæ og vísindamenn á rannsóknarstofu; þeir sjá oft ekki neitt markvert undir smásjánni fyrr en búið er að benda þeim á hvað þar getur að líta. Megn- ið af daglegum veruleika venjulegra borgara er líkt og sjálfgefinn. Hann er reyrður í daglegar venjur, siði og gildismat sem fæstir bjóða byrginn frá degi til dags. Hann er ósýnilegur uns bent er á hann. Undir þessu sjónarhorni er verðugt að staldra við eftirfarandi í greiningu Jóns Baldvins: „Hver bar á því höfuðábyrgð, við einkavæð- ingu ríkisbankanna, að afhenda Björgólfsfeðgum Landsbankann á gjafverði? Hvers vegna var nán- asti samstarfsmaður Davíðs, Kjart- an Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skilinn eftir við einkavæðinguna sem varafor- maður bankaráðsins? Var það ekki til þess að tryggja, að forráða- menn bankans væru „í pólitísku talsambandi“ við Flokkinn, úr því að Búnaðarbankinn hafði samkvæmt helmingaskipta- reglunni verið framseldur í hendurnar á S-hópnum, mönnunum sem stukku frá borði, áður en SÍS var dysjað á ösku- haugum sögunnar?“ Venslanet sérhagsmunanna Jón Baldvin heldur áfram og segir að varla hafi umrætt talsam- band við Flokkinn stirðnað við einkavæðingu bank- anna. „Listinn yfir nánustu samstarfs- menn bankastjóra Landsbankans lítur út – eftir á að hyggja - eins og „hver er maður- inn?“ yfir valda- kerfi Flokksins úr Orator, Vöku og Stúdentaráði inn í bankana og ráðu- neytin... Það tók þetta þéttriðna venslanet sérhagsmunanna, und- ir verndarvæng Sjálfstæðisflokks- ins, bara sex ár frá einkavæðingu að kollvarpa efnahagslegu sjálfstæði Íslands og orðspori gagnvart um- heiminum.“ Greining Jóns Baldvins svar- ar einkar vel til ýmissa yfirlýsinga Evu Joly. Hún heldur því meðal annars fram, að valdakerfi þeirr- ar forréttinda- og valdastéttar sem Jón Baldvin ræðir búi við eins kon- ar refsileysi; dómstólar nái ekki til sérhagsmuna hennar. Fyrir þessa stétt, íslensku nómenklatúruna, er auðvelt að kalla eftir löghlýðni og dómstólaleið. Dómskerfið á yfirleitt við um aðra en hana. Davíð Odds- son vill til dæmis að íslenskur dómstóll rétti í Icesave-mál- inu. Vill hann kannski að málið fari fyrir Hér- aðsdóm Norðurlands eystra? Samtryggingin um völdin og auðinn er fyrirfram gefin. Hún umlukti og gegnum- sýrði störf manna eins og Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Jónasar Fr. Jónssonar, sem um svip- að leyti voru formenn Vöku og í for- ystu fyrir stúdenta í HÍ; Jónas 1989 og Sigur- jón ári síðar. Báðir voru þeir með flokksskírteini Sjálfstæðisflokksins upp á vasann, aðgöngumiðann að íslensku nómenklatúrunni, hinni ráðandi stétt. Var hægt að ætlast til þess að Jónas Fr. hefði raunverulegt eftirlit með Sigurjóni? Sumir eru jafnari en aðrir Nú hefur þessi nómenklatúra lagt íslenskt efnahagslíf í rúst hvað svo sem hún segir sjálf um alþjóða- kreppu, gallað regluverk ESB og hryðjuverkalög Breta sem frumor- sök hrunsins. Hollustan við valdið hefur verið lykill hinna útvöldu að forréttindunum. Hollusta almennings átti að vera við forstjórana, embættismennina og landsföðurlegu stjórnmálafor- ingjana sem réðu ferðinni. Holl- usta óbreyttra borgara átti ekki að vera við meðbræður og samfélag- ið. Aftur á móti sýnir nómenklatúr- an íslenska – hin íslenska ráðandi stétt – aðeins hollustu innan úrvals- hópsins. Hollusta þeirra liggur lá- rétt; tryggð stjórnenda og annarra innvígðra er við hver annan. Þeir tryggja hver öðrum eftirsóttar stöð- ur, jafnvel þótt þeir hafi framið af- glöp og klúðrað málum. Þeir stjórn- armenn sem örlátir eru á kaupauka fyrir forstjórana fá örlætið ríkulega endurgoldið. Íslenska kunningjaveldið og klíkuþjóðfélagið er hið undirliggj- andi mein og orsök hrunsins. Það á eftir að koma betur í ljós. Aug- ljóslega geta menn, sem eru hluti af íslensku nómenklatúrunni, ekki rannsakað þetta mein og dregið réttar ályktanir um ábyrgð. Ætlar þú til útlanda í sumar? „Ég ætla bara að ferðast um Ísland. Hef mun meiri áhuga á að ferðast um landið.“ Margrét HallgríMSdóttir 45 ára þjóðminjavörður „Ég er búin að fara. Fór til Danmerkur. þar var heitt og gott.“ óSk JónSdóttir 50 ára HeimavinnanDi „nei, ekkert til útlanda. við höfum ekki efni á því.“ Eiríkur guðni ÁSgEirSSon 32 ára lögreglumaður „nei, það ætla ég ekki að gera.“ Búi guðMundSSon 70 ára ellilÍFeyrisþegi Dómstóll götunnar SigurBJörn HrEiðarSSon, leikmaður vals, var hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 117. mínútu í framlengingu í bikarkeppn- inni gegn Ka á mánudaginn. Hann var guðsfeginn að sjá boltann inni því hann var aðframkominn af þreytu þegar hann tók skotið. Vill Vinna 500 milljónir í lottó „við ætlum að fara til Boston í eina viku í ágúst.“ Hlín HólM 42 ára sÉrFræðingur Hjá Flugmála- stoFnun ÍslanDs maður Dagsins Hinir ósnertanlegu kjallari 1. Baltasar fékk ekki jörðina lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur töpuðu dómsmáli sem þau höfðuðu vegna eignarréttar á landspildu. 2. kúlulánsfólk forðar fasteignum sínum margir af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings færðu fasteignir sínar yfir á maka sína nokkru fyrir bankahrunið. 3. Vilja endurgreiða kaupþings- arðinn tveir af fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vilja endurgreiða arðinn sem þeir fengu af hlutabréfakaupum. 4. kærasta Peters Crouch í litlum sundbol - myndir Knattspyrnukappinn hávaxni Peter Crouch baðaði sig í sólinni ásamt unnustu sinni á skútu við ibiza. sundbolur hennar var afar efnislítill. 5. dissar davíð þorkell máni, útvarpsmaður á X-inu, sagði ekki koma á óvart að Davíð oddsson setti út á gamla sáttmála. 6. obama gerir mistök stjórnmálaskýrendur eru sumir á því að Barack obama hafi gert alvarleg mistök þegar hann lýsti vladimir Pútín sem manni gærdagsins. 7. Stærsta „slanga“ Barcelona - myndband eiður smári guðjohnsen sagði í viðtali við pilt úr vinnuskóla akureyrar um helgina að andreas iniesta væri með „stærstu slönguna“ í liði Barcelona. mest lesið á Dv.is JóHann HaukSSon útvarpsmaður skrifar „Davíð Oddsson vill til dæmis að íslen- skur dómstóll rétti í Icesave-málinu. Vill hann kannski að málið fari fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra?“ umrÆða 8. júlí 2009 miðViKudaGur 23 Hver er maðurinn? „sigurbjörn örn Hreiðarsson.“ Hvar ertu uppalinn? „á Dalvík.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „lambakjötið, maður! lambahryggur og lambalæri klikkar aldrei.“ Ertu duglegur í húsverkunum? „tja, konan er nú kannski ekki sammála mér með það en ég er þokkalegur. Ég er svona rétt um meðaltalið myndi ég halda.“ Hvað eldaðir þú síðast? „Ég var með soðna ýsu í hádeginu.“ Hvar langar þig helst að búa? „mér líður frábærlega þar sem ég er í vatnsendahverfinu í Kópavogi. þar er stórkostlegt að búa.“ Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?„nei. Ég hef ekki orðið var við þá allavega. þeir koma kannski í ljós síðar þegar ég þarf á þeim að halda.“ Áhugamál utan knattspyrnunn- ar?„það eru bara aðrar íþróttir og ferðalög með fjölskyldunni. og bókalestur.“ Ef ekki Valur, þá hvaða lið?„þá veit ég bara ekki hvað. Ég skal ekki segja, þessu hef ég aldrei pælt í. sennilega bara Dalvík.“ Á bikarkeppnin sérstakan sess í þínum huga?„já, hún á það. mér finnst bikarkeppnin frábær og mikill sjarmi yfir henni. að komast í bikarúrslitaleik er frábært og í rauninni hápunktur hvers sumars.“ Hvernig var að sjá boltann inni?„það var eiginlega alveg magnað. Ég var alveg aðframkom- inn af þreytu þarna. þegar ég sá að boltinn stefndi í hornið var ég alveg guðsfeginn.“ Ætti markið ekki að tryggja byrjunarliðssæti hjá nýja þjálfaranum?„Ég vona að þetta hafi gert það, jú. allavega í næsta leik sem er gegn Kr. það eru alltaf skemmtilegustu leikir sumarsins. “ Hver er draumurinn? „Hann var að spila með roma á Ítalíu. Í dag veit ég það ekki. mig langar allavega mjög mikið að vinna 500 milljónir í lottó.“ mynDin ung og leikur sér þessi unga hnáta naut lífsins í blíðunni laus við þær áhyggjur sem nú þrúga fólk innan veggja stjórnarráðsins. Mynd kriStinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.