Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2009, Síða 30
Söngkonan Svala Björgvinsdótt- ir ætlar að halda enn einn fata- markaðinn í Kolaportinu næst- komandi sunnudag. Að þessu sinni verður til sölu fatnaður hljómsveitarinnar Steed Lord. Ekki er langt síðan Svala og unn- usti hennar Einar Egilsson héldu heljarinnar markað í Kolaport- inu. Aðsóknin var svo mikil að færri komust að en vildu. Óhætt er að segja að þeir sem leggja leið sína í Kolaportið á sunnu- daginn muni koma að litrík- um markaði því fatnaður Steed Lord-meðlima er allt annað en venjulegur. Guðfinnur selur bíla fyrir abC „Ég er bara einn maður,“ segir Eg- ill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, Störe og nú síðast Þykki, sem ætlar að keppa í knattspyrnu, pönnukökubakstri, glímu og jafn- vel traktorakstri á Landsmóti Ung- mennafélags Íslands sem fram fer á Akureyri um helgina. Ungmennafélag Kjalarnesþings hafði samband við Egil og bað hann um að keppa í fótbolta um helgina. „Þeir vita að gamli er hrikalegur framherji og vantaði knattspyrnu- mann og ég gat ekki sagt nei,“ segir Egill örlátur. „Síðan var ég að spá, fyrst ég er að fara norður á Landsmót - sem ég vinn pottþétt - hvort ég eigi ekki að keppa einnig í pönnukökubakstri og glímu, en ég bý til frábærar prót- einpönnukökur.“ Egill móðgast lítillega er blaða- maður spyr hvort það sé ekki erfitt fyrir svona „þykkan“ mann eins og hann að hlaupa á eftir boltanum. „Ég var mældur síðasta sumar og tók hundrað metrana á 11,2 sek- úndum. Ég er 95 kílóa kjötstykki og ég sting aðra af er ég tek á rás. Ég er með kraftlyftingarass sem er hroðalegur kraftur í,“ segir hann hógvær. Fyrir utan að ætla að taka Landsmótið með trompi hefur Eg- ill einnig verið að æfa óaðfinnan- legan norðlenskan hreim til þess að heilla bæjarbúa upp úr skónum. „Allt sem ég geri, geri ég af alvöru.“ Keppir í pönnuKöKubaKstri steed lord selur fötin Egill „Þykki“ Einarsson tEkur landsmót umFÍ mEð trompi: Frúin hlær í betri bíl… : Dr. Gunni á samkvæmt nýjustu útreikningum bæði vinsælasta lag ársins og vinsælasta sjón- varpsþátt landsins. Á vinsælda- lista Rásar 2 á sveitin Buff vin- sælasta lagið á listanum en það er einmitt samið af kappanum. Popppunktur er einnig kominn aftur í sjónvarpið og nýtur mik- illa vinsælda. Um þetta skrifar doktorinn á bloggi sínu og segir: „Ókei, ég er smá rogginn. Jæja þá, ekkert smá, heldur ógeðslega rogginn og brjálaður. Ég er að spá í að kaupa mér gulljakkaföt, tvo Range Róvera og láta græða á mig aukaskaufa.“ auKa- sKaufi 30 miðviKudaGur 8. júlí 2009 fólKið Níutíu og fimm kílóa kjötstykki Sem ætlar að taka Landsmótið um helgina með trompi. „Ég hef alltaf sagt að gamlir bílar eru mikils virði ef þeir eru skoðaðir og líta vel út,“ segir bílasalinn þjóð- þekkti Guðfinnur Halldórsson, eig- andi Bílasölu Guðfinns. Þannig er mál með vexti að Guðfinnur tekur við gömlum bílum sem fólk vill losna við, sækir þá meira að segja hvert á land sem er, kemur þeim í gegnum skoðun og selur þá svo á Bílasölu Guðfinns. Þetta gerir hann allt að kostnaðarlausu og gróðinn fer svo óskiptur til ABC barnahjálpar. Slag- orði Guðfinns, „Guðfinnur bílinn fyr- ir þig“, væri því hægt að snú í „Guð- finnur bíla fyrir ABC“. Þetta verkefni hjá ABC barnahjálp fór af stað fyrir einu ári. „Krakkar í Verknámsskólanum í Stykkishólmi höfðu verið allan veturinn að gera við bíl sem þeim áskotnaðist. Þau gáfu síðan bílinn í ABC barnahjálp í staðinn fyrir að keyra hann í klessu í einhverri sandgryfju. Þau voru svo rosalega stolt þegar bíllinn seldist svo og hægt var að hjálpa öðrum. Hann fór nú ekki á nema fimmtíu þúsund krónur en það skiptir allt máli. Þetta eru miklir peningar sem hægt er að senda út til þessara krakka sem eru hungruð og ómenntuð. Þetta er stór- kostlegt verkefni,“ segir Guðfinnur en út frá því var komið að máli við hann um að taka þetta að sér. „Ég var afskaplega ánægður að geta gert þetta. Ég er nú skáti og það er grunnt á skátahugsjóninni hjá mér. Maður er bara stoltur af að hafa verið beðinn um þetta,“ segir hann. Guðfinnur nýtir reynslu sína í bílaviðskiptum til verkanna en hann hefur starfað sem slíkur síðan hann var nítján ára gamall og átt Bílasölu Guðfinns í 34 ár. „Það er gaman að segja frá því að ég fór í Rangárvalla- sýsluna um daginn og náði í gamlan Benz sem hafði staðið inni í hlöðu í nokkur ár en fór í gang í fyrsta. Hann stendur á planinu hjá mér ennþá en það er kominn kaupandi á hann,“ segir Guðfinnur kampakátur. En er ekki nógu erfitt að selja bíla sér til viðurværis í dag, hvað þá að bæta svona við sig? „Ekki á Bílasölu Guð- finns!“ svarar Guðfinnur um hæl. „Það er allt snarvitlaust hérna. Okk- ur vantar bíla, sérstaklega bíla sem kosta svona frá 500 þúsund til millj- ón. Þetta er því ekkert mál fyrir mig að gera í hjáverkum.“ Eins og áður segir hófst þetta verkefni fyrir einu ári og Guðfinnur er ekkert á því að hætta. „Þetta verð- ur á meðan ég lifi,“ segir hann ákveð- inn. „Ég vona að einhver taki svo við af mér.“ tomas@dv.is Bílasalinn goðsagnakenndi Guðfinnur Halldórsson selur gamla bíla til styrktar aBC barnahjálp. Hann sækir bílana og fer með þá í skoðun að kostnaðarlausu. Hann selur þá síðan og gróðinn fer óskiptur til aBC barnahjálpar. Það er engin kreppa hjá guffa, þvert á móti vantar hann bíla til að selja. Guðfinnur Halldórsson bílasali ásamt hundinum Stjórnarfor- manni Selur bíla til styrktar ABC barnahjálp. myNd kriStiNN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.