Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Side 2
þurrt sunnanlands 2 miðvikudagur 29. júlí 2009 fréttir „Ef ég ætti að velja einhvern stað til að vera á, þar sem ég sækist eftir hægum vindi, hlýindum og sól, þá myndi ég velja svæðið vestan Eyjafjalla og yfir til Borgarfjarðar til vesturs. Þetta myndi einhver kalla suðvesturhornið á góð- um degi. Inni á þessu svæði höfum við til dæmis Þórsmörk, hálendisstaði hér sunnanmegin og einhverjar úti- hátíðir,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfréttamaður á Stöð 2, stundum kallaður Siggi stormur. Hann segir að landinn megi búast við meinhægu og þokkalegu veðri um verslunarmannahelgina, sem er lík- lega mesta ferðahelgi ársins. Sólskin alla helgina „Við getum sagt að það horfi almennt mjög vel með veður. Á heildina litið erum við að mestu leyti laus við alla vinda um helgina. Það er alltaf gott þegar við erum lausir við lætin í veðr- inu,“ segir Siggi en bætir þó við að norðvestanlands gæti orðið stinning- ur. „Þá erum við að tala um kannski 5-10 metra á sekúndu, sem er nú ekki mikið. Að því leytinu til er þetta nokk- uð gott,“ segir hann. Þegar Siggi rýnir í úrkomuspána segir hann að suðurhelmingur lands- ins komi betur út, þessa miklu ferða- helgi. „Við erum að tala um sólskin alla helgina, með köflum þó, ým- ist hálfskýjað eða léttskýjað helgina á enda, frá föstudegi til mánudags. Áberandi best verður veðrið vest- an Mýrdalsjökuls, yfir suðvestanvert landið og upp í Borgarfjörð. Þetta verða bestu svæðin,“ útskýrir hann af sinni alkunnu snilld. Rigning fyrir norðan Siggi segir að þykkna muni upp fyrir norðan eftir því sem á helgina líður. „Á sunnudag og mánudag eru horf- ur á því að þar verði töluverð rigning, annan daganna eða báða, auk þess sem skúrir munu líklega falla á föstu- daginn,“ segir hann en á Akureyri mun hin árlega Ein með öllu fara fram. Þar er von á fjölmenni, venju sam- kvæmt, enda dagskráin glæsi- leg rétt eins og á Siglufirði þar sem Síldarhátíðin fer fram með pompi og prakt. Siggi segir að gróft á litið megi skipta landinu í tvennt; norður og suður. „Norðurhelmingurinn verð- ur þungbúnari en fyrir sunnan verð- ur mun bjartara og þurrara,“ útskýrir hann. Siggi segir þó að á föstudaginn sé hætt við síðdegisskúrum inn til landsins á Suðurlandi. Það sé þó ekki öruggt. Þurrt á þjóðhátíð Fjölmargar útihátíðir og samkomur verða á landinu um verslunarmanna- helgina. Á Suðurlandinu verður nóg um að vera. Þar má nefna Sæludaga í Vatnaskógi, fjölskylduhátíð SÁÁ að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit, Innipúk- ann og Dillon í Reykjavík, Göngu- hátíð í Grindavík, ball með Stjórn- inni í Þrastalundi og Færeyska daga á Stokkseyri. Þá munu Ljótu hálfvitarn- ir leika á Flúðum og harmonikkuhátíð verður í Árnesi. Í Vestmannaeyjum verður líklega fjölmennasta samkoman, sjálf þjóð- hátíðin í Vestmannaeyjum. Í fyrra voru þar um 13 þúsund gestir en í fréttum hefur komið fram að sú tala verði nokkuð hærri í ár. Spurður hvort það verði rigning í Eyjum segir Siggi svo ekki verða. „Það gæti hugsanlega rignt aðeins í formi skúra á föstu- daginn í Eyjum en svo ekki söguna meir. Það er helst inn til landsins að síð- degisskúrirnar poti sér niður. Það er eðli síðdegisskúra að þær falli þar sem hitauppstreymi er ört. Það er frek- ar inn til landsins en út með strönd- um. Ég held að Vestmannaeyingar fái veðurhelgi sem er með því besta sem hægt er að hugsa sér miðað við Ísland og þá breiddargráðu sem við búum á,“ segir hann. Miðlungs veður fyrir austan Í Neskaupstað verður fjölskylduhá- tíðin Neistaflug haldin í 17. sinn. Siggi segir að Austfirðingar og gestir þeirra megi búast við miðlungs veðri. „Þeir fá ágætt veður í Neskaupstað. Mér sýnist að á Austurlandi verði bjart með köfl- um og þurrt að mestu. Þeir geta bara vel við unað,“ segir hann en bætir þó við að á sunnudaginn og kannski mánudag verði líklega rigningarveður á Austurlandi. „Hitinn hjá þeim verð- ur á bilinu 12 til 14 stig um helgina. Það er reyndar kaldur sjór austur af landinu sem getur skemmt hitaspána í formi hafgolu. Þá færi hitinn niður undir 10 stig en hafgolan verður ekki mikil,“ segir hann enn fremur. Blautt í mýrinni Á Ísafirði verður venju samkvæmt keppt í mýrarbolta, sem er fót- bolti í Á Suðvesturlandi verður hlýjast og besta veðrið um verslunar- mannahelgina að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfrétta- manns. Fjölmargar útihátíðir verða á landinu um helgina. Á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun tæpast koma dropi úr lofti en á Akureyri og á Ísafirði gæti rignt töluvert þegar líður á helgina. Siggi stormur ætlar sjálfur að vera á Suðurlandi. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Væta fyrir vestan Það verður hart tekist á í mýrarboltanum á Ísafirði. Þar verður sísta veðrið. Sólarmegin í lífinu Siggi stormur, veður- fréttamaðurinn góðkunni, ætlar í jeppaferð í uppsveitir á Suðurlandi um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.