Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2009, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2009, Síða 16
Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur og lektor í sálgæslu Sigfinnur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, embættisprófi í guðfræði við HÍ 1973, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Edinborgarháskóla 1973-74 og við St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum og lauk þaðan MTH-prófi í sálgæslu. Sigfinnur var sóknarprestur í Stóra-Núpsprestakalli 1974-85 og hefur verið sjúkrahúsprestur við Borgarspítalann (síðan Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalann) frá 1985. Þá hefur Sigfinnur kennt við guð- fræðideild HÍ frá 1989 og er nú lekt- or þar í sálgæslu. Fjölskylda Sigfinnur kvæntist 26.12. 1968 dr. Bjarnheiði Kristínu Guðmunds- dóttur, f. 1.5. 1948, örverufræðingi við tilraunastöð HÍ á Keldum. Hún er dóttir Guðmundar H. Jónssonar, f. 1.8. 1923, d. 22.11. 1999, forstjóra BYKO, og Önnu Bjarnadóttur, f. 28.5. 1920, húsmóður. Börn Sigfinns og Bjarnheið- ar eru Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, f. 23.9. 1969, viðskiptafræðingur, bú- sett í Kópavogi, gift Böðvari Þóris- syni hagfræðingi og eru börn þeirra Sigfinnur, Kristín og Ingunn; Guð- mundur Sigfinnsson, f. 2.9. 1974, kennari og hagfræðingur, búsettur í Kópavogi en kona hans er Gunn- ur Róbertsdóttir sjúkraþjálfari og eru börn þeirra Róbert Þorri, Finn- ur Gauti og Sara Kristín; Stefán Þór, f. 10.4. 1984, tónlistarnemi í Kópa- vogi. Hálfsystkini Sigfinns, samfeðra: Ragnar Björgvin, f. 1917, d. 1.12. 1930; Jóhanna, f. 31.7. 1918, látin, var búsett í Hafnarfirði; Sigríður, f. 25.7. 1921, húsmóðir í Hafnarfirði; Björn, f. 28.11. 1922, d. 21.11. 1995, stýrimaður í Hafnarfirði; Jón, f. 8.10. 1927, sjómaður í Reykjavík. Alsystkini Sigfinns eru Valborg, f. 31.10. 1938, lífeindafræðingur, búsett í Kópavogi; Guðríður, f. 9.9. 1943, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík; Kristófer, f. 15.7. 1946, sérfræð- ingur í geðlækningum við geðdeild Landspítalans. Foreldrar Sigfinns voru Þorleifur Jónsson, f. 16.11. 1896, d. 29.9. 1983, lögregluþjónn, málflutningsmaður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fram- kvæmdastjóri á Eskifirði og í Stykk- ishólmi og sveitarstjóri á Eskifirði, og Hrefna Eggertsdóttir, f. 15.6. 1906, d. 18.3. 1965, húsmóðir. Ætt Þorleifur var sonur Jóns, b. í Efra- Skálateigi í Norðfirði Þorleifssonar, b. þar Jónssonar, b. á Sómastöðum Þorleifssonar, b. í Ormsstaðahjá- leigu Stefánssonar. Móðir Jóns á Sómastöðum var Þuríður Jóns- dóttir. Móðir Þorleifs í Efra-Skála- teigi var Oddný Andrésdóttir, b. á Karlsstöðum í Reyðarfirði Jónsson- ar, og Sólveigar Jónsdóttur. Móðir Jóns í Efra-Skálateigi var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. á Ísólfsstöðum Jakobssonar. Móðir Þorsteins var Vigdís Jónsdóttir, systir Þorsteins, föður Jóns, ættföður Reykjaættar. Móðir Þorleifs var Guðríður Pálsdóttir, bókbindara Pálsson- ar, og Helgu Friðfinnsdóttur, b. á Gunnarsstöðum Eiríkssonar. Móð- ir Helgu var Ingibjörg Ormsdóttir. Hrefna var dóttir Eggerts, tré- smiðs á Melstað Böðvarssonar, gest- gjafa í Hafnarfirði, bróður Þorvalds, afa Haralds Böðvarssonar, útgerð- armanns á Akranesi, föður Haralds, útgerðarmanns, föður Sturlaugs, fyrrv. framkvæmdastjóra H. Böðv- arssonar & Co. Böðvar var sonur Böðvars, prófasts á Melstað, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Böðvar var sonur Þor- valds, prófasts í Holti Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum Presta-Högna- sonar, prófasts á Breiðabólstað Sig- urðssonar. Móðir Böðvars gestgjafa var Elísabet, systir Guðrúnar, móð- ur Hallgríms Sveinssonar biskups og ömmu Sveins Björnssonar for- seta. Önnur systir Elísabetar var Ingibjörg, langamma Sigurðar, föð- ur Halldórs Gröndal prests. Elísabet var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi Péturssonar, og Elísabetar Björns- dóttur, ættföður Bólstaðahlíðarættar Jónssonar. Móðir Eggerts trésmiða- meistara var Guðrún, systir Arn- dísar, ömmu Þorvalds Skúlasonar listmálara. Guðrún var dóttir Guð- mundar, pr. á Melstað Vigfússonar, og Guðrúnar, systur Jakobs, lang- afa Vigdísar Finnbogadóttur. Annar bróðir Guðrúnar var Ásgeir, langafi Lárusar Jóhannessonar hæstarétt- ardómara, og Önnu, móður Matthí- asar Johannessen, skálds og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra. Guðrún var dóttir Finnboga, verslunarmanns í Reykjavík Björnssonar, og Arndís- ar Teitsdóttur, ættföður Vefaraættar Jónssonar. Móðir Hrefnu var Guð- finna Jónsdóttir. Þorleifur heldur upp á afmælið með fjölskyldunni. Ragnheiður fæddist í Reykjavík en flutti á fyrsta árinu með foreldrum sínum til Ólafsvíkur. Þar byggðu foreldrar hennar húsið Sólvelli og bjó fjölskyldan þar til ársins 1947. Þá tóku þau sig upp og fluttu í Kópavog, á Digranesveg 36 er síðar varð númer 62. Ragnheiður hefur búið í Kópavogi æ síðan, fyrst hjá foreldrum sínum en síðan með eig- inmanni sínum að Bræðratungu 2, á árunum 1960-76, Birkigrund 63, 1976-2001 og að Geirlandi við Suð- urlandsveg frá 2001. Ragnheiður hóf skólagöngu sína í Ólafsvík en gekk síðan í Kópavogs- skóla. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðiskóla verknáms 1956 og verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1973. Ásamt barnauppeldi og hús- móðurstörfum hefur Ragnheiður lengst af unnið við skrifstofustörf, s.s. hjá Kristjáni O. Skagfjörð, Frysti- húsinu Barðanum, Þroskaþjálfa- skóla Íslands, Gísla Johnsen, Kol- sýruhleðslunni og Netverki. Hún rak verslunina Karel á Laugavegi 13, á árunum 1988-91. Þau hjónin stofnuðu Bifreiðaverkstæðið Kamb 1973, síðan Kamb ehf. Ragnheiður hefur alla tíð séð um bókhalds- og launamál hjá fyrirtækinu. Ragnheiður er einn af stofnend- um Fríkirkjunnar Kefas og er öflug- ur liðsmaður í safnaðarstarfinu. Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Bragi Sigurjónsson bifvélavirkjameistari, frá Geirlandi í Kópavogi. Þau gengu í hjónaband 20. júní 1959 og fögn- uðu því gullbrúðkaupi fyrr í sumar. Börn Ragnheiðar og Braga eru Árni Brynjar, f. 1959, kvæntur Þur- íði Ketilsdóttur og eru börn þeirra Ketill Gauti, Bragi Heiðar, Ólafur Geir og Ragnheiður; Helga Björk, f. 1963, en sambýlismaður henn- ar er Friðrik Örn Egilsson og þeirra sonur er Ísak Örn; María, f. and- vana 1970; Sigurjón Rúnar, f. 1972, kvæntur Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur og eru börn þeirra Heiða Rún, Arn- ar Máni og Lilja Rún; Guðrún Hlín, f. 1979, gift Narfa Ísaki Geirssyni og eiga þau soninn Brynjar Inga. Systur Ragnheiðar eru Björg Ragnheiður, f. 1931 gift Ármanni J. Lárussyni; Ingibjörg, f. 1935, en fyrrv. eiginmaður hennar er Jón Ól- afsson. Foreldrar Ragnheiðar voru Árni Kristinn Hansson, f. 1907, d. 2006, húsasmíðameistari, og k.h., Helga K. S. Tómasdóttir, f. 1908, d. 1990, húsmóðir. Þau hjón voru bæði fædd og uppalin í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Ragnheiður Dóróthea Árnadóttir húsmóðir og gjaldkeri í kópavogi 70 ára í dag 30 ára n Chuan Thongkham Gullengi 13, Reykjavík n Suphanai Snitburut Furugrund 48, Kópavogi n Anna Zanchi Grettisgötu 20b, Reykjavík n Fidajete Bujupi Ásbraut 9, Kópavogi n Sara Bianchi Úthlíð 4, Reykjavík n Sigurgeir Árni Ægisson Hraunbraut 19, Kópavogi n Elfa Svanhildur Hermannsdóttir Heiðarbæ 2, Reykjavík n Árný Elsa Lemacks Dofraborgum 15, Reykjavík n Kristín Jórunn Magnúsdóttir Ásakór 3, Kópa- vogi n Viðar Þorsteinsson Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík n Baldvin Freysteinsson Efstalandi 20, Reykjavík n Kristmundur Magnússon Strandgötu 15a, Eskifirði n María Hjaltadóttir Vöglum, Varmahlíð n Edda Fransiska Kjarval Kirkjubraut 48, Akranesi 40 ára n Anna Podolskaia Álftamýri 14, Reykjavík n Ky Khac Tran Háaleitisbraut 153, Reykjavík n Eyjólfur B Eyjólfsson Baldursgötu 6a, Reykjavík n Íris Arthúrsdóttir Kirkjubraut 21, Akranesi n Anna Jóna Guðmundsdóttir Grenivöllum 20, Akureyri n Eiríkur Skarphéðinsson Djúpadal, Varmahlíð n Hulda Kristjánsdóttir Ölduslóð 30, Hafnarfirði n Olga Kristjánsdóttir Stórakrika 53, Mosfellsbæ n Halldór Pálsson Safamýri 56, Reykjavík n Guðrún Jóna Þráinsdóttir Akurgerði 50, Reykjavík 50 ára n Bozena Bialobrzeska Nýlendugötu 12, Reykjavík n Kristín Halldórsdóttir Gautavík 29, Reykjavík n Árni Egilsson Skagfirðingabraut 43, Sauðárkróki n Sigríður Guðrún Sigmundsdóttir Helluhrauni 18, Mývatni n Helgi Friðjónsson Rauðalæk 10, Reykjavík n Steinn Logi Björnsson Háholti 3, Garðabæ n Hulda Unnur Halldórsdóttir Raftahlíð 32, Sauðárkróki n Halla Margrét Óskarsdóttir Þúfubarði 15, Hafnarfirði 60 ára n Þorsteinn Einarsson Jörfagrund 42, Reykjavík n Gústaf Kristinsson Fitjasmára 5, Kópavogi n Karl Erlendsson Rauðumýri 7, Akureyri n Ruth Árnadóttir Þrastarási 11, Hafnarfirði n Kristín Björnsdóttir Unufelli 33, Reykjavík n Guðný Irene Aðalsteinsdóttir Tjarnarmýri 8, Seltjarnarnesi 70 ára n Dagbjört Jóna Guðnadóttir Álfaskeiði 84, Hafnarfirði n Guðmundur Þorsteinsson Straumsölum 11, Kópavogi n Hrönn Jóhannsdóttir Lækjasmára 4, Kópavogi n Slavko Helgi Bambir Blómvangi 8, Hafnarfirði n Sverrir Sigfússon Haðalandi 22, Reykjavík 75 ára n Kjartan Sólberg Júlíusson Sogavegi 131, Reykjavík n Skarphéðinn Lýðsson Burknavöllum 17b, Hafnarfirði n Sigríður Bachmann Grandavegi 47, Reykjavík n Ketill A Larsen Vesturlbr Tjarnarengi, Reykjavík n Anna María Franksdóttir Stóru-Vatnsleysu, Vogum 80 ára n Gissur Þorvaldsson Kópalind 2, Kópavogi n Eva Pálmadóttir Greniteigi 10, Reykjanesbæ n Alma Stefánsdóttir Brekkugötu 38, Akureyri n Hinrik Ólafsson Baugsstöðum 2, Selfossi n Áslaug Guðmundsdóttir Háholti 23, Hafnarfirði n Ragnar Stefán Halldórsson Laugarásvegi 12, Reykjavík n Ingibjörg Halldórsdóttir Hólmgarði 41, Reykjavík 85 ára n Karl Guðmundsson Garðatorgi 7, Garðabæ Til hamingju með afmælið! 60 ára í dag 16 þriðjudagur 1. september 2009 ættfræði Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf auglýsingasíminn er 512 70 50 merkir íslendingar Matthías Jónasson prófessor fædd- ist í Reykjarfirði í Vestur-Barða- strandasýslu. Foreldrar hans voru Jónas Ásmundsson, bóndi í Reykj- arfirði, og k.h., Jóna Ásgeirsdóttir húsfreyja. Matthías stundaði nám í upp- eldisfræði, sálfræði, heimspeki, fé- lagsfræði og mannkynssögu við Háskólann í Leipzig og lauk þaðan doktorsprófi 1936. Hann stundaði þar framhaldsnám í upp- eldis- og sálfræði á árun- um 1936-45 en var auk þess lektor við Háskólann í Leipzig á árunum 1936- 40 og settur prófessor 1940- 45. Matthías var stundakennari í uppeldisfræði við Háskóla Íslands 1952-57, og prófessor við skólann 1957-73. Han var forgöngumað- ur um stofnun Barna- verndarfélags Reykja- víkur 1949 og síðar níu annarra slíkra félaga. Þá var hann frumkvöðull að stofnun Landssambands íslenskra barnaverndarfé- laga og stofnun Heimilissjóðs taugaveiklaðra barna. Eftir Matthías liggur fjöldi rita um sálfræði og uppeldismál, á þýsku og íslensku. Gefið var út af- mælisrit, helgað honum í tilefni af áttræðisafmæli hans. Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi Ís- lendinga 1959, heiðurfélagi ís- lenskra sálfræðinga 1972 og riddari íslensku fálkaorðunnar 1973. Matthías kvæntist Gabriele Jón- asson, f. Graubner, cand. mag. og húsfreyju, f. 16.2. 1912. Börn þeirra: Sigrún, Björn, Margrét og Dagbjört. Matthías Jónasson f. 2. september 1902, d. 13. mars 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.