Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2009, Page 12
12 miðvikudagur 2. september 2009 fréttir Katie Callaway Hall skalf í fjórar klukkustundir eftir að hún heyrði að Phillip Garrido hefði verið handtekinn í tengslum við mannrán og hræðilegar nauðganir á Jaycee Lee Dugard. Hún kannaðist heldur betur við manninn og hafði vonast til að heyra aldrei á hann minnst framar þótt hún hefði hugsað um hann daglega frá því 22. nóvember 1976. Katie Callaway Hall var nauðgað af Phillip Garrido og hún hefur nú sagt sögu sína. Í þætti Larry King á CNN sagði Hall að hún hefði öskrað upp yfir sig þegar hún sá fréttirnar af Gar- rido. „Ég öskraði: Guð minn góður, guð hjálpi mér, þetta er hann!“ Örlagaríkur greiði Þann 22. nóvember árið 1976 bað Garrido hana um far heim fyrir utan matvöruverslun í Kaliforníu. Það átti eftir að reynast Hall örlagaríkt góðverk að sjá aumur á skrímslinu því hann handjárnaði hana, múlbatt og nauðg- aði henni í litlu vöruhúsi í Reno í Nev- ada-ríki. Garrido var árið 1977 fund- inn sekur um mannrán og nauðgun og dæmdur í fimmtíu ára fangelsi fyrir ódæðið gegn Hall. Honum var sleppt á reynslulausn eftir tíu ár og settur á skil- orð til lífstíðar. Nú eru allar líkur á að hann hafi brotið gegn því skilorði. Lifað í ótta „Á marga vegu hefur handtaka Garr- idos lokað þeim kafla í lífi mínu. Ég þarf ekki að læðast meðfram veggj- um lengur. Ég þarf ekki að lifa hvern einasta dag í ótta um líf mitt, eða í að hugsa hvort hann sé að leita að mér. Ég er loksins laus við þennan ótta sem hefur elt mig allar götur síðan honum var sleppt,“ segir Hall. Óttinn á rökum reistur Hall segir að þrátt fyrir að hún eigi að finna fyrir létti yfir að Garrido hafi verið handsamaður segir hún að sig langi enn til að öskra. „Öskra því að ótti minn reyndist á rökum reistur. Hann lét aftur til skarar skríða,“ seg- ir Hall sem hjá Larry King rifjaði upp hið örlagaríka kvöld þegar hún bauð Garrido far. „Maður bankaði á gluggann hjá mér og bað um far,“ minnist hún í viðtalinu og segir að hún hafi sam- þykkt. En þegar hún stöðvaði bifreið- ina til að hleypa Garrido út reif hann lyklana úr kveikjulásnum. Garrido, sem þá var 25 ára, sagði þá við Hall að það hefði ekki verið með vilja gert að hann ákvað að taka hana. Það væri henni sjálfri að kenna því hún væri svo aðlaðandi. „Áður en ég vissi af var ég hand- járnuð, bundin, kefluð og færð í lítið vöruhús. Ég hef bælt niður minning- ar um flest smáatriði þess sem gerðist inni í þessu vöruhúsi eftir það,“ seg- ir Hall sem haldið var fanginni í átta klukkustundir. „Ég hélt ég væri dauð- ans matur.“ Hjálpin berst Klukkan þrjú um nóttina var loks barið að dyrum á vöruhúsinu, að því er virðist fyrir nánast algjöra tilviljun. Hall hélt að vinir Garridos væru að koma en svo reyndist ekki vera. Gar- rido fór til dyra og á meðan náði Hall, sem var laus úr fjötrunum, að læð- ast út á eftir honum, kviknakin. „Ég sá lögreglumann og Garrido standa þarna fyrir utan. Þeir litu báðir á mig eins og ég væri eitthvað klikkuð. Ég sá ekki lögreglubíl og hugsaði: Ó, nei, hann er ekki lögga.“ Hún er kærastan mín Garrido reyndi að sannfæra lögreglu- manninn um að Hall væri kærasta hans. Hall öskraði að hún væri það ekki og grátbað um hjálp. „Löggan sagði mér að fara aft- ur inn og klæða mig. En þegar ég fór inn hlýtur Garrido að hafa sannfært lögguna um að við værum á dópi því hann leyfði Garrido að fara aftur inn í bygginguna einum. Ég hafði hálf- klætt mig þegar Garrido kom aftur inn og grátbað mig um að láta lögg- una ekki vita af því sem hann hefði gert,“ minnist Hall sem hlustaði ekki á hann og skipaði lögreglumannin- um að bjarga sér frá manninum. Lög- reglumaðurinn spurði Hall því næst hvort hún hefði verið færð þangað gegn vilja sínum. Hún sagði svo vera. „Hann beindi vasaljósi sínu á úln- liði mína og sá hversu illa leiknir þeir voru eftir handjárnin. Þá handtók hann Garrido.“ 8 tímar ekkert á við 18 ár Katie Callaway Hall varð aldrei söm eftir lífsreynsluna. Þrátt fyrir það sem hún lenti í segist hún ekki geta gert sér í hugarlund hvernig Jaycee Lee Dugard líði og hvað þá börnunum tveimur sem hún átti með Garrido. „Hann hélt mér í átta tíma, hann hélt henni í átján ár,“ segir Hall. „Ég var fullorðin og gat einhverja björg mér veitt. Hún var aðeins barn. Þetta mun fylgja henni alla hennar ævi. Ég óska henni alls hins besta.“ Katie Callaway Hall var svo brugðið að hún skalf þegar hún heyrði að Phillip Garrido hefði verið handtekinn í tengslum við ránið á Jaycee Lee Dugard. Hún kannaðist við nafn mannsins sem hafði ásótt hugsanir hennar í rúm 30 ár. Árið 1976 nauðgaði Garrido henni í litlu vöruhúsi í Nevada og var dæmdur í 50 ára fangelsi. Hann sat inni í tíu ár en sögu hans þekkja nú flestir. „Hann Hélt mér í átta tíma - Henni í átján ár“ „Áður en ég vissi af var ég handjárnuð, bund- in, kefluð og færð í lítið vöruhús.“ SiGurður MiKaeL JÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fórnarlamb skrímslis Katie Hall Callaway sagði sögu sína í þætti Larry King á CNN. Henni var nauðgað árið 1976 af Phillip Garrido. MynD SKJáSKot úr þætti Larry KinG Handtekin hjón Phillip og Nancy Garrido eru í haldi vegna mannráns og nauðgana á Jaycee Lee Dugard. MynD aFP Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is           GenGisfall í ÁGÚsT Allar pizzur á matseðli 1.500 kr miðað við sóttar pizzur 568-6868

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.