Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Qupperneq 2
2 miðvikudagur 9. september 2009 fréttir
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi for-
stjóri Glitnis, hefur komist að sam-
komulagi við skilanefnd Glitnis um
afskriftir á rúmlega 800 milljóna
króna skuldum eignarhaldsfélags í
eigu Bjarna við bankann. Samkomu-
lagið var gert í byrjun þessa árs. Fé-
lagið heitir Imagine Investment og er
í eigu Sjávarsýnar ehf., sem aftur er í
100 prósenta eigu Bjarna og er skráð
á heimili hans við Bakkavör á Sel-
tjarnarnesi.
Bjarni segir að lánið hafi verið tek-
ið hjá Glitni í lok árs 2007 til að fjár-
magna kaup Imagine á 12 prósenta
hlut í Glitnir Property Holding, fast-
eignafélagi sem skráð var í Noregi,
fyrir 970 milljónir króna. „Illu heilli
tók Imagine lán hjá Glitni um ára-
mótin 2007–2008 til að kaupa 12 pró-
senta hlut í Glitnir Property Holding.
Lánið var í norskum krónum og voru
bréf- in keypt af bankanum.
Um þetta leyti var
markaður-
inn að byrja að hrynja hjá félaginu.
Til að gera langa sögu stutta þá gekk
þetta bara illa og tekjurnar hrundu,“
segir Bjarni en Glitnir Property Hold-
ing var að tæplega 50 prósentum í
eigu Glitnis eftir að Bjarni keypti í fé-
laginu.
Bjarni hafði hætt sem forstjóri
Glitnis í apríllok 2007 en virðist hafa
haft greiðan aðgang að lánsfé í bank-
anum; veðið fyrir láninu var í bréf-
unum í Glitnir Property Holding að
sögn Bjarna. Hann segist hafa keypt
Imagine til að halda utan um eignar-
hlutinn í Glitnir Property Holding.
Ekki er búið að afskrifa skuldirn-
ar en staða Imagine er það slæm að
líklega verður það þrautalending í
málinu að skilanefnd Glitnis þarf að
afskrifa skuldirnar. Imagine skilaði
ársreikningi inn til fyrirtækjaskrár í
byrjun ágúst og er alveg ljóst af hon-
um hversu slæm staða félagsins er.
„Svo bara tapast þetta allt“
Í ársreikningi félagsins kemur fram
að skuldir Imagine séu 868 milljónir
króna en að eignir félagsins séu 300
þúsund krónur. Ljóst er því að skila-
nefndin hefur ekki mikið í að sækja í
félaginu og getur ekki grætt mikið á
því að setja það í þrot og leysa til sín
eignir þess.
Í ársreikningnum kemur fram að
innborgað hlutafé í Imagine hafi ver-
ið rúm 351 milljón króna árið 2008
en að tap ársins hafi verið rúmar
1243 milljónir króna. Bjarni segist
hafa lagt eigið fé inn í félagið, sem
skýrir innborgunina á hlutafénu, en
að svo hafi bankinn lánað honum
rúmar 714 milljónir króna upp í fjár-
festinguna. „Ég legg í þetta eigið fé,
30 og eitthvað milljónir norskar... Ég
kaupi bara hlutabréf þarna, legg í það
peninga og fæ að hluta til lánað fyrir
því. Síðan bara gengur sú fjárfesting
ekki upp, þvert á móti gengur hún al-
veg skelfilega, þannig að þetta tapast
bara allt, því miður,“ segir Bjarni en
með því á hann við að hann hafi, auk
þess að tapa lánsfénu, einnig tapað
þeim meira en 300 milljónum sem
hann lagði í fjárfestinguna.
Komst að samkomulagi við
skilanefndina
Bjarni segir að hann hafi komist að
samkomulagi við skilanefndina um
að hún tæki bréf hans í Glitnir Prop-
erty Holding og seldi
þau til ann-
arra hluthafa í félaginu. „Ég komst
að samkomulagi við skilanefndina
um að ég myndi láta þá fá bréfin sem
ég átti í félaginu. Og svo gerðum við
samkomulag okkar á milli, skila-
nefndin og ég, um þessa skuld. Ann-
aðhvort var að reka félagið í gjaldþrot
eða þá að komast að samkomulagi
um að ég myndi kaupa skuldina
af bankanum... Augljóslega er
ekkert að sækja inni í félag-
inu, það sér það hver sem
vill,“ segir Bjarni
Sorgarsaga, segir Bjarni
„Þetta er bara sorgarsaga. Það
er ekki eins og ég hafi grætt á
þessu eða þeir... Ég fer inn í
þessa fjárfestingu til að vinna
að þessu með bankanum en
svo bara gengur það ekki upp.
Ég vildi auðvitað núna, þeg-
ar ég lít til baka, að ég hefði
aldrei tekið þátt í þessu en
það má segja þetta um allar
fjárfestingar sem ganga illa. Það
er alltaf hægt að vera vitur eftir á...
En við komumst að samkomulagi.
Ég borgaði eitthvað og við kláruð-
um málið,“ segir Bjarni sem gengur
frá Imagine Investment án þess að
greiða nema brot af því sem hann
skuldaði bankanum.
Þetta þýðir vitanlega ekki að
Bjarni sé ekki borgunarmaður fyr-
ir allri skuldinni, aðeins að hann
þarf ekki að borga hana vegna
þess hvernig til hennar var
stofnað.
Staða Bjarna sem fjárfestis er
nokkuð góð og hann hefur ekki tap-
að eins miklu út af íslenska efna-
hagshruninu og margir aðrir íslensk-
ir auðmenn. Ástæðan fyrir
IngI F. VIlhjálmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Gamli Glitnir þarf líklega að afskrifa rúmlega 800 milljóna króna skuld félags í eigu Bjarna ármannsson-
ar. Bjarni segir að lánið hjá Glitni hafi verið tekið í ársbyrjun 2008 til að fjármagna kaup á hlutabréfum í
norska fasteignafélaginu Glitnir Property Holding. Hann segir fjárfestinguna vera sorgarsögu. Bjarni fékk
7 milljarða í vasann þegar hann hætti hjá Glitni árið 2007 en segir að það væri óábyrg meðferð á fé að greiða
skuldina við Glitni til baka.
„Enda væri það nátt-
úrulega bara óábyrg
meðferð á fé af minni
hálfu að gera það. Er
það ekki?“
BJARNI BORGAR EKKI
800 MILLJÓNA SKULD
átti frumkvæðið að hvatakerfi
Árið 1997 var Bjarni Ármannsson ráðinn sem forstjóri Fjárfestingabanka atvinnulífsins
(FBA). Fyrir þann tíma hafði hann starfað hjá Kaupþingi. Meðal nánustu samstarfs-
manna hans hjá Kaupþingi voru Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Árið
1999 kom hann á svokölluðu EVA-kerfi hjá FBA sem er skammstöfun á Economic
Value Added. Í því felst að starfsmenn fá borgað eftir arðsemi fyrirtækisins. Sífellt
vaxandi arðsemi er því forsenda fyrir hækkandi árangurstengingu í launum.
„Umbreyting úr framleiðsluþjóðfélagi í þekkingarþjóðfélag kallar á að mannauðnum
sé veitt athygli og starfsfólk fái greitt í samræmi við árangur,“ sagði Bjarni í viðtali við
Morgunblaðið árið 2000 aðspurður um gagnrýnisraddir á óhóflega háan launakostn-
að stjórnenda FBA. Fimm æðstu stjórnendur FBA höfðu að meðaltali 17 milljónir í
laun og áunninn kaupauka árið 1999. Á aðalfundi FBA árið 2000 sem hér er vitnað til
var samþykkt tillaga um heimild til að gera kaupréttarsamninga við lykilstarfsmenn
og stjórnendur bankans. Bjarni Ármannsson var því frumkvöðull í upptöku kaup-
réttarsamninga hérlendis árið 2000. Slíkir samningar hafa sætt mikilli gagnrýni eftir
bankahrunið sem varð átta árum eftir að Bjarni tók þetta kerfi upp hérlendis.