Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Síða 42
Miðvikudagur 14. október 200942 norðurland Ætlaði að Kristján Lúðvík Möller samgönguráðherra á síðasta orðið að þessu sinni. Hann sér eftir því að hafa ekki farið í lögfræði eftir að hafa lokið íþróttakennaraprófi og langaði til þess að verða lögreglumaður eins og afi hans þegar hann var strákur. Kristján segir leið Ís- lands liggja í gegnum Evrópu. Fullkomið laugardags- kvöld að hans mati er í faðmi fjölskyldunnar. SÍðaSta ORðið 1. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Lesa blöðin og hlusta á útvarpið og fer síðan í góða sturtu.“ 2. Hver er sérgrein þín í eldhúsinu? „Að setja í uppþvottavélina.“ 3. Hvaða kvikmyndahetju lítur þú upp til? „Engrar sérstakrar.“ 4. Hvar ólst þú upp? „Á Siglufirði og alltaf í sól og blíðu á sumrin og kyrrlátri tunglskins- og stjörnubirtu á veturna, í minningunni.“ 5. Ef ekki þingmaður, hvað þá? „Lögfræðingur.“ 6. Hvað drífur þig áfram? „Áhugi á starfinu.“ 7. Hvaða lag kemur þér alltaf í gott skap? „Það eru mörg bítlalög sem koma mér í gott skap, enda bítlaunn- andi frá fyrstu tíð.“ 8. Hver er uppáhaldsborgin þín? „Kaupmannahöfn.“ 9. Hvað hefur Norðurland fram yfir aðra landshluta? „Á Norðurlandi er alltaf gott veður, nema bara rétt á meðan vonda veðrið gengur yfir.“ 10. Hver er þín helsta fyrirmynd? „Það eru foreldrar mínir.“ 11. Hverju sérðu mest eftir? „Að hafa ekki farið í lögfræði að loknu íþróttakennaraprófi.“ 12. Ef þú mættir gefa íslensku þjóðinni gjöf, hvað mynd- irðu gefa henni? „Bjartsýni og góðar framtíðaróskir.“ 13. Hvar líður þér best? „Í faðmi fjölskyldunnar.“ 14. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Ég geri ekki upp á milli Ásbyrgis, Mývatnssveitar og Siglufjarðar.“ 15. Hver er fremsti stjórnmálamaður heims fyrr og síðar? „Olof Palme, leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð.“ 16. Hvenær felldir þú síðast tár? „Það voru gleðitár þegar alnafni minn og fyrsta barnabarnið var skírt.“ 17. Hvernig er heimilisverkunum skipt? „Konan gerir allt sem gera þarf og ég hjálpa stundum til.“ 18. Stundar þú líkamsrækt? „Já já. Fer oft í ræktina en ekki nógu oft.“ 19. Hvert er takmark þitt í lífinu? „Gera betur í dag en ég gerði í gær.“ 20. Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur? „Engin sérstök sem kemur upp í hugann og tími fyrir bókalestur hefur ekki verið mikill undanfarin ár.“ 21. Hver voru áhugamál þín sem unglingur? „Íþróttir, aðallega skíði og fótbolti.“ 22. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? „Lögregluþjónn eins og afi minn.“ 23. Hvernig er fullkomið laugardagskvöld? „Kvöldverður og kvöldstund með fjölskyldunni.“ 24. Hver er þinn helsti kostur? „Það verða aðrir að dæma um það.“ 25. Hvern hefur þig alltaf dreymt um að hitta? „Ég á engan slíkan draum.“ 26. Áttu gæludýr? „Nei, en þegar ég var ungur átti fjölskyldan kött sem hét Perla og var 18 ára þegar hún dó.“ 27. Finnst þér gaman í vinnunni? „Já, ég hlakka til hvers dags.“ 28. Hvaða skref væri mest til heilla íslenskri þjóð? „Innganga Íslands í Evrópusambandið og upptaka evru.“ 29. Hvernig veður hentar best til göngutúra? „Fallegt og stillt veður og um 15 gráðu hiti.“ 30. Síðasta orðið? „Við verðum að einbeita okkur að framtíðinni því þar verðum við það sem eftir er ævinnar. – Mark Twain.“ verða lögga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.