Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Page 15
fréttir 23. nóvember 2009 mánudagur 15
kynferðisbrot gegn börnum enda
segir hún málefnið sér afar hug-
leikið. Hún telur helst þrjár ástæð-
ur liggja að baki auknum fjölda til-
kynninga á kynferðisbrotum gegn
börnum.
„Í fyrsta lagi hefur aukin fræðsla
um þessi mál leitt til þess að til-
kynningum hefur fjölgað. Umræð-
an er miklu opnari og opinskárri
en áður. Fjölmiðlar eiga stóran þátt
í því ásamt ýmsum samtökum og
áhugahópum eins og Blátt áfram.
Önnur skýring getur verið að
kynferðislegur lágmarksaldur var
hækkaður úr fjórtán árum í fimm-
tán vorið 2007.
Í þriðja lagi hefur afnám fyrn-
ingarfrests vegna alvarlegra kyn-
ferðisbrota gegn börnum ekki síst
gefið þau skilaboð út í samfélagið
að þessi brot eigi ekki að líða. Okk-
ar refsipólitíska stefna hefur fram
til þessa verið sú að fækka ófyrn-
anlegum brotum, en með því að
afnema fyrningarfrest sakar vegna
alvarlegra kynferðisbrota gegn
börnum höfum við sveigt af þeirri
braut. Þetta felur í sér ótvíræð skila-
boð löggjafans til samfélagsins um
að við ætlum að reyna allt sem við
getum til að uppræta þetta þjóðfé-
lagsmein sem þessi brot eru. Kyn-
ferðisbrot gegn börnum eru oft og
á tíðum gróf og alvarleg, sem geta
haft alvarlegar og langvarandi af-
leiðingar fyrir þolendurna, jafnvel
til æviloka. Þá hafa auknar rann-
sóknir á afleiðingum brotanna á
brotaþolana, áherslan á brotaþol-
ann og sú athygli sem hann hefur
fengið haft sitt að segja í þessari
vitundarvakningu.“
Jafna við manndráp
Í bók sinni tekur Svala meðal ann-
ars viðtöl við sex starfandi dómara
sem hafa víðtæka reynslu af með-
ferð kynferðisbrota gegn börnum.
„Ég fékk þá til að afklæðast dóm-
araskikkjunni og segja skoðun sína
á þessum brotum og refsingum við
þeim. Þessi viðtöl leiddu ýmislegt í
ljós. Einn þeirra taldi að ævilangt
fangelsi ætti að liggja við brotum
af þessu tagi og annar taldi að jafna
mætti þeim við manndráp. Með af-
námi fyrningarfrests alvarlegustu
kynferðisbrota gegn börnum losna
menn aldrei undan því að eiga á
hættu að þurfa að svara til saka fyrir
þau. Aftur á móti verður sönnunar-
staðan erfiðari eftir því sem lengra
líður frá broti.“
Dómstólar taka við sér
Hún segir einnig að íslenska dóms-
kerfið hafi brugðist skjótt við þegar
kemur að refsiákvörðun vegna kyn-
ferðisbrota gegn börnum síðastlið-
in ár og ekki síst á þessu ári.
„Þessi brot eru litin mun alvar-
legri augum en áður og refsingar
eru tvímælalaust að þyngjast. Þeir
tveir hæstaréttardómar sem hafa
fallið á þessu ári, þar sem stjúp-
feður voru dæmdir annars vegar í
sex ára og hins vegar í 8 ára fang-
elsi, fyrir kynferðislega misnotk-
un á stjúpdætrum sínum, eru þeir
þyngstu sem fallið hafa í Hæstarétti.
Það leikur ekki vafi á að dómstólar
hafa tekið við sér í kjölfar lagabreyt-
inganna 2007 og þeirra upplýsinga
sem rannsóknir hafa leitt í ljós um
alvarleika afleiðinga brotanna á
börn.“
Fyrirlitinn hópur
Spurð um forvarnir segir Svala að
þær þurfi einnig að beinast að al-
menningi svo hægt sé að hjálpa
þeim sem girnast börn.
„Forvarnir eru góðar og gildar
og við verðum að gera börn með-
vituð um hvar mörkin liggja en ég
tel að forvarnir þurfi líka að bein-
ast að almenningi. Nú snýst um-
ræðan mikið um unga gerendur.
Hvernig er hægt að koma þeim til
hjálpar og koma þannig í veg fyrir
að þeir fremji brot? Við getum ekki
kallað þetta fólk öllum illum nöfn-
um og um leið ætlast til að það gefi
sig fram og leiti hjálpar við kennd-
um sínum.
Með forvörnum viljum við koma
í veg fyrir að brot verði framin. Við
getum ekki búist við að þessi hópur,
sem gjarnan er fyrirlitinn og vekur
ímugust hjá fólki, gefi sig fram.“
ÞYNGSTU DÓMARNIR FÉLLU Á ÞESSU ÁRI
22. október 2009
Sýndi kynfærum annarra óeðlilegan áhuga
Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjaness
yfir karlmanni, sem misnotaði barnunga dóttur sína,
um þrjú ár. Dæmdi Hæstiréttur manninn í fimm ára
fangelsi fyrir að hafa í mörg skipti nauðgað dóttur
sinni sem var tveggja og þriggja ára þegar brotin
voru framin. Þá var honum gert að greiða eina og
hálfa milljón króna í miskabætur til telpunnar.
Maðurinn hafði samræði og önnur kynferðismök við
dóttur sína, meðal annars með því að sleikja kynfæri
hennar.
Á tímabilinu 24. október til 18. nóvember fóru fram
tvö könnunarviðtöl og tvær dómsyfirheyrslur yfir
barninu í Barnahúsi. Í einu viðtali sagðist hún „tyggja“ með pabba sínum og sýndi
hvað hún ætti við með því að leggja tússpenna undir rassinn og notaði annan
tússpenna til að sýna hvernig hann fór fram og aftur hjá kynfærum hennar.
Í öðru viðtali vildi hún teikna typpi og þegar hún var spurð hver ætti typpið sagði
hún að pabbi sinn „gera það“. Þá var hún spurð hvernig hún „tyggði“ með pabba
sínum og vildi stúlkan sýna það. Hún fór úr öllum fötum nema nærfötum og fékk
viðtalandann niður á fjóra fætur og ætlaði því næst að afklæða viðtalandann en
var stöðvuð. Hún var þá spurð hvernig hún „tyggði“. Þá tók stúlkan niður nærbux-
urnar, settist á gólfið og ætlaði að stinga fingrum í kynfæri sín en var stoppuð.
22. Janúar 2009
Misnotuð á alla mögulega vegu
Hæstiréttur staðfesti dóm yfir karlmanni sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir
hrottafengin kynferðisbrot gegn ellefu ára gamalli stjúpdóttur sinni. Dómurinn
var þyngsti dómur sem nokkur barnaníðingur hefur fengið á Íslandi og miskabæt-
urnar þær hæstu þar til annar maður var dæmdur í átta ára fangelsi í maí.
Skoðun á stjúpdóttur mannsins hjá kvensjúkdómalækni leiddi í ljós að það væri
eins og stúlkan stundaði reglulegt kynlíf. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi
reglulega stundað kynlíf með stjúpdóttur sinni og misnotað hana á alla mögulega
vegu.
Í dómnum segir: „Brot ákærða voru einstaklega gróf og ófyrirleitin, en hann hafði
á um fjögurra mánaða tímabili m.a. margsinnis samræði við stúlkuna í endaþarm.“
Hinn ákærði bar það fyrir sig að hafa verið misnotaður sjálfur í æsku þegar hann
var sex ára gamall og segist hafa lagst inn á geðdeild.
Ákærði var dæmdur í 6 ára fangelsi og dæmdur til að greiða stjúpdóttur sinni
tvær og hálfa milljón krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum.
28. Maí 2009
Á sér engar málsbætur
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Suðurlands, frá því í desember,
yfir stjúpföður stúlku sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misnota hana á
þriggja ára tímabili. Þetta mun vera þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í
kynferðisbrotamáli.
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa samræði við stúlkuna tvisvar til þrisvar í viku á
árunum 2004 - 2007, þegar að stúlkan var á aldrinum ellefu til fjórtán ára.
Hæsta rétti þótti fullsannað að hann hafi framið þann verknað sem var lýst í
ákæru, með trúverðugum framburði stúlkunnar, vitnisburði og vottorði læknis
um líkamlegt ástand stúlkunnar og forstöðumanns Barnahúss um andlegt ástand
hennar auk þess sem vitnisburður móður stúlkunnar um andlegt ástand hennar
og samskipti hennar við stjúpföður sinn.
Í dómi Hæstaréttar segir, að maðurinn eigi sér engar málsbætur. Hann hafi með
háttsemi sinni brotið alvarlega gegn barni sem honum var treyst og trúað fyrir
í mörg ár með þeim afleiðingum að hann hafi rúið barnið æsku sinni og þeim
möguleika að lifa eðlilegu lífi í sátt við sjálfa sig, aðra og umhverfi. Hann hafi
misnotað þann trúnað sem stúlkan hafi sýnt honum og þá virðingu sem hún hafi
borið fyrir honum sem uppalanda.
Manninum var einnig gert að greiða stúlkunni tvær og hálfa milljón króna í
skaðabætur auk þess að greiða allan málskostnað. Héraðsdómur hafði áður dæmt
manninn til þess að greiða stúlkunni þrjár milljónir króna í skaðabætur og var sú
upphæð lækkuð. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu og vildu þeir hafa
skaðabæturnar óbreyttar.
Stúlkan sagði skólastjóra sínum fyrst frá málinu síðla árs 2007 og hafði hann í
kjölfarið samband við lögreglu sem hóf rannsókn strax.
Jákvætt Sigríður telur tilkynningaraukningu jákvæða og benda til þess að
umræða um kynferðisbrot gegn börnum sé opnari. MynD Sigtryggur ari JóhannSSon
almenningsforvarnir Til að fyrir-
byggja kynferðisbrot gegn börnum telur
Svala mikilvægt að barnaníðingum sé
ekki úthúðað í fjölmiðlum því það sporni
gegn því að þeir leiti sér hjálpar.
Jólablað DV
Stórglæsilegt og veglegt
sérblað um jólin fylgir DV
föstudaginn 27. nóvember.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16:00,
mánudaginn 23. nóvember
í síma 512 7050 eða í gegnum tölvupóst
á auglysingar@dv.is
:::
:::
:::
:::
:::
:::
:::
:::
:::
:::
Meðal efnis er:
Ásamt öllu hinu
sem fylgir jólahátíðinni.
Jólaskraut og frumlegt föndur
Óhefðbundinn jólamatur og glöggið
Jóla-, kvikmyndir, tónlist og bækur
Lifandi tré eða gervi
Jólabakstur og börnin
Jólagjafahugmyndir
Heimagerðar jólagjafir
Fjölskylduleikir
Gæludýr og jól
Desemberdagatal