Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Qupperneq 22
22 mánudagur 23. nóvember 2009 næring Baldur guðmunds son blaðamaður skrifar: möndlur n Í International Journal of Obesity, alþjóðlegu tímariti um offitu, var fjallað um rannsókn sem leiddi í ljós að fólk sem borðaði átta til níu grömm á dag af möndlum, lækkaði lík- amsmassastuðull sinn (Body Mass Index) um heil 18 prósent. Líkamsmassastuðull samanburðarhópsins, sem ekki fékk möndlur, lækkaði um 11 prósent. Möndlur, eins og hnetur, eru stútfullar af næringarefnum á borð við E-vítamín, fólínsýru, magnesíum, kopar og trefjar. Í þeim er mikið af andoxunarefnum. Möndlur innihalda töluvert magn af hollri fitu; aðallega ein- og fjölómettuðum fitusýrum. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að daglegur lítill skammtur af hnetum eða möndlum geti dregið úr líkum á hjartasjúk- dómum og átt þátt í að lækka blóðfitu. Appelsínur, sætar k artöflur, möndlur o g sojabaunir eru á me ðal matvæla sem ým ist auka fitubrennslu e ða koma í veg fyrir að fita safnist á líkama nn. DV tók saman u pp- lýsingar um 10 mat artegundir sem ekk i eru aðeins hollar heldu r geta beinlínis unn ið á fitu. Kanill n Hið gómsæta krydd kanill er sagt geta gert kraftaverk fyrir mittismálið. Sá sem dreifir 1/4 teskeið af kanil yfir matinn kemur í veg fyrir að blóðsykur hækki eftir máltíð. Blóðsykurinn hækkar oft eftir máltíðir og gefur líkamanum til kynna að hann eigi að geyma fituna frekar en að brenna henni. Þetta segir Lauren Slayton, löggiltur næringarráðgjafi í New York. Notaðu kanil með hafragrautnum, út í jógúrtina eða í kaffið. sinnep n Túrmerik, efnið sem gerir sinnepið gult, getur komið í veg fyrir að fituvefur myndist. Frá þessu greinir bandarískt tímarit sem sérhæfir sig í innkirtlafræðum. Þar kemur fram að gott sé að blanda svolitlu léttmæjonesi við sinnep, ásamt dass af túrme- rik. Blönduna sé gott að setja á blómkál og steikja á pönnu skamma stund. Hafið í huga að þessi uppskrift er miðuð við „bandaríska“ bragðlauka. appelsínur n Þessi gómsæti sítrusávöxtur er sagður góður til að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Appelsínur innihalda fosfór sem virkar eins og andoxunarefni, sem eru heilsusamleg fyrir líkamann. Viðamikil rannsókn á vegum American Journal of Clinical Nutritions finds, bandarísks næringarfræðitímarits, sýndi að konur sem neyttu appels- ína og annarra matvæla sem innihalda mikið fosfór, bættu mun síður á sig fitu yfir það 14 ára tímabil sem rannsóknin náði. Appelsínusafi gerir ekki sama gagn nema aldinkjötið sé með. sojabaunir n Þessi græni gimsteinn inniheldur mikið magn kólíns; sameindar sem kemur í veg fyrir upptöku fitu í líkamanum og brýtur niður þá fitu sem fyrir er. Gott er að hafa sojabaunir með út í salatið. sætar kartöflur n Keyptu frekar sætar kartöflur en venjulegar. Þær eru fitusnauðar og ákaflega trefjaríkar sem heldur insúl- ínsveiflum í lágmarki og kemur þannig í veg fyrir fitusöfnun á líkamann. Bak- aðu sæta kartöflu í ofni og borðaðu með fitusnauðri kotasælu. Hollari og einfaldari máltíð er vandfundin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.