Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2009, Síða 24
Morð og
Mörk hjá
Defoe
Jermaine Defoe er fæddur sjöunda
október 1982. Hann byrjaði sinn feril
hjá Charlton en færði sig til West Ham
þegar hann var sextán ára. Þaðan fór
hann til Tottenham áður en hann
færði sig um set og spilaði með Her-
manni Hreiðarssyni hjá Portsmouth.
En eins og Tottenham eru frægir fyr-
ir keyptu þeir hann aftur miklu dýrari
en þeir seldu og Defoe er orðinn fasta-
maður í byrjunarliði Harrys Redknapp
á White Hart Lane.
10 leikir - 10 mörk
Defoe var í St Joachim-skólanum sem
gutti og spilaði með Senrab-fótbolta-
liðinu í London en þeir eru frægir fyrir
að ala upp gæðaleikmenn. John Terrt,
Sol Campell, Ugo Ehiogu, Muzzy Izz-
et, Ledley King og Bobby Zamora eru
meðal nokkra gæðaleikmanna sem
hafa einnig spilað með Senrab.
Ekki leið á löngu þar til Charlton
kom færandi hendi og spilaði Defoe
með Charlton í tvö ár. 16 ára færði
hann sig um set í London og gekk í
raðir West Ham sem var þvert á vilja
Charlton-manna. Fóru þeir í mál við
nágranna sína og West Ham sam-
þykkti að lokum að borga rúmlega
tvær milljónir punda fyrir kauða, sem
þótti gríðarlegur peningur fyrir aðeins
16 ára ungling.
Árið 2000 fór hann í lán til
Bournemouth til að öðlast reynslu. Í
fyrstu tíu leikjunum sínum fyrir félagið
skoraði hann í þeim öllum og jafnaði
met Johns Aldridge. Alls skoraði hann
19 mörk í 29 leikjum fyrir Bourne-
mouth. Núverandi stjóri Defoe, Harry
Redknapp, var einnig stjóri hans hjá
West Ham á þessum tíma og tjáði sig
um undrabarnið. „Hann er týpískur
markaskorari. Hann er með gríðar-
legt sjálfstraust og það virðist ekkert fá
á hann. Ef hann klikkar á færi er hann
ekkert að svekkja sig á því. Bíður bara
eftir því næsta.“
Bað um félagaskipti
skömmu eftir fall
Defoe sneri aftur til West Ham og end-
aði sem markahæsti leikmaður félags-
24 mánudagur 23. nóvember 2009
Stóri Sam í hjartaaðgerð Sam Allardyce, stjóri Blackburn, stýrði
ekki sínum mönnum gegn Bolton en hann þurfi að gangast undir hjartaaðgerð.
Neil McDonald, aðstoðarknattspyrnustjóri félagsins, stýrði Blackburn gegn
Bolton og Fulham og Stoke sem eru næstu mótherjar Blackburn. Einhverjir hafa
grínast með að læknarnir hafi ekki fundið neitt hjarta á skurðarborðinu, heldur
aðeins ísklump, en Allardyce þykir blóta meira en góðu hófi gegnir. „Sam er
mjög vonsvikinn með að missa af þessum leikjum og sérstaklega gegn hans
gömlu lærisveinum í Bolton. Velferð hans verður samt að vera númer eitt,“ sagði
stjórnarformaðurinn John Williams hjá Blackburn.
Sport
UMSJóN: BENEDikt BóAS hiNrikSSoN, benni@dv.is
enSka úrvalSdeildin
liverpool-man.City 2-2
1-0 Martin Skrtel (́ 50),1-1 Emmanuel Adebayor (́ 69), 1-2
Stephen Ireland (́ 76), 2-2 Yossi Benayoun (́ 78)
Birmingham-Fulham 1-0
1-0 Lee Bowyer (́ 16)
Burnley-aSton villa 1-1
1-0 Steven Caldwell (́ 9), 1-1 Emile Heskey (́ 86)
ChelSea-WolveS 4-0
1-0 Florent Malouda (́ 5), 2-0 Michael Essien (́ 12), 3-0 Michael
Essien (́ 22), 4-0 Joe Cole (́ 56)
hull-WeSt ham 3-3
0-1 Guillermo Franco (́ 5), 0-2 Jack Collison (́ 11), 1-2 Carlton
Cole, sm (́ 27), 2-2 Kamil Zayatte (́ 44), 3-2 Jimmy Bullard,
vsp (́ 45), 3-3 Manuel Da Costa (́ 69), Rautt spjald: Bernard
Mendy, Hull (́ 54)
Sunderland-arSenal 1-0
1-0 Darren Bent (́ 71)
man.utd.-everton 3-0
1-0 Darren Fletcher (‘35), 2-0 Michael Carrick (‘67), 3-0
Antonio Valencia (‘76)
Bolton-BlaCkBurn 0-2
0-1 David Dunn (‘32), 0-2 Samuel Ricketts (‘73, sjálfsmark)
tottenham-Wigan 9-1
1-0 Peter Crouch (‘9), 2-0 Jermain Defoe (‘51), 3-0 Jermain
Defoe (‘54), 3-1 Paul Scharner (‘57), 4-1 Jermain Defoe (58),
5-1 Aaron Lennon (64), 6-1 Jermain Defoe (69), 7-1 Jermain
Defoe (‘87), 8-1 Chris Kirkland (Sjálfsmark) (‘88), 9-1 Niko
Kranjcar (‘90+4)
Stoke-portSmouth 1-0
1-0 Ricardo Fuller (‘74)
Staðan
Lið L U J T M St
1. Chelsea 13 11 0 2 33:8 33
2. Man. Utd 13 9 1 3 26:12 28
3. Arsenal 12 8 1 3 36:15 25
4. tottenham 13 8 1 4 32:18 25
5. Aston Villa 13 6 4 3 21:13 22
6. Man. City 12 5 6 1 23:16 21
7. Liverpool 13 6 2 5 29:20 20
8. Sunderland 13 6 2 5 21:19 20
9. Stoke City 13 5 4 4 13:15 19
10. Burnley 13 5 2 6 16:26 17
11. Blackburn 12 5 1 6 16:25 16
12. Fulham 12 4 3 5 14:15 15
13. Birmingham 13 4 3 6 11:14 15
14. Everton 12 4 3 5 15:20 15
15. Wigan 13 4 2 7 14:31 14
16. hull 13 3 3 7 13:28 12
17. West ham 13 2 5 6 19:23 11
18. Bolton 12 3 2 7 15:26 11
19. Wolves 13 2 4 7 12:26 10
20. Portsmouth 13 2 1 10 10:19 7
ChampionShip
middleSBrough - nott.ForeSt 1-1
BarnSley - CardiFF 1-0
Coventry - C. palaCe 1-1
donCaSter - Q.p.r. 2-0
reading - BlaCkpool 2-1
SheFF. utd. - peterBorough 1-0
ipSWiCh - SheFF. Wed. 0-0
leiCeSter - plymouth 1-0
WatFord - SCunthorpe 3-0
WBa - BriStol City 4-1
SWanSea - derBy 1-0
Staðan
Lið L U J T M St
1. WBA 17 10 4 3 35:15 34
2. Newcastle 16 10 3 3 25:10 33
3. Leicester 17 8 6 3 20:14 30
4. Swansea 17 7 7 3 15:12 28
5. Cardiff 17 8 3 6 33:20 27
6. QPr 17 7 6 4 29:19 27
7. Blackpool 17 7 6 4 27:19 27
8. Watford 17 7 6 4 27:26 27
9. Nott. Forest 17 6 8 3 19:16 26
10. Bristol City 17 6 8 3 20:19 26
------------------------------------------------------
20. reading 17 4 5 8 17:26 17
21. Scunthorpe 17 5 2 10 20:35 17
22. Plymouth 17 4 3 10 16:28 15
23. ipswich 17 1 10 6 17:28 13
24. Peterborough 17 2 5 10 19:29 11
BenedikT BóaS hinRikSSon
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Jermaine defoe átti stórleik þegar Tottenham niðurlægði
Wigan 9-1. Hann skoraði fimm mörk en áður höfðu sjálfur
alan Shearer og andy Cole afrekað það í ensku úrvals-
deildinni. Defoe hefur alltaf verið mikill markaskorari
og skoraði í tíu fyrstu leikjum sínum með Bournemouth
á sínum yngri árum. En lífið hefur ekki alltaf verið dans
á rósum þrátt fyrir að mörkunum hafi rignt inn.
Fékk að eiga boltann Jermaine
Defoe er þriðji maðurinn til að skora
fimm mörk í ensku deildinni og fékk
að sjálfsögðu að eiga boltann.
ins tímabilið 2001-2002 með 14
mörk í 39 leikjum þrátt fyrir að
vera mikið notaður sem vara-
maður.
Tímabilið eftir skoraði hann
11 mörk sem kom ekki í veg
fyrir að West Ham féll. Aðdá-
endur West Ham voru í áfalli
yfir fallinu og það kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti þegar
hann tilkynnti, aðeins nokkr-
um klukkutímum eftir fallið,
að hann vildi fara. Þessu hafa
stuðningsmenn West Ham
ekki gleymt. Félagið neitaði
hins vegar að verða við ósk
Defoes og hann byrjaði tíma-
bilið 2003-2004 með West
Ham í fyrstu deildinni.
Defoe var ekki ánægður.
Neitaði að skrifa undir samning
og hagaði sér eins og lítið barn. Lét
reka sig út af þrisvar sinnum og af 34
leikjum West Ham fyrr jól lék Defoe
aðeins 22. Hann var seldur til Totten-
ham fyrir sex milljónir punda.
Stuð í Tottenham
„Það er enginn tvítugur framherji í
heiminum með jafngóða ferilskrá og
þessi piltur,“ sagði David Pleat, þáver-
andi stjóri Tottenham sem fagnaði
komu hans mjög.
Defoe brást ekki traustinu og skor-
aði sjö mörk í 15 leikjum þetta tíma-
bilið.
2004-5 tímabilið skoraði hann 13
mörk í 36 leikjum meðal annars eina
þrennu gegn Southampton. Í apríl
2005 skrifaði hann undir nýjan samn-
ing við félagið til fjögurra ára.
Martin Jol kom fyrir tímabil-
ið 2005-2006 og tók við stjórastarfi
Tottenham og notaðist við skipti-
kerfi. Robbie Keane og Mido virtust
vera hans fyrstu kostir og Defoe sat
á bekknum. Hann byrjaði aðeins 23
sinnum inn á þetta tímabilið og skor-
aði 13 mörk.
2006-7 skoraði hann 18 sinnum
í 49 leikjum. Fyrir tímabilið 2007-8
keypti Martin Jol, Darren Bent fyrir
metfé og var Defoe því kominn aft-
arlega á merina. Ljóst var að hann
myndi fara í janúarglugganum og
Harry Redknapp keypti kauða á sex
milljónir punda. Þar var hann fljótur
að slá í gegn.
hálf-
bróðir
myrtur
Aðeins ári síð-
ar var hins vegar ljóst að
Defoe myndi fara frá Port-
smouth. Félagið skuldaði Tot-
tenham miklar fjárhæðir og
var Defoe notaður til að
þurrka út þær skuldir.
Hann lenti í þeirri leið-
inlegri reynslu að fá sím-
talshótanir frá stuðn-
ingsmönnum liðsins. „Ég
hreinlega veit ekki hvern-
ig þeir náðu að grafa upp
símanúmerið mitt, en
sum símtölin sem ég hef
fengið láta mig fá í mag-
ann,“ sagði Defoe.
Lífið hefur þó ekki
alltaf verið dans á rós-
um hjá Defoe. Hálf-
bróðir hans, Jade lést í
apríl síðastliðnum eft-
ir að ráðist hafði verið
á hann. Hann lést síðan á
sjúkrahúsi sökum mikillar
blæðingar inn á heila.
Mörkin fimm sem Defoe
skoraði á sunnudag er fjórða
þrenna hans á ferlinum.
Hann hefur verið sjóðheitur á
þessu tímabili og haldist hann
heill gæti hann verið fyrsti
kostur Fabios Capello í fram-
herjastöðuna á HM í sumar.
Við hlið Waynes Rooney.