Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 10
Mikill verðmunur er á vinsælasta jólamatnum á milli verslana, sam- kvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ, sem gerð var í verslunum miðviku- daginn 16. desember. Samkvæmt ASí er algengur munur á hæsta og lægsta verði á jólakjöti um 43 pró- sent og algengur verðmunur á jóla- ís var um 60 prósent. Á laufabrauði og flatökum var verðmunurinn tæp- lega 40 prósent og á drykkjavörum var algengur verðmunur á hæsta og lægsta verði um 40 til 50 prósent. ASÍ kannað verð á ýmsum vinsælum jólamatvörutegundunum á borð við TOYS ́ R ́US SEKTAÐ Neytendastofa hefur sektað leik- fangaverslunina Toys ´R´ Us um hálfa milljón króna fyrir brot á útsölureglum. Sannað þótti að verslunin hefði selt valdar vörur úr tveimur auglýsingabækling- um á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð. Einnig var kraf- ist skýringa á því að Toys ´R´ Us hefði auglýst nýjar vörur á tilboði. Samkvæmt reglum verða fyrir- tæki að geta sannað að að sú vara sem auglýst er á lækkuðu verði hafi áður verið seld á fyrra verði. Neytendastofa ákvað að sekta verslunina vegna fjölda og um- fangs brota. VARAÐ VIÐ SVIKAMYLLU Nokkrir íslenskir neytendur hafa orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að hafa pantað hótelber- bergi í gegnum tyrkneska fyrir- tækið www.bookinhotels.com, að því er segir frá á vef Neytenda- samtakanna. Fólkið greiddi fyrir herbergin með kreditkorti, en við komuna á hótelið fannst hins vegar engin bókun og fólkið þurfti að útvega sé aðra gistingu. Fólkið hefur ekki fengið endurgreitt og mjög erfitt virðist að koma kvörtunum á framfæri. Svo virðist sem um sé að ræða svikamyllu og vara Neyt- endasamtökin við fyrirtækinu. n Lastið fær Select fyrir hátt verð á brauðmeti. „Lanloka í Select kostar rétt um 500 krónur. Það er svakalega dýrt,“ sagði forviða viðskiptavinur Select sem lét DV vita. Hann hætti við að kaupa langlokuna. n Serrano í nýja turninum í Borgartúni fær lofið. Þeir eru að sögn viðskiptavin- ar búnir að leggja meiri metnað í framreiðsluna hjá sér. Nú er hægt að fá burrito í skál borið fram á diski, mjög vel úti látið og girnilegt. Setur matargerð- ina skör hærra. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,9 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 184,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 181,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,9 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 181,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 178,2 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 184,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 181,3 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 186,2 kr. VERÐ Á LÍTRA 182,9 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 MÁNUDAGUR 21. desember 2009 NEYTENDUR Samkvæmt verðlagskönnun ASÍ munar allt að 100 prósentum á vinsælum jólamat í stærstu matvöruverslununum. Bónus er með lægsta verðið í 27 af 38 vörutegundum, en Samkaup Úrval, var oftast með hæsta verðið. Í Hagkaup kostar vinsæll jólaís langmest eða 929 krón- ur en 498 krónur í Krónunni þar sem hann er ódýrastur. Í langflestum kjötvörum er 43 prósenta verðmunur á dýrustu og ódýrustu versluninni. MIKILL VERÐMUNUR Á JÓLAMATNUM hangikjötslæri, hamborgarhryggi, kalkúna, hreindýrapaté, jólasíld, jólakonfekt, klementínur og fleira. Algengt var að ýmsar kjötvörur væru nákvæmlega jafndýrar upp á krónu, en þær eru þá jafnan verðmerktar með smásöluverði hjá framleiðanda. Verðlagseftirlitið hefur bent á að slík forverðmerking hamli eðlilega verð- samkeppni. Oftast lægsta verð í Bónus Í könnun ASÍ reyndist Bónus sem fyrr oftast með lægsta verðið eða í 28 af 37 vörum. Samkaup - Úrval reyndist hins vegar vera með hæsta verðið eða í 16 tilvikum. Í sumum vöruflokkum var gríð- arlegur verðmunur og til að mynda var 101,5 prósenta verðmunur á rauðum eplum í Bónus og Hag- kaup. Eplin kostuðu 199 krónur í Bónus en sömu epli kostuðu 399 krónur í Hagkaup. Í fleiri verðflokk- um reyndist vera mikill verðmun- ur. Til að mynda voru tveir lítrar af vanillu Mjúkís frá Kjörís 87 pró- sent dýrari í Hagkaup en hann var í Krónunni. Ísinn kostaði 498 krón- ur í Krónunni en 929 krónur í Hag- kaupum. Könunnin var gerð í Bónus Ak- ureyri, Krónunni Bíldshöfða, Nettó Hverafold, Hagkaup í Spöng, Nóa- túni í Grafarholti, Samkaupum- Úr- val í Miðvangi. Ein vara á nákvæm- lega sama verði Kílóið af beinlausum hamborgar- hrygg frá Alí kostar 1.749 krónur í Bónus og Nettó, en 2.498 krónur í Kosti og og Samkaup - Úrval. Kíló- verðið af heilum frosnum kalkúni er ódýrast í Nettó og Hagkaup á 998 krónur, í öðrum verslunum er það 100 krónum dýrara, en á 1.198 krónur í Samkaup-Úrval. Nóa kon- fekt í kassa er á 2.479 krónur í Bón- us, einni krónu dýrara í Krónunni, en er 25 prósentum dýrara í Hag- kaupum og Nóatúni, eða 3.099 krónur. Aðeins ein vinsæl jólamat- vara reyndist vera á nákvæmlega sama verði, hvar sem var leitað, en það var vakúmpakkað hrein- dýrapaté í lengju á 4.989 krónur þar sem það var til. Verðlagskönnunina má sjá í heild sinni á vef ASÍ. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Verðsamanburður á vinsælum jólamat 1 kíló af úrbeinuðu KEA Hangilæri Bónus 2.239 Krónan 2.399 Nettó 2.239 Kostur 3.198 Hagkaup 3.198 Nóatún 3.198 Samkaup- Úrval 3.198 Ora Jólasíld 630 grömm Bónus 659 Krónan 659 Nettó 698 Kostur X Hagkaup 699 Nóatún 678 Samkaup Úrval e. Frosinn heill kalkúnn kílóverð Bónus 1.098 Krónan 1.098 Nettó 998 Kostur 1.124 Hagkaup 998 Nóatún 1.098 Samkaup Úrval 1.198 Kílóverð af Alí hamborgarhrygg með beini Bónus 1.399 Krónan X Nettó 1.399 Kostur 1.198 Hagkaup 1.998 Nóatún X Samkaup Úrval 2.498 Emmes jólaís 1.5 lítrar Bónus 592 Krónan 593 Nettó 679 Kostur 959 Hagkaup 779 Nóatún X Samkaup Úrval 889 Kíló af klementínum Bónus 259 Krónan 260 Nettó 349 Kostur 321 Hagkaup 347 Nóatún 347 Samkaup Úrval 379 Kristjáns Laufabrauð 15 stk. Bónus 1.498 Krónan 1.499 Nettó 1.771 Kostur 1.599 Hagkaup X Nóatún X Samkaup Úrval 2.048 Jólasteikin Sérstaklega mikill verðmunur er á jólasteikum í stærstu matvöruverslunum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.