Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 29
Á MÁNUDEGI VEISTU SVARIÐ? 1. DV sagði frá því í liðinni viku að presturinn í Glerárkirkju á Akureyri væri að flytja úr landi. Hvers vegna ætlar sérann að gera það? 2. Hvað heitir stjórnmálaflokkurinn sem Jón Gnarr stofnaði nýverið? 3. Hvaða bók var valin skáldsaga ársins í vali starfsfólks bókaverslana á dögunum? VAKTASERÍURNAR TIL FINNLANDS Hróður Georgs Bjarnfreðarson- ar og félaga er farinn að berast út fyrir landsteinana. Logs.is segir frá því að nú hafi YLE, ríkissjónvarp Finnlands, tryggt sér sýningarrétt- inn á Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni í gegnum alþjóðlega dreifingarfyrirtækið ShineReveille. YLE er fyrsta alþjóðlega sjónvarps- stöðin sem tryggir sér sýningarrétt á Vaktaseríunum eftir að hafa hrifist af Dag- og Næturvakt.  Stöðin keypti raunar allar þrjár seríurnar til sýn- inga að Fangavaktinni óséðri til þess að engir yrðu á undan þeim. BUBBI Í HÁSKÓLABÍÓI Árlegir Þorláksmessutónleik- ar Bubba Morthens fara fram á miðvikudaginn. Í þetta sinn fara þeir fram í Háskólabíói, líkt og í fyrra, en í mörg ár þar á undan fóru þeir fram á Nasa og Hótel Borg. Hafdís Huld hitar upp á tónleikunum sem hefjast klukkan 22 og verða sýndir beint á Stöð 2. Miðaverð er 2.900 krónur og fer miðasala fram á heimasíðu Vod- afone. Vænta má að Bubbi taki bæði nýleg og gömul lög auk þess að skjóta á yfirvöld í landinu, út- rásarvíkinga og jafnvel fleiri. Söngleikurinn Oliver! verður frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu næstkom- andi laugardag, eða annan í jólum. Oliver! er einn vinsælasti söngleikur allra tíma og byggist hann á sígildri skáldsögu Charles Dickens um mun- aðarlausa drenginn Oliver Twist sem dirfðist að biðja um meira að borða. Alls eru 45 leikarar og börn á sviðinu og níu manna hljómsveit. Söngleikurinn um Oliver hefur verið sýndur við gífurlegar vinsældir víða um heim og fékk frábærar við- tökur í Þjóðleikhúsinu fyrir tuttugu árum. Jafnframt var hann sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2004 við miklar vinsældir. Höfundur söngleiksins Oliver! er Lionel Bart. Þórarinn Eldjárn þýddi verkið og Jóhann G. Jóhannsson þýddi söngtexta ásamt því að sjá um tónlistarstjórn. Tónlistin er útsett af William David Brohn. Leikstjórn er í höndum Selmu Björnsdóttur og Aletta Collins samdi dansa. Leik- mynd er eftir Vytautas Narbutas og María Ólafsdóttir hannaði búninga. Tveir ungir drengir skiptast á að fara með titilhlutverkið, þeir Ari Ól- afsson og Sigurbergur Hákonarson. Með hlutverk Fagins fer Eggert Þor- leifsson, Þórir Sæmundsson leikur Bill Sikes og Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur Nansý. Á meðal annarra sem koma fram í sýningunni eru Bergþór Pálsson, Þórunn Lárusdóttir, Friðrik Friðriksson, Esther Talía Casey, Álf- rún Helga Örnólfsdóttir, Ívar Helga- son, Ólöf Jara Skagfjörð og Arnar Jónsson. Söngleikurinn Oliver! frumsýndur á annan í jólum: Munaðarlaus börn á Hverfisgötu Ég hafði beðið með mikilli eftirvænt- ingu eftir nýjasta disk pönkrokkar- anna í Morðingjunum. Á síðasta ári gáfu þeir félagar úr plötuna Áfram Ís- land! sem undirritaður gaf fullt hús og fullyrðir að hafi verið ein skemmtileg- asta innlenda plata síðasta árs. Vænt- ingarnar voru því miklar þegar ég fékk Flóttann mikla í hendurnar, en það er nýjasta plata Morðingjanna. Platan lét eitthvað á sér standa því upptökur fóru fram í sumar en disk- urinn sjálfur kom ekki út fyrr en nú fyrir skemmstu. Tónlistin ber þess öll merki að hafa verið ætluð fyrir sum- arstemminguna á Íslandi. Ég heyrði einn meðlim sveitarinnar viðurkenna í útvarpsviðtali á dögunum að þetta væri sumarpönk. Hún kemur því út núna þegar hitamælirinn sýnir mín- us og jólasveinar eru farnir að hypja sig til byggða. Eilítið eins og álfur út úr hól, en tónlistin stendur alveg fyrir sínu og á bara eftir að verða meira við- eigandi með hækkandi sól. Líkt og með Áfram Ísland! krefst Flóttinn mikli þess að maður melti eilítið hvað er þar á boðstólunum. En eins og er með allar góðar plötur verður hún bara betri með hverri spil- un. Morðingjarnir eru óræðir og mað- ur veit aldrei hvar maður hefur þá. Á þessari plötu kveður við eilít- ið nýjan tón hjá Morðingjunum frá síðasta disk. Lagasmíðarnar eru ekki jafnhráar, þær eru fágaðari og texta- gerðin er meira leitandi. Hér má einn- ig finna smá væmni. Krafturinn sem heillaði á Áfram Ísland! er enn til stað- ar en honum er bara beitt öðruvísi. Besta lag plötunnar er óneitan- lega lagið Hlakka til að hitta þig. Þar segir af meðaljóni sem fann ástina en missti eiginkonuna og hyggst svipta sig lífi til að geta hitt hana aftur. Það eru dásamlegar andstæður í þessu lagi. Hresst sveitaballapönk í und- irleiknum en hjartnæmur texti og tragískur. Þessir tveir andstæðu pól- ar, hressleikinn og tragedían, gjör- samlega svínliggja í þessu lagi og út- koman er slagari sem ég gæti heyrt á öllum helstu útvarpsstöðvum. Ég fæ hreinlega ekki nóg af þessu lagi. Upphafslagið Letiljóð er annað tuddagott lag sem vert er að veita at- hygli, Nálægt Norðurpól og ‚81 (Sé þig aldrei meir) eru einnig fyrirtaks lög. Sumarlagið mikla, Sunnudags- morgunn í Reykjavík, sker sig úr á disknum og ber þess merki að platan átti að koma út í sumar. Gott viðlag, og mun eflaust sóma sér vel í spilun næsta sumar þó það virki út úr kú í kuldanum. Á Áfram Ísland! var hvergi veikan punkt að finna en það sama verður ekki sagt um Flóttann mikla. Hann ber þess merki að hér sé sveit sem er í framþróun og umskiptum, heldur þó í rætur sínar en leitar fyrir sér á nýj- um slóðum. Eðlilegt þroskaferli, og útkoman samt frábær plata sem mun þó alltaf vera borin saman við meist- araverkið Áfram Ísland! af sumum. Lúxusvandamál að einhverju leyti. Morðingjarnir eru hljómsveit sem fólk þarf að fylgjast með. Þessir strák- ar eru að gera frábæra hluti eins og þessar tvær síðustu plötur þeirra sýna. Ég mæli með þessari plötu og hvet Morðingjana til að halda áfram á vegferð sinni. Þetta er skemmtileg, grípandi og hressandi plata, eins og maður bjóst við, en þeir sem vilja kafa dýpra finna fleiri lög og nýja vinkla. Að lokum getur enginn skrifað um þessa plötu án þess að hæla um- slaginu og frágangnum á því. Sann- kallað listaverk sem tvær íslenskar konur myndskreyttu. Meira að segja valið besta plötuumslagið á dög- unum í Fréttablaðinu, verðskuld- að. Meira svona, íslenskir tónlistar- menn! Sigurður Mikael Jónsson Saklausir morðingjar Óræðir „Morðingjarnir eru óræðir og maður veit aldrei hvar maður hefur þá.“ FÓKUS 21. desember 2009 MÁNUDAGUR 29 Svör: 1. Hann er búinn að missa trúna á íslenskt samfélag 2. Besti flokkurinn 3. Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson Oliver! Söngleikurinn var síðast sýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir tuttugu árum. Þjónustuauglýsingar FLÓTTINN MIKLI Flytjandi: Morðingjarnir Útgefandi: Kimi Records TÓNLIST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.