Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. desember 2009 FRÉTTIR Snýr aftur á jóladag Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, heitir því að hann snúi aftur á svið stjórnmálanna ekki síðar en að kveldi jóladags. Berlusconi hefur ákveðið að hundsa óskir fjölskyldu sinn- ar um að hann taki sér frí frá stjórnmálum eftir að hann varð fyrir árás á samkomu í síðustu viku. Með ákvörðun sinni geng- ur Berlusconi einnig gegn fyr- irmælum lækna sem hvöttu hann til að taka því rólega í þrjár vikur. Við árásina brotnaði nef Berlusc onis auk tveggja tanna. Viðurkenna fangadráp Saksóknari íranska hersins viðurkenndi, þvert á fullyrð- ingar ríkisstjórnar Mahmouds Ahmadinejad, að þrír fangar, að minnsta kosti, hefðu dáið í varðhaldi í Kahrizak-fangelsinu vegna pyntinga. Í róstunum í júní var flestum föngum komið fyrir í Kahrizak- fangelsinu og þegar ólgan var hvað mest var um 140 manns haldið þar. Að sögn saksóknara hafa þrír starfsmenn fangelsisins, allir úr röðum hersins, verið ákærðir fyrir morð og níu aðrir standa frammi fyrir ákærum sem ekki hafa verið tilgreindar. Til varnar afa sínum Sonarsonur Jósefs Stalín, Yevg- eny Dzhugashvili, hefur höfðað mál á hendur þáttastjórnanda á Ekho Moskvy-útvarpsstöðinni í Moskvu. Yevgeny fullyrðir að þáttastjórnandinn Matvei Gana- polsky hafi vanvirt minningu Stalíns óverðskuldað. Ganapolsky las upp úr bók þar sem sagt var að Stalín hefði samþykkt að börn niður að þrettán ára aldri væru skotin og bætti svo við: „Hvers konar óbermi myndi nokkurn tímann segja eitthvað honum til varnar.“ Yevgeny hefur áður höfðað mál til að verja minningu afa síns og tapaði einu slíku máli í október. Um ár er liðið síðan fréttamaðurinn Muntazer al-Zaidi varð heimsfrægur fyrir að kasta skó að George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Í kjölfarið baðaði Muntazer al-Zaidi sig í dýrðarljóma víðsvegar í Arabaheimin- um, en líf hans hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem hann hafði, í það minnsta með tilliti til peninga. Í viðtali við breska dagblaðið Obser- ver sagði Muntazer al-Zaidi að það sem honum fyndist mest miður eftir að hafa dúsað í fangelsi um níu mánaða skeið er að hann væri enn tiltölulega snauður maður fjárhagslega. Muntazer al-Zaidi velkist ekki í vafa um hvar sökin liggur. „Ég kenni fjöl- miðlum um því í þeim var sagt að ég yrði auðugur maður vegna þess sem ég gerði, að ég yrði margfaldur milljóna- mæringur,“ sagði al-Zaidi sem dvelur nú í Sviss þar sem hann er í meðferð vegna heilsubrests af ýmsum toga. Muntazer al-Zaidi sagðist þó þakka fjölmiðlum fyrir umhyggju þeirra í hans garð en „öll loforðin um gjafir, sem ég frétti af í fangelsinu, voru orð- in tóm. Eina gjöfin sem ég hef fengið síðan mér var sleppt er frá kanadískri sjónvarpsstöð sem kaus mig mann árs- ins og gaf mér gyllt skópar“. Hyggst stofna heimili fyrir munaðarleysingja Að eigin sögn er Muntazer al-Zaidi staðráðinn í að safna fé til að koma á laggirnar heimili fyrir munaðarleys- ingja þar sem einnig verður alin önn fyrir konum sem misst hafa mann sinn vegna stríðsins í Írak. Al-Zaidi sagði í viðtalinu að hann hefði fjallað um fjölda óhugnanlegra atburða, þeirra á meðal dauða heilu fjölskyldnanna. Sú upplifun varð að hans sögn aðalhvatinn að mótmælum hans gegn Bush, og skókastinu. „Ég mun snúa heim þegar ég finn stuðning við söfnun mína sem mun hjálpa munaðarleysingjum og ekkjum, líkt og ég hafði lofað. [...] Augu þeirra horfa nú til mín og bíða mín, því mun ég snúa heim einn góðan veðurdag,“ sagði al-Zaidi. Tómar kistur Í aðdraganda lausnar hans úr fangelsi í september var al-Zaidi hylltur sem hetja í löndum múslima, sem illa laun- aður fréttamaður sem bauð birginn leiðtoga stórveldis líkt og aldrei hafði verið gert áður. Í arabískum fjölmiðlum voru gefin fyrirheit um gull og græna skóga. Sam- kvæmt fréttum átti Muntazer al-Zai- di von á hreinum meyjum í kvonfang, folum með gylltum söðli, bílum, hús- um og, að sjálfsögðu, kameldýrum. Á þessum fréttum var al-Zaidi fóðraður af bróður sínum sem heimsótti hann í fangelsið. Fyrstu daga sína sem frjáls mað- ur upplifði al-Zaidi dýrðarljómann og fékk móttökur sem hæfðu hetju hjá sjónvarpsstöðinni sem hann vinnur hjá. Sauðfé var slátrað við fætur hans og trompethljómar og trommusláttur fylltu strætin og allt sýnt í beinni. Innan tveggja sólarhringa var flogið með hann til Sviss og þar dvelur hann enn. Húsið í sjía-hverfinu norðaustur af Bagdad sem honum var gefið er autt og sömu sögu er að segja af fjárhirslum hans. Hreykinn af skókastinu Al-Zaidi sagði í viðtalinu við Observ er að nafn hans væri þekkt, ekki eingöngu í Arabaheiminum heldur líka í Evrópu. „Alls staðar hefur mér verið tekið sem hetju,“ sagði hann og bætti við að hann væri stoltur af gjörðum sínum og ham- ingjusamur vegna þess að hann varði reisn þjóðar sinnar: „Allt frjálst fólk virðir þetta.“ Muntazer al-Zaidi greiðir sjálfur fyrir þá læknisþjónustu sem hann fær í Sviss og nýtur einnig fjárhagsaðstoð- ar vina. Hann útskýrði snögga för sína frá Írak á þá leið að hann hefði óttast ofsóknir af hálfu ríkisstjórnar landsins sem var reið vegna þeirrar móðgun- ar sem hann hafði sýnt þjóðarleiðtoga annars ríkis. Muntazer al-Zaidi sagðist ekki vera viss um að hann myndi nokkurn tím- ann snúa heim til Íraks. Fyrirfram ákveðið Muntazer al-Zaidi heldur ennþá fram þeirri upprunalegu útskýringu sinni að skókastið hefði verið afleiðing þess að hann missti stjórn á sér þar sem hann var á fréttamannafundi með George W. Bush og Nouri al-Maliki, forsætis- ráðherra Íraks. Bræður Muntazers al-Zaidi hafa hins vegar gefið í skyn að verknað- urinn hafi verið fyrirfram ákveðinn, en hvort heldur sem var er Munt- azer al-Zaidi þeirrar skoðunar að skókastið hafi verið vert afleiðing- anna. „Ég hafði búið mig undir að deyja, ekki bara að dvelja í fangelsi í eitt ár. Ég kastaði skóm að Bush... en Bush varpaði milljónum sprengna á Íraka. Hvort var verra?“ Skókastaranum Muntazer al-Zaidi finnst hann hafa hafa borið lítið úr býtum eftir að hann varð heimsfrægur fyrir að kasta skóm í George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Lítið hefur farið fyrir hreinum meyjum og kameldýrum sem áttu að falla honum í skaut. SKÓKASTARI ÁN SKOTSILFURS KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Bronsskór til heiðurs skókastaranum fékk ekki að standa lengi Muntazer al-Zaidi finnst hann illa svikinn. MYND AFP Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Breta, réðst í gær harkalega gegn þeim sem hafa gagnrýnt hann og störf hans og fullyrti að hann væri betur metinn erlendis en heima fyr- ir. „Ef ég gerði það sem gagnrýnend- ur mínir vildu myndi ég enda úti í horni, en það mun aldrei verða,“ sagði Blair í viðtali við News Review í gær. Tony Blair sagði að þegar menn kæmust í ákveðna stöðu yrði gagn- rýni ekki umflúin. „Þannig er það. Þegar þú ert einhver eins og ég, verð- ur þú umdeildur á einn eða annan hátt,“ sagði Blair og bætti við að þá yrði að láta verkin tala fyrir sig. Skuldinni á þeirri neikvæðu ímynd sem hann býr að nú um mundir skellti Blair á fjölmiðla sem hann sagði ekki nálgast hann með hlutleysi að leiðarljósi. „Þeir spyrja sig fyrst hvernig hægt sé að gera lítið úr athöfnum mínum, brjóta þær nið- ur, skrifa eitthvað slæmt um þær. Það er ekki réttmætt. Það er ekki frétta- mennska. Þeir skilja mig ekki og þurfa að jafna metin. En þeim mun ekki takast það,“ sagði forsætisráð- herrann fyrrverandi. „Það er ekki satt að enginn kunni vel við mig! Við lestur breskra dag- blaða mætti ætla að ég hafi tapað þremur kosningum en ekki unnið þær. Það er allt annað andrúmsloft í kringum mig utan landsteinanna. Fólk metur það sem þú ert að gera, fyrir það sem það er. Það sér ekkert rangt við að vera fjárhagslega farsæll og sinna einnig góðum verkum.“ Ljóst verður að teljast að málið hvílir þungt á Tony Blair, en hann hefur verið gagnrýndur mikið und- anfarið vegna ákvarðana sem hann tók í aðdraganda innrásarinnar í Írak auk þess sem spjótin hafa beinst að honum vegna ráðgjafarstarfa hans sem hafa gefið vel í aðra hönd. Síðan Blair lét af embætti for- sætisráðherra Bretlands árið 2007 hefur hann skipt tíma sínum á milli ólaunaðra mannúðarstarfa og fjár- hagslega vel gefandi ráðgjafarstarfa fyrir bankastofnanir, fyrirtæki og rík- isstjórnir araba. Blair hefur verið mikið á faralds- fæti síðan hann lét af embætti og eyðir drjúgum tíma í Rúanda og öðr- um Afríkuríkjum og sagði í viðtalinu að það sem hann gæti gert í Rúanda og víðar núna væri mun mikilvæg- ara en það sem hann gat gert þegar hann var forsætisráðherra. Tony Blair er ómyrkur í máli varðandi fréttaflutning breskra fjölmiðla: Víst kann fólk við mig Ekki spámaður í eigin föðurlandi Tony Blair segist vel liðinn utan Bretlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.