Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 27
Ólátabelgurinn Kelly Os-bourne er alltaf að fríkka en stúlkan hugsar meira og meira um útlit sitt. Kelly hefur verið þekkt fyrir frekar þungt og druslu- legt útlit í gegnum tíðina en það hef- ur breyst mjög mikið. Núna stundar hún ræktina af krafti, er komin með ljóst hár og hefur grennst heilan helling. Ekki nóg með það heldur er Kelly nýtt andlit brúnkulínu breska fyrirtækisins St. Tropez. Hún segir á Twitter-síðu sinni: „Hver hefði trú- að því að ég yrði einhvern tímann andlit fyrir brúnkukrem?“ Kelly Osbourne hugsar um útlitið: SÆTARI OG SÆTARI Þá og nú Kelly hefur breyst mikið. SVIÐSLJÓS 21. desember 2009 MÁNUDAGUR 27 Jamie Jungers er ein þeirra kvenna sem hafa obinberlega viðurkennt að hafa haldið við golfarann Tiger Woods. Jungers sagði nýlega frá kynn- um sínum af Tiger og sagði að þótt hún elskaði hann enn ætti hann skil- ið það sem hann fengi yfir sig þessa dagana. „Þegar ég spurði hann: Hvernig líður konunni þinni? svaraði hann: Vel. Hún er í Svíþjóð að heimsækja tvíburasystur sína, eins og honum væri alveg sama.“ Þá segir Jungers að hún og Tiger hafi aldrei notað getn- aðarvarnir þegar þau stunduðu kyn- líf. „Þetta var svo mikið í hita leiksins.“ Jungers segist sjálf hafa slitið sam- bandi sínu við Tiger og að þótt hún elski hann enn myndi hún ekki taka við kylfingnum aftur. „Ég gæti ekki treyst honum aftur. Ég held að hann eigi þetta skilið.“ Hjákona Tigers, Jamie Jungers, segir sína sögu. TIGER ÁTTI ÞETTA SKILIÐ BRITTANY MURPHY Bandaríska leikkonan Brittany Murphy lést í síðdegis í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Það var móðir leik-konunnar sem kom að henni meðvitundarlausri í sturt- unni á heimili eiginmanns hennar, Simons Monjacks. Murphy var flutt á Cedars-Sinai sjúkrahúsið í Los Angeles í gærmorgun að bandarískum tíma en þar var hún úrskurðuð látin. Hún var 32 ára. Murphy var ein ástsælasta leikkona Bandaríkjanna en hún sló fyrst í gegn í myndinni Clueless árið 1995. Síðan lék hún í fleiri stórmyndum á borð við Sin City og 8 Mile ásamt rappar- anum Eminem. Ekki liggur fyrir hvað olli því að Murphy fékk hjartaáfall en lögreglan í Los Angeles gaf það út í gærkvöldi að rannsókn muni fara fram á dauða leikkonunnar. LÁTIN Látin Brittany Murphy lést í gær, 32 ára gömul. Stórstjarna Murphy lék meðal annars í myndinni Sin City. Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Nike 150 Eau De Toilette For Man Spray 150 ml, 3 gerðir kr. 4.298,- GOSH Gjafakassi Maskari, Augnblýantur og gerviaugnhár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.