Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 23
Hver er maðurinn? „Sigurður Þór Birgisson, rúmlega þrítugur Grindvík- ingur.“ Hvernig er að alast upp í Grinda- vík? „Það er mjög gott.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Ætli það hafi ekki bara verið það sem mótaði mitt líf, þegar ég fékk minn fyrsta United-búning. Ég hef verið svona fimm ára gutti. Það var nágranni minn sem gaf mér hann og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir það. Ég var mjög glaður og hef verið það allar götur síðan.“ Hver er eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Ég er ekki mikill bókaunnandi, les frekar lítið. Ég las reyndar ævisögu George Best, hún er svona sú eina sem er í minningunni getum við sagt.“ Hvers vegna ákváðuð þið í stuðningsmannafélaginu að gefa allt Pepsi-ið ykkar? „Við vorum bara að velta fyrir okkur hvað við ættum að gera við þetta og þegar þessi hugmynd kom upp var hún samþykkt einn, tveir og þrír. Við vitum líka að það er mikil þörf fyrir svona gjafir og framlög og við vildum bara endilega láta gott af okkur leiða. Og reyndar var oft þörf en nú er nauðsyn.“ Er þetta ekki bara af því að allir í félaginu drekka bara kók? „Nei, síður en svo. Til dæmis er bara keypt Pepsi á mínu heimili.“ Hvað eru þetta margar Pepsi-flösk- ur? „Ég held að þetta séu 1.200 flöskur.“ Hvers vegna völduð þið Mæðra- styrksnefnd til að styrkja en ekki einhver önnur hjálparsamtök eða góðgerðarmál? „Ég eiginlega veit það ekki. En hefði þessi spurning ekki alltaf getað komið upp, hvað sem við hefðum valið?“ Búinn að kaupa allar jólagjafir? „Já, ég lagði lokahöndina á það í gær og get þá slappað af núna með það. Ætli þetta hafi ekki verið svona sjö, átta gjafir.“ Gefurðu einhverjum ættingja Pepsi í jólagjöf? „Nei. En hver veit, kannski er einhver ættingi minn sem fer til Mæðrastyrksnefndar og fær þá kannski Pepsi.“ BORÐAR ÞÚ SKÖTU Á ÞORLÁKSMESSU? „Nei, því miður. Hún er ekkert góð nema með hamsatólg sem ég má því miður ekki borða. Mér finnst hún mjög góð og borðaði hana alltaf áður fyrr. Lyktin er hins vegar vond.“ GUÐRÚN HJÖRDÍS ÓLAFSDÓTTIR 65 ÁRA SNYRTIFRÆÐINGUR „Já, ég borða skötu og hef alltaf gert. Mér finnst hún góð, sértaklega fyrsti bitinn. Ég elda hana ekki sjálf en fer í fjölskylduboð þar sem hún er borðuð.“ LINDA GUNNARSDÓTTIR 27 ÁRA SJÚKRAÞJÁLFARI „Já, já. Ég borða alltaf skötu og hún er góð. Ég er að vestan og hef borðað hana alla ævi. Hún er alveg ómissandi liður.“ ÓLAFUR ÖRN ÓLAFSSON 48 ÁRA RAFVIRKJAMEISTARI „Sem barn borðaði ég alltaf skötu enda hefð á mínu heimili. Hins vegar hef ég ekki borðað hana í mörg ár en finnst hún mjög góð.“ INGA GEIRSDÓTTIR 48 ÁRA FARARSTJÓRI DÓMSTÓLL GÖTUNNAR SIGURÐUR ÞÓR BIRGISSON er í forsvari fyrir Stinningskalda, stuðningsmannaklúbb Grindavíkur í knattspyrnu, sem gaf Mæðrastyrks- nefnd bretti af Pepsi-flöskum á dögunum. Pepsi-brettið fékk klúbburinn í verðlaun frá Ölgerðinni í sumar fyrir að vera bestu stuðn- ingsmennirnir. KANNSKI FÆR ÆTTINGI PEPSI „Já, stundum. Mér finnst hún mjög góð og gott að hafa hana mjög sterka. Lyktin er ekkert sérstök og ógeðslegt þegar hún er soðin í húsinu.“ INGA RÁN REYNISDÓTTIR 16 ÁRA NEMI MAÐUR DAGSINS Nýjar skattaálögur ríkisstjórnarinn- ar eru fáum fagnaðarefni og ábyggi- lega ekki heldur þeim sem að standa. Kannski einhverjir fái þó smá kikk út úr því að sverfa loks að auðstétt- inni sem slapp svo firnavel á tímum upprisu hins dauða fjármagns. Hlut- skipti ráðherranna versnar á hinn bóginn þegar neðar dregur, alltaf er erfitt að setja klafa á hinn venjulega meðaljón og atvinnulíf, hvaða nafni sem það nefnist. En þó Ísland sé ekki lengur sama skattaparadísin má hér enn finna vinjar. Landið er fagurt og frítt, hreint, tært, tignarlegt, heitt, kalt, dimmt, bjart, hægri, vinstri. Og þó skáldin séu dauð lifa þau enn í og með þjóðinni. En hvað gerði góðærið? Urðum við sælli, urðum við betri eða fallegri? Urðum við þjóð á meðal þjóða, tók loksins einhver mark á okkur? Fannst okkur gaman að fylgjast með Fuji og Nasdaq? Skartgripum forsetafrúar- innar og hverjir voru hvar? Var orð- ið skemmtilegra að heyra af laxveiði- ferðum auðmannanna heldur en að renna fyrir sjálfur? Var flottræfils- hátturinn orðinn okkar fyrirmynd? Vildi ekki obbi þjóðarinnar vera sjálf- ur auðmaður? Skreppa á eigin þotu á Mónakókappaksturinn og taka Dur- an Duran með sér til baka og slá upp balli? Allavega höfðu stjórnmála- menn gaman af lífsstíl og félagsskap þessara manna og af hverju þá ekki almenningur? Blindsól þessa brjálæðis er nú hnigin til viðar og komin nótt. Marg- ir eru vel brenndir og sumir ná sér aldrei. Flest munum við þó ná vopn- um. Það tekur tíma en mun takast. En áður en við förum út á akurinn þarf að endurheimta laskaða sjálfsmynd. Sem þjóð verðum við að vita hver við erum, fyrir hvað við viljum standa og hvert við viljum stefna. Við þurfum að gera upp hug okkar eins og Þjóðverj- ar eftir stríðið. Við hrifumst eins og þeir, heilluðumst eins og þeir og fór- um loks að trúa á eitthvað í blindni og án gagnrýni eins og þeir. Að vísu gerðum við það ekki öll en nógu mörg til að tryggja tilvist gilda og siðferð- is sem leiddu landið loks í gönur. Og það mun taka drjúgan tíma fyrir þetta grugg að setjast. Heitir annars nokkur Hitler í heiminum í dag? Á Íslandi er samt gott að búa. Það þótti gott meðan rússíbaninn var í gangi, það verður enn betra nú. Ró- legra, afslappaðra og eðlilegra. Efna- hagslegar þrengingar eru samt óum- flýjanlegar en þær munum við þola. Áframhaldandi siðferðisbrest mun- um við hinsvegar ekki þola. Hann þarf að uppræta fyrst og fremst í stjórnsýslunni, þaðan á hinn hreini tónn að enduróma um allt samfé- lagið. Við verðum enn fremur að fá nýja stjórnarskrá sem tryggir þjóð- inni sjálfstæði, jöfnuð og sjálfbærni til framtíðar. Við getum farið á haus- inn en við megum ekki missa frá okkur nauðsynleg hjálpargögn til að komast aftur upp á lappirnar, hvorki til útlanda né hagsmunasamtaka hér heima. Og þessi eru mál mál- anna, ekki einhverjar skattprósent- ur. Þær munu lækka á ný. Annars er þeim stjórnmálamönnum sem hæst gjamma vegna skattaprógramms ríkisstjórnarinnar aldrei nógsam- lega bent á að allir þessir skattar, öll þessi nýju gjöld og byrðar eru í þeirra boði, ESB er í þeirra boði, Icesave er í þeirra boði og öll hin laskaða ímynd Íslands er í þeirra boði. Kuskið á hvít- flibbanum er í þeirra boði. Rolukoll- unum væri því nær að þegja fyrst þeim datt ekki í hug að fá sér aðra vinnu. Kuskið á hvítflibbanum KJALLARI MYNDIN 1 Jón Gnarr: Næstum dauður af pilluáti Jón Gnarr sagði frá því í helgarviðtali við DV að hann hefði verið hætt kominn á pönktímabilinu. 2 Magnús Scheving ætlaði að verða arkitekt Faðir Magnúsar Scheving reiknaði með því að sonur sinn myndi leggja arkitektúr fyrir sig. 3 Amy og Blake trúlofuð á ný Blake Fielder-Civil segir að hann og söngkonan breska Amy Winehouse séu trúlofuð á ný. 4 Avatar sló engin miðasölumet en lofuð af gagnrýnendum Avatar, eftir James Cameron, tók inn 27 milljónir Bandaríkjadala á fyrstu sýningarhelgi. 5 Átján mánaða stúlka numin á brott af lögreglustöð Lögreglan í Bretlandi leitar nú að átján mánaða gamalli stúlku sem var rænt af lögreglustöð í London. 6 Bandaríkjamenn auka álögur á ljósabekki Bandarískir ráðamenn hafa ákveðið að auka álögur á ljósabekki. 5 Vonskuveður í Vestmanna- eyjum Hvöss norðanátt var í Vestmannaeyjum á sunnudag og voru hviðurnar nokkuð sterkar þar. MEST LESIÐ á DV.is UMRÆÐA 21. desember 2009 MÁNUDAGUR 23 FÓLK Á HLAUPUM Í INNKAUPUM Þótt jólasnjóinn vanti bítur kuldinn á endaspretti aðventunnar en fólk lét næðinginn ekki aftra sér um helgina og endasentist upp og niður Bankastrætið og Laugaveginn í jólastússi. MYND SIGTRYGGUR ARI LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar „En hvað gerði góðærið? Urðum við sælli, urðum við betri eða fallegri?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.