Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 16
Mánudagur 21. desember 200916 Bækur  SPENNUSAGA SAGA SEM VEKUR ATHYGLI Önnur bók Eyrúnar Ýrar Tryggva- dóttur, Fimmta barnið, er sjálf- stætt framhald bókarinnar Hvar er systir mín? sem kom út í fyrra. Hér segir aftur frá Andreu, aðal- söguhetjunni, sem nú er búin að jafna sig á þeim skelfilegu atburð- um sem hentu hana í fyrri bók- inni. Hún starfar sem blaðamaður og fær í upphafi sögunnar athygl- isvert mál inn á borð hjá sér. Og áður en langt um líður er Andrea orðin skrefi á undan lögreglunni með að leysa málið sem á rætur í fortíðinni. Bókin er fjölbreytt og full af lífi. Höfundur velur viðfangsefni sem fær les- endur til að tengjast því. Viðfangsefni sem má kalla afar krassandi. Í söguna fléttast svo óhugnanlegar staðreyndir. Sagan byrjar vel og nær taki á manni frá fyrstu síðu. Hún er afar auðveld í lestri líkt og sú fyrri og afar þægilegt hversu einföld og hnitmiðuð hún er. Lýs- ingar hvorki of langar né of stuttar. Bókin verður óhugnanleg á köflum og í senn blíð. Ljótir glæpir í tengslum við börn geta reitt marga til reiði en kveikt um leið samúðarfullar tilfinningar í brjósti manns. Ásamt þessu og votti af ástarlífi Andreu verður bókin fjölbreytt. Í Fimmta barninu er Andrea orðin hugrakkari en í Hvar er systir mín? og staðráðin í að láta ekki slæmt fólk og atburði hafa áhrif á sig. Samt má einnig sjá viðkvæmni í fari hennar. En hugrekkið verður örlítið ýkt í lokin en Andrea þarf að treysta á allt sem hún á til að halda lífi og til að halda vinnunni sinni. Líkt og í fyrri bók Eyrúnar kemur endirinn á óvart. Að vísu var nokkuð fyr- irsjáanlegt hver sökudólgurinn væri en sagan er ekki öll sögð með því. Örlítill útúrdúr fylgir sem jafnvel er ofaukið. Bókin hefði verið alveg jafn góð án hans. Svo virðist þó sem þriðja bókin eigi eftir að líta dagsins ljós. Þetta er áhugaverð saga sem hvorki er betri né verri en sú fyrri. Ekta krimmi sem gaman er að lesa. Saga sem vekur athygli. ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR FIMMTA BARNIÐ Eyrún Ýr Tryggvadóttir Ekta krimmi með sögu- þræði sem vekur athygli manns frá fyrstu síðu. Útgefandi: Salka HETJAN Í STOFUFANGELSINU Þeir Íslendingar, sem fylgjast með fréttum úr öðrum löndum og heimshlutum og hafa áhuga á al- þjóðastjórnmálum, hafa væntan- lega flestir heyrt getið baráttukon- unnar Aung San Suu Kyi austur í Búrma, sem nú heitir víst reyndar formlega Myanmar. Helsta von milljóna landsmanna er barátta Suu, eins og hún er nefnd í daglegu tali þar eystra, en hún hefur frá árinu 1988 haldið uppi öflugu andófi gegn herfor- ingjastjórninni, þrátt fyrir að hafa setið í stofufangelsi og fangelsi í nærfellt tvo áratugi. Jakob F. Ásgeirsson hefur lengi fylgst með baráttu Aung San Suu Kyi og þekkir betur gang mála í Búrma en aðrir Íslendingar. Það stafar öðru fremur af því, að á námsárum sínum í Oxford komst hann í kynni við enskan eiginmann Suu, fræddist af honum og tók síðar þátt í baráttu fólks á Norðurlöndum fyrir málstað lýðræðissinna í Búrma. Árangur þess starfs má sjá á þessari bók. Hún er ekki eiginleg ævisaga Suu. Bókin hefur að geyma þætti um ævi hennar, baráttu og starf síðastliðin tuttugu ár. Þættirnir eru samfelldir að því leyti að þeir eru í tímaröð, en fjalla annars um einstök atriði í sögu Suu og fjölskyldu hennar og mynda þannig eina heild. Þeir eru allir einkar vel samdir og stórfróðlegir um örlagasögu þessarar miklu baráttu- og hugsjónakonu og fjölskyldu hennar. Í bókarauka er birt ritgerð Aung San Suu Kyi, „Frelsi frá ótta“, sem kom fyrst út í ritgerðasafninu „Freed- om from Fear and Other Writings“ árið 1991. Sú bók er tvímælalaust eitt af merkari stjórnmálaritum síðari ára og ég vil leyfa mér að beina þeim tilmæl- um til Jakobs, að hann sjái til þess að hún komi sem fyrst út á íslensku í heild. Það er því miður ekki algengt, að íslenskir fræðimenn taki sig til og skrifi bækur um alþjóðamál; miklu algengara er að slík rit séu þýdd, ef þau á annað borð koma út á íslensku. Af þeim sökum á Jakob F. Ásgeirsson þakkir skildar fyrir framtakið. Þessa litlu bók hefur ekki borið ýkja hátt í jólabókaflóðinu, en hún er tví- mælalaust ein af perlunum í útgáfunni þetta árið. JÓN Þ. ÞÓR STJÓRNMÁLASAGA Peningarnir sigra heiminn útskýrir vaxandi áhrif peninganna á mann- kynssöguna. Í bókinni segir Niall Ferguson, prófessor í Harvard-há- skóla, fjármálasögu heimsins frá Mesópótamíu til undirmálskrís- unnar. Henni lýkur á þeim tíma- mótum að skuldsetning margra landa, eins og Íslands og Banda- ríkjanna, er meiri en nokkru sinni á friðartímum. Það er viðeigandi endir, því í upphafi voru peningar einungis tákn fyrir skuld. Bókin segir frá því hvernig bón- uskerfi fjármálafyrirtækis í De- troit getur öllum að óvörum kom- ið í kollinn á íbúum í sveitarfélagi í Norður-Noregi í gegnum flókin net skuldabréfa. Ýmsar athyglisverð- ar kenningar eru settar fram í bók- inni; til að mynda þróunarkenning um fjármálamarkaði og kenning- ar um hugsunarvillur, sem sýna hvernig maðurinn hefur sjálfkrafa tilhneigingu til að komast að rangri niðurstöðu um áhættu tengda fjár- málum. Saga peninganna sýnir okkur einna helst hvað þeir eru hverful- ir. Ástæðan fyrir því, að mati Fergu- sons, er að þeir eru spegill mann- legrar hegðunar, sem oft byggist á hugsanavillum. Hann tekur þetta saman: „Það er ekki speglinum að kenna að hann sýnir lýtin jafn- greinilega og fegurðina.“ Í bókinni er lítil gagnrýni á pen- ingahagkerfi nútímans. Í raun eru annmarkar kerfisins afskrifaðir sem mannleg mistök. Á sama tíma er aðeins lítillega minnst á hvern- ig þessi mannlegu mistök valda því að kerfið getur vegið að lífi fólks eða takmarkað frelsi þess, til dæm- is þegar verðbólga eykst um trilljónir prósenta á nokkrum árum eða fasteignabólur springa. Ekkert er fjallað um Ís- land í bókinni, enda er tilfelli Íslands varla sögulegt, heldur fyrst og fremst dæmi um hversu hættulegur nútímafjár- málaheimur getur ver- ið eftirlitslausum og áhættusæknum byrj- endum og þeim sem enda á að borga skuld- irnar þeirra. Ferguson byggir um- fjöllun sína á jákvæðu og kannski þroskuðu viðhorfi gagnvart peningahagkerf- inu sem slíku. Titillinn Peningarn- ir sigra heiminn gefur til kynna að peningarnir séu eitthvað meira en tæki fólks. Erfitt er að samræma það þeirri niðurstöðu að pening- arnir séu spegill mannsins. Spegill sigrar varla heiminn, hversu mik- ið sem hann nær að endurspegla. Sú niðurstaða að peningar séu hverfulir vegna breyskleika mann- anna er auk þess lítið upplýsandi. Bókin er hvorki djúp né gagn- rýnin. Ef hún væri það myndi hún líklega missa marks og verða bæði sértækari og óaðgengilegri fyrir al- menna lesendur. Ómögulegt er að sjóða saman sögu jafnflókins og óhlutbundins fyrirbæris eins og peninga í 350 síðna bók, án þess að takmarka umfjöllunina. Bókin er tilvalin fyrir venjulegt fólk sem er áhugasamt um að stórauka skiln- ing sinn á peningum tiltölulega hratt. Ferguson velur efnið vel, set- ur það fram á sæmilega áhugaverð- an hátt og nær um leið að setja yf- irstandandi kreppu í samhengi við undirmálskrísuna í Bandaríkjun- um og þróun peninganna í gegn- um árin. Þessi bók kemur Íslendingum við, þar sem landsmenn hafa feng- ið að kynnast öfgum peninganna með eftirminnilegri hætti en flestar aðrar þjóðir. Almennt er mikilvægt fyrir fólk að kynna sér virkni pen- inganna, ef það stefnir á að eign- ast eitthvað um ævina. Til lengri tíma litið er mjög líklegt að fjárhag- ur og lífsmáti flestra muni verða fyrir barðinu á skyndilegum duttl- ungum þeirra. Og líklega nokkrum sinnum, ef maður er Íslendingur. Peningarnir sigra heiminn er án vafa ein hollasta lesningin þessi jólin, þótt ekki muni öllum finnast hún sú skemmtilegasta. JÓN TRAUSTI REYNISSON Undirtitill þessarar bókar, „Vor Ak- ureyri“, vísar til ljóðs eftir Kristján skáld frá Djúpalæk og ártölin eiga við þann tíma sem bókin nær yfir. Tilvísunin í ljóð Kristjáns er að mínu viti vel viðeigandi, en á þess- um árum voru Akureyringar lík- lega stoltari (grobbnari sögðu þeir fyrir sunnan) af bænum sínum og eigin uppruna en bæði fyrr og síð- ar. Og stoltið átti fullan rétt á sér. Akureyri var líklega fallegri á þess- um árum, eða a.m.k. á 6. áratugn- um, en löngum síðar, uppbygg- ing var mikil í bænum á þessum árum, atvinnuleysi kreppuáranna var á bak og burt, hvarvetna mátti greina framfarir í atvinnulífi, fólks- fjölgun var jöfn og tiltölulega hröð (bæjarbúum fjölgaði úr liðlega fimm þúsundum árið 1940 í tæp- lega níu þúsund árið 1960), mikið var byggt af hvers kyns húsnæði og lífskjör fóru almennt batnandi. Ak- ureyringar höfðu því fulla ástæðu til að vera ánægðir með bæinn og sjálfa sig þegar þeir fögnuðu hundrað ára kaupstaðarafmæli sumarið 1962. Tímabilið, sem fjallað er um í þessari bók, 1940-1962, var mik- ið umbrotaskeið á Akureyri, eins og reyndar víðar á Íslandi. Það hófst með komu breska, og síðar bandaríska, hersins sumarið 1940 og næstu fimm árin var bærinn bókstaflega „í hers höndum“. Auk Breta og Bandaríkjamanna voru norskir hermenn býsna áberandi á Akureyri. Eftir stríðið tók hvunn- dagsbarningurinn við eins og ann- ars staðar og snerist ekki síst um að byggja upp atvinnutækifæri í anda nýsköpunarinnar. Það var gert á myndarlegan hátt og ber stofnun Útgerðarfélags Akureyr- inga þar hæst, þótt margt fleira kæmi til svo sem stóraukin starf- semi iðnfyrirtækja á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar og stórbætt- ar samgöngur á sjó, landi og í lofti, en þær áttu sinn þátt í því að Akureyri varð á þess- um árum þjónustu- og samgöngumiðstöð Norður- og Norðaust- urlands í enn ríkari mæli en fyrr. Löngum stóð mikill styrr um þessa miklu atvinnuuppbyggingu, en hún var holl fyr- ir mannlífið. Það varð að flestu leyti fjöl- breytilegra (og vonandi betra) og bæjaryfirvöld gleymdu ekki því sem sneri að daglegu lífi fólks og sá þess stað í byggingu glæsilegra íþróttamann- virkja, auk margs annars. Af öllu þessu er mikil saga og hana segir Jón Hjaltason sagn- fræðingur á einkar greinargóð- an og skemmtilegan hátt í þessari bók. Jón er vafalítið öðrum mönn- um fróðari um sögu Akureyrar og hann kann vel að koma yfirgrips- mikilli þekkingu sinni til skila. Stíll hans er í senn vandaður og líflegur og hann kryddar frásögn af stað- reyndum og daglegu amstri með skemmtilegum vísum og gam- ansögum. Þær eru að vísu sumar þess eðlis að ekki er víst að aðrir en innvígðir skilji til fulls. Það gerir þó ekkert til, og víst á góð saga allt- af erindi við skynsamt fólk. Bók- in er prýdd miklum fjölda mynda, sem flestar hafa mikið heimilda- gildi, og fylgja þeim góðir og oft rækilegir myndatextar. Sumir eru skemmtilega sérviskulegir, eins og til að mynda sá sem fylgir mynd á bls. 51. Hún var tekin á „Kaupfé- lagshorninu“ og segir þar: „Loft- varnarskýli var í kornvöruhúsi KEA í sundinu norður af bílnum á myndinni.“ Allt er þetta skýrt, en ég efast nú um að aðrir en stað- kunnugir á gömlu Akureyri skilji þetta til fulls! Með þessu bindi lýkur miklu verki, sem staðið hefur í nærfellt tvo áratugi. Jón Hjaltason á mik- ið hrós skilið að verkalokum, en bindin fimm í Sögu Akureyrar eru hvert öðru vandaðra og fallegra og er þá rétt að geta þess, að öll prent- vinna hefur verið unnin í prent- smiðjunni Ásprent á Akureyri. Sýnir það að enn stendur prentiðn og bókagerð traustum fótum norð- an heiða. Undanfarnar vikur hafa sumir lesendur DV haft orð á því við mig, að ég sé ærið naumur þegar kem- ur að stjörnugjöf bóka. Það má vel vera rétt, en fyrir þessa bók hika ég ekki við að gefa fimm stjörnur og þá reyndar um leið fyrir verkið í heild. Það er stórvirki. JÓN Þ. ÞÓR SAUNG SAN SUU KYI OG BAR- ÁTTAN FYRIR LÝÐRÆÐI Í BÚRMA Jakob F. Ásgeirsson Tvímæla- laust ein af perlunum í útgáfunni þetta árið. Útgefandi: Bókafélagið Ugla Lexía fyrir Íslendinga FRÆÐIBÓK PENINGARNIR SIGRA HEIMINN Niall FergusonAðgengilegur inngangur að virkni og sögu peninga. Kem- ur út á íslensku á besta tíma og setur kreppuna í skiljanlegt samhengi. Útgefandi: Bókafélagið Ugla SAGNFRÆÐI Norðlenskt stórvirki SAGA AKUREYRAR - V. BINDI: „VOR AKUREYRI“ 1940-1962 Jón Hjaltason Afar vandað og vel unnið verk - sann- kallað stór- virki. Útgefandi: Akureyrarbær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.