Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 FRÉTTIR „Það er svo erfitt að kveðja af- kvæmi sitt. Sem betur fer feng- um við samt tíma með henni. Við náðum að kveðja hana. Það var mikill léttir að geta kvatt hana og munaði öllu fyrir okkur foreldr- ana,“ segir Stefán Sigurður Snæ- björnsson, faðir Unnar Lilju sem lét lífið í sviplegu bílslysi um síð- ustu helgi. Fjögur ungmenni voru í bílnum þegar hann hafnaði á ljósastaur við Mánagranda á Suðurnesjum síðastliðinn laugardagsmorgun og valt í kjölfarið. Tvær vinkon- ur létu lífið í slysinu, Unnur Lilja og vinkona hennar, Lena Margrét Hinriksdóttir. Báðar voru þær átj- án ára en þeim hafði verið haldið í öndunarvél eftir slysið og létust þær síðastliðinn sunnudag. Þriðja stúlkan í bílnum liggur þungt hald- in á Landspítalanum en ökumað- urinn, sem grunaður er um ölv- un við akstur, slapp ómeiddur en hann var sá eini sem var í bílbelti. Stefán Sigurður hvetur íslensk ungmenni til að fara varlega. Þúsundir syrgja „Krakkarnir verða að taka sig á og nota beltin. Ef þær hefðu not- að þau hefðu þær örugglega lifað þetta af. Ég brýni fyrir öllum ung- mennum að fara varlega og hringja og láta frekar sækja sig en hitt,“ segir Stefán Sigurður. Á samskiptasíðum á internet- inu hafa þúsundir einstaklinga látið sorg sína í ljós og látið hlý- leg orð um vinkonurnar falla. Þar er þeim báðum lýst sem lífsglöð- um og fjörmiklum stúlkum í blóma lífsins. Allir þeir sem þar hafa tjáð sig eru harmi slegnir yfir andláti stúlknanna og senda fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Stefán Sig- urður er þakklátur fyrir stuðning- inn. „Ég hef fundið mikinn hlýhug og stuðning. Fyrir það erum við foreldrarnir mjög þakklát,“ segir Stefán. Erfitt símtal Stefán Sigurður segist hafa ver- ið staddur úti á landi við störf sín þegar honum bárust fregnir af bíl- slysinu sviplega. Það var ekki fyrr en hann kom á sjúkrahúsið sem hann áttaði sig á alvarleika máls- ins. „Ég var staddur úti á landi þeg- ar hringt var í mig og þá fór ég strax í bæinn. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa sorginni í orðum, hvernig það er að fá svona símtal. Þó birt- ist raunveruleikinn mér ekki fyrr en ég kom á spítalann og sá hvern- ig komið var fyrir dóttur minni. Þá rann upp fyrir mér hvað hafði gerst og það var alveg svakalega erfitt, alveg svakalega,“ segir Stefán Sig- urður. „Þetta var hræðilega sviplegt. Þetta voru allt góðar vinkonur í litlu bæjarfélagi sem fóru illa í þessu slysi og því er sorgin gífur- leg. Ekki aðeins voru þær vinkon- ur heldur þekkjast allir þeirra að- standendur og það gerir þetta líka svo erfitt. Það var svo erfitt að fá þetta símtal.“ Skarð sem aldrei verður fyllt Jóhanna Berglind Kristjánsdóttir, móðir Lenu Margrétar, segir það hafa verið algjört reiðarslag að fá fréttir af slysinu. Hún segir ekk- ert eins sárt og að missa yndislega dóttur sína. „Við sáum Lenu aldrei nema geislandi lífsglaða og yndis- lega í alla staði. Lena var hjálpleg við alla og var óhrædd við að sýna það ásamt því að vera örlát á sitt. Að missa þessa frábæru stúlku er það sárasta sem maður upplifir og þetta er stórt skarð í okkar fjöl- skyldu sem aldrei verður fyllt,“ seg- ir Jóhanna Berglind. Halldór Jónsson, stjúpfaðir Lenu Margrétar, segir þau hjón- in hafa verið stödd erlendis þegar tíðindin bárust. Sökum eldgossins í Eyjafjallajökli komust þau ekki til landsins til að vera hjá henni á sjúkrahúsinu áður en hún lést. „Við biðum sólarhring á flugvell- inum úti og það var gífurlega erfitt. Það lék allt í höndunum á henni og hún var yndislegur karakter. Þetta skarð sem hún skilur eftir sig verð- ur aldrei fyllt,“ segir Halldór. Bærinn lamaður Sóknarpresturinn í Útskálapresta- kalli, Sigurður Grétar Sigurðsson, verður með minningarstundir í kirkju sinni næstu miðvikudags- kvöld fyrir alla þá sem vilja minn- ast Lenu Margrétar og Unnar Lilju. Presturinn segir gífurlega sorg vegna slyssins á Suðurnesjum og undir það tekur Stefán Sigurður, faðir Unnar Lilju. Aðspurður seg- ist hann hafa heyrt að þriðja stúlk- an sem í bílnum var sé hugsanlega á batavegi. „Mér skilst að það sé von og það er sannarlega óskandi. Sorgin er ekki bara mikil hjá okk- ur heldur í öllum bænum, það hef- ur allt verið lamað hér á Suður- nesjunum. Það eru allir í sjokki yfir þessu,“ segir Stefán Sigurður. „Dóttir mín var hrókur alls fagnaðar og átti marga vini. Frá blautu barnsbeini var hún kot- roskin og ákveðin. Hún hefur ávallt sagt sína meiningu og lagt áherslu á að lifa lífinu lifandi. Það er gott að hugsa til þess og við náðum svo oft að hlæja með henni í gegnum tíð- ina. Við erum sannarlega að kveðja hressa og skemmtilega stelpu.“ „SVO HRÆÐILEGA SORGLEGT“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Það var mikill léttir að geta kvatt hana og munaði öllu fyrir okkur foreldrana. Faðir annarrar stúlkunnar sem lét lífið í bílslysi um helgina telur að bílbelti hefðu líklega bjargað stúlkunum og hvetur ungmenni til að fara varlega. Stefán Sigurður Snæbjörnsson segir ekki hægt að lýsa sorginni yfir að missa afkvæmi sitt en er ánægður með að geta lifað við minninguna um að hafa í gegnum tíðina hlegið mikið með skemmtilegri dóttur sinni. Mikill missir Stefán Sigurður syrgir dóttur sína sem hann minnist fyrir þær fjölmörgu skemmtilegu stundir sem þau áttu saman. Unnur Lilja Stefánsdóttir F. 2 5 . 8 . 1 9 9 1 – D . 2 4 . 4 . 2 0 1 0 Lena Margrét Hinriksdóttir F. 8 . 2 . 1 9 9 2 – D . 2 4 . 4 . 2 0 1 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.