Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 15
NEYTENDUR 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 15 KOSTAKJÖR Á KERRUM Á flestum þjónustu- stöðvum N1 er hægt að leigja kerrur á góðu verði. Blaðamaður, sem fluttist búferlum um helgina, leigði stóra yfirbyggða kerru í átta tíma og flutti í henni alla búslóðina innan höfuðborgarsvæðis- ins. Fyrir kerruna greiddi hann á bilinu fimm til sex þúsund krónur. Fleiri aðilar leigja einnig út kerrur á góðu verði, til dæmis BYKO. Það kostar fjögurra manna fjöl- skyldu innan við 100 þúsund krónur að ferðast frá Íslandi til Danmerkur og heim aftur með Norrænu. Þetta miðast við að ann- að barnið sé yngra en fimm ára og farið sé út 2. júní og komið heim 22. júní. Ferðin kostar rúmar 94 þús- und krónur ef miðað er við að gist sé í svefnpokaplássi. Ef fjölskyldan velur að fljúga með Iceland Express til og frá Dan- mörku kostar ferðin 129 þúsund krónur. Með Icelandair kostar sama ferð 114 þúsund krónur. Eins og sjá má á þessu er töluvert ódýrara fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu að fara til Danmerkur með Norrænu en með flugfélögunum auk þess sem líkurnar á því að ferð falli niður hjá skipinu eru hverf- andi samanborið við líkurnar á því að flug raskist, eins og síðustu dag- ar og vikur sýna. Þess ber að geta að ekki sér fyrir endann á eldgos- inu. Sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvort gosið hætti á morgun eða standi yfir í mánuði eða jafnvel ár. Á hinn bóginn má benda á að það tekur nokkra daga að sigla með skipinu. Það leggur úr höfn á miðvikudögum en til baka frá Danmörku á laugardögum. Þess má geta að þeir sem ferð- ast með Norrænu eiga þann kost að taka einkabílinn með. Það kostar um 97 þúsund krónur ef um fólks- bíl er að ræða. Á heimasíðu Norrænu, smyril- line.is, segir að farþegunum standi sundlaug, líkamsrækt og sólbaðs- stofa til boða. Hægt sé að fara í gufubað auk þess sem börnin hafi stórt og glæsilegt leiksvæði. Þá eru margar verslanir um borð. baldur@dv.is Öskufall stoppar ekki Norrænu: ÓDÝRARI VALKOSTUR Ódýrara með Norrænu Það kostar minna að sigla en fljúga til Danmerkur. Siglingin fellur ekki niður. ÞETTA ÞARFTU AÐ EIGA n Rykgrímur og augnhlífar (sjá á www.landlaeknir.is) n Plastfilma (til að hlífa raftækjum við ösku) n Útvarp sem gengur fyrir rafhlöðum n Luktir eða vasaljós og aukarafhlöður n Viðbótarskammtur af nauðsynlegum lyfjum, fyrir menn og dýr n Sjúkrakassi n Ræstingarvörur (t.d. kústur, ryksuga og skófla) n Næg matvæli ÞETTA SKALTU GERA n Lokið dyrum og gluggum. n Setjið rök handklæði fyrir þröskulda og annars staðar þar sem dragsúgur kann að vera. n Límið fyrir glugga. n Hlífið viðkvæmum raftækjum og takið ekki utan af þeim fyrr en búið er að hreinsa upp alla ösku í kringum þau. n Aftengið rör frá þakrennum til að koma í veg fyrir að niðurföll stíflist. Aska og vatn geta þá runnið úr þakrenn- um og niður á jörð. n Fólk sem þjáist af langvinnum hjarta- og lungnasjúk- dómum á að halda sig innandyra og forðast að komast í snertingu við ösku að óþörfu. Utandyra er notkun gríma og gleraugna ráðlögð. n Sjáið til þess að búfé komist í hreint vatn og fóður. n Ef þið eigið börn skuluð þið kynna ykkur neyðaráætlun skólans og vera búin að hugsa um afþreyingu ef til lokunar skyldi koma. SVONA SKALTU BREGÐAST VIÐ n Haldið ró ykkar. n Haldið ykkur sem mest innandyra. n Leitið í skjól ef þið eruð stödd utandyra n Setjið grímu, vasaklút eða fatnað fyrir nef og munn, og augnhlífar fyrir augu ef verið er úti í öskuregni. n Farið heim úr vinnu ef viðvörun um yfirvofandi öskufall er gefin út. n Haldið kyrru fyrir innandyra ef öskufall hefst meðan þið eruð í vinnu og þangað til því lýkur. n Notið ekki síma nema í neyðartillfellum. n Hlustið eftir upplýsingum í útvarpi um eldgosið og hreinsunaráætlanir. n Ekki vera með augnlinsur þar sem þær geta valdið ertingu. n Öskumengað vatn verður yfirleitt bragðvont áður en það verður heilsuspillandi. n Það er óhætt að borða grænmeti úr garðinum en fyrst þarf að skola það. SVONA Á AÐ ÞRÍFA n Setjið upp grímu sem mælt er með áður en hafist er handa við hreinsun. n Ef þið eigið ekki grímu notið þá klút sem má bleyta. n Notið augnhlífar (t.d. hlífðargleraugu) við hreinsun í þurrviðri. n Bleytið fyrst í öskunni með úðara. Það dregur úr því að vindur komi öskunni á hreyfingu á ný. n Notið skóflur til að fjarlægja megnið af þykku öskulagi (meira en u.þ.b. 1 cm). Stífa kústa þarf til að fjarlægja minna magn. n Setjið öskuna í þykka plastpoka, eða á vörubíla ef þeir eru tiltækir. n Gosaska er hál. Sýnið varúð þegar klifrað er í stigum og á þökum. n Mjög lítið þarf til að stífla þakrennur og því skal sópa frá þeim ef þær eru staðsettar undir þakbrún. n Sláið gras og limgerði aðeins eftir rigningu eða úðun og setjið slegið gras í poka. n Leitið ráða hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga varðandi förgun gosösku í hverfinu eða bæjarfélaginu. n Í flestum tilvikum skal aðskilja ösku frá öðru sorpi og hún losuð á fyrirfram tilgreindum stað. n Ef aska blandast venjulegu sorpi getur það leitt til skemmda á sorpbílum auk þess sem hún tekur aukið pláss á sorpurðunarstöðum. n Bleytið í ösku í görðum og á götum til að hún svífi minna. Reynið þó að spara vatn og rennbleytið því ekki í henni. n Farið úr útifatnaði áður en farið er inn í byggingar. EKKI GERA ÞETTA n Rennbleytið ekki ösku því að hún harðnar í harðan massa sem gerir hreinsun erfiðari. Á þökum eykur sú aukna þyngd sem vatnið bætir við hættuna á því að þau láti undan. n Losið ekki ösku í garða eða á gangstéttar og götur. n Skolið ekki ösku ofan í þakrennur, ræsi eða niðurföll. (hún getur skemmt skólphreinsunarkerfi og stíflað rör). n Akið ekki nema brýna nauðsyn beri til - akstur þyrlar upp ösku. Þar að auki er aska skaðleg ökutækjum. TÆKJALEIGA GARÐHEIMA Keðjusagir, sláttuorf, hekk- klippur, smágröfur, beltavagnar, stærri kurlarar, lyftur og jarð- vegsþjöppur eru á meðal þess sem hægt er að taka á leigu í tækjaleigu Garðheima. Hún var opnuð núna í apríl og er tilvalin fyrir þá sem huga á framkvæmdir í garðinum. Leigan er sögð henta einstaklingum, garðverktökum, sveitarfélögum, skógræktarfélögum sem og smærri fyrir- tækjum, að því er segir á síðunni. ÖSKUFALL Í BORGINNI Í SUMAR Í nýjum bæklingi Almannavarna ríkislögreglustjóra er að finna leiðbeiningar sem skal fylgja ef viðvörun um öskufall er gefin út. Hvað skuli gera meðan á öskufalli stendur og hvaða aðferðir séu árangursríkastar við hreinsun ösku að loknu gosi. ir töluverða rigningu. „Rigningin virk- ar eins og kaffipoki á loftið og dregur þessi korn niður,“ segir hann. Sigurður segir aðspurður að ef ver- ið hefði stíf austan eða suðaustanátt á fyrstu dögum gossins, þegar eldstöð- in spúði gríðarlegu magni ösku upp í himininn, hefði höfuðborgarsvæðið klárlega orðið álíka illa úti og bændur undir Eyjafjöllum. Veðurtunglamynd- ir hafi sýnt að öskustrókurinn hafi náð 200 til 300 kílómetra á haf út á fyrstu dögunum. Með annarri vindátt hefðu höfuðborgarbúar fengið að kenna á því. „Þá hefðum við verið í bölvuð- um skít,“ segir hann kíminn en bæt- ir við, alvarlegri í bragði, að líkurnar á því miðað við framleiðslu eldfjalls- ins núna, séu ekki mjög miklar. Hann bendir á að virknin hafi verið nokkuð stöðug undanfarna daga en segir að eldfjallið sé með öllu ótútreiknanlegt. Katla myndi raska miklu Sigurður, sem einnig er jarðfræðing- ur að mennt, segir aðspurður að Katla framleiði alla jafna öðruvísi ösku en Eyjafjallajökull. „Hún hagar sér öðru- vísi og framleiðir ekki svona mikið af fínni ösku, nema rétt á meðan vatn- ið streymir ofan í gíginn. Katla myndi senda okkur svarta ösku til Reykjavík- ur, ef vindar stæðu þannig,“ segir Sig- urður og bætir við að sú aska sé al- veg eins varasöm til innöndunar og sú sem Eyjafjallajökull spúir. Ef suð- austan- eða austsuðaustanáttir yrðu ríkjandi þegar Katla gysi yrði hér mik- ið öskufall. „Ef Katla myndi byrja að gjósa myndi það gos geta raskað veru- lega mörgu hér í höfuðborginni,“ segir hann. Gott útlit næstu daga Spurður um veðurspár næstu daga segir Sigurður að í dag, miðvikudag, eigi hann von á stífri norðaustanátt en strax á fimmtudag og föstudag líti út fyrir hægviðri. „Það eru nánast eng- ar líkur á að við fáum ösku yfir okkur á allra næstu dögum. Háloftavindarnir eru vestlægir og senda öskuna til aust- urs. Það gæti hins vegar truflað eitt- hvað suðaustur af landinu,“ útskýrir hann. Eins og áður sagði getur rign- ing síað öskuna sem svífur um í loft- um. Hann er hins vegar mjög efins um þær kenningar sem heyrst hafi að mikil rigning geti hreinsað landið þar sem öskufallið hefur orðið mest, undir Eyjafjöllum. „Það yrði eiginlega að vera hálfgert ofanflóð, til að skola þessu magni í gegnum jarðveginn. Ég held að það sem sjálfboðaliðarnir eru að gera sé hárrétt. Það þarf að koma þessu niður í jarðveginn og í skurðina,“ segir hann að lokum. Askan smýgur alls staðar Ef stíf suðaustanátt brestur á og gosvirknin eykst getur askan hellst yfir höfuðborg- arsvæðið. MYND RÓBERT REYNISSON Bjartsýnn veðurfræðingur Sigurður segir að næstu dagar horfi vel, ekki séu líkur á miklu öskufalli nema rétt við gosstöðvarnar. SVONA Á AÐ BREGÐ- AST VIÐ ÖSKUFALLI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.