Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 25
Annað árið í röð verður hreinn úr- slitaleikur um Íslandsmeistaratit- ilinn í körfubolta. Keflavík og Snæ- fell þurfa að mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík. Keflvík- ingar voru með bakið upp við vegg á mánudagskvöldið en knúðu fram úrslitaleik með frábærum sigri í Hólminum, 82-73, þar sem hart var barist. Þrír leikmenn fóru af velli blóð- ugir, þar af tveir eftir leikstjórn- andann Hörð Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík. Sigurður Þorvaldsson og Emil Jóhannsson þurftu báðir að láta binda um höfuð sitt sára- bönd og bara Sigurður sneri aft- ur til leiks. Hjá Keflavík spilaði Jón Norðdal Hafsteinsson ekki mínútu eftir að hafa fengið olnbogann frá Jóni Ólafi Jónssyni í andlitið í fyrri hálfleik. Leikurinn á mánudagskvöldið var sá fyrsti sem einhver spenna var í. Fyrsta leikinn vann Keflavík með nítján stigum, þann annan Snæfell með 21 og þann þriðja vann Snæ- fell með fimmtán stiga mun. Það er því vonandi að alvöru spenna verði í oddaleiknum, jafn og í fyrra þegar Grindavík gat stolið titlinum af KR með einu skoti sem liðið tók ekki í lokasókninni. Sé horft í tölurnar frá leik fjögur má sjá að Keflavík þurfti á öllu sínu að halda til að leggja Snæfell. Þeir fengu mjög gott framlag frá fjórum af fimm byrjunarliðsmönnum sínum og varamennirnir Sverrir Sverrisson og Þröstur Leó Jóhannsson skiluðu einnig mikilvægum stigum. Á sama tíma voru aðeins Hlynur Bærings- son og Jeb Ivey að spila eftir getu í Snæfellsliðinu en aðrir voru langt undir pari. tomas@dv.is Keflavík eða Snæfell verður Íslandsmeistari á fimmtudaginn: Úrslitaleikur um titilinn ARSENAL HORFIR TIL WEST HAM Og meira af Arsenal. Svo gæti þó farið að Fabianski verði að láta sér bekkinn nægja á næsta tímabili því sögusagnir um áhuga Arsenal á Robert Green, markverði West Ham, verða meiri með hverjum deginum. Brunaútsala verður hjá West Ham eftir tímabilið og ætlar Arsenal að næla sér í enska landsliðsmarkvörðinn. Samkvæmt enskum miðlum er Green ekki sá eini sem Arsene Wenger hefur áhuga á. Matthew Ups- on gæti einnig verið á leið til Arsenal en hann hefur verið með betri mönnum West Ham á annars erfiðu tímabili í Austur Lundúnum. ÆTLAR AÐ VERA FYRSTI KOSTUR Þrátt fyrir afleita frammistöðu á leiktíðinni er pólski markvörður Arsenal, Lukasz Fabianski, á því að hann eigi að verja mark liðsins á næsta tímabili. Hann ætlar að sýna stuðningsmönnum Arsenal í síðustu tveimur leikjum tímabilsins að staðan eigi að vera hans. „Stuðningsmennirnir hafa fullan rétt á að gagn- rýna mig. Þetta hefur verið erfitt fyrir mig að vera inn og út úr liðinu. En nú ætla ég að sýna hvað ég get því þjálfarinn treystir mér og ég vil endur- gjalda það traust. Það er ekkert því til fyrirstöðu að ég verði byrjunarliðs- markvörður á næsta ári og það ætla ég að tryggja mér,“ segir Fabianski. 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 25 MOLAR ENGINN TRÚIR Á INGÓ n Einn eftirtektaverðasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar er Ingólf- ur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Idol, leik- maður Selfoss. Ekki eru margir sem vita að hann er nokkuð kræfur knattspyrnumað- ur og í ítarlegu viðtali á vefsíð- unni Fótbolta.net segir hann það hjálpa sér. „Ég held að ég græði bara á því. Það er enginn sem býst við að ég geti eitthvað, þannig að allt sem ég geri kemur á óvart. Einhver popp- ari, hvað er hann að reyna að gera hérna?“ segir Ingó í viðtalinu. VERÐUR GYLFI ÚLFUR? n Enska götublaðið Daily Mail skrifar að Mick McCarthym knattspyrnu- stjóri Úlfanna, rennir hýru auga til Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmann Reading sem slegið hefur í gegn í vetur. Segir blaðið Úlfana ætla að bjóða þrjár milljónir punda í strákinn sem hefur skorað nítján mörk í öllum keppnum á tímabilinu. McCarthy var gestur á leik Reading og Scunthorpe í síðustu viku þar sem Gylfi skoraði úr vítaspyrnu en hann hefur sýnt fádæma öryggi á punktinum í vetur. ÚRSLITIN RÁÐAST n Undirbúningstímabilið klárast formlega klukkan 16.00 á laugar- daginn í knattspyrnuhúsi Kórsins í Kópavogi. Þar mætast Breiðablik og KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. Er þetta að mörgu leyti draumaúrslita- leikur því þessi lið hafa verið að spila alveg frábærlega á undirbún- ingstímabilinu og skorað mikið af mörgum. KR getur þarna unnið sinn annan titil á tímabilinu en þeir eru áður búnir að landa Reykjavíkur- meistaratitlinum eftir sigur á Víkingi í úrslitaleik. JÓN DAÐI FRAMLENGIR n Hinn stórefnilegi Jón Daði Böðvarsson, kantmaður Selfyssinga, skrifaði í vikunni undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Hinn sautján ára gamli Jón Daði hefur verið fastur byrjunarliðsmað- ur hjá Selfossi á undirbún- ingstímabilinu og verður þar væntanlega í fyrsta leik í Pepsi-deild- inni. Hann hefur nú þegar leikið 26 meistaraflokksleiki í neðri deildunum með Selfossi og skorað þrjú mörk. Jón Daði er fastamaður í hóp íslenska U19 ára landsliðsins. Hvor verður meistari? Hlynur eða Sigurður Þorsteins? MYND KARFAN.IS VALSMENN MUN STERKARI Í ÁR Það er alveg klárt að við erum orðnir leiðir á að tapa í þessum leikjum. um í þriðju umferð deildarkeppninn- ar og fengu ell- efu stig í síðustu sex leikjunum. „Breiddin er orð- in góð hjá okkur núna. Við erum í miklu betri mál- um núna en í fyrra fyrir úrslitin. Það eru miklu fleiri heil- ir og fleiri sem geta tekið af skarið. Fyr- ir okkur var úrslitarimm- an í fyrra eig- inlega ómarktæk því okkur vantaði svo mik- ið af mönnum,“ segir Óskar Bjarni. Orðnir leiðir á að tapa Leikurinn á föstudag- inn verður sjötti leikur- inn sem Valsmenn leika gegn Haukum á tímabil- inu. Liðin mættust í leik meistara meistaranna sem Valsmenn unnu, svo þremur deildarleikjum auk bikarúrslitaleiksins. Leikirnir gætu því orðið tíu ef allt fer á besta veg fyrir hinn hlutlausa handboltaaðdáanda. „Það leit nú út fyrir það í febrúar að við værum ekki á leið inn í úrslita- keppnina á meðan Haukarnir voru þvílíkt stöðugir. En við sýndum mik- inn karakter í þriðju umferðinni og liðið fór að gera betri hluti,“ segir Ósk- ar Bjarni. „Þessi lið eru búin að spila núna fimm sinnum og við þekkjumst vel. Haukarnir eru auðvitað með hörku- lið. Þeir eru með góða breidd, fína blöndu leikmanna í liðinu og góða vörn sem við verðum að finna leið framhjá ásamt Birki Ívari í markinu. Það er samt allt bjartara hjá okkur finnst mér og við höfum úr meiru að moða. Fyrsta markmiðið er að gera þetta að hörkurimmu en það er alveg klárt að við erum orðnir leiðir á að tapa í þessum leikjum og ætlum okk- ur að hirða þennan titil af Haukun- um,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Föstudagur 30. apríl n Ásvellir kl. 20:00 Sunnudagur 2. maí n Vodafone-höllin kl. 16:00 Þriðjudagur 4. maí n Ásvellir kl. 19:30 Fimmtudagur 6. maí* n Vodafone-höllin kl. 19:30 Laugardagur 8. maí* n Ásvellir kl. 14:00 * EF TIL ÞARF. Úrslitarimman TRAUSTUR Hlynur Morthens hefur spilað vonum framar hjá Val og verið langnæstbesti markvörður tímabilsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.