Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 FRÉTTIR REIKNINGUR P LMA L X Mikil umræða skapaðist um FL Group og eignarhaldsfélagið Fons fyrir skömmu eftir að Ragnhildur Geirsdóttir greindi frá grunsemd- um sínum um að þriggja milljarða króna millifærsla af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005 hefði hugsanlega ratað inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons. Ragnhildur var forstjóri FL Group árið 2005 og hætti hún með- al annars hjá félaginu út af því að hún fékk ekki fullnægjandi svör við spurningum sínum um af hverju milljarðarnir hefðu horfið af reikn- ingi félagsins í Kaupþingi í Lúx. Enn þann dag í dag, eftir tæp fimm ár, veit Ragnhildur ekki hvað varð um peningana en hún hefur sagt að hún telji að til þess að svara því þurfi annaðhvort að leita svara hjá Kaupþingi í Lúx, nú Banque Havill- and, eða hjá Hannesi Smárasyni, fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra félagsins. Fons átti reikning hjá Kaupþingi DV hefur undir höndum reikn- ingsyfirlit frá Fons, sem á þeim tíma var í eigu Pálma Haraldsson- ar, frá Kaupþingi í Lúxemborg sem sýnir færslur inn og út af reikningi félagsins á rúmlega viku tímabili í lok júlí árið 2008. Reikningsyfirlitið sannar auð- vitað ekki að milljarðarnir frá FL Group hafi runnið til Fons eða Pálma en það sýnir að minnsta kosti að Fons átti reikning í bank- anum sem var mikið notaður. Millifærslan er nú til rannsókn- ar hjá efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra og hefur verið um nokkurt skeið. Ragnhildur hef- ur sagt að eina leiðin til að varpa ljósi á hvert peningarnir hafi far- ið frá FL sé að komast í bókhald Kaupþings í Lúxemborg eða að fá Hannes Smárason til að tjá sig um hvert milljarðarnir hafi farið. Ekki er vitað til að Hannes hafi fengist til þess. Skoðun á þeim reikningi Fons hjá Kaupþingi í Lúxemborg gæti hugsanlega varpað ljósi á málið. Milljarður inn og út Reikningsyfirlitið frá Fons hefst á því að milljarður króna er lagður inn á reikning félagsins þann 22. júlí árið 2008. Ekki er greint frá því hver það er sem leggur milljarðinn inn á reikninginn. Líklegt er hins vegar að milljarð- urinn hafi komið frá Glitni í þeim viðskiptum sem Pálma Haralds- syni og fleirum hefur verið stefnt fyrir af skilanefnd bankans. Ástæð- an er sú að nýbúið var að ganga frá þeim viðskiptum þegar milljarður- inn var lagður inn á reikning Fons hjá Kaupþingi í Lúx og hefur Pálmi sjálfur sagt að annar milljarðurinn af þeim tveimur sem lagðir voru inn á Fons í viðskiptunum hafi far- ið til Kaupþings í Lúxemborg. „Ég hagnaðist ekki persónulega á þess- um viðskiptum, heldur var einn milljarður notaður til að greiða inn á lán Fons hf. við Kaupthing Bank í Luxembourg.“ Milljarðurinn fór svo strax aftur út af reikningi Fons en tveimur dögum síðar var sama upp- hæð lögð aftur inn á hann. Næstu vikuna sjást ýmsar hreyf- ingar á reikningnum: 80 milljónir króna eru lagðar inn á reikninginn sex dögum eftir að milljarðurinn kemur inn og tveimur dögum síðar fara rúmar fjögur hundruð milljón- ir út af reikningnum. Reikningur- inn er svo nánast tæmdur en þá eru lagðar rúmar 400 milljónir króna inn á hann aftur. Við lok tímabilsins sem reikningsyfirlitið nær yfir eru rúmar 400 milljónir króna enn á reikningnum. Svörin erlendis Millifærslumálið hjá FL Group og rannsóknin á því sýnir fram á mikilvæga stað- reynd í rannsókninni á íslenska efnahagshruninu: Svörin við svo mörgum málum sem tengjast ís- lenska hruninu er að finna erlend- is og eru háð því að erlendir aðilar veiti upplýsingar sem varpað geti ljósi á málin. Greint er frá öðru slíku máli í blaðinu hér að framan en það er rannsókn þrotabús Fons á þriggja milljarða króna lánveitingu til eign- arhaldsfélags í Panama sem nánast ekkert er vitað um. Rannsókn skiptastjóra Fons á því máli fer í gegnum skipta- stjóra Lands- bankans í Lúx- emborg en talið er að hann einn geti varpað ljósi á lánveitinguna. Erfiðlega geng- ur hins vegar að fá upplýsingar um lán- ið þaðan. Það eru þessar rann- sóknir sem varpað geta ljósi á eina stærstu spurninguna í uppgjörinu sem fram fer eftir útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta er spurningin um hvert peningarn- ir fóru eiginlega úr íslenska banka- kerfinu og hugsanlega hvar þeir eru niðurkomnir í dag ef einhvers stað- ar. Ég hagnaðist ekki persónu- lega á þessum við- skiptum, heldur var einn milljarður notað- ur til að greiða inn á lán Fons hf. við Kaup- thing Bank í Luxemb- ourg. Eignarhaldsfélagið Fons hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna milljarða króna millifærslu sem hugsanlega fór til félagsins af reikningi FL Group í Lúxemborg. Reikningsyfirlit frá Fons í Lúxemborg frá árinu 2008 sýnir að reikningurinn var mikið notaður. Svörin við mörgum spurningum tengdum hruninu er nú að finna í erlendum bönkum. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Forstjórinn Magnús Guðmundsson var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og var í beinu sambandi við marga af helstu auðmönnunum íslensku sem voru í fararbroddi útrásarinnar. Dularfullt mál Uppljóstrun Ragnhildar Geirsdóttur, og sú leynd sem hvílt hefur yfir starfslokum hennar hjá FL Group síðastliðin fimm ár, gerir millifærslumálið hjá FL Group afar spennandi. Hér sést Ragnhildur með Hannes Smárason í bakgrunninum. Reikningsyfirlit Pálma Milljarð- urinn sem kom inn á reikning Fons í Lúxemborg kann að hafa verið tilkominn út af Glitnisviðskiptunum sem skilanefnd bankans hefur nú stefnt Pálma og fimm öðrum fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.