Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Blaðsíða 14
VILJA BREYTT LÖG UM KJÖTVÖRUR „Það er sjónarmið Landssam- bands kúabænda og Neytenda- samtakanna að ekki eigi að heimila að bæta öðrum efnum í nautahakk án þess að það komi skýrt fram í vöruheiti og innhaldslýsingu,“ segir í bréfi samtakanna til Jóns Bjarnason- ar, sjávar- og landbúnaðarráð- herra. Bréfið senda þau í kjölfar skýrslu vegna gæðakönnunar á nautahakki sem Matís vann fyrir Landssamband kúabænda og Neytendasamtökin. Þar kom fram að nauðsynlegt sé að end- urskoða reglugerð um kjöt og kjötvörur. „Neytendasamtök- in lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í þeirri endurskoðun verði þess óskað,“ segir á heimasíðu samtakanna. n Lastið fær skódeild Hagkaupa í Kringlunni. Viðskiptavinur ætlaði að kaupa skó fyrir um 8.000 krónur en reimarnar voru sýnilega trosnaðar og lélegar. Ekki kom til greina af hálfu starfsmanns að skipta út reimunum. Ekkert varð af viðskiptunum. n Lofið fær Sporthúsið fyrir að bjóða sumarkort, sem gildir til 20. ágúst á aðeins 9.900 krónur. Ef kortið er keypt strax má nota það í næstum fjóra mánuði. Það gerir um 2.500 krónur á mánuði. Ódýrara líkamsræk- arkort er vandfundið. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 207,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,3 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 207,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 205,9 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 210,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 220,4 kr. BENSÍN Kænunni VERÐ Á LÍTRA 206,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,9 kr. Fjarðarkaupum VERÐ Á LÍTRA 206,8 kr. VERÐ Á LÍTRA 204,8 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 210,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 208,5 kr. UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON, baldur@dv.is / ney tendur@dv.is el d sn ey ti Réttur farþega ef flug frestast vegna eldgoss: Átt rétt á endurgreiðslu Ef flugi er frestað eða aflýst vegna eldgoss eiga farþegar rétt á endur- greiðslu flugfarsins eða breytingu á flugleið, að því er segir í tilkynningu frá Flugmálastjórn Íslands. Þar segir aukinheldur að farþeg- um skuli boðnar máltíðir og hress- ing í samræmi við lengd tafarinn- ar, hótelgisting ef farþegi neyðist til að bíða í eina nótt eða fleiri eftir fari eða ef hann þarf að bíða leng- ur en hann gerði ráð fyrir. Þetta allt á flugfélagið að borga. Það á einn- ig að greiða flutning milli flugvallar og gistiaðstöðu (til dæmis hótels). „Þar að auki skal farþegum boðið að hringja tvö símtöl eða senda skila- boð um fjarrita eða bréfsíma eða með tölvupósti þeim að kostnaðar- lausu,“ segir í tilkynningunni. Þá er tekið fram að flugfélaginu beri að huga sérstaklega að þörfum hreyfihamlaðra og fylgdarmanna þeirra en einnig að þörfum að fylgd- arlausra barna. „Þegar flugi er aflýst eða því er seinkað þá ber flugrek- anda eða flytjanda að afhenda far- þegum skriflegar upplýsingar um réttindi þeirra,“ segir enn fremur. „Ef farþegar fá ekki framan- greinda þjónustu frá flugrekenda eða flytjanda og þurfa að greiða fyrir hana sjálfir skulu þeir taka kvittan- ir fyrir útlögðum kostnaði og krefja flugrekanda eða flytjanda um end- urgreiðslu á þeim kostnaði,“ segir að lokum. 14 MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 NEYTENDUR FÓLK EIGI SKAÐA- BÓTAKRÖFU Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur að skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis renni skýrum stoðum undir þá rök- studdu skoðun hans að lántak- endur - og aðrir neytendur eftir atvikum - eigi skaðabótakröfu á hendur bönkum og öðrum lán- veitendum. Þetta kemur fram á vef embættisins en þar segir að þessi skoðun hafi verið rökstudd ítarlega í tillögu talsmanns neytenda til stjórnvalda um heildstæða lausn á skuldavanda neytenda fyrir réttu ári. Hann hyggst kanna hvort lántakendur geti náð fram réttmætri niður- færslu neytendalána. Átt rétt á hóteli Flugfarþegar sem tefjast vegna eldgoss eiga rétt á mat og gistingu. ÖSKUFALL Í BORGINNI Í SUMAR „Virknin í eldstöðinni þyrfti fyrir það fyrsta að vera nægjanleg til að gróf- korna askan næði hingað í einhverjum mæli. Núna er virknin á mörkum þess. Veðurfarslega þyrftum við svo að fá tiltölulega hvassa suðaustanátt,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðing- ur, aðspurður hvaða aðstæður þyrftu að koma upp til að valda viðlíka ösku- falli á höfuðborgarsvæðinu og bændur undir Eyjafjöllum hafa glímt við. Mistur reglulega í allt sumar Um helgina urðu íbúar á Suðurlandi varir við öskumistur í lofti. Þeim sem glíma við astma eða aðra öndunar- færasjúkdóma var ráðlagt að halda sig innandyra. Mistrið var sambland af fokinni ösku sem féll á fyrstu dögum gossins undir Eyjafjöllum og svo ösku sem barst beint úr eldstöðinni sjálfri. Sigurður segir að höfuðborgarsvæðis- búar gætu búið við mistur í formi foks reglulega í allt sumar, jafnvel þótt það myndi hætta að gjósa á næstu dög- um. „Í sumar verður öskufall af og til á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aska get- ur fokið upp úr grassverðinum undir Eyjafjöllum og borist út um allt,“ seg- ir hann og bætir við að þetta geti sér- staklega orðið vandamál þegar þurrt er í veðri. „Hefðum verið í bölvuðum skít“ Sigurður segir að léttustu agnir ösk- unnar berist hratt upp í hærri loftlög og trufli þannig flugumferð, eins og raunin hefur orðið síðustu vikurnar. „Til að verða vör við öskufall í Reykja- vík, beint úr eldstöðinni, þyrftum við stífan vind að suðaustan og þurrk. Ef vindurinn er sterkur ber hann þyngri agnir lengra,“ úskýrir Sigurður en bæt- ir við að í dag [miðvikudag] sé útlit fyr- Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta átt von á því að á hlýjum og þurrum dögum geti öskumistur lagst yfir borgina, jafnvel þó eldgosið í Eyjafjallajökli verði löngu búið, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræð- ings. Hann segir að stífa suðaustanátt og þurrk þurfi til að aska berist beint úr fjall- inu yfir höfuðborgarsvæðið. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Öskuský Sigurður, sem tók þessa mynd sjálfur, segir að aska geti haft veruleg áhrif á þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.