Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Qupperneq 13
FRÉTTIR 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 ÞAR SEM SLÓÐIRNAR ENDA Það liggur fyrir að afskrifa þarf þessar upphæðir sem finnast ekki – hvað svo varð um peningana í raun veit enginn. Paul Cristian Radu er rúmensk- ur rannsóknarblaðamaður sem hefur um árabil unnið að rann- sóknum tengdum fjármálaspill- ingu og glæpastarfsemi. Paul er margverðlaunaður rannsóknar- blaðamaður og hlaut meðal annars alþjóðleg verðlaun Knight-stofn- unarinnar fyrir afbragðs blaða- mennsku á alþjóðlegum vettvangi árið 2004. Hann stundar nú nám við Stanford-háskóla í Bandaríkj- unum. Hann hefur starfað við ýmsa fjölmiðla í Rúmeníu en einnig í Evr- ópu og Bandaríkjunum hjá með- al annars fréttaskýringaþættinum 20/20 sem sýndur er á ABC-sjón- varpsstöðinni, auk annarra sjón- varpsstöðva svo sem NBC, BBC og CBS. Paul er ritstjóri fréttavefj- ar sem fjallar um skipulagða og al- þjóðlega glæpastarfsemi í löndum Austur-Evrópu og hefur á þeim vett- vangi komið að ritstjórn fjölmargra verkefna á sviði rannsóknarblaða- mennsku. Margföld lagskipting Paul segir að það sé mjög erfitt og vandasamt að feta sig eftir slóð peninganna hjá fólki sem vill fela þá slóð. „Það er ekki bara erfitt fyr- ir blaðamenn sem eru að skoða þessi mál heldur einnig lögregluyf- irvöld. Aflandssvæði gera mönnum það kleift að fela sig bak við stað- gengla, lögfræðinga og leyndarlög. Það er heill her af lögmönnum sem eru sérhæfðir í að veita viðskipta- mönnum ráðgjöf um að fela eign- arhald á fyrirtækjum með marg- faldri lagskiptingu af fyrirtækjum og leyndarhjúpum. Skjöl og önnur gögn frá þessum svæðum eru mjög takmörkuð og þegar þau finnast leiða þau oftast til staðgengils en ekki raunverulegs eiganda fyrir- tækisins,“ segir Paul en hann hefur gefið út bækling fyrir rannsóknar- blaðamenn þar sem bent er á leið- ir til að þræða slóð raunverulegra eigenda fyrirtækja. Fela peninga og eignarhald Að mati Pauls er ástæða þess að fólk og fyrirtæki stundi viðskipti á af- landseyjum í fyrsta lagi sú að með því sé komist hjá því að greiða skatta í heimalandi viðkomandi. „Önn- ur ástæða, og þá sérstaklega þeg- ar horft er til skipulagðrar glæpa- sarfsemi, er sú að þá vilja menn fela peninga og leyna eignarhaldi á fyrirtækjum og öðrum eignum. Í báðum tilvikum er um spillingu að ræða sem leiðir til fjárhagslegra erfiðleika hjá þjóðum viðkomandi,“ segir Paul. Reynt að opna Á síðustu misserum hafa stjórnvöld á mörgum aflandssvæðum skrif- að undir alþjóðlega samninga um að veita upplýsingar. „Það er mikill þrýstingur núna á aflandssvæðin frá ýmsum löndum innan Evrópusam- bandsins og í Bandaríkjunum um að veita upplýsingar. Hins vegar vilja mörg þessara svæða sem minnstar upplýsingar veita þar sem fjárhags- leg innkoma vegna aflandsfélaga er mikilvægur þáttur í efnahag svæð- anna,“ segir Paul. johanneskr@dv.is Margverðlaunaður rúmenskur blaðamaður hefur rannsakað slóð peninga um allan heim með góðum árangri. Hann segir flétturnar sem notaðar eru til að fela slóð peninga mjög flóknar. Flóknar fléttur Rekur slóðir Paul Radu hefur skrifað fjölmargar fréttir um alþjóðlega glæpastarf- semi í Austur-Evrópu þar sem honum hefur tekist að rekja slóð eignarhalds og fjármagns til glæpaforingja, spilltra stjórnmálamanna og kaupsýslumanna. Aflandssvæði gera mönnum það kleift að fela sig bak við staðgengla, lög- fræðinga og leyndarlög. Eitt af þeim verkefnum sem Paul Radu hefur unnið að er að skrifa bækling fyrir rannsóknarblaða- menn sem ber heitið „Að rekja slóð peningana“ og hægt er að nálgast frítt á netinu. Þar eru raktar sögur af blaðamönn- um sem hafa rannsakað flókn- ar fyrirtækjafléttur þar sem ver- ið er að leyna eignarhaldi eða fela fjármagn. Það getur reynst mjög erfitt að finna raunveruleg- an eiganda fyrirtækisins og hafa blaðamenn í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu rakið raunverulegan eiganda fyrirtækis í gegnum tut- tugu fyrirtæki sem öll voru notuð til að leyna eignarhaldi. Flækjurnar flóknar Í bæklingnum kemur fram að forsprakkar glæpahópa notist oft við sömu lögmennina í fyr- irtækjafléttunum. Það geri þeir til að blanda sem fæstum inn í glæpastarfsemina. En þetta hef- ur þann kost í för með sér að blaðamenn sem hafa rannsak- að þessi mál finna oft mörg fyrir- tæki undir viðkomandi lögmanni, jafnvel allt upp í hundrað. Þegar eignarhald hvers og eins fyrirtæk- is er skoðað koma oft í ljós teng- ingar við alþjóðlega glæpa- starfsemi. Eignarhlutir faldir Þeir sem eru í forsvari glæpa- samtaka og eru þekktir hjá bæði lögregluyfirvöldum og blaða- mönnum hafa reynt ýmsar að- ferðir við að leyna eignarhaldi á fyrirtækjum sem þeir koma ná- lægt. Slíkt dæmi er rakið í bæk- lingnum þegar ungverskt fyr- irtæki, Eural TransGas, fékk samning um sölu á gasi fyrir rússneska fyrirtækið Gazprom í Austur-Evrópu. Viðskiptin námu hundruð milljónum evra á hverju ári. Blaðamenn fóru að kanna eignarhaldið á Eural TransGas og sýndi hluthafaskráin að þrír rúm- enskir ríkisborgarar voru eigend- ur fyrirtækisins. Blaðamenn fóru og heimsóttu eigendurna sem voru fyrrverandi leikkona á átt- ræðisaldri og ungt bláfátækt par sem bjó í foreldrahúsum. Ekkert þeirra hafði heyrt um Eural Trans- Gas og þá síður að þau væru skráðir eigendur. Alltaf tengingar Umdeildir rússneskir viðskipta- menn sem vildu fela eignarhald sitt á fyrirtækinu fengu ungverskan lögmann til að finna fólk sem gæti „leppað“ fyrirtækið og orðið eig- endur á blaði. Ungverski lögmað- urinn þekkti dóttur öldruðu leik- konunnar sem aftur þekkti unga parið, sem bjó í íbúðinni við hlið- ina. Þeim var greidd smáþóknun gegn því að fá leyfi til að nota vega- bréf þeirra í Ungverjalandi. Í bæk- lingnum segir að það séu alltaf tengingar sem hægt sé að rekja sig í gegnum í málum sem þessum. johanneskr@dv.is Bæklingur sem skrifaður er fyrir rannsóknarblaðamenn um allan heim: „Að rekja slóð peninganna“ FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU hafa það eftir sér að það sé alltaf hægt að rekja slóðir peningana. Rannsókn- arblaðamönnum víða um heim hef- ur einnig tekist að rekja slóðir eign- arhalds og peninga til yfirmanna alþjóðlegra glæpasamtaka í gegnum fjölmörg félög á aflandseyjum. Fé- lög sem nota bankastofnanir þar sem bankaleyndin er mikil. Follow the Money: A Digital Guide for Tracking Corruption By Paul Cristian Radu Follow the money Í bæklingnum er bent á leiðir til að rekja slóðir peninga og eignarhalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.