Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 13
fréttir 11. júní 2010 föstudagur 13 SérhagSmunir SlitaStjórnarmanna að hafa áhrif á hraða skipulagsvinnu í Örfirisey. Sérstaka athygli vekur að Sparisjóðabankinn setur á prent í gögnum sínum, að efla skuli tengsl við stjórnmálamenn sem hafi áhrif á uppbygginguna í Örfirisey. „Viðhalda og efla tengsl við pólitíska aðila sem hafa áhrif á uppbyggingu í eyjunni,“ segir orðrétt í gögnunum. Jafnframt segir að halda beri góð- um tengslum við stjórnendur Faxa- flóahafna og fylgst verði með vinnu þeirra við uppbyggingu á eyjunni. Árangurstenging Í byrjun þessa mánaðar var málið svo langt gengið að komin voru drög að samningi um umsýslu, ráðgjöf og rekstur milli Ólafs Garðarsson- ar og Magnúsar Jónatanssonar ann- ars vegar og Sparisjóðabanka Íslands hins vegar. Markmið samningsins er að gæta hagsmuna Lindbergs, en í þessum drögum hefur hlutur Ólafs og Magnúsar verið minnkaður og er félagið að 90 prósentum í eigu Spari- sjóðabankans. Þar er bókstaflega tal- að um að Ólafur og Magnús taki að sér að „... viðhalda og efla tengsl við pólitíska og aðra þá aðila sem hafa áhrif á uppbygginguna í Örfirisey“. Þeim viðskiptafélögunum er ætlað að gera grein fyrir framvindu mála við Sparisjóðabankann og fá enga þókn- un fyrr en bankinn hefur fengið til baka hátt í 1,6 milljarða króna í sinn hlut. Eftir það fá þeir vaxtandi hlut í endurheimtunum eins og áður segir. Slitastjórnarmaður dylst í viðskiptum Af ofansögðu má ráða að nafn Ólafs hefur í raun verið falið í hlutafé- lagaskrá þótt hann sé á öllum stig- um málsins lykilmaður í viðskiptum Lindbergs og Sparisjóðabankans. Enginn, sem á hagsmuna að gæta í Sparisjóðabankanum, hefur gert formlegar athugasemdir við það hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að Tómas Jónsson í slitastjórn bankans sé ná- tengdur Ólafi Garðarssyni í gegnum Lögfræðistofu Reykjavíkur og kunni því að vera vanhæfur til samninga- gerðar við Ólaf fyrir hönd þrotabús Sparisjóðabankans. Þess má geta að þegar Sparisjóða- bankinn vildi ekki lána Ólafi og Magn- úsi meira til Örfiriseyjarverkefnisins var stofnað félagið Gómur ehf., sem snéri sér til Byrs. Heildarskuldir Ólafs og Magnúsar vegna Örfiriseyjarverk- efnisins eru því mun meiri en hér er talið. ar dómsúrlausn hefur gengið um að viðkomandi fyrirtæki skuli tek- ið til slita. Slitastjórnarmenn taka því við réttindum og skyldum sem stjórn fyrirtækisins og hluthafa- fundur eða fundur stofnfjáreigenda höfðu með höndum. Í aðalatriðum gilda sömu reglur um slitastjórn bankanna og skiptastjóra við gjald- þrotaskipti. Undantekning frá þessu er gerð lögum samkvæmt ef slitastjórn metur það svo að horfur séu á að eignir viðkomandi banka hrökkvi fyrir skuldbindingum hans. Í slíku tilfelli ber slitastjórn að hafa samband við hluthafa eða stofn- fjáreigendur. Eru þeir ósnertanlegir? Um hæfi slitastjórnarmanna vís- ar Helgi I. Jónsson dómstjóri til laga um gjaldþrotaskipti frá 1991. Þar segir meðal annars að engan megi skipa skiptastjóra (slitastjó- ra) ef hætta sé á vanhæfi hans sem dómara í máli sem þrotamaður eða kröfuhafi í búið eigi aðild að. Þetta á einnig við um mál sem stjórnar- menn eða starfsmenn bankans, sem til skipta er, eigi aðild að. „Ef í ljós kemur eftir skipun skiptastjóra (slitastjóra) að hann sé vanhæfur til að leysa af hendi tiltekið verk í starfi sínu vegna fyr- irmæla 6. tölul. 2. mgr. án þess að það verði talið varða neinu fyrir rækslu starfans að öðru leyti getur héraðsdómari að ósk hans skipað annan löghæfan mann til að leysa verkið af hendi.“ Ekki verður annað sé en að nú- verandi slitastjórnarmenn gjald- þrota íslenskra banka og sparisjóða hafi samkvæmt þessu sjálfdæmi um það hvort þeir lýsi sig vanhæfa vegna hagsmunaárekstra, aðstöðu- brasks í tengslum við stöðu sína eða annarra mögulegra ávirðinga. Lagagreinin sem hér er vitnað til segir enda að „... héraðsdómari geti að ósk hans (skiptastjórans) skipað annan löghæfan mann til að leysa verkið af hendi.“ johannh@dv.is Nafn Ólafs hefur í raun verið falið í hlutafélaga- skrá þótt hann sé á öllum stigum málsins lykilmaður í viðskiptum Lindbergs og Sparisjóðabankans. bræðraböndin Hagsmunaárekstrar og hætta á að- stöðubraski blasir við í slitastjórn VBS fjárfestingarbankans. Þannig hefur DV heimildir fyrir því að Fjár- málaeftirlitið hafi krafist þess að endurskoðunarskrifstofan Ernst & Young hætti störfum fyrir slita- stjórn VBS fjárfestingarbanka, sem var tekinn til gjaldþrotaskipta fyrir skemmstu. Gunnar Andersen, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, skipaði Hróbjart Jónatansson hæstaréttarlögmann, Friðbjörn Björnsson endurskoð- anda og Þóreyju S. Þórðardóttur í bráðabirgðastjórn yfir VBS í byrjun mars. Þá voru allir sjóðir VBS tómir og skuldir fjárfestingarbankans um 40 milljarðar króna. Þess má geta að ríkið ákvað að skuldbreyta 26 millj- arða króna láni til bankans í fyrra og reyndi þar með að lengja lífdaga hans. Ekki er ljóst hvort sú ráðstöfun hins opinbera hvíldi á áreiðanlegri rannsókn á stöðu VBS. Þann 9. apríl var VBS síðan tek- inn til slitameðferðar og skipaði Héraðsdómur Reykjavíkur Hróbjart, Þóreyju og Friðbjörn í slitastjórn. Réð hún fljótlega Ernst & Young til þess að rannsaka lánamál og að- draganda gjaldþrots VBS. Sú skýrsla er enn ekki tilbúin, en vel er hugs- anlegt að á grundvelli hennar verði málum vísað til sérstaks saksóknara eða höfðuð mál til greiðslu skaða- bóta. „Félög sem ég tengist skulda“ Ein af ástæðum þess að Fjármála- eftirlitið vill að Ernst & Young hætti rannsóknarvinnu fyrir slitastjórn VBS er sú að Friðbjörn Björnsson slitastjórnarmaður er starfsmaður endurskoðunarskrifstofunnar. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur sú endurskoðunarskrifstofa lengi ann- ast endurskoðun eignarhalds- og verktakafyrirtækja í eigu Engilberts Runólfssonar kaupsýslumanns. Svo vill til að eignarhalds- og verktakafé- lög á snærum Engilberts eru í hópi stærstu skuldara við VBS fjárfesting- arbanka. Þá kunna hagsmunaárekstr- ar einnig að rata inn á borð Hró- bjarts Jónatanssonar hæstaréttar- lögmanns og félaga Friðbjörns í slitastjórninni. Svo vill til að Sveinn Jónatansson héraðsdómslögmaður, sem rekur lögfræðistofu með Hró- bjarti bróður sínum, er athafnamað- ur í fasteignaviðskiptum. Sveinn hefur samkvæmt heimildum DV meðal annars stundað fasteigna- viðskipti í Rúmeníu en einnig hér á landi í samvinnu við viðskiptafélaga sína. „Ég skulda ekki VBS fjárfest- ingarbanka en félög sem ég teng- ist skulda bankanum,“ viðurkennir Sveinn í samtali við DV. Engilbert og Friðbjörn Þannig má ætla að Hróbjartur geti verið vanhæfur við afgreiðslu krafna á hendur Sveini líkt og Frið- björn slitastjórnarmaður væri með hliðstæðum hætti vanhæfur við af- greiðslu á kröfum á hendur Engil- bert Runólfssyni. Þess má geta að umsvif VBS voru einkum á sviði fasteignaviðskipta og verktakastarfsemi. Sem dæmi má nefna stór áform félaga á veg- um Engilberts Runólfssonar um uppbyggingu norðan Selfoss í landi Laugadæla sem runnu út í sandinn í kjölfar bankahrunsins. Verkefn- ið skildi eftir sig milljarða skuld við VBS fjárfestingarbankann sem tók áhættuna með Engilbert og fleirum. Áform voru uppi um að reisa allt að 290 íbúðir í landi Laugadæla. Einn stærsti fjárfestirinn og hvata- maðurinn að verkefninu var Ferju- holt ehf., sem meðal annars var í eigu Engilberts Runólfssonar. 4 milljarða skuld Lánastarfsemi VBS til verkefnis Ferjuholts ehf. og fleiri hefur stað- ið frá því í febrúar árið 2007. Ferju- holt var að 78 prósentum í eigu JB Byggingarfélags og Fremdar ehf. að 22 prósentum, en það félag er í eigu VBS. Krosseignatengsl eru á milli þessara félaga og VBS. Annað félag, Laugadælir ehf., var skrifað fyrir nærri 18 hekturum landsins. VBS tók einnig áhættuna með þessu félagi sem var að hluta í eigu Njáls Skarphéðinssonar og Fremdar sem áður er getið og er í eigu VBS. Landið er veðsett VBS fyrir nærri 800 milljónir króna. Ætla má að óbyggt Laugadælalandið sé nú veðsett VBS fyrir að minnsta kosti 4 milljarða króna og óvíst um heimtur. Á annað þúsund veðskuldabréf tengd Laugadælaverkefninu voru seld inn í eignastýringu hjá ein- staklingum eða fóru að veði inn í viðskiptabankana eða Seðlabanka Íslands. Stóru viðskiptabankarn- ir og Seðlabanki Íslands eiga því einnig kröfur á VBS vegna veð- skuldabréfanna. johannh@dv.is Hróbjartur Jónatansson lögfræðingur getur sem slita- stjórnarmaður í VBS fjár- festingarbanka þurft að ganga að skuldum fé- laga í eigu Sveins Jónatanssonar en þrotabú VBS á kröf- ur á hendur þeim. Hró- bjartur og Sveinn eru bræður. Slitastjórnarmaðurinn Hróbjartur Jónatansson gæti þurft að ganga að skuldum bróður síns, Sveins, eða félaga sem hann á hlut í. Bróðirinn Sveinn Jónatansson og félög sem hann á hlut í stunduðu meðal annars viðskipti í Rúmeníu. Hann rekur lögfræðiskrifstofu með Hróbjarti bróður sínum. Athafnaskáldið Engilbert Runólfs- son og félög sem hann á hlut í skulda milljarða í VBS fjárfestingarbanka. Friðbjörn Björnsson, slitastjórnar- maður og endurskoðandi, þjónaði fyrirtækjum hans um áraraðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.